Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990
■ ANDREA Athidóttir, hand-
knattleiksstúlka úr ÍBV hefur
ákveðið að leika með Víkingumí
1. deild næsta vetur. Hún mun þó
mæta fyrrum félögum sínum á vell-
inum, því IBV hefur tryggt sér
'sæti í 1. deild eftir eins ár dvöl í
annarri deild.
■ SIGRÍÐUR M. Jónsdóttir var
kjörin formaður Badmintonsam-
bands Islands á ársþingi þess 19.
maí sl. Fráfarandi formaður, Magn-
ús S. Jónsson, gaf ekki kost á sér
til endurkjörs. Með Sigríði í stjórn
eru Sigfús Ægir Arnason vara-
formaður, Friðrik Þ. Halldórsson
gjaldkeri og Jóhannes Helgason
meðstjórnandi.
■ BOBBY Gould, stjóri Wimble-
>tdon, á að hafa boðið Bayern
MUnchen eina milljón punda fyrir
skoska framherjann Alan Mclnally
■■■■■■■ skv. blaðafregnum í
Frá Bob Englandi.
Hennessy U FREGNIR hafa
lEnglandi ekki borist af við-
brögðum Þjóðverj-
anna, en þess má geta að Bayern
keypti nýverið danska framherjann
Brian Laudrup frá Bayer Uerd-
ingen. Hann var í vetur talinn besti
framherjinn í v-þýsku deildinni.
■ DENIS Wise er á förum til
Chelsea frá Wimbledon fyrir 1,6
milljónir punda, og er það megin-
ástæða þess að Gould getur boðið
svo vel í Mclnally. Arsenal vildi
’ •■'einnig fá Wise en Chelsea nældi í
hann á undan. Ilann verður launa-
hæsti leikmaðurinn í sögu Chelsea;
fær 2.000 pund á viku, og 250.000
pund við undirskrift.
■ CHRIS Hughton hefur fengið
ftjálsa sölu frá Tottenham. Getur
því farið til hvaða félags sem er
og fengið allt kaupverðið í eigin
vasa. Hughton er 32 ára og einn
þeirra sem helst kepptu um bak-
varðarstöðu í liðinu við Guðna
Bergsson. Þess má geta að Hugh-
ton hefur verið hjá Tottenham síðan
hann var 14 ára!
HANDBOLTI
Aðalfundur Hauka
Aðalfundur handknattleiksdeildar
Hauka verður haldinn í Haukahús-
inu við Flatahraun, þriðjudaginn 5.
júní og hefst kl. 20. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD
„KRV Valur og Fram
halda sínu striki“
- segir Pétur Ormslev, tyrirliði bikarmeistara Fram. Heil umferð í deildinni ídag
ÞRIÐJA umferð 1. deildar í
knattspyrnu, Hörpudeildar, fer
fram í dag og hefjast allir leik-
irnir klukkan 14. „Þetta verða
allt spennandi leikir, en ég held
að Reykjavíkurfélögin KR, Valur
og Fram haldi sínu striki, verði
áfram ffremstu víglínu og með
9 stig að umferðinni lokinni,"
sagði Pétur Ormslev, fyrirliði
bikarmeistara Fram, við Morg-
unblaðið i gær.
Framarar hafa byrjað mjög vel,
en þeir mæta Þór á Akureyri.
„Markmiðið er að hálda áfram að
spila okkar leik eins og við höfum
hingað til gert. Þetta verður hörku-
leikur og ég er viss um að dagsskip-
unin hjá Þór verði sú að stöðva
framgang okkar.“ Pétur Pétursson,
fyrirliði KR, tók í sama streng.
„Framarar eru sigurstranglegri, en
Þórsarar, sem hafa spilað illa til
þessa, berjast örugglega fyrir sínu.“
Eyjamenn á KR-velli
Fyrirliði Fram sagði að KR myndi
örugglega sigra IBV á KR-vellin-
um, en nafni hans hjá KR minnti
á að KR hefði ávallt átt í erfiðleik-
um með Eyjamenn á undanförnum
árum. „Eyjamenn sigruðu í síðasta
leik. Þeir eru með gott lið, sem
hefur alla burði til að standa sig
vel.“
Valsmenn sigurstranglegri
Pétur Ormslev var sannfærður
um heimasigur Vals gegn Víkingi,
en Pétur Pétursson sagði að ekki
mætti vanmeta Víkinga. „Við vor-
um heppnir að sigra þá, þeir unnu
auðveldan sigur gegn FH og það
er erfitt að leika gegn þeim.“
Heimavöllurinn mikiivægur
Nafnarnir voru á því að FH stæði
uppi sem sigurvegari gegn Stjörn-
unni að Kaplakrika. „Heimavöllur-
inn skiptir þar rniklu," sögðu þeir
báðir, en sögðu að Stjarnan væri
til alls líkleg.
