Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.1990, Blaðsíða 18
18 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 1990 H Kanadamennirnir SÁ ÍSBJÖRN KOMA ÚT ÚR ÞOKUNNI... Guy Gauvreau varfyrirliði kanadísku skotliðanna á íslandi eftir Elínu Pálmadóttur SKÖMMU EFTIR að breskt herlið gekk á land á ís- landi, byrjuðu Bretar að reyna að fá Kanadamenn til að taka að sér varnir eyjarinnar. Og áður en lauk deilum og bréfaskriftum milli stjórnvalda landanna tveggja, höfðu kanadískar herdeildir verið í landinu frá júní til nóvember 1940 og hríðskotasveit áfram fram í apríl 1941. Kanadamenn vildu hjálpa Bretum í þrengingum þeirra og senda það litla lið sem þeir máttu til Bretlands, en alls ekki til íslands og það vildu hermennirnir ekki heldur. Meðan á því þjarki stóð var Mont Royal-skotsveitin send til Islands strax í júní. Hún kom frá Montreal í franska hluta Kanada og þar hittum við nýlega að máli foringja sveitarinnar, Guy Gauvreau, og ræddum við hann um dvöl kanadíska liðsins, sem svo lítið hefur verið fjallað um, utan sögusagna á íslandi um að Kanadamennirnir hafi verið mun uppvöðslusamari en bresku hermennirnir. í upphafí hafði einhver stungið upp á því að senda til íslands Vestur- Islendinga frá Manitoba, en að sögn Lionels F. Page, hers- höfðingja alls Kanadaliðsins, þótti sú hugmynd strax afleit að hafa þar í her menn sem væru að vissu leyti á heimavelli. Áður en stórdeildarforing- inn Guy Gauvreau hélt til íslands vorið 1940 gekk hann að eiga Louise unn- mögulegrar þýskrar árásar úr austri." Á kajak í stríðið Það var alls ekki auðvelt fyrir Norðmenn að komast til íslands eða annarra staða í heiminum á stríðsárunum. Margir lögðu sig í mikla hættu til þess að geta komist á vígstöðvarnar og barist við Þjóð- veija. Eg spyr Johansen hvernig hann hafi komist frá Noregi. „Það er kannski ótrúlegt, en ég reyndi að róa á kajak frá Bergen til Shet- landseyja. Við vorum tveir og lögð- um af stað frá Bergen um mánaða- mótin apríl-maí 1941. Er við vorum komnir hálfa leið þurftum við að snúa við. Þýsk flugvél hafði komið auga á okkur en við gátum komið okkur til lands án þess að þeir næðu okkur. Þá höfðum við verið í Norðursjónum í sex daga. Þetta var mikið hættuspil því allir sem voru teknir við að reyna að koma sér úr landi voru umsvifalaust skotnir. Um haustið sama ár tókst mér að fá far með fískibáti til Shetlands- eyja og í september gekk ég í norska flugherinn í Englandi." - Hvað fékk ungan Norðmann til að hætta lífi sínu á þennan hátt? „Fyrst eftir hertökuna skildum við almennir borgarar ekki fullkom- lega hvað var að gerast," segir Jo- hansen. „Fyrir okkur voru Þjóðveij- ar ósköp venjulegt fólk. En brátt varð allt miklu erfiðara. Matur fór að verða af skornum skammti, at- hafnafrelsið var skert og blöð voru ritskoðuð svo að við fengum ekki lengur þær fréttir sem við vorum vön að fá. Við skildum það líka fljótt að við gátum ekki sagt hvað sem var meðal almennings. Ef við töluðum t.d. illa um Þjóðveija gát- um við átt það á hættu að verða handtekin. Svo kom að því að þeir tóku öll útvarpstæki fólks svo að við gætum ekki iengur hlustað á fréttirnar frá London. Nokkrir gátu falið tækin sín en ef það komst upp að þeir hlustuðu í laumi beið þeirra fangavist. Og þeir sem áttu sendi sem þeir notuðu til að senda skila- boð til bandamanna voru samstund- is skotnir ef upp um þá komst. Þannig urðu tímarnir miklu erfíð- ari smám saman og