Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 17.05.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Frá sorphaug til umhverfisvemdar Adöfínni er umbylting í sorphirðu á höfuðborgar- svæðinu. Eftir um það bil ár verður opnum sorphaugum Reykjavíkur við Gufunes lokað og hafist handa við að breyta þeim í golfvöll. í maí 1991 er ætlunin að ný tækni við sorp- eyðingu komi til sögunnar í Reykjavík með sameinuðu átaki sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu. Þá tekur svo- nefnd sorpböggunarstöð til starfa í Gufunesi. í húsinu verða í reynd tvær móttöku- stöðvar. Annars vegar fyrir húasorp, það er frá heimilum, hins vegar iðnaðarsorp. Úr iðn- aðarsorpinu verður flokkað allt sem nýtilegt er og sett í endur- vinnslu. Efnaúrgangur verður fluttur utan til eyðingar. Sá hluti iðnaðarsorpsins sem ekki er nýtanlegur og húsasorpið verður þjappað í einn tíunda hluta rúmmáls og sett í bagga sem urðaðir verða í Álfsnesi á Kjalarnesi. Með þessu er stigið nauðsyn- legt og óhjákvæmilegt skref frá opnum sorphaugum til nútíma- legra starfshátta við meðferð á sorpi. Er ekki vafi á að litið verður á þetta skref sem eitt- hvert stærsta átak sveitar- stjórna í þágu umhverfisvernd- ar, þegar fram líða stundir. Hugmyndir okkar íslendinga um sorphirðu einkennast af þeim óþrifnaði sem fylgir opn- um haugum. Hræðslan við það sem kemur í stað þeirra úreltu vinnubragða ræðst af þessum hugmyndum. í umræðum um þetta mál í borgarstjórn sagði Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, rétti- lega, að það væri á engum rök- um reist, að af starfsemi sorp- böggunarstöðvar stafaði meng- un vegna ódauns eða lyktar. Því hefðu þeir kynnst sem hefðu skoðað slíkar stöðvar í Bretlandi. Þá taldi Siguijón Pétursson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, að hin nýja skipan myndi hafa í för með sér mun meiri snyrtimennsku við flutning á sorpi til stöðvar- innar og minni umferð, þar sem ætlunin væri að setja upp gám- amóttökustöðvar á öllu því svæði, sem stöðin þjónaði. Hér er vitnað til tveggja andstæðinga meirihluta sjálf- stæðismanna sem mæltu með því að ráðist yrði í framkvæmd- irnar, sem hafnar voru við hina nýju stöð fyrir nokkru. Áður en í þær var ráðist hafði málið verið rækilega kynnt fyrir næstu nágrönnum stöðvarinn- ar og öllum, sem áhuga höfðu á því — eða eins og Davíð Oddsson borgarstjóri hefur réttilega bent á hafa fáar bygg- ingar og framkvæmdir verið betur kynntar en þessi með umræðum og prentuðu máli.. Þrátt fyrir það koma nú, sex mánuðum eftir að kynningu lauk og þremur mánuðum eftir að kærufrestur leið, fram mót- mæli frá íbúum í Grafarvogi. Telur borgarstjóri eðlilegast að stjórn byggðasamlagsins sem á og rekur stöðina kanni við- brögð við mótmælunum. Við framkvæmd þessa mikla hagsmunamáls allra Reyk- víkinga og annarra íbúa á höf- uðborgarsvæðinu á að taka ríkt tillit til nágrannahagsmuna. Hins vegar er enginn í stakk búinn til að átta sig nákvæm- lega á því framfaraspori sem stigið er með hinni nýju stöð fyrr en hún hefur starfsemi og þáttaskilin í þágu umhverfis- vemdar blasa við öllum. Snjólaus