Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990
23
Forseti S-Kóreu á fund Gorbatsjovs:
Norður-Kóreumenn vara við
afleiðingum viðræðnanna
Seoul, Tókíó. Reuter.
Líbería:
Hjálparbeiðni frá Doe
TILKYNNT var í Suður-Kóreu á
fimmtudag að forseti landsins,
Roh Tae-woo, myndi eiga fund
með Míkhaíl S. Gorbatsjov, leið-
toga sovéska kommúnistaflokks-
ins, í San Francisco í Banda-
ríkjunum á mánudag. Almennt er
litið svo á að ört vaxandi sam-
vinna ríkjanna á sviði verslunar
og viðskipta verði helsta umræðu-
efiiið. Yfirvöld í Norður-Kóreu
Skýrsla efnahagsráðsins kemur
út aðeins nokkrum dögum eftir að
ríkisstjórnin mátti viðurkenna, að
hallinn á ríkisbúskapnum stefndi í
22 milljarða dkr. á þessu ári en í
fjárlögum var hins vegar gert ráð
fyrir sjö milljarða dkr. halla. Segir
ennfremur, að mikið atvinnuleysi,
256.000 manns án atvinnu á næstu
árum, sé að festast í sessi og skipt-
ir ráðið þjóðinni í tvo flokka, A-flokk,
þá, sem hafa atvinnu, og B-flokk. I
þeim flokki eru þeir, sem hafa verið
vöruðu í gær við „pólitískum
áhrifum" fúndarins.
Fundurinn verður sögulegur fyrir
þær sakir að þetta verður í fyrsta
skipti sem leiðtogar ríkjanna tveggja
ræðast við. Þeir Roh og Gorbatsjov
munu hittast í San Francisco er sá
síðarnefndi hefur lokið fundi sínum
með George Bush, forseta Banda-
ríkjanna. Viðskiptasambandi
atvinnulausir lengi, fólk, sem horfir
upp á eigin menntun verða að engu
og er í raun búið að missa móðinn.
Efnahagsráðið segir, að fram-
leiðni í opinbera kerfinu verði að
bæta stórlega og leggur áherslu á
aukinn, almennan sparnað og minni
neyslu. Það eina, sem fann náð fyr-
ir augum ráðsmannanna, var verð-
bólgustigið í Danmörku en það er
nú 2-2,5% á ári og minna en í helstu
samkeppnislöndunum.
Suður-Kóreu og Sovétríkjanna var
kömið á eftir ólympíuleikana í Seoul
árið 1988. Viðskipti ríkjanna námu
alls tæpum 600 milljónum Banda-
ríkjadala á síðasta ári og embættis-
og kaupsýslumenn telja að þau geti
þrefaldast, hið minnsta, á næstu
tveimur til þremur árum. Talsmaður
ríkisstjórnar Suður-Kóreu sagði að
tækju ríkin upp stjórnmálasamband
væri ekkert því til fyrirstöðu að gerð-
ur yrði bindandi viðskiptasamningur.
Fréttamenn suður-kóreska ríkisút-
varpsins kváðust í gær hafa heimild-
ir fyrir því að stjórnvöld hygðust
jafnvel veita Sovétmönnum þriggja
milljarða dala lán til að greiða fyrir
aukinni viðskiptasamvinnu ríkjanna.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Norður-Kóreu brást hinn versti við
þessum tíðindum. Svo'sem alkunna
er ríkir algjör fjandskapur milli kór-
esku ríkjanna tveggja en Sovétmenn
hafa fram til þessa verið dyggustu
stuðningsmenn einræðisstjórnarinn-
ar í Norður-Kóreu; veitt henni dipló-
matískan stuðning og selt þangað
hergögn. Talmaðurinn sagði að
fundur þeirra Roh og Gorbatsjovs
myndi hafa „alvarlegar pólítískar
afleiðingar" og skaða samskipti kór-
esku ríkjanna enn frekar. Sá hinn
sami kvað það fullljóst að leiðtogi
Sovétríkjanna gerði sér grein fyrir
afleiðingum fundarins með forseta
Suður-Kóreu sem hefði það markmið
eitt að koma í veg fyrir sameiningu
kóresku ríkjanna.
