Morgunblaðið - 17.05.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990
43
Minning:
Siguijón Þórðar
son fv. forstjóri
Kveðja frá íþróttafélagi
Reykjavíkur
Siguijón Þórðarson fyrrum for-
maður IR lést hinn 9. maí sl. og
sjá ÍR-ingar þar á bak traustum
félaga sem lengi var í forystusveit
félagsins og fylgdist alla tíð vel
með gangi mála. Sigurjón var í for-
ystu fyrir uppbyggingu skíðasvæð-
isins í Hamragili og var formaður
byggingarnefndar skíðaskálans í
Hamragili sem er merkur áfangi í
sögu félagsins.
Siguijón sat í aðalstjórn IR frá
1958 og var formaður aðalstjórnar
irá 1961-1964 en þó hann léti af
störfum þá hefur hann ætíð lagt
félaginu iið og verið með í ráðum
um mikilvægar ákvarðanir um mál-
efni félagsins.
Innan ÍR er félag, svonefnt for-
mannafélag ÍR, sem í eru fyrrver-
andi formenn ÍR ásamt starfandi
formanni. Þetta félag heldur tvo
fasta fundi á ári, annan á sumar-
daginn fyrsta í tengslum við víða-
vangshlaup ÍR og hinn á Þorláks-
messu. A þessum fundum eru mál-
efni félagsins í nútíð og framtíð
rædd af einlægni og góð ráð gefin.
Á sumardaginn fyrsta sl. brá nú
svo við að Siguijón gat ekki mætt
vegna veikinda og var hans sárt
saknað enda ætíð hollráður og
áhugasamur um hag félagsins.
Það er því með söknuði sem IR-
ingar kveðja Siguijón og færa eftir-
lifandi eiginkonu hans og aðstand-
endum samúðarkveðjur.
Hólmsteinn Sigurðsson
formaður
Vinur okkar Siguijón Þórðarson
er látinn og verður til moldar borinn
í dag. Hann fékk hægt andlát eftir
langa og stranga- sjúkdómslegu.
Fráfall hans kom okkur því ekki á
óvart, en samt er eins og eitthvað
bresti. Um leið og hann fellur frá
er lokið kafla í lífi okkar hinna sem
eftir erum í þessum heimi. Eftir eru
minningarnar um hinn iátná. Allar
ánægjulegu stundirnar sem við átt-
um með honum og fjölskyldu hans,
þær voru óteljandi. Sigrún Sigurð-
ardóttir, eftirlifandi eiginkona Sig-
uijóns, bjó fjölskyldu þeirra einkar
fallegt og hlýlegt heimili og gest-
risni þeirra hjóna var einstök. Þeg-
ar þau bjuggu á Víghólastígnum
var ávallt opið hús fyrir vini og
kunningja, sem voru margir enda
Siguijón þá við góða heilsu og mik-
il umsvif á mörgum sviðum. Sigur-
jón rak Borgarþvottahúsið í mörg
ár og þangað komu margir merkir
menn í heimsókn. Ekki aðeins til
að sækja þvottinn sinn heldur miklu
fremur til skrafs og ráðagerða. Þar
voru daglegir gestir Albeit Guð-
mundsson sendiherra, sem þá var
leiðtogi í ÍR og lítið farinn að blanda
sér í pólitík, þá voru íþróttir aðal
áhugamálið. Þangað kom meistari
Kjarval og ávarpaði starfsfólkið
jafnan einhveijum vísdómsorðum
sem unga fólkið átti oft erfítt með
að skilja. Fyrir jólin átti hann til
að vinda sér. að starfsfólkinu og
spyija „vilt þú kort“ og ef einhver
vildi kort þá gerði hann sér lítið
fyrir og teiknaði kort og sagði
„hérna“. Minningarnar tengjast
Siguijóni. Þeir eru margir sem sjá
nú á bak vini. Vini sem krafðist
einskis fyrir vináttu sína. Hann var
hreinskiptinn og einlægur, fámáll
og traustur. Hann var hamingju-
samur maður sem átti góða konu,
farsæl börn, Auði Björg og Þórð,
og hann kunni að njóta lífsins og
gerði það á meðan heilsan, þessi
dýrmæta eign okkar, entist. Það
er söknuður að sjá á bak vini og
átakið mest hjá Sigrúnu sem missir
ástkæran eiginmann og traustan
lífsförunaut. Megi Guð veita henni
styrk í sorginni. Við vottum henni
og fjölskyldunni okkar innilegustu
samúð. Megi Siguijón hvíla í Guðs
friði.