miðbær Davíð Oddsson borgarstjóri lagði til við borgarráð á þriðjudag, að á næstu þremur árum yrðu allar götur og torg í miðbæ Reykjavíkur hitaðar upp með heitu frárennslisvatni. Með samhljóða samþykkt borg- arráðs verður þannig hrundið í framkvæmd enn einni áætlun- inni sem miðar að endurreisn miðbæjarins í Reykjavík. Þarf enga sérfræðinga til að átta sig á því, hve heildarsvipur mið- bæjarins breytist við þetta. Auk þess sem snjór og ís hverfa af götum og gangstéttum verður þar ekki lengur um salt- og sandaustur að ræða. í Morgunblaðsviðtali í gær bendir borgarstjóri á, að hér sé aðeins fyrsta skrefið við að nýta heitt vatn sem kemur frá Nesjavöllum. „Næsta skref verður að ákveða upphitun á tilteknum erfíðum brekkum víðsvegar um borgina en fyrsta skrefið er miðbærinn. Ég held að menn eigi eftir að finna og reyndar strax eftir næsta vetur töluverðan mun,“ sagði borgar- stjóri. 24 ár fi-á frumflutningi níundu sinfóníunnar: Minningarsjóður stofiiaður um Róbert A. Ottóson og Guðríði Magnúsdóttur Sinfóníuhljómsveit íslands og söngsveitin Fílharmonía ílytja niundu sinfóníu Beethovens á tón- leikum í Háskólabíói í kvöld. Þetta er sjötta uppfærsla Sinfóníunnar og Filharmoníu á verkinu, sem frumflutt var á íslandi í febrúar 1966 undir stjórn dr. Róberts A. Ottósonar. Akveðið hefur verið að stoftia í dag minningarsjóð um hann og konu hans, Guðríði Magn- úsdóttur kennara, og þeirra verð- ur minnst við upphaf tónleikanna. Dr. Róbert A. Ottóson, sem var þýskur gyðingur, kom til Islands fyr- ir stríð og bjó hér alla tíð. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík, Barnamúsíkskólann og Háskólann. Þá stjórnaði hann Sin- fóníuhljómsveitinni, útvarpskórnum og söngsveitinni Fílharmoníu frá stofnun hennar. Dr. Róbert var söng- málastjóri þjóðkirkjunnar og skrifaði doktorsritgerð um Þorlákstíðir. Tónleikana nú ber upp á afmælis- dag dr. Róberts, sem látinn er fyrir 16 árum. Þessi dagur, 17. maí, er jafnframt brúðkaupsdagur hans og Guðríðar, en hún lést í vetur. Vinir þeirra hjóna og samstarfsmenn ákváðu að stofna sjóð til minningar um þau og nýta hann til útgáfu á verkum dr. Róberts. Þar er einkum um ritsmíðar að ræða og útsetningar á sálmalögum og þjóðlögum. Þá sá fólk níundu sinfóníuna Nokkrir meðlimir söngsveitarinnar Fílharmoníu hafa verið með í ölium uppfærslum níundu sinfóníunnar hérlendis. Þau Gerður G. Bjarklind, Anna María Þórisdóttir og Aðalgeir Kristjánsson sungu öll undir stjórn dr. Róberts við frumflutninginn fyrir 24 árum. „Þá var níunda sinfónían flutt oftar en fyrirhugað hafði verið og alltaf fyrir fullu húsi. Maður sá s mörg sömu andlitin aftur og aftur í salnum. En eftir fimm tónleika þótti Róbert Abraham nóg komið og pakk- aði nótunum saman,“ segir Aðalgeir. „Við byijuðum að æfa um haustið 1965 og svo var frumflutt í febrúar árið eftir. Þetta var ógleymanlegur tími og stjómandinn alveg einstakur. Hann gat skýrt hvernig flytja ætti verkið svo að allir í kórnum skildu, hvort sem þeir voru sextán ára eða um sjötugt," segir Gerður G. Bjark- lind. „Það er alltaf afar hátíðlegt að Guðríður Magnúsdóttir. Dr. Róbert A. Ottóson stjórnaði frumflutningi níundu sinfóníunn- ar hérlendis árið 1966. . sinfónin Beethovens IJppfærsla hennar markar tímamót í tónlistarflutningi á íslandi RSTA júní árið 1812. barst úlkopí 8t Hárlcl úlírálufyrir- kinu i Leipzig bréí frá Bccl- í. og í þvi *tóð meðal ann- ,Ég er að vinna við 3 sin- r þcssa stundinu og cr ein rra þegar fullgerð". f hinni inofndu Pettcrs skissubók 'thovens, frá árinu 1811, scm fur að geyma upþköut aö 7. 