Morgunblaðið - 02.06.1990, Side 21

Morgunblaðið - 02.06.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 21 Menntaskólinn við Hamrahlíð: Tuttugu ára stúd- entar í fyrsta sinn HUNDRAÐ OG TUTTUGU nýstúdentar, áttatíu og þrír úr dagskóla og þrjátíu og átta úr öldungadeild, útskrifuðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð laugardaginn 26. maí. Athöfnin hófst með því að Örnólf- ur Thorlacius, rektor, flutti skóla- slitaræðu þar sem hann minntist meðal annars á byggingarfram- kvæmdir við skólann. Að henni lok- inni flutti Sigurlaug Bjarnadóttir kveðju kennara. Þá afhenti rektor nemendum lokaprófsskírteini og viðurkenning- ar fyrir góðan árangur í einstökum greinum. Nýstúdentar skiptust þannig eftir brautum: 36 útskrifuð- ust af náttúrufræðibraut, 32 af nýmálabraut, 30 af félagsfræði- braut, 17 af eðlisfræðibraut, 4 af tónlistarbraut og 2 af náttúru og eðlisfræðibraut. Viðurkenningu fyr- ir bestan heildarárangur hlaut Ólöf Hrund Andradóttir af eðlisfræði- braut. Ólöf er einungis 17 ara göm- ul. Eftir afhendingu viðurkenninga fluttu ávörp fulltrúar 20, 15 og 10 ára stúdenta frá skólanum. Þess má geta 20 ára stúdentarnir voru þeir fyrstu sem skólinn braut- skráði. Þá flutti Halldóra Jónsdóttir ávarp fyrir hönd nýstúdenta úr dagskóla og Þórólfur Daníelsson talaði fyrir hönd nýstúdenta úr öld- ungadeild. Einn nýstúdentanna, Arinbjörn Arnason, lék á píanó við skólaslitin og kór skólans undir stjórn Þorgerð- ar Ingólfsdóttur söng nokkur inn- lend og erlend lög. Morgunblaðið/Þorkell Að venju voru sungnir nokkrir stúdentasöngvar. Nýútskrifaðir stúdentar frá Verzlunarskóla íslands. Verzlunarskóli Islands: Morgunblaðið/KGA Tvö hundruð tuttugu o g tveir stúdentar útskrifast VERSLUNARSKÓLA íslands var slitið með viðhöfh í hátíðarsal skólans fóstudaginn 25. maí. Frá skólanum brautskráðust 165 stúd- entar úr dagskóla, 33 stúdentar úr öldungadeild og 26 nemendur með verslunarmenntapróf. Er þetta Qölmennasti brautskráningar- liópur sem útskrifaður hefúr verið frá skólanum. Þrfr stúdentar hlutu fyrstu ágæt- iseinkunn á prófum; dúx skólans Ása Ólafsdóttir, semi-dúxinn Einar Farestveit og Kristjón Freyr Sveins- son, öll úr hagfræðideild. Valdimar Hergeirsson, skóla- stjóri, flutti skólaslitaræðu og af- henti nemendum prófskírteini sín. Jóhann J. Ólafsson, formaður Verzlunarráðs íslands, flutti ávarp og afhenti Kristjóni Frey Sveinssyni úr hagfræðideild og Bryndísi Jóns- dóttur úr verslunarmenntadeild, verðlaun fyrir bestan árangur í við- skiptagreinum. Skólastjóri afhenti síðan nem- endum verðlaun og viðurkenningar fyrir bestan árangur í einstökum námsgreinum og fyrir bestan heild- arárangur. Börkur Gunnarsson, nýstúdent, flutti ávarp og kveðjur til skóla frá brautskráðum nemendum. Þá af- henti Hildigunnur Sverrisdótt- ir,formaður NFVÍ, nemendum við- urkenningu fyrir félagsmálastörf. Fulltrúi 25 ára afmælisárgangs, Gunnar Hansson, flutti skólanum kveðjur og árnaðaróskir og færði skólanum peningagjöf í Minningar- sjóð dr. Jóns Gíslasonar. Stúdentshópurinn í ár er 45. stúdentsárgangurinn sem braut- skráður er frá skólanum og síðast- liðið skólaár var 85. starfsár skólans. Nýr glæsilegur Volvo Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi, frábæra aksturseiginleika og fágað útlit. Volvo 460 er ríkulega búinn: Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða 4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri, lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar, samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl. Volvo á einstöku verði Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr. kominn á götuna. Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S.68 58 70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.