Morgunblaðið - 17.05.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
DvELUR
-RITZ-
Miðflóttaaflsdœlur
Miðstöðvardœlur
OC ALFA-LAVAL
Ryðfríar dœlur
BMA
Spjaldadœlur
Snigildœlur
Olíudœlur
Hverju þarftu að dœla
og hverl? Hafðu sam-
band við okkur
og við höfum
lausn sem hentar.
Kanada:
Meirihluti
fyrir sjálf-
stæði Quebec
Montreal. Reuter.
IJM 60% íbúa Quebec vilja að
fylkið segi skilið við Kanada og
lýsi yfir sjálfstæði samkvæmt
skoðanakönnun, sem blaðið Tor-
onto Star birti í fyrradag.
Að sögn blaðsins myndi meiri-
hluti íbúa Quebec samþykkja tillögu
um sjálfstæði fylkisins ef efnt yrði
til þjóðaratkvæðagreiðslu um hana
nú. Er þar um stefnubreytingu að
ræða því í kosningum 20. maí 1980
lögðust 60% íbúa Quebec gegn því
að veita fylkisstjórninni heimild til
þess að semja um aðskilnað fylkis-
ins frá Kanada.
íbúum Quebec, en þar búa flestir
hinna sex milljóna frönskumælandi
íbúa Kanada, finnst að ekki hafi
verið staðið við ýms fyrirheit sem
þeim voru gefin segðu þeir ekki
skilið við fylkjasambandið. Þeir
nefna sem dæmi um það slakar
undirtektir við svokallað Meech-
vatns-samkomulag frá 1987, en það
átti m.a. að tryggja að menning
allra þjóðfélagshópa yrði varðveitt.
Náðist það á fundi Brians Mulro-
neys forsætisráðherra með forsæt-
isráðherrum hinna 10 fylkja
Kanada. Þrjú þeirra, New Bruns-
wick, Manitoba og Nýfundnaland,
hafa neitað að staðfesta samkomu-
lagið en frestur til þess rennur út
23. júní nk. Falli Meechvatn-sam-
komulagið um sjálft sig er talið að
Robert Bourassa, forsætisráðherra
Quebec, eigi ekki annarra kosta völ
en falast eftir heimild íbúa fylkisins
til þess að semja um aðskilnað frá
fylkjasambandinu og sjálfstæði.
Reuter
„Málverk af Gachet lækni“ eftir Vincent Van Gogh, sem selt var á
metverði á uppboði í New York í fyrradag.
Nicaragua:
Afvopnun
kontra-liða
miðar hægt
Managua. Reuter.
AFVOPNUN 17.000 kontra-
skæruliða í Nicaragua gengur
hægar fyrir sig en áætlað var í
fyrstu, að því er talsmaður ellir-
litssveita Sameinuðu þjóðanna í
Managua sagði í fyrradag.
Talsmaðurinn sagði að á sunnu-
dag hefðu alls 556 kontra-liðar lagt
niður vopn. „Þessi tala er mun lægri
en við höfðum gert okkur vonir
um,“ sagði hann.
Roberto Ferrey, sem fer með mál
kontra-liðanna fyrir hönd Violeta
Chamorro, forseta Nicaragua, sagði
í síðustu viku að eftirlitssveitir Sam-
einuðu þjóðanna og Samtaka
Ameríkuríkja gætu afvopnað 750
skæruliða á dag. Þannig yrði hægt
að ljúka afvopnunni fyrir 10. júní,
en kontra-liðar höfðu samþykkt að
leggja niður vopn fyrir þann tíma.
I yfirlýsingu frá varnarmálaráðu-
neyti landsins segir að skæruliðarn-
ir haldi áfram að bijóta vopnahlés-
samninga.
Metverð á listaverkauppboði í New York;
Málverk eftir Van Gogh
selt á 82,5 milljónir dala
New York. Reuter.