8. sinfóniu meislarans, er lig að finna upplýsingur „d-moll sinfóníu", scm I>á einnig i smiffum og gctið im í áðurncfndu brcfi. Bcct- en lauk við sinifóniurnur 7 og 8 árið 1812, cn þcirri iðju- varð ekki að fullu ið fyrr en i ágúst 1823, og hún frumflult i Vin 7. mai 4. 'ssi d-moll. sinfónía. scm nú nefnd niunda sirtfónia Bcct- ■cns. á sér langa sögu og 1 fyrstu drögin uð atefjum mar að finna i skissirbókum isturans írá seinasla úrutugi laldarinnar. ,rið 1815 var Bcctboven rjaður á sinfóniu i h-moll, aldrci varð fullgerð, en 1817 tók hann aftur til við .níundu". og lagði einnig •g að sinfóniu, sem átti að I sú liunda. 1 scinasta % 9. sirtfóniunnar nolar ^ elhoven söngraddir til fluln- * (Óður til frelsisiru). en þar eð ljóðið var ort i dagrenningu íronsku byllingarinnar, hafi skáldið ajálft gert brcytingar á þvi or sett orðið Freude í staðinn fyrir Freihelt. Hinir áðurnefndu ensku fra-ðimcnn telja, að Bccthoven bafi vcrið kunnugt um hið upprunalcga Aldrci varð þó og cr talið að þessi beiðni hafi flýtt fyrir 9. sinfóníunni, som tónskóldið ráðgerði að senda til lxindon að hcnni fullgerðri. Bcct’hoven álli að fá 50£ fyrir sinfúniuna. og að þvi er margir telja, fékk hann einhvcrja Íyrirframgrt4ð»lu íyrir verkið. því að Lon- við suma þcirra, var 9. sin ian uð lokuin gofin út a/ f taskinu B. Saholt's Sons, ence og Paris. Sinfónia tilcinkuð Fricdrich Will III. PrússakóngL Becáhovcn lifði 1 r ár cftir að hann lauk við, föniu þcssa, og hans merk verk írá þcssum scinustu ái eru strengjakvarlcttar. hovcn andaðáit 26. marx 1027 i Vinarborg og talið ei um 20 þúsund manns hafi f honum til grafar. Ókur maður spurði söliíkonu á í Morgunblaðinu 10. febrúar 1966 var rætt um tímamót í tónlistar- flutningi á íslandi. syngja níundu sinfóníuna,“ segir Anna María, „en þetta var mikið ævintýri í fyrsta skiptið. Kórinn var stækkaður verulega haustið fyrir frumflutninginn og við Gerður vorum í hópi nýliða. Eitt af því sem þurfti að æfa mikið, var að láta alla í kórn- um standa upp í einu. Þetta reyndist nokkuð flókið mál, en gekk að lok- um. Enda talaði fólk í þá daga um að fara að sjá níundu sinfóníuna." Aðalgeir hlær líka að því þegar kenna átti kómum að standa upp á sama andartaki......þetta var meiriháttar leikfimi en sýndi hvernig Róbert gat fengið fólk til að gera jafnvel meira en það gat í raun.