Morgunblaðið - 17.05.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.05.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 Segðn Hafiifirðingum satt „Afirek Alþýðuflokksins“ eftir Kristófer Magnússon Ekki ein einasta króna af þeim rúmum 4 milljörðum sem bæjarbúar hafa greitt í skatta til bæjarsjóðs frá 1986 til 1989 hefur farið í fjár- festingu, þeir peningar er farið hafa í uppbyggingu í bænum hafa verið fengnir að láni. Um áramótin 1985/1986 skuld- aði bæjarsjóður 176 millj. Um ára- mótin 1989/1990 skuldaði bæjar- sjóður 1.217 millj. Kratamir tóku lán upp á 1.041 milljón síðastliðin 4 ár. Kratarnir fjárfestu aðeins fyr- ir 946 milljónir af þeim lánum. Kratarnir tóku lán umfram fjárfest- ingu 95 milljónir til að til að eiga t.d. fyrir launum starfsmanna bæj- arsjóðs. Kratarnir greiddu 441 milljón í fjármagnskostnað. Þeir greiddu 329 milljónir í fjármagnskostnað umfram fjárhagsáætlun. Kratarnir hafa hækkað útsvör yfir 27%. Kratarnir hafa hækkað fasteigna- gjöld yfir 60%. Kratamir hafa hækkað útsvör og fasteignagjöld frá 1986 um 46 þúsund á hveija þriggja manna fjölskyldu í bænum. Tekjur bæjarsjóðs hafa farið 377 milljónir fram úr áætlun á tímabil- inu. Kratarnir hafa notað 173 millj- ónir af framlögum húsbyggjenda í rekstur bæjarsjóðs umfram það sem ráðstafað var í gátnagerð og 20 milljónir eiga að bætast við í ár samkvæmt fjárhagsáætlun. Kratarnir færðu 58 milljóna króna kostnað af endurbyggingu Kristófer Magnússon Strandgötu í bókhaldi bæjarsjóðs undir kostnaðarreikning gatna í nýjum hverfum. Gatnagerðargjöld- in vom því notuð til að endur- byggja Strandgötuna. Fjármagnskostnaður (vextir og verðbætur) bæjarsjóðs verða að öll- um líkindum yfir 20 milljónir í ár, sem er tugum milljóna hærri upp- hæð en ætlað er í eignfærða fjár- festingu í ár. Allar upphæðir eru samræddar við lánskjaravísitölu 31/12 89 og breytingar á íbúða- og íbúatölu það sem það á við. Það er ótrúlegt, þrátt fyrir þá kjararýrnun sem laun- þegar hafa mátt þola vegna skulda- söfnunar ríkis og bæjarfélaga, að „Hann talar um nettó- skuldir bæjarins þegar menn vilja fá uppgefið hvað bæjarsjóður raun- verulega skuldar. Það sama er reyndar uppi á tenihgnum hjá þeim í Kópavogi, skuldugusta bæjarfélagi landsins. Segir það eflaust skýr- ast til um fiárhag Hafin- arfiarðarbæjar, að Kópavogur er tekinn til samlíkingar í tali fólks.“ enn þann dag í dag standa stjórn- málamenn í að kaupa sér vinsældir með taumlausri eyðslu og skulda- söfnun. Það mætti ætla að stjórn- málaflokkarnir en ekki skattgreið- endurnir komi til með að greiða skuldirnar. Guðmundur Stefáns bæjarstjóri í Hafnarfirði er í þessum flokki stjórnmálamanna sem telur það vænlegt til vinsælda að safna skuld- um fyrir komandi kynslóðir, það kemur glögglega íra.m í stjórn hans á bæjarfélaginu. Árið 1985 er Sjálf- stæðisflokkurinn fór með meiri- hlutastjórn ásamt óháðum borgur- um var mikil uppbygging í bænum þrátt fyrir lægri álagningu en þekktist í nokkru öðru samsvarandi bæjarfélagi á landinu. Íbúaíjöldinn hafði meir en tvöfaldast, götur voru malbikaðar, vatnsveitan endurnýj- uð, hitaveita lögð, höfnin endurnýj- uð, skólar og leikskólar byggðir, íþróttaaðstaðan stórbætt, fegrun- arframkvæmdir fyrir tugi milljóna, bygging Hafnarborgar og sundlaug Suðurbæjar hafin o.s.frv. allt án skuldasöfnunar. Hafnarfjörður naut virðingar allra sveitarstjórnarmanna fyrir öra uppbyggingu og góða fjármála- stjórn. Vegna breytinga á skatt- lagningu fyrirtækja á þessu tíma- bili risu upp mörg verslunar- og þjónustufyrirtæki eins ogt.d. Fjarð- arkaup en það fyrirtæki hefur með lágu vöruverði bætt kjör almenn- ings í bænum. Bæjarstjórinn hefur verið þeirri kenningu Leníns trúr að þeir sem ekki eru sammála hon- um séu á móti hagsmunum ríkisins (Hafnarfirði). Hann mætir gagn- rýni með upphrópunum um ofsókn- ir í sinn garð og Hafnarijarðarbæj- ar og telur sig og sína já-bræður betri Hafnfirðinga en aðra bæj- arbúa. Hann talar um nettó-skuldir bæjarins þegar menn vilja fá upp- gefið hvað bæjarsjóður raunveru- lega skuldar. Það sama er reyndar uppi á teningnum hjá þeim í Kópa- vogi, skuldugusta bæjarfélagi landsins. Segir það eflaust skýrast til um fjárhag Hafnarfjat'ðarbæjar, að Kópavogur er tekinn til samlík- ingar í tali fólks. Bæjarstjórinn sniðgengur sam- starfsflokk sinn í kosningabarátt- unni. Engu er líkara en Alþýðu- SKATTUR TIL SOSlALISMANS I MILLJ.KR. SKULDAAUKNING FRAMKVÆMDIR A 4 ARUM. A 4 ARUM. WM Serles 1 bandalagið hafi hvergi komið nærri stjórn bæjarins. Hroki beejarstjór- ans í garð Magnúsar Jóns Árnason- ar fulltrúa Alþýðubandalagsins virðist engin takmörk eiga ogundir- lægjuháttur Magnúsar Jóns óskilj- anlegur. Bæjarstjórinn hefur þegar ákveð- ið að breyta bókhaldsvenjum bæjar- sjóðs frá 1988 til að reyna að bæta reikningslega stöðu bæjarsjóðs. Með slíkum bókhaldsloftfimleikum telur hann sig geta keypt sér að- göngumiða að Alþingi Islendinga og látið okkur Hafnfirðinga um að greiða vextina og verðbæturnar og afborganirnar af aðgöngumiðanum. Síðar ætlar hann að benda á mann- virkin er risu í hans tíð og treysta á að almenningur gleymi fljótt hvernig að þeim var staðið, hvað þau kostuðu heimilin og hvaða af- leiðingar þau koma til með að hafa fyrir stöðu bæjarsjóðs um ókomna framtíð. Það má alltaf hafa það í bakhendinni að kenna andstæðing- unum um. Höfiindur á sæti í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Góðir Reykvíkingar! eftirHelgu Bachmann Við viljum telja okkur rík af færum einstaklingum á sviði fræða, vísinda og lista og á góðuní stund- um gumum við af merkum menn- ingararfi. Vis^ulega getum við án nokkurrar blekkingar verið stolt af íslenskum einstaklingum sem í gegnum tíðina hafa vakið athygli og skarað fram úr, einnig á alþjóða- vettvangi. Ég tel óþarft að telja upp fjöl- mörg nöfn kvenna og karla en minni á vísindamenn, skákmenn, rithöf- unda og skáld, stórsöngvara fyrr og síðar, myndlistarmenn, leikhús- menn og nú á allra síðustu tímum eru það kvikmyndagerðarmenn og leikarar. Einkenni landans? Á hinn bóginn hefur mér lengi þótt við býsna fátæk af sterkum foringjum eða leiðtogum. Ég minn- ist þess að hafa lesið í Áföngum Sigurðar Not'dals, þar sem hann fjallar um dugnaðar- og afreks- menn á ýmsum sviðum og kemst síðan að þeirri niðurstöðu að það sé einkennandi fyrir stóran hluta íslenskra afreksmanna og foiustu- manna að vinna mjög ötullega og glæsilega í fyrsta áfanga og ná umtalsverðum árangri, en láta síðan deigan síga og glata baráttuþrek- inu. Ekki skal ég fullyrða að hægt sé að tala um jtetta sem þjóðarein- kenni okkar Islendinga, en þetta er góð ábending sem vert er að hver maður velti fyrir sér. Veikir foringjar Það hefur lengi verið skoðun mín að við eigum of marga menn í stjórnunarstörfum og forustuhlut- verkum sem skortir kjark til að stjórna. Það fólk er býr við forustu þvílíkra leiðtoga verður vansælt, missir sjálfsvirðingu sína og verður, með öðrum orðum, eins og höfuð- laus her sem ekki á lengur sameig- inlegt markmið að stefna að. í kjölfar þesskonar