Morgunblaðið - 17.05.1990, Qupperneq 38
38 ________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
.Flokkur á hrakhólum
eftir Guttorm
Sigurbjörnsson
Alþýðubandalagið á í mikilli til-
vistarkreppu um þessar mundir
mest vegna atburðanna í Austan-
tjaldslöngum. Fiest af sómakærasta
fólkinu, sem fylgt hefur flokknum
vill nú sem minnst við hann kann-
ast og helst ekki vita af því að
hafa nokkurn tíma komið við á
þeim bæ. Meira að segja formaður-
inn gerir allt sem hægt er til að
varpa hulinshjálmi yfir samtökin
og veigrar sér við að viðurkenna
hreina framboðslista flokksins.
Það er í þessari nauðvörn, sem
alþýðubandalagsmenn reyna að
þyrla upp moldviðri þar sem því
verður við komið.
Eitt dæmi um þetta er snepill sem
þeir sendu í öll hús hér í Kópavogi
á dögunum með yfirskriftinni „Sig-
ur fólksins".
Það er e.t.v. fyrirgefanlegt þó
menn reyni að tylla sér á tá og
hrista af sér slenið þegar kosningar
eru framundan, en að bjóða fólki
upp á þann hroka og yfirgang, sem
fram kemur í þessu plaggi gagn-
vart fyrrverandi bæjarfulltrúum,
það er meira en hægt er að sitja
undir óátalið.
Hvað eftir annað er samningur,
sem gerður var milli Kópavogs og
Reykjavíkur á árinu 1973 kallaður
„samningurinn illræmdi frá 1973“.
Þessi samningur var gerður af
samninganefnd, sem í áttu sæti
bæjarfulltrúar og bæjarráðsmenn
úr öllum flokkum, sem þá áttu full-
trúa í bæjarstjórn Kópavogs og
samþykktu samhljóða, að mig
minnir, í bæjarstjórn. Hér er því
um að ræða dólgslega árás á alla
þessa bæjarfulltrúa og þá, að sjálf-
sögðu, einnig bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins og þá embættismenn,
sem komu að þessum samningi, þá
Björgvin heitinn Sæmundsson þá-
verandi bæjarstjóra og Þórólf
Kristján Beck, bæjarlögmann, sem
báðir voru viðurkenndir hæfileika-
menn. Hver trúir því að þessir menn
hafi staðið að samningsgerð, sem
verðskuldaði að teljast „illræmd“,
þó pólitískum fulltrúum megi
kannski núa hverju sem er um nas-
ir?
Og um hvað fj^llaði svo þessi
„illræmdi" samningur? Jú, hann
fjallar fyrst og fremst um skipti á
löndum milli þessara sveitarfélaga,
þar sem Kópavogur fékk í sinn hlut
allt iðnaðarsvæðið, þar sem nú er
Smiðjuvegur og Skemmuvegur, alls
30,6 ha og án endurgjalds til borg-
arsjóðs Reykjavíkur eða nokkurs
annars. Á móti fékk Reykjavík í
sinn hlut 33,7 ha úr Fífuhvamms-
landi, sem borgin varð að greiða
fyrir fullt verð samkvæmt samningi
við landeigendur. Nokkrar minni-
háttar breytingar voru síðan gerðar
til að rétta af mörk milli þessara
sveitarfélaga.
Inn í þessa umræðu kom svo að
sjálfsögðu þörfin fyrir lagningu
Fossvogsbrautar, sem fulltrúar
Reykjavíkur lögðu mikla áherslu á
að fá samhliða öðrum þáttum. Um
það hefur farið svo mikil umræða
að undanförnu, að það væri að bera
í bakkafullan lækinn að tala langt
mál um þá hluti. En í fullu sam-
komulagi var því málið slegið á frest
eins og fram kemur í 5. grein hins
„illræmda“ samnings, þar sem einn-
ig er tíundaður áhugi bæjarfulltrúa
Kópavogs um útivistarsvæði í Foss-
vogsdal.