“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Einar Markússon píanóleikari lék nokkur píanóverk. Arni Johnsen, Þór Vigfússon og Einar Sigurðson. Fjölbrautaskóli Suður- lands fær konsertflygil Selfossi. NYR konsertflygill Fjölbrautaskóla Suðurlands var formlega tekinn í notkun á fjölmennum tónleikum í skólanum laugardaginn fyrir nokkru. Flygillinn er gjöf 33ja fyrirtækja í Arnessýslu og verður mikil stoð fyrir allan tónlistarflutning í skólanum og á samkomum þar. Hugmyndin að fiygilgjöfinni vakn- aði þegar nemendur hófu að safna í sjóð til að kaupa hljóðfærþ í húsið. Þetta kom fram í orðum Arna Jo- hnsen er hann ásamt Einari Sigurðs- syni í Þorlákshöfn kynnti fyrirtækin sem stóðu að gjöfinni og tilurð henn- ar. Þór Vigfússon skólameistari tók við flyglinum og gat þess að hann væri tákn um þann mikla velvilja sem væri til staðar á Suðurlandi í garð skólans. -Á tónleikunum komu fram Jónas Samstarf SAS og Flugleiða: Er einn af mörg- um möguleikum - segir forstjóri SAS í Kaupmannahöfii Ingimundarson píanóleikari sem lék fjórhent á flygilinn með Önnu Þóru Benediktsdóttur. Hann annaðist einnig undirleik hjá Helga Haralds- syni söngvara og bónda og Viðari Gunnarssyni óperusöngvara. Þá léku á flygilinn Karl Sighvatsson hljóm- listarmaður og Einar Markússon píanóleikari. Loks söng kór Fjöl- brautaskólans undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. - Sig. Jóns MIKAEL Mörk, forstjóri SAS í Kaupmannahöfti sagði í samtali við Morgunblaðið að líklegt sé að SAS leiti eflir víðtækara samstarfi en þegar er orðið við önnur flugfé- lög. SAS á þegar í samstarfi við Swiss Air, Finn Air og British Midland. „Ef við aukum samstarf okkar við önnur evrópsk flugfélög, þá verður það eins og við höfum kallað „Evrópska gæða samstarf- ið‘‘“, sagði hann. Mörk segir að eitt margra félaga i Evrópu sem gæti komið til álita í slíku sam- starfí sé Flugleiðir, en hann segir Samdráttur í íbúðabyggingum myndi stórhækka fasteignaverð - segja menn í byggingariðnaði FORMÖNNUM samtaka byggingariðnaðarins og Féfags fastcignasala líst illa á hugmynd Einars Odds Kristjánssonar, formanns VSÍ, um að draga stórlega úr íbúðabyggingum til að draga úr þensluáhrifum upp- byggingar nýrrar stóriðju. Telja þeir að slíkt myndi hafa slæm áhrif á fasteignamarkaðinn, verð íbúðarhúsnæðis myndi til dæmis stórhækka, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu, og síðan snarlækka aftur þegar fán yrðu aukin aftur. í ræðu sinni á aðalfundi Vinnuveit- endasambandsins í þriðjudag varaði Einar Oddur við þeirri þenslu sem myndi fylgja framkvæmdum við nýja stóriðju. Á meðan framkvæmdir stæðu sem hæst, á árunum 1992 og 1993 þyrfti að draga úr öðrum fram- kvæmdum til þess að atvinnustig vinnumarkaðarins raskaðist ekki. Sagði hann einfaldast að draga stór- lega úr lánum til íbúðabygginga þann- ig að samdrátturinn kæmi á þessum framkvæmdaárum en auka síðan lán- veitingar á nýjan leik. Einar Oddur var nánar spurður út í þessi ummæli í gær. „Það mun ekki saka hvort nokkur hundruð íbúðir verði byggðar einu eða tveimur árum fyrr eða síðar,“ sagði Einar Oddur þegar hann var spurður hvort hann teldi að of mikið væri byggt af íbúðar- húsnæði nú. Hann sagði mikilvægt að byggingariðnaðurinn hefði næg og jöfn verkefni. Ef samningar tækjust um nýja stóriðju yrði að draga úr öðrum framkvæmdum á meðan og sagðist hann hafa nefnt íbúðabygg- ingarnar en eínnig væri hægt að draga