Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 20.05.1990, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1990 í í 36 C \ ------------ í BAKÞANKAR | Plastmenn ! íslands í i ú er vorið komið og allir geta tekið undir með lóunni og j sungið hver með sínu nefi sitt dirr- i lndí. j Allir hljóta að fagna þeirri miklu Bmræðu um nátt- úru- og umhverf- isvernd sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Landsmenn hafa sýnt í verki, þegar færi hefur gefist t.d. með kaupum á „Grænu greinni", að þeir styðja málið af heilum hug. Á þessum árstíma bretta vor- konur Islands upp ermarnar, klæð- ast bleiku gúmmíhönskunum og byrja að gera hreina glugga, veggi, skápa og skúmaskot. Ég ákvað að byija á skápunum. Úr einum þeirra ultu þrír tómir plastdunkar undan jólaölinu. Það er svo komið að við sem „eigum að vinna eldhúsverkin" getum það ekki lengur. Ég er hætt að geta hent í ruslafötuna ýmsum þeim hlutum, sem vitað er að eyð- SSt ekki í náttúrunni. Með umræð- unni hefur fólk verið vakið til með- vitundar um þessi mál. í fréttum heyrum við stöðugt af vaxandi mengun og hættunni sem okkur jarðarbúum stafar af óbreyttum lifnaðarháttum nútímamannsins. Veruleiki okkar hér á íslandi er hins vegar sá að við erum neydd til að henda endurnýtanlegum verðmætum, vitandi að þau verða urðuð einhvers staðar í jörðu. Þegar eitt svæði er fullnýtt er bara fundið annað svæði til að taka við öllu draslinu. Mér datt í hug að umræðan hefði náð til framleiðenda jólaölsins og kannski endurnýttu þeir brúsana. Ég tók þá með einn daginn þegar ég átt leið hjá. Manninum fannst ég dálítið brosleg að koma akandi með þrjá tóma plastbrúsa. Nei, þeir endurnýttu þá ekki en mér var vel- komið að láta mína brúsa í stóran gám þarna fyrir utan. Ég spurði hvað gert væri við innihaldið. „Við urðum það,“ svaraði hann og glotti við. En þar sem ég var búin að geyma þá svo lengi gat ég ekki hugsað mér að fara að fleygja þeím núna og ók á brott með brúsana. Ég varð því ekkert lítið glöð þegar ég las daginn eftir i mínu virta Morgunblaði um „Plastmenn ís- lands". Nokkrir vaskir menn á Akureyri höfðu fjárfest í vörubil moð afkastamikilli kvörn sem sall- ar niður 1 tonn af plasti á klukku- stund. Ekki nóg með það, heldur selja þeir plastsallann úr landi til endurvinnslu. Nýlega var sagt frá merkum bil sem á að mæla loftmengun í Reykjavíkurborg. Bíllinn kostaði reyndar það sama og stofnkostnað- ur fyrirtækis þeirra norðanmanna. Hins vegar geri ég ráð fyrir að þetta tækniundur mæli loftmengun af meiri nákvæmni en við konurnar sjáum í tuskunum þegar við strjúk- um gluggana. En hvernig bregðast á svo við hinum hárnákvæmu tölum veít ég ekki. Ég frétti af að- gerðum í þorpi einu í Sviss vegna of mikillar loftmengunar frá út- blæstri bifreiða. Þorp þetta er stað- sett í djúpum dal. Þar var bílaum- •Þðin takmörkuð þannig, að bílnúmerin voru látin ráða því hvaða daga íbúarnir fengju að aka. Fólki með smábörn var hins vegar ráðlagt að flytja sig upp í Alpana. Frá litlum bæ í Svíþjóð heyrði ég um ungan mann sem seldi bílinn sinn, því hann gat svo litið notað hann. Bílaumferð var bönnuð i bænum eftir kl. 21 á kvöldin! Eftir þann tíma fengu aðeins almenn- ingsvagnar að aka. Það fylgdi sög- unni að kvöldlífið hefði verið ansi dauflegt i þessum smábæ! Hvort nauðsynlegt verður að grípa til álíka aðgerða hér ræðst af tölunum frá nýja bílnum. Ég þykist hins vegar vita að fleira fólki en mér verðí óglatt þegar það er að fleygja hlutum í ruslaföt- una sem eru skaðlegir náttúrunni eða eyðast ekki. Ekki veit ég hve- nær von er á vörubílnum góða suð- ur, en á meðan við „með ógleðina" biðum, gætum við kannski fengið lánað eitthvert húsnæði t.d. hjá Reykjavíkurborg og byijað að safna sáman plastílátum handa þeiin norðanmönnum. Eða finnst fólki ekki of snemmt að byija að senda jólapóstinn norður, núna í byijun sumars? ÚTSÝNISHÚS Á ÖSKJUHLÍÐ verður tíl sýnis almenningi sunnudaginn 20. maí fró ld. 14.00-17.00. Hitaveita Reykjavikur H-tíð ungs fólks Hótel Borg mánudagskvöldið 21. maí kl. 20.30 Hrafn Kristín Bubbi Pálmi • Bubbi Morthens • MargrétLóa Jónsdóttir • Pálmi Gestsson • Strengjabrúðurnar • Hrafn Jökulsson • Kristín Dýrfjörð • Halldóra Jónsdóttir • Langi Seli og Skuggamir Kosningaskrífstofa, Þingholtsstræti 1, símar 625525 og 626701. Halldóra L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.