Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 21
+ MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 C 21 FOLK í fjölmiðlum ■ STEINGRÍMIJR Ólafsson og Eiríkur Hjálmarsson hafa tekið að sér stjórnun mag- asínþáttar á Aðal- stöðinni í sumar sem þeir nefna „Kominn tími til“ og verður á dag- skráfrá 10.00 til 13.00 á virkum dögum. Þátturinn verður fyrst og fremst helgaður áhugamálum mann- eskjunnar. Þeir félagar ætla að vera með viðtöl, slúðursögur, fróðleik- skorn, kvikmyndagagnrýni, ljóða- upplestur, neytendaþáttogviðtal dagsins,_sem útvarpað verður á slag- inu tólf. í þessum þætti er ætlunin að talað mál verði 70%, en tónlist 30%, öfugt við það sem hefðin hefur verið. Steingrímur og Eiríkur eru nýliðar á Aðalstöðinni. Eiríkur Hjálmarsson er borinn og barn- fæddur í Kópavogi. Hannfæddist9. nóvember 1964, er stúdent frá MH og með BS-próf í blaðamennsku frá Ohio University. Eiríkur starfaði áður sem frétta- maður á Bylgjunni. ólaf'ssÖn Steingrímur Ólafsson er Reyk- víkingur og á sama afmælisdag og Eiríkur, en er árinu yngri. Steingrímur er stúdent úr Verslun- arskóla íslands og var áður fréttmað- ur og verkstjóri fréttadeildar Bylgj- unnar. Jafnframt stjórnaði Steingrímur þættinum „Reykjavík síðdegis" um hríð og var umsjónar- maður poppþáttarins Poppkorns í Sjónvarpinu. llann stundaði fjöl- miðlanámvið norska blaðamanna- skólann í Ósló. STEINGRÍMUR Nýtt tímarit hefiir göngu sína: Höfum lengi gengið með þemian draum í maganum Morgunblaðið/Kristj án Ari Gísli Bragason og Þorsteinn Siglaugsson á ritstjórnarskrif- stofu tímaritsins 2000. - segjaútgef- endur„2000“ Nýtt tímarit hefur göngu sína í byrjun næsta mánaðar. Ritinu hefur verið valið nafnið „2000“. Það er ætlað aldurshópnum 18 til 35 ára og verður áhersla lögð á létt yfirbragð, meðal annars með miklu myndefni, en stuttum og vönduðum texta. Blaðið verð- ur prentað í dagblaðsbroti á vandaðan pappír. Helstu efnis- þættir eru dans, tónlist, mynd- list, erótík, leikhús, skemmt- analíf, bókmenntir, hönnun, tíska, framtíðin, heilsurækt, arkitektúr, listahátíð, miðbær- inn, umhverfismál og ný viðhorf, að sögn útgefendanna þriggja sem að ritinu standa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er til húsa á þriðju hæð í Austur- stræti 17 og kemur það út ársfjórð- ungslega, áttatíu til hundrað blað- síður í hvert sinn. Útgefendur og ritstjórar blaðsins eru Ari Gísli Bragason, Þorsteinn Siglaugsson, Siguijón Ragnar Siguijónsson ljós- myndari, og Lars Emil Árnason, sem jafnframt er hönnunarstjóri tímaritsins. Allir hafa þeir komið nálægt útgáfumálum af ýmsu tagi auk þess sem þeir hafa stundað blaðamennsku í lausamennsku. Þá gaf Þorsteinn út ljóðabókina „Líf“ eftir félaga sinn Sigurð Ingólfsson fyrir skömmu. Ari Gísli hefur gefið út tvær ljóðabækur eftir sjálfan sig, „í stjörnumyrkri" sem út kom fyrir síðustu jól, og „Orð þagnar- innar“, sem út kom árið 1988. Þeir félagar ætla að sjá um efnis- tök að miklu leyti sjálfir auk þess sem þeir segjast hafa á sír.um snærum fjöldann allan af pennum og ljósmyndurum. „Við höfum lengi gengið með þann draum að gefa út tímarit í þessum dúr. Við erum persónulega orðnir leiðir á þessum „glamor“-tímaritum sem eru hér á markaðnum og þykir okkur tími til kominn að bæta við vönduðu tímariti fyrir almenning í landinu. Mottóið er að gefa út tíma- rit sem á erindi," segir Þorsteinn. Undirbúningur að útgáfunni hef- ur staðið yfir síðustu tvo mánuði og eins og áður segir er fyrsta tölu- blaðið væntanlegt í júníbyijun. Ákvörðun hefur enn ekki verið tek- in um hvar tímaritið verður prent- að, en að öllum líkindum verður það hjá Odda. „Við rennum nánast blint í sjóinn með söluna. Við erum mjög bjaitsýnir á þetta og hefur auglýsingasöfnunin gengið mjög vel það sem af er. Þannig e'rum við tryggðir að ákveðnu marki,“ segir Ari Gísli. Stefnt er að því að selja blaðið í áskrift auk þess sem það mun fást í söluturnum og bóka- verslunum um land allt. FOtK í fjölmiðlum I NÝR tískuþáttur, annar í röð- inni í umsjón Áslaugar Ragnars verður sýndur á Stöð 2 á miðviku- dagskvöld, strax að loknum þættinum 19:19 og endur- sýndur á laugardag kl.18,35. Þátturinn ber heitið „Það er engintíska“og ÁSLAUG^ munljallaumtisku ragnars á nokkuð öðrum nótum en tíðkast hefur. Áslaug Ragnars segir að ís- film hafi samið við Stöð 2 um sýn- ingu tveggja tískuþátta með þessu heiti. Sá fyrri var sýndur s.l. miðviku- dag og endursýndur á laugardag. Samningurinn gerði ráð fyrir að um ólæsta dagskrá yrði að ræða. Grund- vallarhugmynd okkar var sú að losa okkur við þá gerviímynd sem tísku- heimurinn hefur haft á sér með því að sýna eðlilegt íslenskt fólk í eðli- legu íslensku umhverfi," segir Ás- laug. „Tíska er nokkuð sem hver og einn á að ákveða fyrir sig. “ Þor- björn Erlingsson annaðist upptöku þáttana tveggja en að þeim stóðu, auk ísfílm, fyrirtækin Klapp-film og Sjónmál. FURÐUHEIMAR FJÓLMIÐLANNA (pokunar- og handapatsdeild) Mælst er til að fólk í Bakka- og Stekkjahverfi sækji rusiapoka og annað nauðsynlegt á Bakkatún en íbúar Skóga- og Seljahverfis stöðvi rauð-gulu borgarbílana með handapati. DV 18/5 BÍLALEIGA FLUGLEIÐA AUÐVELDAR FERÐALÖG UM LANDIÐ - OPNUM ÚTIBÚ Á AKUREYRI 25. MAÍ - 1. '1 • • ú getur þú flogið norður og tekið splunkunýjan bíl á leigu á Akureyrarflugvelli, farið allar þínar ferðir og skilað bílnum í hvaða útibúi Bílaleigu Flugleiða, sem þér hentar. • Síminn á nýju skrifstofunni er 96-11005 eða 96-22000 daga vikunnar m umboðs- og I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.