Morgunblaðið - 29.05.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990
7
Bragðmikil nýjung
sem bókstaflega
brakar í.
Laxveiði í Hvítá fiirðu
góð miðað við aðstæður
llmandi, hressandi og
ferskt piparmyntu-
bragð.
sagði að Norðurá í Borgarfirði
hefði verið mikil og nokkuð lituð
um helgina, en engu að síður töldu
menn sig sjá með vissu lax „fyrir
innan Skerin“ eins og kallað er,
en það er staður neðan Laxfoss
sem laxinn leggst er flóð er í ánni.
Veiði hefst í Norðurá á föstudags-
morgun og sagði Jón jafnframt,
að betur horfði nú en í fyrra,
bæði voraði betur og væri þess
því að vænta að leysing rynni
fyrr úr ánum og auk þess lofuðu
líflegar netaveiðar góðu.
#
Ljúffengar hnetur
og mjúkar rúsínur.
Ljúft og gott.
Laxinn sýnir sig í ám á Suðvesturlandi
Laxveiði í net í Hvítá í Borgarfirði hefur gengið furðu vel, þrátt
fyrir afleitar aðstæður. Þá fjóra daga sem netabændur hafa getað
haft netin úti fyrir helgarbönnum hafa veiðst nærri 40 laxar.
„Það er óvenjulegt miðað við að enginn hefúr komið út almenni-
legum búnaði enn sem komið er vegna vatnavaxta," sagði Þor-
kell Fjeldsted I Feijukoti í samtali við Morgunblaðið. Þá er lax
farinn að sýna sig í ýmsum bergvatnsám á suðvesturhorninu, eink-
um í Laxá í Kjós þar sem talsvert sást af fiski neðst í ánni um
helgina og einnig hafa sést fiskar skjótast í Norðurá ,Elliðaánum
og í Sjávarfossinum í Ulfarsá.
Þorkell í Feijukoti sagði að horfur Jón G. Baldvinsson formaður
nú væru orðnar „djöfullegar", Stangaveiðifélags Reykjavíkur
mikið hefði hlýnað og áin flæð-
andi yfir bakka sína „ein drulla“
eins og Þorkell komst að orði.
Ásgeir Heiðar staðarleiðsögu-
maður veiðimanna við Laxá í Kjós
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að talsvert hefði verið af laxi neð-
an Kvíslarfoss og á svokallaðri
Lækjarbreiðu er hann kíkti í ánna
á sunnudaginn og einnig hefði
hann _séð 2-3 fiska neðan Lax-
foss. Áin hefði verið rúmlega miðl-
ungi að vatnamagni og tær. „Með
þessu áframhaldi verður hann far-
inn að dreifa sér fyrir opnunina
10. júní,“ sagði Ásgeir.
Ekki of lítið . . .
Ekkert getur
komið í stað þess.
Alltaf jafngott.
. . . ekki ofstórt
IflalÉ
Vífilfell:
Dregið úr
verðhækk-
uninni
FORS V ARSMENN verksmiðj-
unnar Vífilfell h/f hafa ákveðið
að nema úr gildi verðhækkun á
300 cc gosflöskum og 33 cl dós-
um um ótiltekin tíma. Fram-
leiðsluvörur verksmiðjunnar
hækkuðu um 6-7% að meðaltali
14. mai.
I frétt frá verksmiðjunni segir að
Verðlagsstofnun hafi ekki gert
athugasemd við verðhækkunina
enda stafi hún af óumdeildum
kostnaðarhækkunum. Nokkuð
hafi hins vegar borið á þrýstingi
frá verkalýðsfélögum og neytend-
um. og hafi stjórn verksmiðjunnar
ákveðið að ganga að nokkru til
móts við þennan þrýsting.
Auk verðlækkunarinnar mun
verksmiðjan veita afslátt af 2 1
plastflöskum í kippum og fæst þá
lítrinn á 76-79 krónur.
Sjö þúsund
krónur fyrir
sundsprett
í Tjörninni
ÖLVAÐUR maður stakk sér
til sunds í Reykjavíkurfjörn
aðfaranótt kosningadagsins
og svamlaði þar um stund.
Lögreglumenn sáu til hans
og drógu á þurrt og færðu í
fangageymslur.
Að morgni var maðurinn færð-
ur fyrir dómara sem gerði hon-
um að grejða sjö þúsund króna
sekt fyrir uppátækið.