Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 BORGIN NÝTUR ÁVAXTA SINNA ingi, hópum og skólum. Á leiðinni niður brekkuna til að grípa bátinn í land, segir Davíð: „Það er keppi- kefli fyrir borgarbúa að nýta þá miklu krafta sem einstaklingar og hópar búa yfir. Við höfum séð hve vel gengur hjá íþróttafélögunum, sem borgin leggur áherslu á að styrkja, og öðrum frjálsum félög- um. Oft er talað um fyrirbyggjandi aðgerðir til að forðast það að ungt fólk misstígi sig og lendi á villigöt- um. Stundum er talað eins og lítið sé gert í þeim efnum. Ég tel að mikið sé gert bæði af borginni sjálfri og öðrum til að koma til móts við athafnaþrá þess og til að veita athafnagleðinni útrás. Þetta á við um skólana, þar sem staðið Þið komið ekki á réttum tíma,“ sögðu íbúarnir í nýju þjónustumiðstöðinni fyrir aidraða við Afla- granda, þegar blaðamaður leit þar inn með Davíð Oddssyni. „Hér er alltaf fullt hús og eitthvað um að vera á hverjum degi.“ Það var kátt fólk, sem þarna sat í anddyrinu. Að undaniornu heftir verið unnið að því að dreifaþjónustumiðstöðvum fyrir aldraða í hverfi borgarinnar og í nánd við íbúana. bátsferðum og þægilegri bryggju- aðstöðu. Við setjumst á þúfu þar sem borgin blasir við og Sundahöfn með allri sinni miklu flutningastarf- semi og talið berst að fjármálunum. Margir segja borgina hafa úr meira fé að spiia en önnur sveitarfélög. „Það er töluvert til í því,“ svarar Davíð. „En hvers vegna er það? Á árinu 1983 gerði borgin gríðarlegt átak, sem margir töldu að yrði henni ofviða, til að tryggja lóðir handa öllum einstaklingum sem vildu byggja. Margir töldu að það loforð, sem við gáfum, mundi ekki ganga eftir. Það tókst. Við höfum líka greitt götu atvinnulífsins í borginni, íbúum hefur fjölgað sem nemur einum Kópavogi á átta árum. Fyrirtækjum hefur fjölgað og þróttur þeirra vaxið. Þetta verð- ur borgarsjóði góð blóðgjöf. Þá höfum við gætt þess að stofna borginni ekki í ógöngur vegna skulda. Og við veijum hlutfallslega lægri upphæðum í að byggja stór- byggingar á borð við borgarleikhús og ráðhús en skuldug sveitarfélög veija í fjármagnskostnað og af- borganir af lánum. Að þessu leyti njóta borgarbúar forsjálni sinnar og gleðjast yfir henni. Hún kveikir öfund hjá öðrum. Sumir þeirra, nú síðast fjármálaráðherrann Ólafur Ragnar Grímsson, reyna með öllum tiltækum ráðum að finna leiðir til þess að láta aðra en Reykvíkinga sjálfa njóta ávaxta verka þeirra. Síðastliðin 8 ár hefur gengið á ýmsu í þjóðlífínu, verið uppsveifla um skeið og landið búið við kreppu- einkenni á öðrum tíma. En það hefur ekki ruglað neinu fyrir Reykjavíkurborg. Við stóðum í miklum framkvæmdum meðan þensluskeiðið var, en höfðum þó ekki reist okkur hurðarás um öxl og þurftum ekki að draga úr fram- kvæmdum sem neinu nam á sam- dráttartímanum. Af þeirri ástæðu m.a. sleppa Reykvíkingar betur við afleiðingar þessa en margir aðrir landsmenn. Þá hefur full atvinna verið hér allan tímann og nú í sum- ar munum við ráða mikinn fjölda skólafólks í vinnu og ættum ekki að þurfa að óttast atvinnuleysi í sumar.