Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAI 1990
41
NEYTENDAMAL
Konur og* alkóhólneysla
— óhagstæð eftiaskipti í maga
Konur virðast þola alkóhólneyslu síður en karlar. Eftir því sem
fram hefur komið í Qölmiðlum er vandamálið vaxandi hér á landi.
Margar konur hafa reyndar bent á, í gegnum árin, að áhrif alkó-
hóls komi mun seinna fram hjá þeim en körlum og af þeim ástæð-
um hafi þær oft tilhneigingu til að drekka meira af alkóhóli en
þær hafðu í raun ætlað sér að gera. Ahugaverðar rannsóknir
þessu tengdar voru nýlega birtar í „New England Journal of
Medicine" og segir þar m.a:
Alkóhólið hefur mjög misjöfn
áhrif á karla og konur. Jafnvel
þó um sé að ræða karla og konur
sömu stærðar sem drekká sama
magn af alkóhóli þá endar mun
meira af magni alkóhólsins í
blóðrás konunnar en karlsins.
Ennfremur mynda konur mun
fyrr alkóhólsjúkdóma eins og lifr-
arsjúkdóma en karlar, þrátt fyrir
sömu neyslu. — Að þessari niður-
stöðu komst hópur vísindamanna
frá Bandaríkjunum og Ítalíu sem
unnið hefur að alkóhólrannsókn-
um á sjálfboðaliðum, 20 körlum
og 23 konum, í Trieste á Ítalíu.
Vísindamennirnir telja, að þessu
geti valdið mismunandi efnasam-
setning í maga, þ.e. kynbundnir
þættir sem hafi áhrif á efnahvata
sem bijóta niður alkóhólið.
Charles S. Lieber, sem m.a. er
forstöðumaður Alkóhólrann-
sókna- og meðferðarstofnunar í
New York (Alcohol Research and
Treatment Center), talsmaður
hópsins, segir að fram til þessa
hafí vísindamenn litið svo á, að
lifrin hafi ekki aðeins séð um að
bijóta niður alkóhólið, heldur að
niðurbrotið byijaði þar. Það kom
fram hjá hópnum sem rannsakað-
ur var á Ítalíu, að þeir hópar efna-
hvata sem sjá um niðurbrot á
alkóhóli í lifur heiji starfið í mag-
anum fljótlega eftir að alkóhóls
hefur verið neytt.
í niðurstöðum dýratilrauna,
sem hópurinn hefur staðið að og
birtur var á síðasta ári, kom fram
að efnahvatar í slímhúð magans
virðist geti brotið niður allt að
20-30 prósent af því alkóhóli sem
drukkið er. Hjá mannfólkinu virð-
ast það aftur á móti, samkvæmt
þessum nýju rannsóknum, aðal-
lega vera karlmenn sem geta brot-
ið niður stóra hluta af alkóhóli í
maga. Skýringin virðist ekki ljós,
en hjá þeim 31, sem tóku þátt í
rannsókinni og reglulega drukku
minna en sem svarar 75 gr af
alkóhóli á viku, kom fram að hjá
konum var niðurbrot alkóhól-
magns í maga aðeins einn fjórði
í samanburði við niðurbrot alkó-
hólmagns hjá körlum.
í ljós kom einnig að niðurbrot
alkóhóls var jafnvel minna hjá
þeim 12 alkóhólistum, sem þátt
tóku í rannsókninni, hjá 6 konum,
sem voru alkóhólistar, var niður-
brotið ekkert og hjá 6 körlum, sem
voru alkóhólistar, var niðurbrotið
helmingi minna en hjá körlum sem
ekki voru alkóhólistar.
Fram hefur komið í öðrum
rannsóknum þessa sama vísinda-
mannahóps á körlum, að svo virð-
ist sem magalyf, þar á meðal ci-
metidine, sem mikið er gefið til
að fyrirbyggja magasár, geti einn-
ig komið í veg fyrir að niðurbrot
verði á alkóhóli í maga. Charles
S. Lieber leggur til að fólk drekki
alkóhól í hófi. Endurmeta þurfi
hvað geti talist hófleg drykkja —
það alkóhólmagn sem talist getur
hóflegt fyrir karla sé ekki nauð-
synlega hóflegt fyrir konur — eða
fyrir fólk sem taka þarf inn ákveð-
in lvf.
SPEKI DAGSINS
Eigi skal gylla það, sem
ekki er þess verðugt.
Rannsóknir þessar þykja ekki
aðeins áhugaverðar fyrir niður-
stöður um áhrif alkóhóldrykkju á
einstaklinga, heldur einnig vegna
þess að þær opna nýtt rannsókn-
arsvið, sem eru efnaskipti og
víxláhrif lyfja í maga þeirra sem
tilhneigingu hafa til ofdrykkju og
alkóhólsjúkdóma.
M. Þorv.
Nú getur þú
komið oftar
a Mímisbar!
Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir
breytingarnar og þess vegna höfum við
ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður
-eða fjögur kvöld íviku: Fimmtudags-, föstudags-
laugardags-ogsunnudagskvöld. Fáðu þér léttan
snúning á dansgólfinu undir tónlist Stefáns og Hildar
á föstudags- og laugardagskvöldum.
Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki
bregða! _______
hóieV
-lofargóðu!
BAÐMOTTUR
OG
BAÐHENGI
Óskum eftir
umboðsmönnum
HEILDVERSLUN SKÚTUVOGI 12j SÍMI 687070
Olíufélagið hf. hefur nú til
afgreiðslu CHAR-BROIL 6600
gasgrill á einstaklega hagstæðu verði
Verð kr. 17.950 án gaskúts.
CHAR-BROIL 6600 er vönduð banda
rísk framleiðsla og fæst á
ESSO bensínstöðvum um land allt.
CHAR-BROIL 6600 hefur eftirfarandi
eiginleika:
• Afkastamikill 30.000 BTU
(8,8 kW) tvöfaldur brennari.
• Neista-kveikja.
• Emaléruð grillrist sem auðveldar þrif.
• 1710 cm2 eldunarflötur.
• 1232 cm2 færanleg efri grillrist.
• Fellanleg járnhilla að framan.
• Tvær hliðarhillur úr tré.
• Glerrúða í loki og hitamælir.
GASGRILL
án gaskúts
mo
CHAR-BROIL gasgrill fást
einnig minni og kosta þau
kr.
staðgreitt án gaskúts.
Gaskútar fyrir grillið fást á
ESSO bensínstöðvum um
allt land.
Skiptiþjónusta á tómum
og áfylltum kútum.
Olíufélagið hf