Morgunblaðið - 20.05.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
C 15
Vinna úr því sem menn hafa á
milli handanna í það og það skiptið
og með því einu verða þeir alþjóð-
legir.
Þetta hefur Sveinn Björnsson
gert með því að rækta uppruna sinn
og bamatrú.
Hann leitar á svið hins ófreska
ævintýris, — álfkonan og draumur-
inn er jafnan í næsta nágrenni og
klappa á dyr listamannsins er hann
handleikur pentskúfinn og hann
getur ekki annað en sinnt kalli
þeirra. Hann gengur ekki skipulega
til verks heldur eins og ræðst á
dúkinn í stjórnlausum ofsa, sem þó
er borinn uppi af rökvísi sköpunar-
gleðinnar.
Sveinn hefur í tímans rás öðlast
meira og meira vald á miðli sínum
svo sem maður verður greinilega
var við á sýningunni. Litir hans
hafa orðið hreinni og markvissari
um leið og verkin hafa orðið jafn-
betri, en þau vildu vera æði misjöfn
hér áður fyrr, svo að erfitt reyndist
að festa auga á gullkornin í allri
myndamergðinni og öllum sam-
kynja formapataldrinum.
En á þessari sýningu þar sem
getur að líta tilfallandi samtíning
frá ýmsum tímaskeiðum gerir hin
aukna fjölbreytni einmitt það að
verkum að styrkleiki listamannsins
verður greinilegri en áður og hinar
fáu myndir hvers tímabils eins og
styrkja og efla heildina. Þetta gerir
sýninguna mun forvitnilegri, því að
hér gefst tækifæri til samanburðar
og að fylgja þróun síðustu áratuga,
þótt þetta sé engin bein yfirlitssýn-
ing né uppgjör við fortíðina. Mætti
frekar nefna þetta kynningu því að
fyrsta áratuginn vantar og af ásettu
ráði eru ekki myndir frá allra
síðustu árum, sem listamaðurinn
hefur nýlega sýnt sbr. sýningu að
Kjarvalsstöðum á síðastliðnu ári.
Strax og inn á sýninguna er kom-
ið niðri í anddyri, er gesturinn boð-
inn velkominn með lítilli en bráð-
skemmtilegri mynd „Ævintýri“ frá
1970. Hér er það leikurinn sem stýr-
ir penslinum og nafnið hittir í mark.
Hér kemur það merkilega í ljós,
að elstu myndirnar, sem eru frá
1960-68 (nr. 1-7) njóta sín mun
betur en á sýningum í gamla daga
þegar svipaðar fylltu heilu sýning-
arsalina. Varð ég satt að segja hissa
er ég uppgötvaði það, þótt mér
væri alltaf ljóst að sýningar lista-
mannsins einkenndust af ofhlæði
eins og margra annarra ungra og
kappsfullra listamanna og er sá er
hér ritar engin undantekning.
Þá vildu myndirnar eins og grípa
hver í aðra í stað þess að njóta sín
til fulls, hver og ein.
Stóra myndin „Látið tunglið
vera“ (12) frá 1965, er svo eitt af
öndvegisverkum listamannsins frá
þessu tímabili og öll mjög einkenn-
andi fyrir myndstíl hans fram á
daginn í dag.
En sennilega munu klippimynd-
irnar vekja einna mesta athygli á
þessari sýningu, því að þær sýna
nýja hlið á listamanninum, sem
sumir hafa vafalítið haldið að ekki
væri til. Hér koma fram stór og
einföld form í skipulögðum hrynj-
andi og þrátt fyrir það eru þær
bornar uppi af sama leik og er gegn-
umgangandi í list Sveins Björnsson-
ar.
Þetta eru að vísu ekki nýjar
myndir, en listmaðurinn mun hafa
veigrað sér við að sýna þær fyrr
en núna og setja þær óneitanlega
sterkan svip á sýninguna.
Ég er hér á engan hátt að full-
yrða, að þéssar myndir séu athyglis-
verðari en annað á sýningunni,
heldur staðfesta þær einfaldlega,
að Sveinn á í sér meiri fjölhæfni
sem listamaður, en flesta óraði, svo
sem sjá mátti á sýningunni að
Kjarvalsstöðum og hann mætti að
ósekju rækta þessa hæfileika meir
og betur, því að svo er sem að list
hans blómstri við þessa auknu at-
hafnasemi.
Á sýningunni má svo einnig sjá
tvær stórar ljóðrænar abstrakt-
myndir,- en Sveinn hélt heila sýn-
ingu á slíkum myndum að Kjarvals-
stöðum fyrir nokkrum árum og kom
sú sýning mörgum á óvart. Njóta
þær sín vel á sýningunni og er auð-
sær skyldleiki þeirra við önnur
tímabil listamannsins. Þá eru þijár
myndir úr myndaflokknum við ljóð
Matthíasar Jóhannessonar frá
1985, sem breytti viðhorfum
margra til listamannsins Sveins
Björnssonar.
Þannig er þetta fjölþætt og
áhugaverð sýning og væntanlega
láta hvorki Gaflarar né Reykvíking-
ar það tækifæri frá sér fara, að
kynnast list hins óstýriláta aðdá-
anda hulinsheima og hins hráa
íslenska veruleika.
Ga
NÝJUSTU MÓDELIN KOMIN
FYRIR STÚDENTANA
Jón og Óskar
Laugavegi 70, s. 24930
Gilbert úrsmibur
Laugavegi 62, s. 14100
• Þitt eigið eðlilega hár sem vex það
sem þú átt eftir ólifað.
• Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá okkur
eða heima hjá þér.
• Skrifleg lífstíðar ábyrgð.
• Framkvæmt af færustu læknum.
HRINGIÐ (BEST KL. 19-21) EÐA
SKRIFIÐ TIL:
Skanhár
Holtsbúð 3,
210 Garðabæ,
sími 91-657576
Þakkir viÖ áttrœða áfangann, fyrir vinsemd og
viröingu í margvíslegu formi er ég hlaut. Geta
verÖ ég um askinn, kjörgrip úr höndum MiÖ-
húsafeÖga, en innan i lok hans er skoriö: „MeÖ
viröingu og þökk frá Fljótsdœlingum “. Vorbirt-
an falli yfir þessi þakkarorÖ af tungu minni.
Jónas Pétursson,
Lagarfelli 8, Fellabæ.
Hjartkœrar þakkir til ykkar allra, sem á marg-
víslegan hátt auÖsýnduÖ mér vináttu á 90 ára
afmœli mínu þann 30. apríl sl. Öll sú góðvild
og tryggÖ, sem ég varð aÖnjótandi, mun verma
mig til hinstu stundar.
Ég bið ykkur allra heilla og blessunar um
framtíÖ alla. - , , .. ...
Þorgerður Þorgilsdottir,
Rauðalæk 19.
Öndvegishúsgögn
RATTAN-húsgagnalínan frá Cerda á Spáni hefur tryggt sér sess í Evrópu og
Bandaríkjunum fyrir að vera ein fjölbreyttasta RATTAN-línan sem völ er á og
tvímælalaust með hagstæðasta verðið miðað við gæði.
3ja sæta sófi + 2 stólar kr. 178.000,- stgr.
HÚSGAGNAVERSLUN
Síðumúla 20 - sími 688799.