úr öðrum framkvæmdum. Hann sagðist til dæmis telja að framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli hefði oft mátt nota til sveiflujöfnunar en óraunhæft væri að reikna með slíku nú. Um það hvort skyndilegur samdráttur í íbúða- byggingum leiddi ekki til húsnæðiss- korts sagði Einar Oddur að það yrði þá smávægilegt vandamál við hliðina á erfiðleikum sem þenslan skapaði á vinnumarkaðnum og þar með efna- hagslífi þjóðarinnar. Hagkerfi þjóðar- innar væri afar viðkvæmt vegna þess hvað það væri lítið og opið og ekkort mætti út af bera. Því þyrftu menn virkilega að vanda sig við stjórnun þess. Gunnar S. Björnsson, formaður Meistara- og verktakasambands byggingarmanna, sagði, þegar álits hans var leitað, að ef framkvæmdir við íbúðarhúsnæði yrðu skornar niður þýddi það verulega hækkun á verði íbúðarhúsnæðis. Þegar framkvæmdir færu aftur í gang sveiflaðist verðið aftur niður og það yrði mjög nei- kvætt. fyrir allan almenning. Gunnar sagði að framkvæmdir við íbúðabygg- ingar væru lítill hluti af öilum fram- kvæmdum í landinu. Markaður fyrir íbúðarhúsnæði væri að verða mettað- ur og myndu framkvæmdir minnka af sjálfu sér á næstu árum. Ef til nýrrar stóriðju kæmi yrði fyrst og fremst að huga að því að opinberir aðiiar yrðu ekki á sama tíma með í gangi framkvæmdir við stórbygging- ar. Grétar Þorsteinsson, formaður Sambands byggingarmanna, sagðist vera ósammála orðum Einars Odds, ekki eingöngu vegna atvinnusjónar- miða heldur ekki síður vegna þess að þörf væri á íbúðabyggingum til að anna eftirspurn. Hann tók undir þau orð formanns VSÍ að nauðsynlegt væri að bregðast við þenslu ef útlit væri fyrir hana en úrræðin væru ekki svona einföld. Grétar sagðist reyndar ekki sjá nein þenslumerki. Á höfuð- borgarsvæðinu væri til dæmis meira atvinnuleysi hjá húsasmiðum en verið hefði í mörg ár. Víglundur Þorsteinsson, forstjóri steypustöðvarinnar BM-Vallár hf., sagði að ef menn ætluðu að hliðra til fyrir stóriðju væri mikilvægast að slíkar aðgerðir næðu yfir sem breið- ast svið, næðu til opinberra fram- kvæmda, íbúðabygginga og ailra ann- arra framkvæmda. Ef ætlunin væri að láta samdráttinn koma eingöngu fram í byggingu íbúðarhúsnæðis hefði það í för með sér stórkostlega verð- sprengingu á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Halldórsson, formaður Félags fasteignasala, sagðist vera al- gerlega á móti miðstýringu á hús- byggingum fólks. Þær yrðu að ráðast af þörfum markaðarins og sagðist hann líta á það sem almenn mannrétt- indi að fólk ætti kost á að byggja íbúðarhúsnæði hvenær sem það vildi. Varðandi þensluáhrif hugsanlegra stóriðjuframkvæmda sagði Þórólfur að íbúðabyggingar væru ekki svo af- gerandi þáttur í efnahagslífinu að samdráttur þar leysti vandann.' engar viðræður hafa farið fram um slíkt á milli félaganna. í slíku samstarfí felst oft gagnkvæm eignaraðild félaganna hvert í öðru. v „Það er ekkert sem mælir gegn því að útlendingar eigi einhvern eign- arhlut í Flugleiðum," sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessu stigi um hve stóran hlut yrði að ræða, ef af því verður að erlend félög kaupi hluti