MÁLVERK, sem hollenski list- málaði af lækni sínum, var selt
málarinn Vincent Van Gogh á metverði, 82,5 milljónir
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
SlMI (91) 20680 • FAX (91) 19199
BORG
Listmunir-Sýningar-Uppboð
Pósthússtrati 9, Austurstrati 101 Reykjavík
Sími: 24211, P.O.Box 121-1566
Málverkauppbod í kvöld í
Hótels Sögu kl. 20.30
Um 75 verk verða boðin upp eftir unga sem aldna, þekkta og óþekkta.
Af þekktum höfundum má nefna:
Kristján Davíðsson, Valtý Pétursson, Einar Hákonarson; Erró, Karen Agnete,
Eirík Smith, Eyjólf J. Eyfells, Jóhannes Geir, Nínu Sæmundsson og Tolla.
Fjölmörg verk gömlu meistaranna verða einnig boðin upp; þar má m.a. nefna: Stóra
olíumynd eftir Jóhann Briem, málverk úr Skagafirði eftir Jón Stefánsson, Reykjavíkur-
mynd eftir Nínu Tryggvadóttur, vatnslitamyndir eftir Jón Engilberts, tvær stórar olíu-
myndir eftir Jóhannes S. Kjarval, nokkur minni verk og gömul landslagsmynd eftir
Þorvald Skúlason.
Uppboðsverkin eru sýnd í dag í Gallerí Borg við Austurvöll frá kl. 10.00 til 18.00.
Athygli er vakin á því, að hægt er aó bjóða í verkin
símleiðis í símum: 985-28165 og 985-28167 eða skilja
eftir forboð í Gallerí Borg.
BORG
Bandríkjadala (rúma fimm
milljarða ísl. kr.), á uppboði hjá
Christie’s í New York í fyrra-
kvöld. Þetta er 30 milljónum
dala hærra verð en fyrra met-
verð.
Van Gogh málaði verkið, sem
heitir „Málverk af Gachet lækni“,
örfáum vikum áður en hann framdi
sjálfsmorð árið 1890. Japani, sem
ekki vildi láta nafns síns getið,
keypti málverkið fyrir milligöngu
japansks listaverkasala, Hidetos
Kobayasis. Listaverkasalinn sagði
að kaupandinn hefði verið reiðubú-
inn að greiða enn hærra verð fyrir
málverkið. Fyrst voru boðnar 20
milljónir dala í verkið en tilboðin
hækkuðu síðan um milljón dala.
Uppboðssalurinn var troðfullur og
viðstaddir tóku andköf þegar 50
milljónir dala voru boðnar í verkið.
Þegar það var síðan slegið á 82,5
milljónir dala brutust út mikil fagn-
aðarlæti og þurfti uppboðshaldar-
inn að slá hamrinum í borðið til
að koma á ró í salnum.
Málverkið var selt úr safni
Siegfrieds Kramarskys, þýsks
bankastjóra í New York sem lést
árið 1961. Metropolitan-listasafnið
hefur haft verkið að láni frá árinu
1984. Það var metið á 40-50 millj-
ónir dala en nokkrir listaverkasalar
höfðu spáð því að það yrði selt á
allt að 65 milljónir dala. Hæsta
verðið sem áður hafði verið greitt
fyrir málverk á uppboði var 53,9
milljónir dala, en það verð greiddi
Ástralíumaðurinn Alan Bond fyrir
málverkið „Sverðliljur“ eftir Van
Gogh.
Fyrir uppboðið í fyrradag höfðu
hlutabréf í uppboðsfyrirtækinu
Sotheby’s lækkað um fimmtung í
verði vegna vangaveltna um að
lægð væri í nánd í listaverkamark-
aðinum eftir síhækkaridi verð í
fimm ár. í fyrri viku höfðu verk
eftir nútímalistamenn selst illa hjá
Sothebys. Nú bíða menn í ofvæni
eftir næsta uppboði hjá Sotheby’s
á morgun, en þá verður eitt af
þekktustu verkum franska listmál-
arans Pierre Renoir, „Au Moulin
de la Galette", boðið upp. Verkið
er metið á 40-50 milljónir dala eins
og „Málverk af Gachet lækni“ og
sérfræðingar Sotheby’s telja
líklegt að það verði selt á enn
hærra verði en verk Van Goghs.