Sigrún, Steinþór
og börn.
Þann 9. maí sl. lést á Grensás-
deild Botgarspítalans Siguijón
Þórðarson. Hann hafði átt við veik-
indi að stríða síðastliðið ár, en mér
segir svo hugur, að það hafi átt sér
lengri aðdraganda, því Siguijón var
þannig, að vandræði eða erfiðleika
bar hann ekki á torg. Hann var
vanur að leysa sín vandamál, þegar
einhver voru, á sinn hátt, af æðru-
leysi og raunsæi.
Siguijón fæddist á Reyðarfirði
21. október 1921 og voru foreldrar
hans Þórður Guðmundsson skip-
stjóri og kona hans, María Sigur-
jónsdóttir. Margir Reykvíkingar og
ekki síst Akurnesingar minnast
Þórðar, en hann var skipstjóri á
Akraborginni í fjölda ára og lauk
sínum gifturíka skipstjórnarferli
þar. Bróðir Siguijóns er Guðmund-
ur og var alla tíð gott á heimib'
þeirra, enda áttu þeir alloft sam-
starf í viðskiptum. Önnur systkin
átti Siguijón ekki.
8. júní 1945 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Sigrúnu Sigurð-
ardóttir, Jónssonar frá Laug í Bisk-
upstungum og konu hans, Sigur-
bjargar Jóhannesdóttur. Börn Sig-
rúnar og Sigurjóns eru Þórður yfir-
flugstjóri hjá Cargolux, fæddur 10.
október 1946, og Auður Björg hús-
móðir, fædd 1. júní 1950.
Leiðir okkar Siguijóns iágu sam-
an árið 1957, þegar ÍR hóf bygg-
ingu Skíðaskálans í Hamragili. Sig-
uijón hafði margoft áður komið við
sögu hjá ÍR, bæði að Kolviðarhóli
og annars staðar. Þá ekki síður
Sigrún kona han5, sem var með
bestu skíðakonum landsins á sínum
yngri árum. Skíðaíþróttin á Sigur-
jóni mikið að þakka, því alla tíð
lagði hann mikið af mörkum til að
Minning:
Petrea Ingimars
dóttir Hofímann
Fædd 8. október 1908
Dáin 8. maí 1990
Það ríktu undarlegar andstæður
í veðrinu í Reykjavík þann 8. maí
sl., sambland af þoku og glaða sól-
skini, þegar amma okkar dó á 82.
aldursári. Já, sannarlega tignarleg-
ur dagur.
Amma fæddist á Laugavegi 27
í Reykjavík 8. október 1908. Hun
missti ung foreldra sína og ólst upp
eftir það hjá ömmu sinni Hólmfríði
Oddsdóttur í Bakkakoti og síðar
Króki á Kjalarnesi. Árið 1936 flutt-
ist hún til Reykjavíkur og stofnaði
heimili með afa okkar, Pétri Guð-
mundssyni frá Sænautaseli á Jök-
uldal, sem lést árið 1985. Þau slitu
samvistir eftir rúm 20 ár. Eftir það
hélt hún heimili með eldri syni
sínum. Þó héldu þau alltaf góðu
sambandi og vinskap og þóttu bæði
stórbrotnir persónuleikar hvort á
sínu sviði.
Amma átti fyrir Jónínu Ingu með
Herði Hjálmarssyni frá Hofi á Kjal-
arnesi. En börn hennar og Péturs
eru: Hermann, Sveinbjörg, Gunnar
og Sigurdís.
Þegar við minnumst hennar kem-
ur það fyrst upp í hugann hversu
félagslynd hún var, við barnabörnin
sátum oft hjá henni langt fram á
nætur og spiluðum bæði ólsen,
rússa og marías, og aldrei voru
kókið og karamellurnar langt und-
an. Hún hafði góðan smekk fyrir
bókmenntum, var bæði ljóðelsk og
fróð og miðlaði því til barna sinna.
Hún undi sér aldrei betur en þegar
hún var innan um fólk sem henni
líkaði við. Hún hafði sinn eigin sér-
staka húmor sem við í fjölskyldunni
munum minnast hennar fyrir. Hun
lét aldrei neinn eiga inni hjá sér
og mátaði fólk oft með sínum
hnyttnu tilsvörum.
Er það von okkar að með þessum
fátæklegu orðum finnum við þó smá
gleði, því við vitum að hún er nú
komin í annan og ekki síðri heim,
þar sem margir ástvinir verða til
að taka á móti henni.
