Morgunblaðið - 20.05.1990, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNU’DAGUR 20. MAÍ 1990
Þegarorð
tapa merkingu
RITSTJÓRIHÉR í borg sagði
ekki alls fyrir löngu í hópi biaða-
manna að allir þeir sem unnið
hefðu á ritstjórnum blaða þekktu
það ástand sem skapaðist í kring-
um kosningar þegar stjórnmála-
flokkarnir ætiuðust tii þess að
þeim væri þjónað. Fram til þessa
hefur virk þátttaka blaða hér á
landi verið talin ómissandi liður í
kosningaundirbúningi flokkanna,
a.m.k. gömlu fjórflokkanna. A
seinni árum hefúr æ meir borið á
því að litið sé á blöð og fjölmiðla
sem þjónustuaðila og að lesendur
séu neytendur sem geti vænst
þess að fyrst og síðast sé verið að
þjóna. í langflestum tilfellum upp-
fylla blöðin þessar væntingar les-
enda en þegar kosningar nálgast
fjölgar dæmum þess að blöðin
þjóni ekki lesendum sínum og
ekki heldur endilega sannleikan-
um, heldur einungis og afdráttar-
Iaust Flokknum.
Blöð eiga að hafa skoðanir
og þau eiga alls ekki að
fara í felur með þær. Góðar
ritstjómir reyna hins vegar að forð-
ast það að skoðanir blaðsins séu
eins og slikja á öllum fréttaflutn-
ingi þess sem annars á að vera
óháður. Annað sem einnig ber að
hafa í huga er að það er ekki það
sama að hafa skoðun og að þjóna
hagsmunum flokks, og vonandi
þarf ekki að skýra þann mun út
fyrir nokkrum fijálsum manni.
Til þess að athuga hvernig blöð-
in fjalla um kosningarnar sem fram
fara ura næstu
helgi var flett í
gegnum DV,
Morgunblaðið,
Tímann og Þjóð-
viijann dagana
10., 11. og 12.
þessa mánaðar. Bein kosninga-
umfjöllun var mest í DV og Þjóð-
viljanum. Þar voru heilsíðu-umfjall-
anir um kosningabaráttuna í til-
teknum bæjarfélögum. Munúrinn á
vinnubrögðum þessara blaða var
sá að DV lagði augljósa áherslu á
óhlutdræga úttekt þar sem öllum
Ætli allar
fréttir blað-
anna séu
eins áreið-
anlegar og
hlutbundnar
og þessar?
Þurfum
meiri kvúta
Knajén Áifnnum. odJvw C lUUm Þurfum að c/la i/év-
arún ef al þru mðném. ' * ‘1--------*--
f/lagilegrarþ/ónuitu Gtfnrýnum,
i okkar I uppbyggingu
i udgrrðaleyu mnnhlul
þjónusta, þá hefði auðveldlega ver-
ið hægt að koma því við. Blaðið
sá hins vegar ekki ástæðu til þess.
Lítið var annars fjallað um kosn-
ingarnar í greinum sem voru á
ábyrgð ritstjóma í Alþýðublaðinu,
Morgunblaðinu og Tímanum. I
þessa þijá daga birti hvert þessara
blaða eina grein um fundi Fram-
boðsins. Birtar voru myndir frá
fundum og sagt hver eða hveijir
hefðu verið hvar og að umræður
hefðu verið líflegar. 10. maí birtist
grein í Morgunblaðinu um líflegar
umræður á fundi sjálfstæðisfélag-
anna í Breiðholti. 11. maí virðist
það vera eitt helsta innlenda frétta-
atriðið í Alþýðublaðinu að oddviti
Nýs vettvangs segi að undirtektir
á vinnustaðafundum hafi verið já-
kvæðar, (merkilegt að aðrir fjöl-
miðlar skyldu ekki hafa gripið þessi
fleygu orð á lofti og látið berast
um alla landsbyggðina). Tíminn
segir sama dag frá því að fram-
fSSarumræður
;fc«SSísSSSS
BAKSVIP
eftir Ásgeir Fridgeirsson
w-
framboðslistum
var gert jafn hátt
undir höfði. Þjóð-
viljinn, hins veg-
ar, stefndi aug-
ljóslega að ýmsu
fleiiu en að upp-
lýsa. Þar var megináherslan á
framboð Alþýðubandalagsins, eða
það framboð sem Alb. studdi eða
það framboð sem flestir alþýðu-
bandalagsmenn studdu. Laugar-
daginn 12. maí fékk oddviti G-list-
ans á Húsavík t.d. að láta móðan
mása gagnrýnislaust og án þess
að mótframbjóðendur fengju tæki-
færi til að svara fyrir sig. Þetta
efni er. unnið af ritstjórn blaðsins
og því á ábyrgð hennar og þar með
eru blaðamenn orðnir virkir í kosn-
ingaáróðri flokksins.
