Morgunblaðið - 20.05.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990
C 29
t
t
t
Þorbjörg
Sigurðar-
dóttir
Sunnudaginn 22. apríl sl. lést í
Landakotsspítala tengdamóðir mín,
Þorbjörg Sigurðardóttir.
Þorbjörg fæddist í Þykkvabæ 17.
júní 1905 og var því tæplega 85 ára
gömul þegar hún lést. Foreldrar
hennar voru Guðfinna Sveinsdóttir
og Sigurður Guðnason í Háarima og
ólst hún þar upp í stórum_ systkina-
hópi til 16 ára aldurs. Árið 1930
giftist Þorbjörg sveitunga sínum,
Guðna Guðnasyni, og átti með hon-
um tvo syni, Geir Valberg og Sigurð
Fannar. Einnig ólu þau upp fóstur-
son, Gunnar Gunnarsson. Guðni lést
eftir stutta sjúkdómslegu í september
1965.
Árið 1974 giftist Þorbjörg eftirlif-
andi manni sínum, Pétri Guðbjarts-
syni, og flutti hann til hennar í Álfta-
mýri 12. Þar bjuggu þau þangað til
síðastliðið haust, er þau fengu þjón-
ustuíbúð á Dalbraut 25 sem þau
höfðu komið sér vel fyrir í og voru
ánægð með.
Þorbjörg var heilsuhraust þó
nokkuð hafi af henni dregið nú
síðasta árið, en röskleika og andlegu
þreki hélt hún til hinstu stundar.
Ég kynntist Þorbjörgu fyrir rúm-
um tuttugum árum er ég giftist Sig-
urði syni hennar. Hún var trúuð kona
og kirkjurækin. Gestrisin var hún í
meira lagi og hafði mjög gaman af
því að taka á móti fólki og skar þá
ekki við nögl það sem á boðstólum
var. Hún hafði mikla ánægju af
ferðalögum og var þar með afbrigð-
um dugleg og áræðin, t.d. fór hún á
áttræðisaldri alein til Bandaríkjana
í heimsókn til Geirs sonar síns og
hans fjölskyldu, sem þar býr. Vinnu-
söm var hún alla tíð og voru pijón-
arnir aldrei langt undan og naut ég
þar góðs af, því hún sá börnunum
mínum alltaf fyrir öllum þeim sokk-
um og vettlingum er þau þörfnuðust.
Barnabörnum sínum var hún góð
og ósjaldan var einhveiju laumað í
lófa þeirra um leið og við kvöddum.
Ég og fjölskylda mín kveðjum með
þessum línum móður, tengdamóður
og ömmu. Við þökkum henni allt
gott á liðnum árum. Megi hún hvíla
í friði.
Ola Helga Sigfinnsdóttir
Það borgar sig að hafa rétta kreditkortið undir höndum því hinir fjölmörgu korthafar Eurocaid hér á landi fá nú
einstakt ferðatilboð á silfurfati!
Flugferðir-Sólaiflug býður korthöfum Eurocard upp á allt að 31.000 kr. afslátt á mami af 3 vikiia ferd til
Mallorca. Gist verður á einu glæsilegasta íbúðarhótelinu á Magaluf, Oasis-Sahara, þar sem öll þjónusta og
afþreyingaraðstaða er fyrir hendi.
Svona lítur dæmið út: *
3 vikur. Brottför 6.6. ,27.6., 19.9. og 10.10. 3 vikur. Brottför: 18.7., 8.8. og 29.9.
Alm.verf Euroverð Sparnaður Alm.verð Euroverð Sparnaður
4 fullorðnir í íbúð 75.400 49.550 25.850 4fullorðnirí íbúð 78.900 55.800 23.100
3fullorðnirí íbúð 79.800 59.700 20.100 3 fullorðnir í íbúð 83.800 62.700 21.100
2 fullorðnir í íbúð 98.700 67.700 31.000 2fullorðnirí íbúð 103.900 76.700 27.100
* Eftir að ferðin hefur verið greidd með Eurocard verða engar breytingar á verði, jafnvel þótt hækkanir verði á fargjöldum.
Innifalið: Flug Keflavík-Palina-Keflavík, ferðir á niilli flugvallar og hótels á Mallorca, gisting í fullbúnum 2 herbergja
íbúðum og íslensk fararstjórn.
Peir Eurocard korthafar sem ætla að nýta sér tilboð Flugferða-Sólarflugs verða að bregðast
skjótt við ogpanta fyrir 20. júní. Nánari upplýsingar veittar á ferðaskrifstofunni, Vesturgötu 12,
snni 15331.
Ferðafélagi sem um munar!
— f=mr.FERoiR
= SGLRRFLUG
VESTURGATA12 SÍMAR: (91) 15331 & 10661
Útsölumarkaðinum, Skipholti 33, lýkur 31. maí
Nú verður líf í tuskunum með enn meiri lœkkun
Pils kr. 900,-, Peysur kr. 900,-
Blússur kr. 900,-1.400,-, Jakkar kr. 500,-1.900,-
Kjólar kr. 1.900,—2.900,-
Skipholti 33, sími 679047.