I 6. grein samningsins „ill-
ræmda" er svo hnykkt á því að
Fossvogsbraut skuli ekki lögð
nema með samþykki beggja
sveitarfélaganna og öðrum þar til
greindum skilyrðum. Um gildi þessa
ákvæðis fyrir Kópavog þarf að
deila. Því ef Davíð borgarstjóri hefði
talið sig eiga nokkra möguleika á
að hnekkja því ákvæði, þá hefði
hann látið á það reyna í þeirri deilu,
sem reis í fyrra um þessi mál og
frægt er orðið. Hann reyndi ekki
þá leið, en kaus, í þess stað, að
stöðva móttöku á sorpi frá Kópa-
vogi.
„Ég legg nú til að Al-
þýðubandalagið geri
Kopavogsbúum sér-
staka grein fyrir þeim
herkostnaði, sem bæj-
arbúar voru látnir
gjalda í því máli, þegar
þeir senda frá sér næsta
kosningasnepil. “
Ég legg nú til að Alþýðubanda-
lagið geri Kopavogsbúum sérstaka
grein fyrir þeim herkostnaði, sem
bæjarbúar voru látnir gjalda í því
máli, þegar þeir senda frá sér næsta
kosningasnepil.
Og að lokum þetta:
Það væri betur að sú fullyrðing
stæðist, að þessum málum sé nú
endanlega lokið. Og að tími sé nú
réttur fyrir Kópavogsbúa til að
fagna úrslitum. En ég mundi að
sinni setja spurningamerki við til-
lögu Davíðs borgarstjóra um jarð-
göng undir byggð í Kópavogi eins
og skipulagsstjóri virðist sjá þá
framkvæmd.
Það er að minnsta kosti óhætt
að fullyrða að sú nefnd, sem vann
hinn „illræmda“ samning frá 1973,
hefði gert áskilnað um að jarð-
Guttormur Sigurbjörnsson
gangaopin, sem augljós mengun
hávaða og kolsýrings hlýtur að
stafa frá fyrir næsta nágrenni, að
þau opnist á landi Reykjavíkur. Og
að göngin væru látin liggja það
djúpt að byggðinm fyrir ofan staf-
aði ekki hætta af. í því efni er ekki
ástæða til að stinga höfðinu í
sandinn.
Annars hef ég aldrei séð þörfina
fyrir Fossvogsbraut og þá heldur
ekki fyrir jarðgöng ef Reykvíkingar
bæru gæfu til að nýta það gatna-
kerfi, sem fyrir er á besta máta í
staðinn fyrir að reyna stöðugt að
ýta vandanum yfir á Kópavog.
Höfundur er endurskoðandi.
mmimwim
í REYKJAVÍK
Nes- og Melahverfi:’0%£^&*2$tíliffi$
Sími: 626485
Skrifstofa: Austurstræti lOa
Starfsmenn: Kolbrún Ólafsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kosningastjóri: Þórólfur Halldórsson
I iiiiglinllsln
Sími: 679308
Skrifstofa: Faxafeni 5
Starfsmaður: Linda Róbertsdóttir
Kosningastjóri: Lúðvík Friðriksson
Arbœjar-, Seláshveifi og Artúnsholt:|§
Sími: 672162
Skrifstofa: Hraunbæ 102b
Starfsmaður: Ásta Gunnarsdóttir
Kosningastjóri: Jóhannes Óli Garðarsson
Vestur- og hfiðbœiarh verft.-fjiiPjgfffiSjij
Sími: 626492
Skrifstofa: Austurstræti lOa
Starfsmaður: Brynhildur Andcrsen
Kosningastjóri: Kristján Guömundsson
Hri iðliollsln i rji:
Bakka- og Stekkjahverfi
Sími: 670297
Skóga- og Seljahverfi
Sími: 670349
Fella- og Hólahverfi
Sími: 670359
Skrifstofa: Þönglabakka 6
Starfsmenn: Bertha Biering
Hjördís Alfreðsdóttir
Kosningastjóri: Jón Sigurðsson
Austurbœr og Norðurmýri:BBSBj
Sími: 626487
Skrifstofa: Austurstræti lOa
Starfsmaður: Dagný Lárusdóttir
Kosningastjóri: Kári Tyrfingsson
Hltða- og Holtahverfi:WS£&!M
Sími: 83295
Skrifstofa: Valhöll, 2. hæð
Starfsmaður: Árni Jónsson
Kosningastjóri: Jóhann Gíslason
I .riilnn
Sími: 675349
Skrifstofa: Gunnlaugsbúð,
Hverafold 1-3
Starfsmaður: Ragnhildur Sandholt
Kosningastjóri: Ágúst Isfcld
IIiiiiIi1 ili\Inrrfi
Sími: 83571
Skrifstofa: Valhöll, 2. hæð
Starfsmaður: Unnur Ingimundardóttir
Kosningastjóri: Ásgeir Hallsson
lItankiörstaðaskrifstnfa:Wíffl£ií&£»3b
Opið kl. 9:00-22:00 alla daga
Skrifstofa: Valhöll, 3. hæð
Starfsmenn: Kristinn Antonsson
Sími: 679054
Gísli Jensson
Sími: 679032
Kosningastjóri: Óskar V. Friðriksson
Sími: 679053
Smáíbúða-, Bústaða- og Fossv.hverfi.