“ Við sjáum hvar Maríusúðin er að leggja upp að bryggjunni með félagshóp á leið til fagnaðar í Við- eyjarstofu, en eyjan hefur þegar nýst lengur og betur á ári hvetju en menn þorðu að vona, af almenn- Hér er ekkert humm, humm og jæja, varð Ólafi Sigurðs- syni arkitekt húsdýragarðsins að orði þar sem hann stóð á vinnustaðnum með verktakanum, Sveinbirni Sigurðs- sypi, og Davíð Oddssyni borgarstjóra, þar sem verið er að leggja síðustu hönd á selagryíjuna og í baksýn má sjá húsdýragarðinn og refahúsin. Innan skamms verða dýrin komin á sinn stað og vinna við skautasvellið að- eins vestar er í gangi, svo að þar getur fólk farið að leika sér á skautum í haust. Líkan af sundlauginni, sem byrja á að byggja í Árbæjar- hverfi á næsta ári. Þarna er 10 metra innilaug undir glerþaki og hægt að synda þaðan út í 25 metra útilaug- ina. I henni er hreyfilaug og barnalaug. Úr stútunum er útblástur til að þurrka sig og kringlóttu pottarnir Qær eru í útiskýlum, annar fyrir konur og hinn fyrir karla. er fyrir öflugu félagslífi, hjá íþrótta- og tómstundaráði, hjá íþróttafélögunum, skátum, björg- unarsveitum, fjölmörgum menn- ingarstofnunum utan skólakerfis- ins, svo sem öfiugum tónlistarskól- um, og í starfi kirkna og ýmissa líknarfélaga. Alla slíka starfsemi styður borgin.“ Við skjótumst inn í Laugardal- inn, þar sem verið er að vinna við húsdýragarðinn og skautasvellið, þar sem ungt fólk og gamalt getur farið að renna sér á í október í haust. Þarna er verktakinn Svein- björn Sigurðsson, sem unnið hefur mörg góð verk fyrir borgina, og meðan hann er að sýna Davíð frum- legt refahús í húsdýragarðinum spjalla ég við arkitektinn Óiaf Sig- urðsson, sem segir mér að byijað hafí verið á garðinum í haust og nú eigi að fara að opna. „Hér er ekkert humm, humm og jæja,“ seg- ir hann þegar hann lýsir því hve skemmtilegt hafi verið að vinna þetta verk fyrir borgina. Og þegar við ökum þaðan, segir Davíð: „Ég hef gaman af slíku og að koma og sjá hve vel gengur. Það er svo margt spennandi að gerast.“ Öflugasti félagsmálabærinn „Eins og stundum er talað gæti virst að fram hjá einhverjum hefði farið að Reykjavík er öflugasti fél- agsmálabær í landinu, eins og vera ber,“ segir Davíð er við höldum áfram ferðinni. „Ef litið er á beinar tölur ver Reykjavíkurborg hæstum ijárhæðum allra tii félagslegs stuðnings við fjölskyldur og ein- staklinga. Slíkt ætti ekki að koma neinum á óvart. En það kemur mörgum á óvart að borgin skuli veija til félagslegrar þjónustu á hvern einstakling í borginni hærri upphæðúm en sveitarfélög gera sem stæra sig af framlagi sínu í þeim efnum. Við erum sannfærðir um að þeim fjáiTnunum er vel var- ið. Það er ekki síst markmiðið með þjónustu borgarinnar að veita fólki ákveðið öryggi og hjálpa því til sjálfshjálpar. Um langa hríð hafa verið um- ræður um dagvistarmál og ég get ekki neitað því að mér finnst þær umræðuí orðnar nokkuð úr sér gengnar. Mér þykja sjálfskipaðir talsmenn í þessum málaflokki ótrú- lega mikið úr takt við væntingar margra, ekki síst unga fólksins. í þeim löndum, sem við höfum oft sótt fyrirmyndir til, er nú hugsað eftir öðrum brautum en hjá þeim sem fastir eru í farinu hér heima. Þar líta æ færri á það sem álitleg- astan kost að hafa börn í 10 tíma dagvist frá því þau eru kornabörm Þótt slíkt sé því miður í mörgum tilvikum óhjákvæmilegt vegna að- stæðna eru nú flestir að leita leiða til þess að veita foreldrutn tæki- færi til að vera sem mest með börn- um sínum, a.m.k. fyrstu 2 árin af æviskeiði þeirra, en að bjóða að öðru leyti upp á vandaðar dagvist- arstofnanir með sveigjanlegum úr-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.