Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 29.05.1990, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 Námskeið fyrir grunnskólakenn- ara á Reykhólum Miðhúsum Námskeið um nám í grunnskóla var haldið í Reykhólaskóla laugar- daginn 5. maí sl. að tilstuðlan Jóns Ólafssonar skólastóra. Fyrir námskeiðinu stóðu þær Anna Sigríður Árnadóttir umsjónarmaður fornáms í Menntaskólanum í Kópavogi og Helga Siguijónsdóttir námsráðgjafí í sama skóla. Námskeiðið var fyrir kennara og foreldra í efstu bekkjum grunn- skólans á Reykhólum. í framsög- um sínum fjölluðu þær um kenn- ara og uppalendur og í því sam- bandi komu þær inn á nýjung, en það væri námskeið fyrir foreldra. Einnig Ijölluðu þær stöllur um skólann og byggðarlagið og hvern- ig fólk vildi láta skólann þróast. Hvernig hlutfall ætti að vera á milli bók- og verknáms. Svo töluðu þær um aga og stjórnun. Hveijar ættu að vera reglur skólans og hveijar ættu að vera reglur heimil- anna og hvernig væri hægt að hjálpa börnum til þess að temja * ér sjálfsaga, reglusemi og skyldu- rækni og hvers konar agi kæmi sér best fyrir þau í Iífinu. Einnig litu þær til framtíðarinn- ar og hvað biði nemenda úr grunn- skólum dreifbýlisins að loknum 9. bekk. Að loknum framsögum var hóp- vinna og var þátttakendum skipt í fjóra hópa og starfaði hver hópur sjálfstætt og skilaði séráliti. Hóparnir reyndu að svara því meðal annars hver væri orsök hárrar fallprósentu úr 9. bekk yfir landið. Meðal annars kom fram að setja þyrfti síu á námsgetu nemenda upp úr 6. bekk. Skólinn þyrfti að leggja áherslu á að nem- endur færu læsir úr grunnskólan- um. Börn þyrftu að læra það að vera ábyrg gerða sinna og í því sambandi að meiri samvinna væri á milli heimila og skóla. Útrýma þarf þeirri blekkingu að fram- haldsskólar séu fyrir alla sem lok- ið hafa 9. bekk. Framhaldsskólar gera sínar kröfur. Þessi blekking er oft orsök þess að nemendur telja sig hólpna ef þeir „skríða“ í gegnum 9. bekk. Einnig kom fram sú hugmynd að fresta kennslu í tungumálum fram í 7. bekk og fá þannig betri tíma fyrir stærðfræði og lestur í 5. og 6. bekk. Þó þetta námskeið sé það fyrsta sinnar tegundar þá má telja það vel heppnað og voru þátttakendur ánægðir með árangurinn, en nám- skeiðið sóttu um 20 manns. - Sveinn Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Séra Karl Matthíasson, sóknarprestur á Isafirði, blessaði skipið við hátíðlega athöfii í Sunda- höfh.Á innífelldu myndinni eru helstu eigendur Eyjalínar firá vinstri: Sverrir Hestnes, ft-am- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu VestQarða, Tryggvi Tryggvason, skipamiðlari, Ólafúr Örn Ólafsson, hótelsljóri, og Jónas H. Eyjólfsson, yfir- lögregluþjónn og skipstjóri. ísafjörður: Hraðbátur til farþegaflutninga ísafírði. HRAÐBÁTUR sem rúmar 21 farþega hefúr nýverið bæst í flota ísfirðinga. Hann verður notaður til farþegaflutninga um ísafjarðardjúp og norður á Hornstrandir í sumar. Vaxandi eftirspurn er eftir far- þegaflutningum hér í kring á sumr- in, en hingað til hefur Fagranesið eitt séð um reglubundnar siglingar um ísafjarðardjúp og norður á Strandir. Nýi báturinn sem hefur hlotið nafnið Eyjalín kemur til við- bótar við ferðir Fagraness og verð- ur með fastar j'erðir í Jökulfirði auk hópferða um ísafjarðardjúp og ná- grenni. í bátnum eru 2.200 hest- afla Volvo Penta Duoprop díselvél- ar og er ganghraði 20-25 mílur á klukkustund. Hlutafélag var stofnað um rekst- urinn og eru stærstu hluthafar framámenn í ferðamálum og flutn- ingum á ísafirði. Skipstjóri er Jón- as H. Eyjólfsson. - Úlfar V estmannaeyjar: Vélstjórafélag Vest- mannaeyja 50 ára Vestmannaeyjum. VÉLSTJÓRAFÉLAG Vestmannaeyja varð 50 ára 29. nóvember sl. Saga félagsins er um margt merkileg og í tileftii afinælisins gaf félagið út myndarlegt aftnælisrit. Þá eftidu vélstjórar í Eyjum til aftnælisfagnaðar í tilefni þessara tímamóta. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Núverandi sljórn Vélstjórafélags Vestmannaeyja. Frá vinstri: Hjálmar Guðmundsson, Guðmundur Alfreðsson, Gísli S. Eiríks- son, formaður, Ólafúr Guðmundsson og Gústaf Ó. Guðmunds- son. Á innfelldu myndinni er Tryggvi Gunnarsson, sem var annar formaður félagsins og gegndi formennsku í félaginu um árabil, var hann gerður að heiðursfélaga í afinælishófinu. Vélstjórafélag Vestmannaeyja var stofnað eftir að vélstjórar í Eyjum, sem höfðu verið í Sjó- mannafélaginu Jötni, töldu að hagsmunir þeirra féllu ekki alltaf saman við hagsmuni annara sjó- manna. Vélstjórarnir höfðu reynt að fá að stofna vélstjóradeild innan Jötuns en ekki fengið samþykki félagsins fyrir því. Það varð því úr að 29. nóvember 1939 komu 42 vélstjórar í Eyjum saman og stofnuðu stéttarfélag fyrir vél- HOGGDEYFAR KUPLINGAR SACHS DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 stjóra í Eyjum og hlaut félagið nafnið Vélstjórafélag Vestmanna- eyja. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Páll Scheving og aðrir í stjórn voru kjörnir Guðjón Karls- son, Isleifur Magnússon, Kjartan Jónsson, Guðmundur Ketilsson og Gestur Auðunsson. Margir hafa lagt hönd á plóg í starfsemi félagsins á hálfrar aldar ferli þess. 12 menn hafa gegnt formennsku í félaginu á þessum tíma og hefur Tryggvi Gunnarsson gegnt því starfi lengst, en hann var annar formaður félagsins og gegndi því starfi í 10 ár. Sá sem lengst hefur þó setið í stjórn félags- ins er Alfreð Þorgrímsson en hann gegndi starfi gjaldkera þess sam- fellt frá árinu 1947 til 1978 er hann lést, eða samfellt í 31 ár. í tilefni afmælis Vélstjórafélags- ins var gefið út veglegt afmælis- rit. í því er rakin saga félagsins auk þess sem ýmsir Eyjamenn riija upp minnisstæða atburði tengda vélstjórn og sjómennsku. Þá efndi félagið til afmælisfagn- aðar í Básum, sem er félagsheim- ili Vélstjórafélagsins og fleiri fé- laga. Þar voru félaginu færðar afmælisóskir og kveðjur frá ýms- um félagasamtökum. Tryggvi Gunnarsson, annar formaður fé- lagsins, var gerður að heiðursfé- laga og ýmsir aðrir fengu viður- kenningar frá félaginu fyrir störf sín í þágu vélstjórastéttarinnar í Eyjum. Síðan var slegið á létta strengi og dans stiginn fram eftir nóttu. Grímur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.