Morgunblaðið styður Sjálfstæð-
isflokkinn í borgarstjórnarkosning-
unum í Reykjavík og sést það best
á því að borgarstjóra er boðið að
svara fyrir allar gerðir og þá um
leið vanefndir flokksins í borgar-
stjórn. Þetta er eins konar þjónusta
af hálfu Morgunblaðsins og birtar
eru einungis fyrirspurnir og svör.
Hefði blaðið áhuga á að gæta jafn-
vægis á milli meirihluta og minni-
hluta sem hefði verið mun betri
Er kosningar nálg-
ast verða ritstjórnir
blaða þátttakendur
í áróðursstrídi
flokkanna
sóknarframbjóðendur í Reykjavík
hafi staðið fyrir fjörugum umræð-
um á vinnustöðum og dreift. því sem
þeir kalla lykil að betri borg sem er
í raun bara lyklakippa.
Á þessum fréttum sést hvernig
hin visna hönd flokkshagsmuna
kæfir raunverulega blaðamennsku.
Orðin í þessum greinum eru
Iífvana, þau hafa misst merkinguna
því það eina sem greinar af þessu
tagi, sem eru á ábyrgð oft ágætra
ritstjórna sem vilja að almenningur
taki mark á sér, segja er: „Mundu
að styðja þennan eða hinn flokk-
inn.“ Þetta eru í raun einungis
fréttatilkynningar frá flokkum.
Hugsanlega má færa rök fyrir
því að æskilegt sé að birta efni af
þessu tagi en þá er mikilvægt að
það sé aðgreint frá öðru ritstjórnar-
efni. Það yrði lyftistöng fyrir
íslensk blöð og íslenska blaða-
mennsku ef ritstjórnir, sem margar
hveijar eru í langflestum tilfellum
sjálfstæðar og áreiðanlegar, hættu
þjónkun við flokkshagsmuni, því
hún í raun misbýður nútíma-
lesanda sem lítur á blöð sem þjón-
ustu við sig.
FOLK
i fjölmidlum
■ HALLGRIMUR Thorsteins-
son stjórnar um þessar mundir
morgunþætti Bylgjunnar sem
heitir„Sjö, átta níu“ ásamt Huldu
Gunnarsdóttur, sem verið hefur
fréttamaður Bylgjunnar. Hall-
grímur ætlar
hinsvegar að
stoppa stutt að
þessu sinni enda
stundar hann nú
framhaldsnám í
New YorkUni-
versity og lýkur
væntanlpo-n wn HALLGRÍMUR
vænramega svo thorsteins-
kölluðu masters- son
prófi um næstu áramót. Hann
kom heim í byijun maí og er á
förum út aftur í júníbyijun.
„Það liggur svo sem ekkert
fyrir að afloknu námi, en mig
langar að vera svolítið lengur
þarna vestra og þá í vinnu. Ég
vann um tíma í markaðsdeild UPl
(United Press International). Það
stendur ekki til að halda áfram í
námi, a.m.k. ekki á þessu stigi.
Ég er eiginlega bara að viða að
mér meiri þekkingu og síðan ætla
ég að sjá til,“ segir Hallgrímur.
Hann lauk BA-námi í fjölmiðlun-
arfræðum frá háskóla í Portland
í Oregon árið 1979 og stundar
nú framhaldsnám í Interactive
Telecommunications. „Þetta nám
er mjög spennandi og felur í sér
ansi breytt svið. Það íjallar eigin-
lega um alla þá samskiptatækni
þar sem tölvur koma við sögu.“
— En hvernig hefur þér þótt
til takast með fjölmiðlabylting-
una?
