Morgunblaðið - 17.05.1990, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
u
*•
ATVIMNUAUGíraNGAR
Afgreiðslustörf
Starfskrafta vantar í afgreiðslustörf hálfan
eða allan daginn.
Upplýsingar í versluninni milli kl. 10.00 og
14.00.
‘Giympia,
Laugavegi 26.
Gagnaskráning
Traust fyrirtæki óskar eftir starfsmanni til
gagnaskráningar í fullt starf í sumar, en
hlutastarf (eftir hádegi) í haust. Reynsla
æskileg.
Umsóknarfrestur er til 21. maí.
Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Gagnask. - 21 “.
Gott starfsfólk
óskast
í býtibúr frá 1. júní. Vinnutími frá kl. 8.00-
13.00. Unnið aðra hvora helgi. Fast starf.
Frá 1. júlí í sumarafleysingar við ræstingu og
í fast starf í borðsal.
Upplýsingar gefur Jóhanna í síma 30230 frá
kl. 9.00-12.00 virka daga.
í eldhús og borðsal til sumarafleysinga og í
föst störf.
Upplýsingar gefur Magnús í síma 689323.
Býtibúr frá kl. 17.00-21.00. Fast starf -
vaktavinna.
Upplýsingar gefur Jónína Nielsen í síma
689500.
Sumarstarf
- kennari?
Mjög sérhæft þjónustufyrirtæki í borginni
vill ráða þroskaðan starfsmann til sumaraf-
leysinga sem fyrst til loka ágúst. Aldur
35-55. Öllum umsóknum svarað.
Umsóknir, merktar: „S - 9215“, sendist aug-
lýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 föstudag.
Öllum umsóknum svarað.
Laus staða
lögfræðings
Staða löglærðs fulltrúa við embætti undirrit-
aðs er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf þurfa að berast undirrituðum fyrir
1. júní 1990.
Sýslumaður Þingeyjarsýslu,
bæjarfógeti Húsavíkur,
Halldór Kristinsson.
Grunnskólinn
í Sandgerði
Kennara vantar í eftirtaldar stöður:
Yfirkennara. Sérkennslu. Kennslu eldri
barna: íslenska, stærðfræði, danska og nátt-
úrufræði. Almenn kennsla yngri barna.
Ódýrt húsnæði fyrir hendi. Tilvalið fyrir fjöl-
skyldufólk.
Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson,
skólastjóri, í símum 92-37439 og 92-37436,
og Jórunn Guðmundsdóttir, formaður skóla-
nefndar, í símum 92-37620 og 92-37601.
Rafeindavirki
á tölvusviði óskar eftir framtíðarstarfi við við-
hald eða sölu á tölvubúnaði.
Tilboð merkt: „T- 1404“ sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 25. maí.
Umsjónarmaður
félagsmiðstöðvar
Laust er til umsóknar nýtt 100% starf um-
sjónarmanns félagsmiðstöðvar Selfoss. Um-
sjónamaður ber ábyrgð á rekstri félagsmið-
stöðvarinnar og skipuleggur starfsemi henn-
ar í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð
Selfossbæjar.
Um er að ræða áhugavert framtíðarstarf þar
sem reynir á frumkvæði, samviskusemi og
stjórnunarhæfileika umsjónarmanns.
í sumar verður að mestu lokið uppbyggingu
félagsmiðstöðvarinnar og mun umsjónar-
maður annast kaup á búnaði og tækjum.
Lausráðið starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar
verður umsjónarmanni til aðstoðar í starfi.
Ráðning þess er í höndum umsjónarmanns
og bæjarstjóra.
Umsjónarmaður getur hafið störf í júní nk.
eða síðarskv. samkomulagi við undirritaðan,
sem veitir nánari upplýsingar um starfið á
bæjarskrifstofu Selfoss, Austurvegi 10, sími
98-21977.
Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldis-
menntun eða reynslu á sviði unglingastarfs,
en slíkt er ekki skilyrði.
Þeir, sem áhuga hafa á starfinu, eru vinsam-
legast beðnir um að hafa samband hið fyrsta.
Bæjarstjórinn á Seifossi,
Karl Björnsson.
HÚSNÆÐIÓSKAST
Reykjavík
Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík
leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir
sambýli í Reykjavík. Um er að ræða einbýlis-
hús, par-/eða raðhús á einni hæð með 5-6
rúmgóðum herbergjum. Æskileg staðsetning
vestan Elliðaáa.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg-
ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta-
og fasteignamat, afhendingartíma og sölu-
verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis-
ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní
1990.
Fjármálaráðuneytið, 15. maí 1990.
KENNSLA
Söngskglinn í Reykjavík
Umsóknarfrestur um skólavist í
Söngskólanum íReykjavík
veturinn 1990-1991 er til 22. maí.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Hverfisgötu 45, sími 27366, daglega milli kl.
15.00-17.00, þar sem allar nánari upplýsing-
ar eru veittar.
Skóiastjóri.
TILKYNNINGAR
Forval
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
Gatnamálastjórans í Reykjavík, auglýsir forv-
al vegna fyrirhugaðs útboðs á undirbyggingu
nyrðri akbrautar Sæbrautar (Sætúns) frá
Kringlumýrarbraut að Kalkofnsvegi.
Valdir verða 4-5 verktakar til að bjóða í verk-
ið að loknu forvali.
Heildarlengd gatna er um 2.200 m.
Gröftur um 40.000 m3.
Fyllingar um 40.000 m3.
Frárennslislagnir um 1500 m.
Verkið skal hefja um miðjan júní og skal lok-
ið eigi síðar en 15. september næstkomandi.
Forvalsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,-
skilatryggingu.
Forvalsgögnum skal skilað á sama stað eigi
síðar en miðvikudaginn 23. maí 1990, kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN RE YKJ AVÍ KURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
Tilkynningtil
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því
að eindagi launaskatts fyrir maí er 15. júní
nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga
skal greiða dráttarvexti til viðbótar því, sem
vangreitt er, talið frá og með gjalddaga.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leið launaskatts-
skýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Stofnun Þróunarfélags
miðbæjar Reykjavíkur
Dagana 27. maí - 16. júní nk. liggja frammi
undirskriftalistar í Gallerí Borg, Pósthús-
stræti 9, Byggingaþjónustunni í Iðnaðar-
mannahúsinu við Hallveigarstíg og á Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, fyrir þá,
sem vilja gerast stofnfélagar í Þróunarfélagi
miðbæjar Reykjavíkur.
Starfsvettvangur félagsins er miðbærinn.
Stofnfélagar geta þeir orðið, sem eiga lög-
heimili, fyrirtæki og atvinnurekstur í
Reykjavík, svo og stofnanir. Áætlað árgjald
félagsaðila er kr. 2.000 fyrir íbúðareigendur,
kr. 10.000 fyrir fyrirtæki og kr. 20.000 fyrir
hverja stofnun.