Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
Cavendish-bridsmótið:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Selatjörnin í Húsdýrag-aröinum er að taka á sig endanlega
mynd. A sunnudaginn er hægt að koma þangað og sjá selina
þjóta um tjörnina.
Húsdýragarðurinn
að verða tilbúinn
HÚSDÝRAGARÐURINN í Laugardal í Reykjavík verður vígður
á laugardag klukkan 14 og á sunnudag klukkan 10 verður hann
opnaður almenningi.
I húsdýragarðinum verða þau
dýr, sem höfð eru á húsum hér-
lendis, auk allmargra annarra.
Meðal dýranna í garðinum verða
kýr og kindur, hreindýr og hross,
fiskar og selir, endur og gæsir,
geitur og svín, og þar verða mýsn-
ar líka, minkurinn og refurinn.
Þessa dagana er verið að leggja
síðustu hönd á garðinn og geta
landsmenn í höfuðborginni brugð-
ið sér í þennan dýragarð frá og
með næsta sunnudegi.
Johnny Cash
Johnny Cash
með tónleika
áíslandi
BANDARÍSKl söngvarinn,
Iaga- og ljóðasmiðurinn Jo-
hnny Cash heldur tvenna tón-
leika hér á landi 7. og 8. júní
næstkomandi. Hann hefur
ekki komið hingað til lands
áður.
*
Islendingarnir hafa þegar
fengið boð um þátttöku að ári
Enduðu í 4. sæti í sveitakeppninni
JÓN Baldursson og Aðalsteinn
Jörgensen hafa þegar fengið boð
um að taka þátt í Cavendish-
bridsmótinu að ári, vegna
frammistöðu sinnar á mótinu nú.
Þeir urðu í 2. sæti í tvímenning
mótsins og sveit þeirra endaði í
4. sæti í sveitakeppni aðfaranótt
miðvikudags, eftir að hafa leitt
mótið lengstaf.
Þau Aðalsteinn Jörgensen, Jón
Baldursson, Andrew Robson og
Kitty Bethe náðu forustu í sveita-
keppninni í 4. umferð. í 5. umferð
spiluðu þau við bandaríska sveit
undir forustu Johns Solodars og
unnu 16-4. í 6. umferð tapaði
sveitin 28-2 fyrir Zia Mahmood frá
Pakistan, en með honum í sveit
voru ísraelsmennirnir Lev og Sho-
fel, Gawrys frá Póllandi og Banda-
ríkjamennimir Cayne og Chang.
I 7. umferð vann Islendinga-
sveitin Svíana Fallenius, Nilsland,
Lindkvist og Nilsen, 30-0, og í 8.
umferð spilaði sveitin aftur við Zia
og hafði nú sigur, 23-7.
í síðustu umferðinni spiluðu Is-
lendingarnir við Bandaríkjamenn
undir forifstu Brians Gluboks.
Sveitin missteig sig í tveimur spil-
um sem kostuðu 23 stig samtals.
Leikirnir voru aðeins 9 spil, og
þennan mun tókst ekki að vinna
upp þannig að leikurinn tapaðist
28-2.
Sigurvegari varð sveit undir for-
ustu Bandaríkjamannsins Eds
Manfielps, en með honum voru
landi hans Kit Woolsey, og Ástal-
amir Burgess og Marston. Þeir
fengu 174 stig. í 2. sæti varð sveit
Gluboks með 172 stig og Solodar
varð í 3. sæti með 167. Islending-
arnir fengu 166 stig og Zia varð í
5. sæti með 153.
Jón Baldursson sagði við Morg-
unblaðið að hann væri ánægður
með frammistöðu sína og Aðal-
steins á þessu móti, og hún hefði
vakið talsverða athygli. Sagnkerfi
þeirra var nokkuð umdeilt, enda
flókið, en bridsyfirvöld í Banda-
ríkjunum hafa sett mjög strangar
reglur um notkun gerfisagna, jafn-
vel á sterkum alþjóðlegum mótum.
Þeir Jón og Aðalsteinn urðu að
breyta kerfi sínu töluvert fyrir
Cavendish-mótið til að uppfylla
ýmis skilyrði, en samt var nokkuð
um að bandarískir keppendur
gerðu athugasemdir við það.