okkur varð Ijóst að það eina sem við gátum gert til að binda enda á þetta ástand var að beijast við Þjóðveija. Við urðum að koma okkur úr landi og ganga í norska herinn. Það var ómögulegt að beijast á móti þeim á annan hátt en að nota þeirra eigin aðferð. Við urðum að grípa til vopna,“ seg- ir Johansen. Dóttir á Akureyri Egil D. Johansen hafði ekki langa viðdvöl á íslandi á stríðsárunum. En örlögin hafa ráðið því þannig að hann hefur oftar en einu sinni heimsótt landið á síðari árum. Dótt- ir hans, Mette, er nefnilega gift íslendingi, Arnari Sverrissyni, og búa þau á Akureyri ásamt þremur börnum sínum. í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá því flugsveit 330 var stofnuð árið 1941 kom Johansen einnig til landsins ásamt fleirum gömlum meðlimum sveitarinnar. Þeir höfðu látið gera minnisvarða sem settur var upp í Nauthólsvík. Johansen hafði umsjón með gerð varðans og fylgdi honum til landsins með flutn- ingaskipinu Hvassafelli. „En nú er ég orðinn svo gamall að það er búið að setja mig á safn,“ segir Johansen og glottir er við undir iok samtals okkar göngum um sali Stríðsminjasafnsins. Safnið í sjálfu sér segir þögult hina óhugn- anlegu sögu áranna 1940-45. Jo- hansen eyðir miklum tíma í að viða að sér efni fyrir safnið og hefur m.a. látið gera líkan af bækistöð flugsveitar 333 í Skotlandi, Wood- haven. „Það er svo mikilvægt að segja frá því sem gerðist, það má ekki gieymast. Fyrir margt ungt fólk er stríðið bara smákafli í mannkyns- sögubókunum. Það er svo margt sem aldrei hefur verið skrifað og aldrei kemur fram. Ur því vil ég reyna að bæta,“ segir Egil D. Jo- hansen að lokum. GUY GAUVREAU stórdeildar- foringi Mont Royal-sveitarinnar var ekki nema 24ra ára gamall, ungur og glæsilegur liðsforingi, þegar hann var sendur með herdeild sína á skipi út á Atlantshaf. Vissi ekki fyrr en þar hvert ferðinni var hei- tið. Hermenn hans höfðu gengið í herinn til að hjálpa til við að veija Bretlandseyjar, enda hafði lið þeirra verið hrakið af meginlandinu ogþar von á innrás Þjóðveija á hverri stundu. Áður en hann hélt í stríðið gekk Guy Gauvreau að eiga Louise unnustu sína. Þau áttu því nýlega gullbrúðkaup. Og Louise stendur dyggilega við hlið hans í veikindum hans, en hann fékk slag fyrir 10 árum og á erfitt með að tala, auk þess sem sár hans úr stríðinu, m.a. ónýtt bak, kvelja hann enn. Ferðin sem hann lagði svo óvænt í til Is- lands í júnímánuði 1940 hafði því mikil áhrif á allt hans líf, eins og hann segir. Enn búa þau í hinu virðulega gamla hverfi á Mont Royal-fjalli, sem herdeildin hans er kennd við og skammt frá er í gam- alli byggingu bækistöð herdeildar- innar með klúbbhúsi og þjálfunar- stöð. Og einmitt í þessari virðulegu byggingu er herfang herdeildarinn- ar úr stríðinu, götuskilti sem her- mennirnir stálu meðan þeir voru t Hveragerði á íslandi. Þessi gríðar- þungu skilti drógu þeir með sér í innrásinni í Normandí, þar sem þeir voru í framvarðarsveit og mik- ill hluti liðsins féll. Skildu aldrei við sig þessa heillagripi þar til herdeild- in kom heim eftir stríð. Þegar blaða- maður Mbl. kom þar nú, gat ungi herdeildarforinginn, sem á sunnu- degi var að þjálfa unga menn í skálanum, umsvifalaust vísað á skiltin, sem þar hafa átt virðulegt sæti á svölunum í hálfa öld og btas- að við öllum nýjum liðsmönnum sveitarinnar. Guy Gauvreau segir mér að af þessu uppátæki þeirra hafi orðið hið mesta írafár á ís- larídi, sem vonlegt