í Flugleiðum, en þó er vitað að sá hluti getur ekki orðið stærri en þriðjungur, þar sem lög setja þau takmörk um eign út- lendinga í íslenskum flugfélögum. Einar segir að með samstarfi við erlend flugfélög og hugsanlega gagnkvæmri eignaraðild muni Flug- leiðir tryggja sjálfstæði sitt fremur en hætta því, þar sem með opnun evrópska markaðarins 1993 aukist samkeppnin verulega í fluginu og af þeim sökum sé lífsnauðsynlegt fyrir félagið að tryggja viðskipti sín með slíku samstarfi. Ef Flugleiðir kaupa hluti í erlend- um flugfélögum yrði það gert með eignaskiptum, að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra félagsins. Þá kaupa félögin hluti hvert, eða hvort, í öðru fyrir jafn háar upphæðir. Enn er of snemmt að kveða upp úr með hvaða leið verður fyrir valinu hjá Flugleiðum, að sögn Sigurðar, en hann hefur lýst því yfir að nauð- synlegt sé fyrir Flugleiðir að hefja samstarf við erlend félög í Evrópu og til þess geti verið nauðsynlegt að til komi samningar um gagnkvæma eignaraðild. Hann leggur ákveðnar tillögur um þetta fyrir stjórn félagins síðar í sumar, eins og fram kom í Morgunblaðinu á þriðjudag. Gagnkvæm eignaraðild flugfélaga hvert í öðru er með ýmsu móti. Sem dæmi nefndi Mikael Mörk að SAS og Swissair eiga 7,5% hvort í öðru. SAS á 8% í FinnAir, sem á aftur 2% í SAS og enn eru samningar um samstarf til, sem fela í sér að einung- is annað félagið á í hinu og sumir samstarfssamningar fela ekki í sér neina gagnkvæma eignaraðild. Kort yfír hverfaskipulag Gamla miðbæjarins: Fékk réttar upplýsing- ar en segir þó ósatt frá - segir Vilhjálmur Þ. Vihljálmsson borgarfulltrúi KORT yfir hverfaskipulag Gamla miðbæjarins í Reykjavík er ann- ar þeirra bæklinga, sem Olína Þorvarðardóttir, efsti maður á lista Nýs vettvangs, sagði á blaðamannafundi á þriðjudag að væri kosn- ingaáróður Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og ætti því Sjálfstæðisflokkurinn að greiða kostnað við útgáf- una. Morgunblaðið spurði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa og formann skipulagsnefiidar hvort þetta ætti við rök að styðjast. „Það er með ólíkindum hvað þessi frambjóðandi gengur langt í ósannindavaðli og útúrsnúningum varðandi þetta kort. Frambjóð- andinn fékk allar upplýsingar, nákvæmar, hjá starfsfólki borgar- skipuiags á þriðjudagsmorgun um þennan bækfing og gerði engar athugasemdir. Samt rauk liún í fjölmiðla með þessi ósannindi,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir miðbæjarkort hverfaskipulagsins vera eitt þriggja korta sem hafa verið gefin út um hverfaskipulag. „Það var ákveðið strax 1985 að gefa út hverfaskipulagskort fyrir alla hluta borgarinnar og senda inn á hvert heimili. Það var engin and- staða við það, um það voru fulltrú- ar allra flokka sammála. 1988 var sent út koit yfir Laugarnes- og Langholtshverfi og 1989 var sent hverfaskipulagskort inn á hvert heimili í Fossvogs-, Bústaða- og Smáíbúðahverfi. 