Blessuð sé minning hennar,
Guðrún Petrea Gunnars-
dóttir, Hilmar Pétur Gunn-
arsson, Aðalheiður Esther
Gunnarsdóttir.
BREFA-
BINDIN
írá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
SlMI: 62 84 50
a
m.
5
z>
3
2
l
z
5
5
=>
o
framgangur hennar mætti verða
sem mestur.
Siguijón var formaður bygging-
arnefndar skíðaskálans í Hamragili
og að öllum öðrum ólöstuðum, á
ég bágt með að ímynda mér að
hægt hefði verið að ljúka byggingu
skálans án hans forgöngu. Við
störfuðum mikið saman að félags-
málum ÍR í mörg ár eftir að bygg-
ingu skálans lauk. Siguijón varð
formaður ÍR 1961, eftir að hafa
setið í stjórn félagsins frá árinu
1958, og eftir að hann lét af for-
mennsku 1964, var hann alltaf
mjög virkur í starfi fyrir félagið.
Siguijón hafði ávallt mikinn
áhuga á öllu er snerti útgerð og
sjávarafla, en örlögin höguðu því
þannig, að störf hans urðu önnur.
Hann vann við niðursuðu og hafði
ákveðið að fara til Þýskalands til
frekara náms í þeirri grein, en þá
skall heimsstyrjöldin á og áform
hans urðu að engu. Hann vann
næstu árin há Eimskip, Loftieiðum
og hjá Feldinum þar til hann stofn-
aði Borgarþvottahúsið árið 1953,
en flestir þekktu hann sem Siguijón
í Borgarþvottahúsinu.
Með okkur Siguijóni ríkti ávallt
gagnkvæmt traust og urðum við
miklir vinir, og við hjónin erum
mjög þakklát fyrir þá miklu vináttu
sem hefir alla tíð ríkt á milli fjöl-
skyldna okkar. Siguijón átti ákaf-
lega gott með að ná framburði er-
lendra tungumála og man ég eftir
því, að við vorum eitt sinn staddir
í London saman og hann var að
sinna einhveijum viðskiptum við
þarlenda þvottahúsmenn. Þá tók ég
eftir því, að hann átti auðvelt með
að breyta yfir í „cockneysku" ef
það hentaði betur. Eins var það á
skíðamóti í Noregi, þar sem hann
var fararstjóri og þurfti að halda
þar ræðu í lokahófi. Þá heyrði ég
á tal tveggja Norðmanna sem furð-
uðu sig á því hversu góða norsku
hann talaði, og spurðu mig hvort
hann hefði búið í Noregi, en ég gat
sagt þeim að svo væri ekki og leyndi
sér þá ekki undrun þeirra. Margar
ferðirnar fórum við saman innan-
lands, bæði á skíðamót sem og
annað og þá fer ekki hjá því að
einhveijar óvæntar uppákomur
verði, en aldrei urðu þær til að
koma honum úr jafnvægi. Mér er
ákaflega ljúft að minnast hvernig
hann brást við óvæntum uppákom-
um, því þá brosti hann, eins og
ekkert væri eðlilegra en að vanda-
mál kæmu upp og því jafn sjálfsagt
að þau væru til að leysa þau. Sigur-
jón var greiðvikinn maður og alltaf
tilbúinn að rétta hjálparhönd ef það
mögulega var á hans valdi. Gest- ”
risni og höfðingsskapur var stór
þáttur í lífi hans og eigum við í
minningunni margar góðar stundir
hjá þeim hjónum á Víghólastígnum.
Það bar aldrei skugga á vináttu
okkar og fyrir það er ég þakklátur.
Eg er einnig þakklátur fyrir að
hafa átt þess kost, að eiga jafngóð-
an dreng að vini.
Við hjónin kveðjum Siguijón með
söknuði og færum Sigrúnu, börn-
um, tengda- og barnabörnum sam-
úðarkveðjur.
Þórir Lárusson
Pessi rúmgóði kæli- og frystiskápur hefur 2 aðskilin
kælikerfi. 136 lítra djúpfrysti og 239 lítra kælir.
Verðiðerkr. 75.700,-eða staðgr. kf. 71.725,- sem
þýðir að verð pr. líter er aðeins kr. 191,27.
HxBxD = 185x60x60
Býöur nokkur betur?
Gæði og góð þjónusta = Cjondy/
PFAFF
Borgartúni 20 S: 26788
Og umboðsmenn okkar um land allt.