sé. Þetta styrkir þá sögusögn að Kanadamennirnir hafi verið nokkuð ódælir. Og Guy Gauvreau samþykk- ir það. Þegar stríðið skall á og Kanadamenn tóku þá stefnu að aðstoða Breta eins og mögulegt væri, enda samveldisland, þá voru þeir engan veginn undir það búnir að senda þeim lið. Veturinn 1939-40 höfðu þeir þó sent 1. kanadísku herdeildina til Bretlands og vorið 1940 voru þeir að flýta útbúnaði á 2. herdeildinni til þess að geta sent hana til Bretlands ,í júní-júlí, þar sem þörfin var mest. Ur henni voru þessir skotliðar sem lentu á íslandi. „Okkur skorti ekki yfirmenn, en þessir óbreyttu liðs- menn voru nýgengnir í herinn, sum- ir vegna þess að nokkurt atvinnu- leysi var á svæðinu. Þeir byijuðu að koma um haustið og margir varla búnir að fá einkennisbúning- ana sína áður en við lögðum upp. Þeir höfðu enga þjálfun fengið og við urðum því að þjálfa þá og aga á Islandi og svo áfram í Bretlandi. Við höfðum engar vélbyssur þegar við fórum, ekkert nema einfalda riffla. Það var ekki mikið til að beijast með við Þjóðveija," segir Guy Gauvreau. Yfirmaður alls Kanadaliðsins, Lionel F. Page, hafði í samtali við sagnfræðinginn Donald F. Bittner orðað það svo að liðið hafí ekki verið neitt betur búið en almenn lögregla. í því hefði ekki verið menntafólk úr millistétt, heldur samansafn manna, sumir nokkuð rustafengnir. Hefði sveitarforinginn Guy Gauvreau átt fullt í fangi með að hafa stjórn á þeim, einkum þeg- ar þeir kynntust þeim görótta drykk Svartadauða á Islandi. Guy Gauvr- eau játaði að sannleikskorn væri í því og hefði hann orðið að beita þá hörðu, setja á suma útgöngubann um skeið fyrir illa hegðun. Hann minnist þess t.d. hve reiðir sumir þeirra urðu, þegar unglingsstrákar voru að rétta fram handiegginn í Hitlerskveðju og segja Heil Hitler! ustu sína. framan í þá. Fannst það ekkert gamanmál, þar sem þeir væru að fara til að leggja líf sitt í hættu til að forða heiminum frá þeim fúla harðstjóra. Gátu ekki tekið því með góðlátlegu brosi eins og Bretarnir. Voru þá fljótir að ijúka upp. Barist við rollur Kanadíska liðið í herfylki Gauvreaus, 800 menn, fór beint til Hveragerðis. Var haft þar í nánd við Kaldaðarnesflugvöll, sem Bretar ætluðu fyrst að nota til að lenda litlum flugvélum og bjuggust við að Þjóðveijar mundu þá beina sjón- um sínum að honum. Piltarnir voru því settir í stífa erfiðisvinnu við að reisa bragga, en bjuggu í tjöldum á meðan. Þar gerðist það einn daginn að ungur kanadískur hermaður, sem stóð með byssu sér við hlið á verði í þoku eins og hún getur verst orð- ið þarna fyrir austan Fjall, sá allt í einu koma út úr þokunni eitthvert hvítt flykki. Hann brá skjótt við og skaut á ísbjörninn. Það var það fyrsta sem honum datt í hug. Þetta reyndist þá vera rolla, sem í þok- unni sýndist svo undur stór. „Ein kúla, ein kind,“ segir Guy Gauvreau kíminn þegar hann minnist þessa atburðar, sem olli mikilli reiði ís- lendinga. „Við urðum auðvitað .að borga kindina. En þá var hún líka soðin,“ bætir hann við. Hann kveðst líka muna eftir því að hafa í annað skipti orðið að hegna hermönnum, sem skutu upp í loftið yfir kindahóp sem bóndi rak, þar sem þeir höfðu lokað vegi og hræddu rollurnar. íslendingar tóku það mjög óstinnt upp. Ekki síst af því að einhveijum Kanadamannanna varð að orði að hann hefði. haldið að menn mættu skjóta fjallageitur. Þekkti betur slíkar skepnur en friðsamar íslensk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.