Sími: 82055
Skrifstofa: Valhöll, 1. hæð
Starfsmaður: Sóphus Guðmundsson
Kosningastjóri: Óðinn Geirsson
/ iiugiirni sln i rli. ^^^Q^^SSiÍ'^Sí
Sími: 82328
Skrifstofa: Valhöll, 1. hæð
Starfsmaður: Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
Kosningastjóri: Garðar Ingvarsson
Kosningaskrifstofurnar eru opnar alla
virka daga milli kl. 16:00 og 22:00 og um
helgar milli klukkan 14:00 og 18:00.
Frambjóðendur Sjálfstœðisflokksins verða til viðtals á
kosningaskrifstofunum alla daga frá kl. 17:30 til 19:00
og um helgarfrá kl. 14:00 til 15:30. Nánari upplýsingar
á kosningaskrifstofunum.
Borgarstj ómarkosningar
26. maí 1990
35
Dráttarvél spólaði í
sundur hjólbarðann
DRÁTTARVÉL var stolið frá fyrirtækinu Byggðaverki í Hafnarfirði
á mánudagskvöld. Þegar vélin fannst hafði henni verið ekið út í
hraun. Þar hafði hún spólað á sama stað þar til eldsneytið var á
þrotum og var annar afturhjólbarðinn gjörónýtur.
Dráttarvélin stóð á horni Bæjar-
hrauns og Kaplahrauns. Henni var
ekið áleiðis til Garðabæjar og fyrir
ofan steypustöðina Ós var henni
ekið út í hraun. Þar festist annar
afturhjólbarðinn, en hinn hélt áfram
að snúast og róta þar til hann var
nærri uppurinn. Dísilolíuna þraut
um síðir-og þegar vélin- fannst var
dautt á henni. Rúður og speglar
höfðu verið mölvaðir og er um tölu-
vert tjón að ræða.
Rannsóknarlögreglan t Hafnar-
firði vill gjarnan hafa tal af þeim
sem veitt gætu upplýsingar um
ferðir dráttarvélarinnar, sem er
rauð með gulu húsi.
Úr nýjustu mynd Laugarásbíós „Hjartaskipti".
Laugarásbíó sýn-
ir „Hjartaskipti“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýninga gamanmyndina „Hjarta-
skipti“. Með aðalhlutverk fara
Bob Hoskins og Denzel Washing-
ton.
í fréttatilkynningu frá kvik-
myndahúsinu segir m.a.: „Hvernig
skyldi hvítum kynþáttahatara verða
við, ef hann vaknaði eftir hjartaað-
gerð á sjúkrahúsi og yrði þess
áskynja, að í hann hefði verið grætt
hjarta úr svörtum manni? Eflaust
yrði mörgun eins við og Jack
Moony. Moony er rannsóknarlög-
reglumaður í Los Angeles sem á
undir högg að sækja hjá nánasta
yfirboðara sínum, sem er raunar
svartur. Ekki bætir úr skák að þeg-
ar Moony gengst undir hjartaupp-
skurð, reynist ekki annað hjarta
fáanlegt en úr virtum svörtum, lög-
manni. Moony verður að sætta sig
við orðinn hlut, en vissir skilmálar
fylgja hjartanu.“