Morgunblaðið - 17.05.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
33
væri erfítt að horfa upp á atvinnu-
leysi, „en einhvern tímann verður
þessi þjóð að horfast í augu við það
að hún getur ekki byggt sig upp
úr vandanum, það er hægt í refabú-
skapnum að fá lán og byggja einn
skála enn, í byggingaiðnaðinum að
byggja eina blokk enn, en ef al-
menningur á að geta lifað hér og
fjárfest þá verður að ríkja stöðug-
leiki en ekki gusugangur,“ sagði
Árni Steinar.
Fleiri fundarmenn lýstu sig
andsnúna því að álver yrði byggt í
Eyjafirði og Bjarni Guðleifsson,
ráðunautur hjá Ræktunarfélagi
Norðurlands, kvaðst vonsvikinn yfir
að ekkert nýtt hefði komið fram á
fundinum varðandi mengunarþátt-
inn frá því sem menn vissu árið
1986. Hann spurði hvort kannað
hefði verið í þaula hvaða aðrir kost-
ir væru til í stöðunni en álver og
sagðist telja að ráðgjafar í iðnaðar-
ráðuneytinu hefðu sofið á verðinum.
Næst þjóðarsátt um álver í
Eyjafirði?
Magnús Már Þorvaldsson, arki-
tekt, gagnrýndi leiðtoga þjóðarinn-
ar fyrir að leggja ekki áherslu á fáa
vænlega staði undir álver, en láta
fjölmarga staði út um land bítast
um „happdrættisvinninginn stóra.“
Hann sagði að stjórnvöld hlytu að
eiga síðasta orðið um hvar álver
yrði reist, hér á landi stæði erlend-
um aðilum til boða land undir iðju-
ver, orka á tiltölulega hagstæðu
verði og dugmikið vinnuafl. Gerðu
menn sér þetta ekki að góðu væri
það hlutverk stjórnvalda að vísa
hinum erlendum aðilum annað.
Hann sagði að þær raddir gerðust
sífellt háværari á meðal ungs fólks
hvar það ætti í framtíðinni að skrá
heimili sitt, á Akureyri, í Reykjavík
eða Svíþjóð. Hólmsteinn Hólm-
steinsson, formaður atvinnumála-
nefndar, ræddi einnig um þá stór-
felldu búferlaflutninga sem útlit
væri fyrir að yrðu ef ekki kæmi
álver.
Bragi Bergmann, ritstjóri, tók
undir orð bæjarstjóra, sem sagði
að út frá þröngum eyfirskum hags-
munum væri betra að ekkert áiver
risi, en að það yrði byggt á suðvest-
urhorninu. Bragi sagði þetta hrein-
ræktaða víðsýni, stöðva þyrfti með
öllum ráðum þá byggðaröskun sem
yfirvofandi væri. Sigurður J. Sig-
urðsson, forseti bæjarstjórnar,
kvaðst vonast til að víðtæk sam-
staða næðist á meðal landsmanna,
sem kalla mætti þjóðarsátt um það
að álverið yrði reist í Eyjafirði.
Geir Zoega, verkfræðingur, vakti
athygli fundarmanna á því að hlú
þyrfti að þeim störfum sem nú
væru fyrir hendi, ekki m.ætti fórna
600 störfum sem nú væra til fyrir
önnur ný. Þá ræddi hann einnig um
samkeppni sem yrði um vinnuaflið
í kjölfar álvers og nefndi að Akur-
nesingar kvörtuðu undan sambýlinu
við Járnblendiverksmiðjuna, þau
fyrirtæki sem fyrir væru þyldu oft
illa samkeppnina um vinnuaflið
kæmi eitthvað nýtt upp.
jKann 17. maí eru 5 ár liðin frá því að Verðbréfamarkaður
Fjárfestingarfélagsins hf. markaði tímamót í verðbréfaviðskiptum
hérlendis með útgáfu KJARABRÉFA.
Hugmyndin var sú að tryggja hag íslenskra sparifjáreigenda með því
að sameina góða raunvexti og öryggi.
Þetta hefur tekist.
STÓRKOSTLEGUR ÁRANGUR
Atkvæðagreiðsla um
kjarasamninga í ál-
veri verði sameiginleg
FORMENN allra stéttarfélaga á Akureyri, sem aðilar eru að ASÍ,
hafa samþykkt ályktun sem kynnt var á fundi um álver við Eyja-
Qörð, en þar lýsa formennirnir yfir því að verði álver reist í Eyja-
firði muni þeir beita sér fyrir því að kjarasamningar verði bornir
upp sameininlega eftir að allir aðilar eru sáttir við hann.
Formenn stéttarfélaganna á Ak-
ureyri, sem aðild eiga að ASÍ, leggja
á það þunga áherslu að álveri verði
valinn staður í Eyjafirði, bæði í
þjóðhagslegu tilliti vegna búsetu-
röskunar og í atvinnulegu tilliti fyr-
ir svæðið, segir í ályktun þeirra.