Hafskipsmál:
Var ákveðið að blekkja með því
að breyta ekki fyrri aðferðum?
Tónleikarnir verða haldnir í
LaugardalShöll en Johnny Cash
heldur upp á 35 ára starfsaf-
mæli sitt á þessu ári og kemur
hingað til lands á leið sinni
vestur um haf eftir hljómleika-
ferðalag um Evrópu. í föru-
neytinu eru 14 manns, þar á
meðal eiginkona hans og dæt-
ur, en þær koma einnig fram
á tónleikunum. Það eru Körfu-
knattleikssamband íslands og
SÁÁ sem standa að tónleikum
Johnny Cash.
Árbók kirkj-
unnar1989
er komin út
ÁRBÓK kirkjunnar 1989 er komin
út. í henni er meðal annars íjallað
um prestastefnuna 1989, kirkju-
þing, setningu nýs biskups Islands
i embætti og heimsókn páfa til
íslands.
Þá er einnig fjallað um leikmanna-
stefnuna á síðasta ári, erlend sam-
skipti kirkjunnar, skýrt frá helstu
tíðindum úr prófastdæmunum
fimmtán og starfinu á árinu. í lok
bókarinnar er að finna ítarlega skrá
yfir félög og stofnanir kirkjunnar,
stjórnir og starfsnefndir, leikmann-
aráð, kirkjuþingsmenn, kirkjuráð,
vígslubiskupa, presta í sérþjónustu
og starfslið Biskupsstofu.
Árbók kirkjunnar er gefin út af
Biskupsstofu. Ritstjóri er sr. Bern-
harður Guðmundsson.
Þannig segir Jónas Aðalsteinsson hrl. verjandi Páls Braga
Kristjónssonar blasa við að túlka röksemdir saksóknara
JÓNAS Aðalsteinsson hrl., verjandi Páls Braga Kristjónssonar, lauk
vamarræðu sinni í sakadómi Reykjavíkur í gær. Enn eiga verjendur
tíu sakborningá, Útvegsbankamanna, eftir að færa fram varnír og
þykir víst að málflutningi ljúki um miðja næstu viku en ekki á morg-
un eins og uphaflega var stefnt að.
Jónas Aðalsteinsson rakti í ræðu
sinni í gær að starf Páls Braga Krist-
jónssonar hefði veríð tengiliður Haf-
skips við bankastjóm Útvegsbanka.
Hann hefði undirritað bréf þar sem
sjónarmiðum og gögnum Hafskips
var komið á framfæri, sjónarmiðum
sem æðstu forystumenn fyrirtækis-
ins hefðu komið sér saman um. Páli
Braga er gefið að sök að í bréfi sem
hann ritaði og fylgdi milliuppgjöri
fyrstu átta mánaða ársins 1984 og
sent var Útvegsbanka, segði að með-
fylgjandi væri endurskoðaður efna-
hags- og rekstrarreikningur fyrstu
átta mánaða ársins. Orðið endur-
skoðaður hefði í þessu bréfi hefði
kveikt þá hugsun hjá ákæruvaldi að
þama væri verið að blekkja banka-
menn. Ljóst væri þó að það væri
áritun endurskoðandans sjálfs á upp-
gjörið sem skipti máli og efni bréfs
Páls Braga hefði verið í fullu sam-
ræmi við þá fyrirvara sem þar kæmu
fram. Hann taldi blekkingarkenn-
ingu saksóknara lýsa óvenjulegri tor-
tryggni og jafnframt vantrú á dóm-
greind og þekkingu forsvarsmanna
Útvegsbankans á viðskiptalífinu en
þó hefðu þeir margsinnis áður mót-
tekið slíka reikninga. Engum við-
skiptavönum manni myndi detta í
hug að milliuppgjör hefði meira vægi
en fram hefði komið í fyrirvara end-
urskoðandans sjálfs og líklegast
væri að með orðinu endurskoðun
hefði Páll Bragi verið að vísa til þess
að uppgjörið hefi verið unnið af end-
urskoðandanum en ekki innan fyrir-
tækisins. Hann ítrekaði að Páll Bragi
hefði haft það hlutverk að koma fyr-
irgreiðslubeiðnum stjómar félagsins
á framfæri við bankans. Þær beiðnir
hefðu farið í gegnum stjórn enda
hefðu þær ekki náð fram að ganga
án samþykkis og vitundar stjómar
samkvæmt samþykktum félagsins
og ákvæðum hlutafélagalaga.
Jónas Aðalsteinsson kvaðst taka
sterklega undir málflutning Jóns
Magnússonar og Jóns Steinars
Gunnlaugssonar og þá niðurstöðu
þeirra að bráðabirgðauppgjörið og
þær upplýsingar sem veittar voru
hefðu verið réttar. Hann sagðist
leggja þunga áherslu á að Páll Bragi
hefði verið undirmaður stjórnar fé-
lagsins og forstjóra og því ekki haft
íhlutunarvald í ákvarðanir stjórnar.
Honum hefði hins vegar verið falin
kynning þeirrar stefnumörkunar sem
orðið hefði til hjá stjórn félagsins.
Fráleitt sé að Páll Bragi hefði varið
síðustu starfsdögum sínum hjá Haf-
skip, en þar lét hann af störfum í
mars 1984, til að leika einhvern
blekkingaleik, sem engan ávinning
hefði getað fært honum.
Var ákveðið að blekkja með
því að breyta engoi?
Hann rakti að Jónatan Þórmunds-
son, sérstakur ríkissaksóknari, hefði
fullyrt að hátt stig ásetnings hefði
einkennt markvissar blekkingar Haf-
skipsmanna og jafnframt sagt að
ekki skipti máli hvort sömu röngu
aðferðinni hefði verið beitt um lengri
eða skemmri tíma. Lögmaðurinn
sagði að í þessu fælist mikil mót-
sögn. Til að þetta gengi upp þyrfti
að setja sig þánnig í spor hinna
ákærðu að þeir hefðu sest niður og
ákveðið að nú dygði ekkert annað
en að blekkja bankann til að veita
fyrirtækinu fyrirgreiðslu. Menn
hefðu velt fyrir sér leiðum þar til
einhveijum hefði dottið í hug það
snilldarráð að hafa reikningsskilin
bara eins og þau hefðu alltaf verið
fram að þessu, bankinn hlyti að láta
blekkjast af því. Jónas kvaðst telja
augljóst að ekki væri heil brú í rök-
semdafærslu af þessu tagi.
Fullyrðingar saksóknara um ein-
beittan brotavilja og hátt stig ásetn-
ings hjá hinum ákærðu stangist á
við allt sem fram hafi komi i málinu
og séu fjarri sanni. Allar þær upplýs-
ingar sem bréflega hefðu verið
sendar bankanum hefðu verið í sam-
ræmi við áður gefnar yfirlýsingar í
samtölum og ef eithvað væri þá hefði
raunveruleikinn verið málaður þar í
of dökkum litum.
Jónas fjalíaði næst um 2. kafla
ákærunnar þar sem Páli Braga er
gefíð að sök að bijóta gegn því
ákvæði hlutafélagalaga sem legði
refsingu á stjórnendur hlutafélagsins
greini þeir viljandi rangt frá um efna-
hag eða eignir félags. Þetta hafi
Páll Bragi, Ragnar Kjartansson og
Björgólfur Guðmundsson gerst sekir
um með þvi að veita Útvegsbanka,
frá október 1984 til janúar 1985,
rangar eða villandi upplýsingar um
líklega rekstrarafkomu félagsins
með bréfum og áætlunum en gögn
þessi hefðu meðal annars verið reist
á röngum eða villandi forsendum um
Atlantshafsflutninga félagsins.
Hagkvæmnisútreikningar
, ekki rekstraráætlanir
Lögmaðurinn vakti athygli á því að
í verknaðarlýsingu ákæru væru Haf-
skipsmenn taldir hafa skýrt rangt frá
rekstri félagsins en lágaákvæðið
tæki til efnahags. Hann rakti að
áætlanir væru eðli málsins sám-
kvæmt háðar óvissu um framtíðina.