1988 var tekin ákvörðun um að kynna Miðbæjar- skipulagið og frá því var greint í fyrra, um leið og hverfaskipulag Fossvogs, Bústaða- og Smáíbúða- hverfis var kynnt, að þetta yrði næst á dagskrá og kynnt um þetta leyti. Við vinnslu hverfaskipulags Gamla miðbæjarins, sem hófst 1988, varð strax ljóst að það yrði ekki unnið á sama hátt og hin fyrri, vegna sérstöðu þessa borgar- hluta, það er að segja, þar er elsta íbúðabyggð Reykjavíkur, höfnin og miðbær Reykjavíkur. Til þeSs að koma á framfæri þeim mikla fjölda upplýsinga sem lágu fyrir um þennan borgarhluta og gera honum góð skil, urðu kortin þrjú. Það var kynnt bæði í skipulags- nefnd og í borgarráði. Þá strax var tekið fram að sérkort vegna Miðbæjarins yrði sent í allar íbúðir í Reykjavík, þar sem Miðbærinn er ekki aðeins miðbær þeirra sem búa þar, heldur miðbær allra borg- arbúa. Þetta var tilkynnt í skipu- lagsnefnd og borgarráði án þess að nokkrar athugasemdir kæmu fram. Frekar var að menn lýstu ánægju sinni með að þetta yrði gert. Auk þess voru þessi vinnubrögð kynnt á almennum borgarafundi á Hótel Borg í desember 1989, þar sem rætt var og kynnt hverfa- skipulag Gamla miðbæjarins. Þar fengu þessi vinnubrögð góðar und- irtektir og menn fögnuðu því mjög, að þetta sérstaka miðbæjarkort yrði sent í hvert hús í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að hverfaskipulag Gamla miðbæjarins yrði gefið út í mars, en ekki tókst að haida þeirri tímaáætlun, þar sem vinnslan tók lengri tíma en reiknað hafði verið með. Kortið var síðan prentað síðustu helgina í apríl og sent út um leið og pökkun lauk. Öll vinna í kring um bæklinginn hefur verið unnin af starfsfólki borgarskipulags og jafnhliða kynnt í skipulagsnefnd. Kostnaður við þennan bækling og að senda hann í allar íbúðir í Reykjavík var eins og áætlun gerði ráð fyrir. Prentun og umslög kost- uðu 1,4 milljónir króna og útsend- ingarkostnaður varð 375 þúsund, samtals 1.775 þúsund krónur. Þetta eru staðreyndir málsins," sagði Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson. Bæklingur Félagsmálastofiiunar sagður áróðursrit: Kynningin var samþykkt samhljóða í borgarstjóm - segir Árni Sigfusson borgarfulltrúi FRAMBJÓÐENDUR Nýs vettvangs hafa fiillyrt að bæklingur til kynningar á starfsemi Félagsmálastofnunar sé áróðursrit fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og misnotkun á fé borgarbúa. Þetta kom fram á blaðamannafundi Nýs vettvangs, sem Ólina Þorvarðardóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og Bjarni P. Magnússon, þrír efstu menn á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum, efndu til á þriðjudag. Árni Sigfusson borgarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs var spurður álits á þessari gagnrýni. Hann segir þetta vera róg og rangfærslur Ólínu og segir sér þykja miður að Kristín og Bjarni leggi nafn sitt við slikan málflutning, þar sem þau viti hið sanna i málinu. „Mér þykir miður að þau Bjarni P. og Kristín hafi látið hafa sig út í slík ósannindi,“ segir Árni, „þar sem þau þekkja rnálið mæta vel og hafa margoft haft aðstöðu til þess að óska eftir stöðvun á útg- áfu eða dreifingu bæklingsins, hafi þau talið ástæðu til. Nú fela þau sig á bak við Ólínu Þorvarðardótt- ur, sem þegar er þekkt orðin fyrir að hneykslast á málum sem hún