„Hvað ljósvakamiðlana varðar,
held ég að hún sé byijuð að slíta
barnsskónum. Eftir að Bylgjan
varð ekki lengur ein á markaðn-
um, fóru kraftarnir mikið í það
að beijast fyrir tilveruréttinum
eða með öðrum orðum að halda
sínu sæti á markaðnum. Þannig
hefur farið minna fyrir skipu-
lögðu, uppbyggjandi starfi en
æskilegt hefur verið. Ég vona
bara að með nýjasta umrótinu í
fjölmiðlaheiminum hér heima sé
markmiðið gæði fyrst og fremst,“
segir Hallgrímur.
Pólitíski varöhundurinn gjammar
Aratugum saman gætti
útvarpsráð hagsmuna
stjórnmálaflokkanna
innan Ríkisútvarpsins og sá
til þess að gagnrýnin umræða
og sjálfstæður fréttaflutning-
^ir ætti sér ekki stað. Ráðið
réð og rak einstaka þátta-
gerðarmenn og eru um það
fræg dæmi. Síðustu tuttugu
árin hefur fréttaflutningur í
útvarpinu hins vegar tekið
stakkaskiptum í átt til þess
sem gerist í nútímasamfélög-
um — hann hefur orðið sjálf-
stæðari og gagnrýnni en áður
var. Útvarpsráðið hefur meira
sinnt heildarlínum dagskrár
og gagnrýnt hana eftir á ef
nota má orðið gagnrýni um
það smásmugulega nöldur
rtBem of oft kemur úr þeirri
áttinni.
Á dögunum urðu hins veg-
ar snörp átök milli útvarps-
ráðs og fréttastofu útvarps-
Jíns„ sem gefa tilefni til al-
imennra hugleiðinga lim hlut-
Herk ráðsins. Tilefnið var það,
að- fréttastofan birti nokkuð
fhýassyrta frétt um að teikni-
stofá rtokkur hefði kynnt sem
raun værí ljsrit af sænskri
teikningu af sýningar- og
íþróttahöll. Teiknistofumenn
töldu fréttina ósanngjamá og
vildu fá hana leiðrétta. Frétta-
stofan neitaði því. Teikni-
stofumenn kvörtuðu við út-
varpsráð, sem samþykkti
ályktun um að í fréttinni hefði
ekki verið gætt fyllstu óhlut-
drægni. Athugasemd út-
varpsráðs um fréttina var les-
m í kvöldfréttatíma, en frétta-
stofan tók jafnframt fram að
hún stæði við frétt sína.
' Viðbrögð útvarpsráðs urðu
mjög harkaleg. Yfirlýs'mg:
'fréttastofunnar um að hún
stæði við fréttina fór mjög
fyrir bijóstið á ráðinu, sem
ályktaði m.a.: „Með því ítrek-
ar hún frétt, sem útvarpsráð
hefur úrskurðað hlutdræga,
og brýtur þar með ákvæði
útvarpslaga ... og fréttaregl-
ur Ríkisútvarpsins ...“ Jafn-
framt lýsir útvarpsráð yfírlýs-
íngu fréttastofunnar ómerka
og biður teiknistofuna velvirð-
ingar á óþægindum. Settur
útvarpsstjóri gaf síðan skríf-
leg fyrirmæli un» að ályktun
kvöldfréttum útvarpsins.
Hér skal þess ekki freistað
að kveða upp úrskurð um
hvort frétt útvarpsins hafi
með öllu verið sanngjörn. Hún
var hvöss, en til að kveða upp
úr með sanngimina þarf ná-
kvæmari skoðun en tök eru á
hér. Fáein atriði máþó nefna.
Fréttareglur útvarpsins
kveða á um að í fréttum út-
varpsins megi ekki felast
neins konar ádeilur eða hlut-
drægar umsagnir og að
fréttastofur skulí leiðrétta
ranghermi um staðreyndir.