Hann sagði saksoknara í máli sínu
hafa lagt megináherslu og byggt
blekkingarkenningu sína á því að
plagg sem hann hefði kallaði Áætlun
A, sem gefið hefði ákveðna rekstrar-
niðurstöðu miðað við flutninga fyrir
varnarliðið, hefði verið lagt til grund-
vallar upplýsinga til bankans, á tíma
þegar ljóst var að bandarískt skipafé-
lag hafði einokun á vamarliðsflutn-
ingum. Lögmaðurinn kvaðst verða
að leiðrétta misskilning ákæruvalds-
ins um þetta plagg, sem væri hag-
kvæmnisútreikningur, ekki rekstr-
aráætlun, vegna milliflutninga, gerð-
ur í júlí 1984, eins og ritað væri
skýrum stöfum á plaggið sjálft. Hann
sagði að í uphafi hefðu Hafskips-
menn rætt allt aðra útfærslu á Atl-
aritshafsflutningum en þá sem ráðist
var í og þá byggt á að Reykjavík
yrði miðpunktur flutninganna. Þetta
hefði aldrei orðið að veruleika eins
og ítrekað hefði verið skýrt frá við
meðferð málsins en virtist ekki hafa
komist til skila. Hann rakti að áætl-
anir Hafskips hefðu verið tölvuunnar
en allar diskettur væru í vörslu RLR
og þrátt fyrir að óskað hefði verið
eftir útskrift hefði ekki verið orðið
við því. Hins vegar væru þær áætlan-
ir, útskriftir, sem fyrir lægju í málinu
aðeins slitrur af heildaráætlanagerð
Hafskips. Einungis fyrir tilviljun lægi
fram í málinu áætlun sem staðfesti
skýringu Páls Braga Kristjónssonar.
Þar væri á ferðinni fyrsta rekstrar-
áætlun Hafskips vegna Atlantshafs-
siglinga og á henni hefði verið byggt
við upplýsingagjöf til Útvegsbank-
ans. Þar væri ekki gert ráð fyrir
herfragt og heildarhagnaður talinn
geta numið allt að 3,4 milljónum
bandaríkjadala. í því bréfi sem Páll
Bragi væri ákærður fyrir að blekkja
með hefði hann talið hagnað 1-3
milljónir bandaríkjadala eftir sam-
setningu fragtar og nýtingu skipa.
Hann sagði við blasa að ákæra og
umfjöllun saksóknara um málið
byggðist á rangri túlkun á þeim slitr-
um af áætlanagerð félagsins sem
fyrir lægju en sagði blasa við að
þessi ákæruliður hefði verið nauðsyn-
legur frá sjónarmiði ákæruvaldsins
því ef fallist væri á að áætlanagerð
Hafskips hefði ekki verið villandi
hefði um leið orðið að hnika til þeirri
niðurstöðu rannsóknarendurskoð-
enda að eignfærsla stofnkostnaðar
vegna Atlantshafsflutninga hefði
verið óheimil þar sem ekki væri fyrir-
séð að tekjur stæðu undir slíkum
kostnaði.
Neyðaróp en ekki
blekkingar
Hann rakti efni þeirra bréfa sem
Páll Bragi er talinn hafa blekkt
bankamenn með og taldi það bera
vitni um auðugt ímyndunarafl að
láta sér detta í hug að verið væri
þar að fegra stöðu félagsins. Fyrstu
bréfin sagði hann vera neyðaróp þar
sem ástandið væri sagt svo alvarlegt
að ástæða væri til að hafa fyllstu
aðgát við fyrirgreiðslu til félagsins.
Bæði banka- og Hafskipsmenn hefðu
haft trú á rekstrinum og unnið að
því að koma honum á réttan kjöl en
verið ljóst að verkefnið var erfitt og
áhættusamt. Ákæruvaldið hefði haft
rangt fyrir sér um grundvallarfor-
sendur þessa kafla ákærunnar og
lagt til grundvallar að ekki hefði í
fyrri áætlunum verið gert ráð fyrir
skrifstofu- og stjórnunarkostnaði.
Einmitt sú staðreynd staðfesti að um
hafi verið að ræða eldri hagkvæmn-
isáætlanir, framlegðaráætlanir, þar
sem mál væru sjaldnast könnuð
lengra en að skrifstofu- og stjórnun-
arkostnaði.