Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 43 Skjöldur fæddist á Akureyri, son- ui' Stefáns Sveinssonar skósmiðs og Ingibjargar Jóhannesdóttur. Kona hans var Arnrós B. Valdi- marsdóttir og áttu þau fjögur börn: Sonju Eyfjörð, Ingibjörgu Eyfjörð, Fannar Eyfjörð og Halldóru Ey- Ijörð. Sambýliskona var Guðlaug A. Magnúsdóttir. Skjöldur var togarasjómaður lengst af og þar mótaðist hann, laus við vol og víl, hressilegur, háv- aðasamur, glaðlegur og góður fé- lagi. Skjöldur kom í land um 1983 og gerðist þá bílstjóri og vann við það upp frá því, síðast á Hreyfli með eigin bíl, R-30690, og þar lágu leið- ir okkar saman. Skjöldur var í tvennum skilningi fyrirferðarmikill, mikill um sig en einnig þannig gerð- ur að menn litu glaðlegir upp þegar Skjöldur gekk í salinn. Hann setti þannig mikinn svip á bílstjórahóp- inn, hvort sem var innan Hreyfils eða á fundum Frama, félags leigubílstjóra, en hann var félags- lega sinnaður og mætti á flesta ef ekki alla fundi í þessum félögum. Þar voru málin ekki útrædd ef Skjöldur hafði ekki tekið til máls, hann sagði skoðun sína í fáum vel völdum orðum, hátt, skýrt og með velvilja og gamansemi en hann var ekkert að sleikja á okkur eyrun og þakklátur er ég að hafa notið þess að sitja nokkra fundi sem Skjöldur setti svip sinn á. í vinnunni var sama sagan, það birti yfir mönnum í deyfð og drunga dagsins þegar Skjöldur birtist á Hlemmi eða inni í kaffi í Fellsmúla. Ef ekki var látið sitja við að spjalla, þá var gjarnan gripið í spil en Skjöldur var spilamaður, happa- drættislíf togarasjómannsins setti sitt mark á hann. Þeim tengslum hélt hann við sjóinn, að oft átti hann harðfiskspyrðu í skottinu á bíl sínum og seldi félögunum á góðu verði. Sá fiskur var að vestan, lengi frá Haraldi Jónssyni á Flateyri en eftir að hann lést, þá frá öðrum öndvegis harðfiskverkendum fyrir vestan. Án þess að ég viti það, býst ég við að Haddi og Skjöldur hafi verið skipsfélagar. Ég sakna þess að eiga ekki lengur von á Skildi í kaffi i Fellsmúla og víst er að við félagarnir sem oftast sátum með honum við kaffi eða spil sjáum á eftir góðum félaga sem gerði líf okkar frísklegra, bjartara og skemmtilegra, það er skarð fyrir skildi. Sambýliskonu, börnum, vanda- mönnum og vinum sendi ég samúð- arkveðjur. Guð blessi Skjöld Ey- fjörð. Kristinn Snæland SlgöldurE. Steíans- son — Minning þú kemst HEIM Á QOODpYEAR Laugavegi 170-174 Simi 695500 SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI SÍMI 44544. ÁRMÚLA 1, REYKJAVÍK SÍMI 82555. Fæddur 13. ágúst 1931 Dáinn 20. maí 1990 Það var mikil sorg og tómleiki sem lagðist yfir heimili okkar í Noregi þegar við fengum þær fregnir að Skjöldur Eyfjörð Stefáns- son væri látinn. Hann kom alltaf fram við okkur hjónin sem besti faðir, og lengi mætti leita að jafn hlýlegum og góðum afa, eins góður og hann var sonum okkar. Hann kom alltaf fram við okkur eins og við værum ein af hans börnum og barnabörnum. Hann gaf alla þá hlýju sem hægt var að gefa. Skjöldur átti við mik- inn lasleika að stríða, en lífsgleðin var svo mikil að hann hafði ekki tíma til að vera veikur. Hann var okkur mikill félagi og áttum við margar góðar stundir saman. Ein besta stund Skjaldar var að komast í veiðiferð og fórum við margar slíkar ferðir ásamt móð- ur minni, Guðlaugu Magnúsdóttur. Þau ferðuðust mikið saman og voru mjög góðir félagar. I veikindum hans stóð hún ætíð við hlið hans og studdi eins og hún gat og gaf honum alla þá hlýju sem hún átti fram til síðustu stundar. Blessuð sé minning hans. Kristín Aspelund, Hákon P. Elísson og synir. Falleg furuhúsgögn í svefnherbergið heima eða í sumarhúsið gera umhverfið notalegt og heimil islegt. í garðinn, á veröndina og í sólstofuna velur vandlát- ur þolgóð, hörkusterk húsgögn úr hvítu gervi- efni, sem þolir veðráttuna og gulnar ekki með aldrinum. Húsgögn, sem gleðja augað og fara vel með líkamann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.