hefur ekki kynnt sér. Staðreyndir málsins eru þessar. Vegna fjárhagsáætlunar borgar- innar fyrir síðasta ár hafði verið samþykkt að leggja tvær milljónir króna til kynningar á starfsemi Félagsmálastofnunar. Hér er á ferðinni einn fjárfrekasti liður í starfsemi borgarinnar og þótti mikilvægt að kynna hann borg- arbúum. Þetta var því samþykkt samhljóða í félagsmálaráði borgar- innar og síðan samhljóða í borgar- stjórn. Vegna umfangsmikilla breyt- inga á öldrunarþjónustu í Reykjavík þótti rétt að bíða með útgáfu upplýsingaritsins þar til hægt væri að kynna þjónustuna samkvæmt nýju skipulagi. í ágústmánuði síðastliðnum var ákveðið að flytja starfsemi Félags- málastofnunar í nýtt húsnæði í Síðumúla 39. Flutningur skyldi eiga sér stað snemma á þessu ári. Því var ákveðið í félagsmálaráði að tengja útgáfu bæklingsins við flutninginn, þar sem hinum fjöl- mörgu nýju atriðum þyrfti að koma á framfæri. Þetta var samhljóða ákveðið. Hafist var handa við gerð ritsins í nóvember síðastliðnum. Lagt var til að starfsmenn yrðu tengiliðir stofnunarinnar við íslensku aug- lýsingastofuna, sem vinna skyldi bæklinginn og sjá um útgáfu hans. 22. febrúar síðastliðinn var hand- rit að bæklingnum lagt fram í fé- lagsmálaráði og óskað ábendinga frá ráðsmönnum. Engar efnislegar ábendingar bárust. Þorbjörn Broddason óskaði þó eftir því við ritnefnd, að hún hugleiddi hvort ekki væri rétt að fresta útgáfu bæklingsins, þar sem ákveðnar upplýsingar yrðu fljótlega úreltar. Átti hann við skipan félagsmála- ráðs, sem væntanlega breyttist í júní næstkomandi. Þorbjörn vissi hins vegar að þetta voru fremur veik rök, því að annars hefði hann lagt fram tillögu fyrir félagsmála- ráð, til samþykktar eða synjunar, um að bæklingsútgáfunni yrði fre- stað. Það gerði hann ekki. 3. mars var fundargerð félags- málaráðs lögð fram í borgarstjórn, þar sem Kristín og Bjarni P. sátu. Ég bauð borgarfulltrúum að kynna sér handrit bæklingsins áður en hann færi til prentunar. Engar til- lögur um frestun útgáfu eða breyt- ingar á efni hans voru lagðar fram. í aprílbyijun kom ritið út og hófust þá ungiingar á vegum ungl- ingadeildar handa við að dreifa því. Fyrsti liður á dagskrá félags- málaráðs 26. apríl síðastliðinn var að leggja fram bæklinginn. Engar -athugasemdir voru þar gerðar við hann. Fundargerðin kom síðan fyr- ir borgarstjórn, þar sem Kristín og Bjarni P. sitja. Engin athuga- semd var þar gerð við bæklinginn. Nú eru nokkrar vikur síðan borgarbúar hafa fengið bækling- inn. Fjárhagsáætlun stóðst, því að heildarkostnaður við hann er tvær milljónir króna. Allar ofangreindar upplýsingar liggja frammi í fund- argerðum félagsmálaráðs og borg- arstjórnar. Rógur og rangfærslur Ólínu Þorvarðardóttui' í örvæntingar- fullri tilraun til þess að láta á sér bera dæma sig sjálf. Það er mikil- vægt að eiga heiðarlega andstæð inga í stjórnmálum. Fulltrúi Al- þýðubandalagsins og Kvennalist- ans í félagsmálaráði hafa reynst slíkir aðilar í þessu máli. Það er ætti flokkurinn Nýr vettvangur að hugleiða áður en lengra er haldið, segir Árni Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.