ástands fylgir gjarnan mikil spilling sem er ör- væntingarfull tilraun mannsins til að skrimta í fullkomnu öryggisleysi óstjórnar. Mikill leiðtogi Mér sýnist ég komin langleiðina að því að skýra hvers vegna ég álít dýrmætt fyrir íbúa Reykjavíkur að skynja að það eru forréttindi í dag að eiga jafn sterkan, hugaðan og hreinskiptinn en einnig mannúð- legan borgarstjóra og við höfum fengið að kynnast síðastliðin átta ár. eftirJúlíus Sólnes Um næstu helgi, 19. og 20. maí, verður landsmönnum boðið að taka beinan þátt í baráttunni fyrir bættu umhverfi og betra mannlífi. Þá verður boðinn til sölu lítill gulur kall með litskrúðugan fjaðrahatt, og nefnist hann Álfur. Undir hatti Álfs eru birki- og lúpínufræ, sem kaupandinn getur sáð þar sem honum þykir þörf að græða landið. Álfur er tvöfalt átak Landgræðsl- unnar og SÁÁ. Fræin undir hattin- um minna á að við getum öll tekið þátt í því að bæta fyrir gróðureyð- ingu síðustu þúsund ára. Hagnaður af sölu Álfsins rennur til þess að byggja upp fólk. Þar eru á íslenskum bókmenntum í félags- miðstöðvum fyrir eldri borgara í höfuðborginni, hef ég kynnst því hve veí er búið að fólki sem lokið hefur starfsdegi sínum úti í atvinnu- lífinu og getur nú notið þess að sinna ýmsu sem áður vannst ekki tími til. Það er fallegt að sjá virðulegt heiðursfólk sem fær að sinna því sem hugur þess stendur til og njóta jafnframt þess öryggis er sambýlið veitir. En best af öllu er sú stað- reynd að það fær að halda sinni mannlegu reisn. Ég mun ekki hefja hér talningu á öðrum verkefnum sem unnin hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar á síðari árum, það munu aðrir gera. Verðugur andstæðingur Að lokum koma mér í hug línur „Fræin undir hattinum minna á að við getum öll tekið þátt í því að bæta fyrir gróðureyð- ingu síðustu þúsund ára.“ að verki Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið, SAÁ. Á rúmum 'áratug hefur starfsemi SÁÁ hjálpað þúsundum íslendinga til að takast á við sjúkdóm sinn og verða nýtir þjóðfélagsþegnar á nýjan leik. Nú beinir SÁÁ spjótum sínum að for- varnarstarfi og ungu fólki, og auk- inni þjónustu urn allt land. Helga Bachmann úr einni af góðu bókunum hans Halldórs Laxness: „Það er einkenni á íslendingum að þeir muna ávallt eftir erindinu þegar þeir eru farn- Júlíus Sólnes Með því að kaupa Álfinn leggjum við lið ræktun lands og lýðs. Höfundur er umhverfísráðherra. Vegna starfa minna við kynningu Bætt umhverfi og betra mannlíf „Við erum vön miklum sviptingum í kosning- um, því ættu þeir sem hafa gert upp hug sinn ekki að dvelja í því and- varaleysi að mæta ekki á kjörstað.“ ir.“ Við erum vön miklum svipting- um í kosningum, því ættu þeir sem hafa gert upp hug sinn ekki að dvelja í því andvaraleysi að mæta ekki á kjörstað. Loks vil ég segja blátt áfram við „Nýjan vettvang": Til lukku með að etja kappi við verðugan andstæð- ing! Höfúndur er leikari og leikstjóri og skipar 24. sætið á framboðslista Sjálfstæðisfíokksins við borgarstjórnarkosningarnar 26. maínk. Nýi gítarskólinn: Smnar- námskeið að hefjast NÝI gítarskólinn, skóli Frið- riks Karlssonar og Björns Thoroddsen, gengst fyrir sum- arnámskeiði fyrir gítarleikara sem hefst næstkomandi mánu- dag, 21. maí, og stendur í tvo mánuði. Kenndar verða allar helstu stíltegundir rafgítarleiks og er námskeiðið öllum opið. Kennt verður í húsi Félags íslenskra hljómlistarmanna við Rauðagerði 27, og þar fet' innrit- un fram frá klukkan 17 til 19 virka daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.