Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK 123. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Brundtland vill náið sam- starf við EB Ósló. F rá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. „VIÐ verðum að tengjast Evr- ópubandalaginu sterkum bönd- um, einnig treysta mjög stjórn- málalegu tengslin," sagði Gro Harlem Brundtland, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, í þingumræðum í gær. Brundtland lét í ljós áhyggjur af því að fyrir- hugaðir samningar Príverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) myndu eingöngu fjalla um viðskiptamál. Kaci Kullmann Five verslunar- málaráðherra, úr Hægriflokkn- um, varaði við því að gera samn- inga bandalaganna að leiksoppi í norskum innanlandsstjórnmál- um. Það vakti mikla athygli st.jórn- málaskýrenda jafnt sem þingmanna við utanríkismálaumræður Stór- þingsins er Brundtland bað stjórn- arflokkana þijá að horfa ekki fram hjá æ meiri stjórnmálasamvinnu EB-ríkjanna. Stjórnarflokkana greinir á um afstöðuna til EB; Hægrimenn Jans P. Syse forsætis- ráðherra vilja aðild, Miðflokkurinn er á móti en afstaða Kristilega þjóð- arflokksins er óljós. Ræða Brundt- lands um þróun Evrópumálanna var löng og áköf hvatning í þá átt að Norðmenn tengdist EB eins náið og framast væri unnt. Er nú enginn talinn efast um að forsætisráð- herrann fyrrverandi álíti aðild Nor- egs að Evrópubandalaginu eitt mik- ilvægasta markmiðið í utanríkis- stefnu landsins. Kullmann Five sagðist telja að EFTA-ríkin yrðu reiðubúin að heíja samningaviðræður við EB innan þriggja vikna þótt skýrslur frá aðal- stöðvum EI'TA í Genf sýndu að erfiðlega gengi að búa til sameigin- legan viðræðugrundvöll ríkjanna sex. Hún hvatti til þess að þing- menn sýndu stillingu ogþolinmæði. Sjá einnig frétt á bls. 22. Til luiíhar í Reykja vík eítir siglingu umhverfís jörðina Hjónin Dóra Jónsdóttir og Magnús Magnússon áætla að sigla skútunni Dóru til hafnar í Reykjavík milli klukkan 8 og 9 árdegis í dag eftir að hafa siglt um öll heimsins höf. Þau lögðu úr höfn í nóvember 1984 og luku við að sigla umhverfis jörðina þann 20. apríl síðastliðinn þegar þau sigldu út Gíbraltarsund. Dóra mun vera önnur íslenskra skipa til að sigla umhverfis jörðina, aðeins flutningaskipið Akranes hafði gert það áður. Myndin var tekin skammt undan Sandgerði síðdegis í gær. Eftir hina löngu útivist heilsaði föður- landið ferðalöngunum með fágætu blíðviðri og blankalogni. Þau þurftu því að fella seglin og sigla fyrir afli hjálparvélarinnar fyrir Garðskaga. Leiðtogafundurinn í Bandaríkjunum: Samkomulag um fækkun langdrægra kjamavopna Gorbatsjov segir bandarískt herlið treysta stöðugleika í Evrópu Washington. Reuter, dpa. GEORGE Bush Bandarikjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- leiðtogi undirrituðu í gærkvöldi að íslenskum tíma drög að samn- ingi um allt að þriðjungs fækkun langdrægra kjarnorkuvopna ásamt samkoinulagi um að minnka birgðir efnavopna. Að auki var samið um reglur varðandi eftirlit með kjarnavopnatilraunum og ítrekaðar viljayfirlýsingar risa- veldanna uin að ljúka skuli samn- ingum um fækkun hefðbundinna vopna og hermanna i Evrópu á þessu ári. Vonir standa til að síðar á árinu takist að fullgera START- samninginn svonefnda um lang- drægu vopnin. Á óvart kom að leiðtogarnir undir- rituðu einnig samninga um 'kornsölu til Sovétríkjanna og stóraukin við- skipti ríkjanna. Gorbatsjov segist skilja áherslu Bandaríkjastjórnar á aðild sameinaðs Þýskalands að At- lantshafsbandalaginu (NATO) og