Monróvíu. Reuter.
SAMUEL Doe, forseti Líberíu, bað
Bandaríkin og önnur vinveitt ríki
í gær um aðstoð við að binda enda
á uppreisn, sem staðið hefúr í sex
mánuði.
Skæruliðar stjórnarandstæðinga
sitja nú um höfuðborgina, Monróvíu,
og ríkir neyðarástand í landinu vegna
uppreisnar þeirra. Bandaríkjamenn
sendu í gær herlið til þess að verja
bandaríska þegna í Líberfu. Þar eru
um 1.200 Bandaríkjamenn, þar af
um 100 tengdir bandariska sendiráð-
inu í Monróvíu.
Doe sagðist í gær ekki ætla að
bjóða sig fram við forsetakosningar
sem ráðgerðar eru á næsta ári. Hann
sagði útilokað að Charles Taylor,
leiðtogi uppreisnarmanna, gæti boðið
sig fram þar sem hann væri eftirlýst-
ur glæpamaður.
Danmörk:
Kerfi í ógöngum
Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
DANSKA efiiahagsráðið segir í nýrri skýrslu, að efnahagsmálin í
landinu séu komin í ógöngur og eina leiðin til að ráða bót á stöðugum
greiðsluhalla ríkisins sé gagnger uppstokkun á vinnumarkaði, hús-
næðismarkaði og öllu velferðarkerfinu.
BMW 518i GAGNTEKUR EVRÓPU!
Ef þú ert í hópi þeirra sem alltaf hefur langað í BMW þá
er ástæða til að staldra við og kanna hvort ekki sé kominn
tími til að láta ósk þína rætast.
Nú er kominn BMW úr hinni glæsilegu 5-línu með ná-
kvæmlega sömu yfirbyggingu, sömu frábæru aksturs-
eiginleikana, sömu þægindin og sama akstursöryggið og
gert hafa BMW 5-bílana að eftirsóttustu bílum heims. Samt
er verðið lægra en áður og eldsneytisnýtingin betri.
Hvernigmá þaðvera?
BMW í Munchen tók upphaflega ákvörðun um að setja
aðeins 6 strokka vélar í BMW 5 bílana; þá gerðist það að
tæknideildin fékk vitrun og ný ákvörðun var tekin um að út-
búa a.m.k. eina gerðina með hinni nýju og sérlega vel
heppnuðu fjögurra strokka M40 vél sem knýr m.a. BMW
318i. Útkomanvarðhreint ótrúleg.
M40 vélin er tæknilega náskyld hinni nýju VI2 vél sem
er aðall BMW 7-bílanna. Þegar hún kom fyrstfram á sjónar-
sviðið vakti hún strax athygli bílaáhugamanna fyrir þrennt:
kraft, sparneytni og þýðan gang. Og staðreyndin er sú að
M40 vélin er hönnuð sérstaklega með snúningskraft í
huga og í þeim efnum gefur hún 6-strokka M20 vélinni nán-
ast ekkert eftir, einkum á lágum snúningshraða.
Við þetta bætist að BMW 518i er 70 kg léttari en BMW
520 svo að munurinn verður enn minni. Með smávægi-
legum hönnunarbreytingum tókst einnig að ná fram sömu
þyngdardreifingu og er í BMW 520. Allir aksturseigin-
leikar haldast því óbreyttir.
Nú bendir allt til þess að BMW 518i eigi eftir að verða
vinsælasti bíllinn í 5-seríunni og á verðið sinn þátt í því, að
ógleymdri sparneytninni.
Ef þú vilt sjálfur kynnast BMW 518i er tækifæri
til þess einmitt nú.
Vegna mikillar eftirspurnar í Evrópu fæst takmarkaður
fjöldi þessara bíla til Islands, en ef þú bregst skjótt við
þá getur þú orðið meðal hinna útvöldu.
Reynsluakstur færir þig í allan
sannleika um það sem þig grunar
nú þegar: BMW er engum líkur.
Bílaumboöiö hf
KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SlMI 686633
ARGUS/SIA