Verði stóriðja reist í Eyjafirði
munu formenn stéttarfélaganna
beita sér fyrir því að í samskiptun
þeirra við Atlantal verði stofnuð
nefnd með einum fulltrúa frá hveiju
stéttarfélagi, sem hagsmuna á að
gæta, er komi sameiginlega fram
fyrir hönd félaganna. Einnig að við
gerð kjarasamninga hafi hver
nefndarmaður neitunarvald vegna
ákvæða er varða hans félaga.
Kjarasamningurinn yrði síðan af-
greiddur með sameiginlegri at-
kvæðagreiðslu.
Iðja, félag verksmiðjufólks, skrif-
aði undir ályktunina með fyrirvara,
þar sem m.a. er tekið fram að i
engu sé átt við að gerðir verði lé-
legri samningar en eru í
Straumsvík.
í máli Þóru Hjaitadóttur, for-
manns Alþýðusambands Norður-
lands, sem greindi frá ályktun for-
manna stéttarfélaganna, kom fram
að samskiptamál verkalýðshreyf-
ingarinnar og atvinnurekenda eru
viðkvæm. Fyrirkomulagið væri með
þeim hætti nú í stærri verksmiðjum
að stéttarfélögin, allt upp í tíu í
hverri verksmiðju, koma sameigin-
lega fram fyrir hönd sinna manna,
en halda bæði samnings- og verk-
fallsréttinum og kjarasamningar
væru bornir upp sérstaklega hjá
hverju stéttarfélagi.
Formennirnir vildu beita sér fyrir
því að á þessu verði breyting, þann-
ig að séu allir sáttir við viðkomandi
kjarasamning verði hann borinn
upp sameiginlega, þannig að eitt
fámennt stéttarfélag eigi ekki á
hættu í skjóli neitunarvalds, að
annað fjölmennara skerði rétt þess.
Atkvæðagreiðsla um kjarasamn-
inga verði síðan sameiginleg þannig
að ekkert eitt félaga geti stöðvað
allan rekstur verksmiðjunnar.
Leiðrétting
í FRÉTT af borgarafundi á Akur-
eyri um álver, sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær, gætti óná-
kvæmni í frásögn blaðamanns af
erindi Andrésar Svanbjörnsson-
ar yfirverkfræðings Markaðs-
skrifstofú iðnaðarráðurneytisins
og Landsvirkjunar. Hér á eftir
er greint frá meginatriðum þessa
hluta erindisins og er beðist vel-
virðingar á mistökunum.
í máli Andrésar Svanbjörnssonar
kom fram, að endanlegar niðurstöð-
ur loftdreifingarútreikninga NILU,
norsku loftrannsóknastofunnar,
lægju ekki fyrir, en ekki væri við
því að búast, að niðurstöður yfir-
standandi rannsókna varðandi flúor
yrðu á verri veg en í fyrri dreifing-
arspá NILU í Eyjafirði frá árinu
1985. Þar væri talið að hætta gæti
verið á gróðurskemmdum í 3 til 5
kílómetra fjarlægð miðað við um
200.000 tonna álver. Áætluð skað-
semismörk bæri þó að taka með
fyrirvara, þar sem þau væru með
háum öryggisstuðlum, auk þess
sem hugsanleg skaðsemi væri háð
ýmsum veðurfarsskilyrðum. Holl-
ustuvernd ríkisins ætti að leggja
mat á niðurstöður loftdreifingar-
spárinnar og ákveða viðmiðunar-
mörk fyrir flúor og þrennisteins-
tvíildi og yrði skýrsla NILU því
ekki kynnt ópinberlega fyrr að
fenginni umsögn stofnunarinnar.
Æ þessum 5 árum hefur meðal raunávöxtunin verið 13,1 % og
eigendur KJARABRÉFA skipta þúsundum.
AFMÆLISBOÐ-VEITINGAR
KYNNINGARMYND
ít
tilefni afmælisins býður Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hf.
npp á kaffí og smáveitingar á skrifstofum sínum í Reykjavík dagana
17. og 18. maí. Þar munum við m.a. sýna nýja fræðslumynd um
fjármál. Einnig gefst mönnum kostur á að taka þátt í skemmtilegri
getraun þar sem 5 verðlaun verða veitt hver að upphæð 10.000 kr.
Dregið verður úr réttum svörum í Kringlunni föstudaginn 18. maí
kl. 17:00. Og að sjálfsögðu fá yngstu afmælisgestimir
afmælisblöðrur.
KYNNINGARMYNDIN
Fróðleikur umfjármál
Fróðleikur um íjármál er stutt
mynd um fjármál heimila. Henni er
ætlað að veita hagnýtar upplýsingar,
vekja til umhugsunar - og kveikja
góðar hugmyndir.
Myndbandið má fá á skrifstofum
Verðbréfamarkaðar Fjárfestingar-
félagsins hf. Kynntu þér málið!
VERÐBRÉFAMARKAÐU R
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF
HAFNARSTRÆTl 28566 • KRINGLUNNI 689700
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA