Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.05.1990, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1990 52 TENNIS II SKÍÐI íslendingar erumjög áhugasamir - um að efla tennisíþróttina hér á landi, sagði Dave Miley, leiðbeinandi á vegum alþjóða sambandsins ÍRSKUR leiðbeinandi ítennis, Dave Miley, var hér á landi í síðustu viku á vegum alþjóða tennissambandsins og þess íslenska. Hann hélt námskeið í nokkrum skólum fyrir íþrótta- kennara, m.a. í íþróttakennara- skólanum að Laugarvatni, og sýnikennslu fyrir nemendur ýmissa skóla. Miley tjáði blaðamanni, sem hitti hann að máli á Akur- eyri, að tilgangurinn með komu hans væri fyrst og fremst að leið- beina leiðbeinendum, einnig að skipuleggja æfingar fyrir börn og unglinga, og gefa ráð varðandi inn- anhússaðstöðu fyrir tennis. „íslend- ingar eru greinilega mjög áhuga- samir um að efla og auka hróður tennisíþróttarinnar hér á landi“ sagði Miley. Hann sagði að eina leiðin til að efla tennis hér á landi væri að koma upp góðri aðstöðu innanhúss. „Veðrið gerir það að verkum að til að ná árangri í tennis hér á landi verður að vera fyrir hendi æfinga- aðstaða innanhúss. Ég hef heyrt fólk segja að hér séu engir þjálfar- ar, þannig að ekki þýði að byggja aðstöðu. Sannleikurinn er hins veg- ar sá að meðan aðstaðan er ekki fyrir hendi geta menn ekki haft lifi- brauð sitt af því að kenna tennis, en um leið og úr aðstöðuleysinu yrði bætt kæmu hingað kennarar. Það þyrfti að fá yfirvöld til hjálpar til að koma upp aðstöðu inni, og benda mætti á þá staðreynd að íþróttin er mjög góð fyrir eldra fólk, sennilega betri en nokkur önnur. Það má leika tennis allt sitt líf, andstætt því sem er með sumar greinar, sem eru of erfiðar fyrir gamalt fólk.“ Alþjóða sambandið vinnur ötul- lega að því að efla tennis um víða veröld að sögn Mileys. „ITF [Al- þjóða tennissambandið] leggur til ýmiss konar búnað, til dæmis fyrir minni-tennis [fyrir börn], og leggur fram fé til að bestu unglingarnir í ■ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dave Miley kennir Jóhannesi Bjarnasyni, íþróttakennara á Akureyri, réttu handtökin. hinum ýmsum löndum geti ferðast til að taka þátt í sterkum mótum erlendis. Hvað ísland varðar er sambandið til dæmis tilbúið að að- stoða við að senda unglinga til Noregs, Svíþjóðar eða Danmerkur til að keppa.“ ITF greiddi fyrir ferð Mileys hingað til lands. Hann tók einnig sem dæmi að alþjóðasam- bandið hefði stutt vel við tennissam- bönd í Afríku „og það er að skila árangri. Til dæmis í Senegal, þar sem margir góðir leikmenn hafa komið upp. Nýlega komst til dæmis Senegalbúi inn á lista yfir 100 bestu í heiminum í fyrsta skipti,“ sagði Miley. Alþjóða tennissambandið greiðir fyrir áðurnefnt uppbyggingarstarf úr sjóði sem sérstaklega var stofn- aður til þess. Hann er kenndur við „grand-slam“ mótin svokölluðu, fjögur stærstu mót ársins, og renn- ur ákveðinn hluti af tekjum mót- anna ár hvert í sjóðinn — venjulega 100-200 þúsund pund á ári. Það samsvarar 10-20 milljónum ísl. króna. Miley fundaði með forystumönn- um Tennissambands íslands. Hann sagði mikilvægt að sambandið setti sér ákveðin markmið sem unnið væri að. Unglingastarf er nokkurt hér á jandi, en hann tók skýrt fram að til að eitthvert framhald verði á því að börn og unglingar stundi íþróttina verði aðstaða að vera fyr- ir hendi — innanhúss, því ef þau geti ekki æft nema lítinn hluta úr ári hverfi áhuginn fljótlega og þau snúi sér að öðru. urtil minningar um Jónas Sigurbjörnsson Nokkrir vinir og kunningjar Jón- asar Sigurbjörnssonar, sem lést fyr- ir tæpu ári síðan, hafa stofnað styrktarsjóð til minningar um hann. Jónas keppti í alpagreinum fyrir hönd Skíðaráðs Akureyrar í mörg ár og vann þar til margra verð- launa. I tilkynningu frá sjóðnum segir m.a.: „Þegar keppnis- og námsárunum lauk, fékk skíðaíþrótt- in og Skíðaráð Akureyrar að njóta hans frábæru starfskrafta. Honum var mjög annt um skíðaíþróttina og vildi veg hennar sem mestan. Sjóðnum, sem nú hefur verið stofnaður, er ætlað að styrkja akur- eyrskt skíðafólk. Skipuð hefur verið stjórn styrkt- arsjóðsins og er hún þannig skipuð: Brynjólfur Tryggvason, sem full- trúi Foreldraráðs og SRA, Guð- mundur Sigurbjömsson, fulltrúi ættingja Jónasar heitins, Árni Óð- insson og Margrét Baldvinsdóttir, fulltrúar skíðamanna, og Þorsteinn Vilhelmsson, sem fulltrúi Samherja h.f. og ísbergs h.f. í Hull, en þessi tvö fyrirtæki hafa lagt fram 350 þús. krónur sem stofnfé styrktar- sjóðsins." Næstu átta vikur gefst fólki og fyrirtækjum tækifæri á að gerast stofnfélagar, með því að hafa sam- band við einhvern nefndarmanna, eða leggja fé inn á reikning nr. 265478 í Landsbanka íslands á Akureyri. Jafnframt mun stjórnin semja reglugerð fyrir sjóðinn á þessum tíma. ÍÞRÚmR FOLK ■ SPÁNVERJAR ætla að breyta fyrirkomulagi 1. deildar í hand- knattleik næsta keppnistímabil. Tímabilið á hefjast 15. september og verður þá spilað í tveimur 8-liða riðl- um og verður leikið heima og heiman fram að jóíum. Þá munu tvö efstu liðin í hvorum riðli spila um IHF-sæti. í janúar heldur deildarkeppnin áfram, en í febrúar mynda fimm efstu liðin í hvorum riðli eina 10-liða deild, sem yrði spiluð fram í júní. „Super Cup“, sem er keppni þeirra liða sem taka þátt í Evrópukeppni næsta ár verður í byijun september. ■ TRES de Mayo, sem Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðar- son léku með á sínum tíma, og Puerto Cruz eru efst í 2. deild og líklegt að þau komist í 1. deild. ■ TEITUR Þórðarson er geysi- lega vinsæll í Bergen, þar sem hann þjálfar Brann. Norskir fjölmiðlar íjalla mikið um Brann-liðið og þess má geta að Teitur Frá svarar fyrirspurnum Erlingi lesenda í stærsta Jóhannssyni dagblaðinu í Berg- iNoregi en tvisvar sinnum í viku. ■ MIKLAR kröfur eru gerðar til Brannliðsins, enda koma flestir áhorfendur á heimaleiki liðsins, eða yfir 10 þús. áhorfendur á leik. Þess ^ vegna er mesta pressan á leikmönn- um liðsins í Noregi. ■ BRANN varð fyrir blóðtöku í fyrsta leik liðsins í 1. deild. Þá meiddist lykilmaður liðsins, Per E. Alhsen á hné og verður frá í þijár vikur. Per er leikstjórnandi á miðj- unni og þekktur fyrir nákvæmar sendingar sínar. Frankfurt hefur haft augastað á Per, en hann æfði með félaginu í tvær vikur fyrir stuttu. Atli r Hilmarsson skrifar IÞRÓTTIR UNGLINGA Köríuknattleikur: íslands- meistarar Tindastóls í stúlknaflokki Tindastóll varð íslandsmeistari stúlkna í körfuknattleik 1990. Liðið var skipað eftirtöldum: Fremri röð frá vinstri: Friðdóra Friðriksdóttir, Selma Reynisdóttir, Elísabet Sig- urðardóttir, Inga Dóra Magnús- dóttir, Heba Guðmundsdóttir og Edda Matthíasdóttir. Aftari röð frá vinstri: Brynja Dröfn Jónsdóttir, Gunnur Björk Hlöðversdóttir, Inga Huld Þórðardóttir, Kristjána Jónas- dóttir, Birna Valgarðsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Berglind Pálsdóttir, SigríðurHjálm- arsdóttir, Lind Einarsdóttir og Val- ur Ingimundarson, þjálfari.. Morgunblaðiö/Björn Björnsson Knattspyrna: Tvöfaldur sigur hjá Stjömunni Stjarnan úr Garðabæ sigraði í keppni A-liða og B-liða á Lego-mótinu í 6. flokki sem fram fór í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ fyrir skömmu. Leikirnir voru 2x5 mínútur og keppt í tveimur riðlum. Alls voru 20 lið sem tók'u þátt í mótinu. í keppni A-liða sigraði Stjarnan, Fylkir varð í öðru sæti og ÍK í þriðja. Stjarnan sigraði einnig í flokki B-liða, Fylkir í öðru sæti og Afturelding í þriðja. Siglingar: Ragnar Már og Ottarr sigruðu RAGNAR Már Steinsen og breytilegn suð-austan átt tvö til Óttarr Hrafnkelsson úr Ými fimm vindstig og sléttum sjó. urðu hlutskarpastir i Vormóti Úrslit urðu sem hér segir: siglingamanna sem fram fór Opínn nokkur: í Fossvogi um síðustu helgi. stig Ottarr Hrafnkelsson (Laser).... 0.0 Páll Hreinsson (bascr).........11,7 UGuðjún 1. Guðjðnsson (Laser).....................................19,1 msjón með mótinu var í SigríðurÓlafsdóttir(Europe)....23,0 höndum Siglingaklúbbsins BenediklHenryGuðmundsson(Europe) Brokeyjar og Siglingafélagsins ...............................3i,o Ýmis. Keppt var í tveimur flokk- Márttón'en.............. 3,0 um, opnum flokkl Og flokkl Op- GuðniDagurKristjánsson.............. 8.7 timist-báta. Keppnin fór fram í Bjarki Gústafsson..................u,i Skólar: Litli íþrótta- skólinn að Laugarvatni Atímabilinu frá 15. júlí til 15. ágúst verður starfræktur að Laugarvatni sérstakur íþróttaskóli fyrir 10-12 ára börn og nefnist hann Litli íþróttaskólinn. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi skóli er starfræktur. Börnum alls4 staðar af landinu gefst tækifæri til að skrá sig í skólann en þar er boðið upp á leiðsögn í flestum grein- um íþrótta, farið verður í ratleiki, fjallgöngur, bátsferðir og á kvöldin verða kvöldvökur. Búið verður í húsnæði íþrótta- miðstöðvar íslands þar sem áður var heimavist Iþróttakennaraskóla íslands. Þar er mötuneyti og gisti- aðstaða fyrir 60 börn. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.