mikilvægi bandaríska herliðsins í Evrópu. „Ég sagði forsetanum að við deildum ekki um.dvöl Bandaríkja- herliðs í álfunni. Hún er nauðsynleg sem stendur ... Við viljum að jafn- vægi og stöðugleiki ríki,“ sagði Gorb- atsjov á fundi með bandarískum þingleiðtogum í sovéska sendiráðinu. Bandarískir embættismenn töldu lítt hafa þokast varðandi kröfu Sov- étmanna um hlutleysi sameinaðs Þyskalands þótt Bush og Gorbatsjov lýstu báðir bjartsýni um að málamiðl- un yrði senn fundin. Vestuiveldin vilja að landið verði í Atlantshafs- bandalaginu. Á fundinum með þingleiðtogunum gagmýndi Gorbatsjov Bandaríkja- stjórn og þingið fyrir að veita Sovét- mönnum ekki bestu viðskiptakjör. Bush forseti endurnýjaði fyrir skömmu samning um slík kjör til handa Kínveijum enda þótt Peking- stjórnin hafi verið harðlega gagnrýnd um allan heim fyrir blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar sl. sumar. „Ilvað eigum við að gera til að þið veitið okkur þessi kjör?“ spurði Gorb- atsjov. „Kannski við ættum að setja Litháen undir beina stjórn forseta Sovétríkjanna og skjóta nokkrum sinnum af byssu í Eystrasaltsríkjun- um,“ bætti hann við. Sjá ennfremur frétt á bls. 22. A-Þýskaiand: Loka Greifs- waldverinu Austur-Berlín. Reuter. AUSTUR-þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka kjarnorkuverinu í Greifswald. Að sögn Karl-Hermanns Stein- bergs, umhverfismálaráðherra Austur-Þýskalands, leiddi ítarleg rannsókn á öryggi kjarnorkuversins í ljós að ekki væri ráðlegt að starf- rækja það öllu lengur. Eftir mánuð verður allri starfsemi hætt í verinu. Fyrir nokkru var greint frá því í vestur-þýskum fjölmiðlum að legið hefði við kjarnorkuslysi á borð við Tsjernobyl-slysið í Greifswald fyrir nokkrum árum. Svíþjóð: Andúð vex áinnfluttum Stokkhólmi. Reuter. Bensínsprengjum var í gær kastað að búðum inn- flytjenda í Svíþjóð. Þetta gerðist aðeins nokkrum klukkustundum áður en eitt dagblaðanna bii-ti skoðana- könnun þar sem fram kemur, að raunverulegnr meirihluti Svía er andvígur frjálsræðinu í innflytjendamálum. Á síðustu dögum hafa verið gerðar margar árásir á búðir innflytjenda í Svíþjóð og sumir hafa jafnvel brennt krossa og flaggað öðrum táknum Ku Klux Klan-hreyfingarinnar í Banda- ríkjunum. Það kemur svo fram í skoðanakönnun, sem Dagens Nyheter birti í gær, að helming- ur þjóðarinnar er andvígur inn- flytjendunum en fyrir ári átti það aðeins við um tæpan fjórð- ung. Búist er við, að á þessu ári komi um 40.000 innflytjend- ur til Sviþjóðar eða helmingi fleiri en í fyrra. Koma þeir flest- ir frá Miðausturlöndum og Afríku. Eftir er að afgreiða umsóknir um landvistarleyfi frá 22.000 af 29.000 manns í bráðabirgðabúðum. Árásin í gær var gerð í bæn- um Flen, á búðir, sem aðallega hýsa araba, en eldinn tókst að slökkva áður en hann ylli tjóni. Hefur lögreglunni jafnan geng- ið illa að hafa uppi á sökudólg- unum og virðist sem bæjarbú- ar, í Flen og annars staðar, sameinist um að veita hver öðr- um fjarvistarsönnun. „Flótta- mennirnir hérna eru mjög á verði vegna endurtekinna árása og þess vegna tóku þeir fljótt eftir eldinum,“ sagði embættis- maður er annast málefni flótta- manna í Flen sem eru 400. Sænska þingið hefur for- dæmt þessar árásir á innflytj- endurna. „Dimmir skuggar hafa lagst yfir landið," sagði Thage Peterson þingforseti. „Bensínsprengjurnar eru hneisa fyrir Svíþjóð . . . Þetta eru skelfilegar árásir gegn flóttamönnunum, gegn lýðræði og öllum hér í landi sem vilja mannúð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.