Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990
45
Já það er svo ótalmargt, að minn-
ast á, sem ég mun geyma í hjarta
■mér, uns við mætumst á n ý, sem
er mín bjargfasta trú.
Guðný Sesselja Óskarsdóttir hét
hún fullu nafni, dóttir heiðurshjón-
anna Guðnýjar Guðjónsdóttur og
Óskars Árnasonar hárskera. Fjögur
vóru þau systkin, Haukur, Friðþjóf-
ur og Hulda, sem nú syrgir sína
ástfólgnu systur. Haukur og Frið-
þjofur eru báðir látnir. Það var
hennar gæfa, að hafa átt að eigin-
mmanni Baldur Pálmason fulltrúa
hjá Ríkisútvarpinu.
Sissa mín var einstök mannkosta
manneskja. Samviskusöm, svo fá-
títt má telja, gerði öllum gott og
mátti ekki vamm sitt vita í allri
hegðun við meðbræður sína.
Nú skortir mig lýsingarorð til
þess að lýsa einstakri hjartahlýju
hennar.
Ég þakka góðum Guði fyrir að
hafa gefið mér ástríkan og tryggan
vin, sem aldrei brást mér hvorki í
gleði eða sorg.
Kæri Baldur, þinn sterki per-
sónuleiki sýndi sínar bestu hliðar í
þessari miklu raun, góður Guð gefi
þér styrk í sorg þinni, einnig Hulda
mín, og fjölskylda, Guð verði með
ykkur.
Nú kveð ég kæra vinkonu, að
sinni, og hafi hún þökk fyrir ævi-
langa samfylgd.
Pálína Þorleifsdóttir
/wgco
í HVAÐA
VEÐRISEMER
Meö Meco þarftu ekki
að hafa áhyggjur
af veðrinu, það er alltaf
hægt að grilla.
i \
Hönnun MECO:
Loftflæðið gerir Meco
að frábæru útigrilli:
• Það sparar kolin.
• Brennur sjaldnar við.
• Hægt er að hækka og
lækka grindina frá glóðinni.
• Tekur styttri tíma að grilla
og maturinn verður
safaríkari og betri.
• Auðveld þrif.
Heimilistæki hf
SÆTÚNl 8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20
/íóeAxiMSvíí^OHÉe^A ó sanwúufum,
Við vorum nokkrar vinkonur,
sem mynduðum saumaklúbb þegar
við vorum ungar, eða fyrir hartnær
45 árum. Við urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fljótlega kom Sissa í
klúbbinn til okkar. Hún hét fullu
nafni Guðný Sesselja Óskarsdóttir,
en var ævinlega kölluð Sissa.
Það er mikið lán að eignast góða
vini. Sissa var gædd þvílíkum
mannkostum að við vinkonurnar
sögðum oft okkar í milli að hún
væri engill í mannsmynd. — Hun
er núna ein af englunum hjá Guði.
Líf hennar einkenndist af ást og
umhyggju fyrir öllu sem lifir.
Við kveðjum ástkæra vinkonu og
þökkum fyrir samfylgdina, sem
gerði okkur að ríkari manneskjum.
Kæri Baldur og Hulda, við send-
um ykkur og öðrum ástvinum Sissu,
okkar einlægustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Vinkonur
LAUGAVEGI13
SÍMI625870
INNGANGURIHÚSGAGNADEILD SMIÐJUSTlGSMEGIN
m taíiíí>
Góðan daginn!
HJUKRUNARFRÆÐINGAR
Okkur vantar fleiri
vítamínsprautur
Vegna aukinnar starfsemi og uppbygg-
ingar á hinum ýmsu deildum Borgarspítal-
ans vantar okkur fleiri hjúkrun-
arfræðinga til starfa við krefjandi
og áhugaverð hjúkrunarstörf.
Borgarspítalinn er einn
stærsti spítali landsins og er þar
sinnt tugum þúsunda sjúklinga
árlega. Á spítalanum starfa nú
um 1500 manns, en betur má ef
duga skal og þess vegna leitum
við til þín um liðsstyrk.
Hjúkrunarfræðingar spítalans hafa
frumkvæði að fjölmörgum faglegum verk-
efnum og hafa þannig áhrif á þróun hjúkr-
unar. Við spítalann starfa klínískir sérfræð-
ingar í hjúkrun sem m.a. eru til ráðgjafar
við hjúkrun sjúklinga með flókin
hjúkrunarvandamál. Einnig er þar fræöslu-
deild sem býður upp á fjölbreytta mögu-
leika til símenntunar.
Þá býðst nýráðnum hjúkrunar-
fræðingum einstaklingsbundin
aðlögun undir leiðsögn reyndra
hjúkrunarfræðinga.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt
í uppbyggingu hjúkrunar á
Borgarspítalanum v'eitir Erna
Einarsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri starfsmannaþjón-
ustu, nánari upplýsingar í síma 696356.
Við vonumst til þess að þú virkir sem
vítamínsprauta á okkur og hafir samband
sem fyrst.
BORGARSPÍTALINN