Ljóst virðist að í umræddri
frétt var farið rétt með stað-
reyndir. Hitt getur verið álita-
mál, hvort fréttin hafi verið
óþarflega hvöss. En . undir-
ritaður, sem átti þátt í að
semja fréttareglumar, hefur
ekki skilið ákvæðin um ádeií-
ur og hlutdrægni þannig, að
þau bönnuðu alla gagnrýna
umfjöllun í fréttum. Slík
ákvæði væru fráleit, og vilji
menn skilja núverandi reglur
slíkum þröngum skiiningi þarf
að breyta þeirrt.
Sterk vísbending um að
offari í þessu máli kemur frá
stjórn Arkitektafélags Is-
lands, Stjórninkomst aðþeirri
niðurstöðu, að „miðað við þau
gögn sem fréttamaður hefur
í höndum er það ekki óeðlileg
niðurstáða af hans hálfu, að
um leiðrétt Ijósrit hafí verið
að ræða“. Jafnframt sagði
stjó.min, áð „opinber kynning
teikninga hafí gerst nieð
fremur villandi hætti“ og
stjómin „telur ekki ástæðu til
að hafaht frékar að i þessu
máli“. Þessí niðurstaða er'
augljóslega/ fréttastofunni í
hag.'
Meginmálið hér er hins
vegar málsmeðferð útvarps-
ráðs, hvort útvarpsráð sé lög-.-
legur og éðlilegur úrskurðar-
aðili í iriálum af þessu tagi
og hvort ráðið geti úrskurðað
einstakar fréttir ómerkar.
Ráðið telur að því hafi verið
rétt og skylt að kveða upp
úrskurð þegar það fékk kvört-
un frá teiknistofunni. Um þá
lagatúlkun er ágreiningur
sem úr þarf að fá skorið sé
þessi túlkun útvarpsráðs rétt
þarf að breyta lögunum.
um nauðsyn þess, að einhver
aðili, sem nýtur trausts, álykti
um hvort fréttaflutningur sé-
ósanngjarn eða réttu máji
hallað. Ðæmi um slíkan aðila
' er/siðanefnd Blaðamannafé-
lagsins, sem þeir sem telja á
sér brotið geta kvartað við.
Nefndin kannar mál vandlega
og ræðir við málsaðila; síðan
kveður hún upp úrskurð sem
skal birtur í viðkomandi fjöl-
miðli.sé brotið talið alvarlegt.
Teiknistofaii ■ hefði gétað
kært til siðanefndar. Kannski
telja menn líka nauðsynlegt
áð Ríkisútvarpið hafi sína eig-
in siðanefnd, sem úrskurðar
í svona málum. Það er hins
vegar fráleitt að útvarpsráð
gegni þessu hlutverki. Frétta-
stofa Ríkisútvarpsins nýtur
mikils trausts landsmanna —
þó hún hafi stundum gert
slæm mistök, sem hafa verið
leiðrétt — en ég held að sú
sendisveil stjómmálaflokk-
anna sem kallast útvarpsráð
njóti hvorki trausts almenn-
ings né fréttamanna til þéss
að ákveða hvað, séu góðar
fréttir og vondar — og senni-
vegar mikilvægt, að dómarinn
njóti einhvers trausts, bæði
meðal þeirra sem kæra og eru
kærðir. Útvarpið gæti auð-
veldlega komið sér upp siða-
nefnd, sem uppfyllti þetta
skilyrði miklu betur en út-
varpsráð.
Sú fásinna útvarpsráðs, að
lýsa orð fréttastofunnar
ómerk á skyndifundi, er svo
sérsoakur kapítuli, sem lýsir
óvenjúlegu dómgreindarleysi
og valdhroka. Rökstudd og
vel grunduð ámæli marktækr-
ar siðanefndai: væru auðvitað
áfall fyrir fréttamann og þau
bæri vitaskuld að birta. En
jáfnvel í slíku tilviki héldu
þessir aðilar þeim mannrétt-
indum, að mega vera úrskurð-
inum ósamniála.
Það er ekki hægt að reka
alvöru fréttastofu með því
lagi, að’ séndisveinar stjórn-
málaflokka séu sífellt að tugta
fréttástofuna eins og óþekkan
strák. Fréttástjóri verður að
vera ábyrgur á endanum og
ef hann stendur ekki í stykk-
inu þá á að reka hann. Von-
andi fær útvarpsráð aldrei það
vald.
Ólafur Þ.