Meistararnir á Skaganum
Skagamenn fá Islandsmeistara
KA í heimsókn, en bæði liðin eru
án stiga og hafa ekki enn náð að
skora. „Skagamenn sigra,“ sagði
Pétur Ormslev. „KA-menn hafa
ekki náð tökum á því að leika und-
ir því álagi sem fylgir Islandsmeist-
aratitlinum og eins held ég að sigur
þeirra í Meistarakeppninni hafi gef-
ið þeim falskar vonir.“ „Þetta verð-
ur besti leikur umferðarinnar,"
sagði Pétur Pétursson. „Skagaand-
inn svífur yfir vötnunum, Guðjón
Þórðarson, Skagamaður, mætir
þarna með íslandsmeistara sína og
fyrir þeirra hönd vona ég að Kjart-
an Einarsson fari að finna sig eftir
meiðslin. Hvað Skagamennina
varðar, þá vil ég endilega að Bjarki
bróðir finni skotskóna, en það þarf
ég líka að gera.“
Morgunblaðið/KGA
Pétur Pétursson með knöttinn í leiknum gegn Albaníu á miðvikudaginn.
Til vinstri má sjá nafna hans, Ormslev. Þeir félagar eru fyrirliðar liða sinna,
KR og Fram, og spá í leiki dagsins fyrir Morgunblaðið.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Óvæntur sigur Port-
land gegn Phoenix
PORTLAND vann óvæntan sigur í úrslitakeppni vesturstrandar-
innar ígærkvöldi. Liðið sigraði Phoenix á útivelli 109:112 í sjötta
leik liðanna, en var yfir fyrir viðureignina 3:2. Portland mætir
því sigurvegurunum frá austurströndinni í úrslitaleik NBA—deild-
arinnar, en þetta er ífyrsta skipti í 13 ár sem Portland kemst
alla leið í úrslit.
Sigur Portland kom mjög á
óvart. Fæstir bjuggust við
þessum úrslitum í leiknum sem fór
fram á heimavelli Phoenix. Þetta
var reyndar eini úti-
sigurinn í úrslita-
keppninni. Phoenix
var yfir svo til allan
leikinn, og um tíma
leit út íýrir að sjöunda leikinn
þyrfti til að ákveða hvort liðið færi
í úrslit.
Phoenix varð fyrir miklu áfaili
seint í fyrri hálfleik þar sem lykil-
maður liðsins, bakvörðurinn Kevin
Johnson, meiddist á hásin og lék
ekki meira með. Johnson hafði ver-
ið atkvæðamikill fram að því og
skorað 16 stig. Hinn bakvörður
Phoenix, Jeff Hornacek, átti þó
stjörnuleik, skoraði 36 stigog hefur
ekki verið atkvæðameiri í einum
leik á ferli sínum.
Stórleikur Hornacek dugði ekki
til því að leikmenn Portland léku
vel á lokasprettinum og tryggðu sér
Frá Gunnari
Valgeirssyni
i Bandaríkjunum
KR - IBV
Laugardag kl. 14.00 á KR-velli.
Mætið tímanlega og tryggið ykkur sæti.
OSL
METRO
Allabakka 16.
slmi 91-670050
Knattspyrnuskóli KR
Skráning í síma 27181. Enn er tekið á
móti þátttakendum á fyrsta námskeiðið
sem hefstö.júní.
Leiðbeinendur: Sigurður Helgasön,
Geir Þorsteinsson og Ivan Sochor
llll FORMPRENT
Hverfisgotu 78, simar 25960 - 25566
Clyde Drexler.
sigur með því að skora sex síðustu
stigin á lokamínútunni. Terry Port-
er og Clyde Drexler skoruðu sín
hvor 23 stigin fyrir Portland, en
þeir félagar hafa verið bestu leik-
menn liðsins í þessari úrslitakeppni.
Um helgina
Knattspyrna
Laugardagur
1. deild karla:
Akureyri Þór—Fram............kl. M.00
KR—völiur KR—ÍBV.........kl. M.00
Kapl. FH—Stjarnan................kl. 14.00
Valav. Valur—Vík.................kl. M.00
Akranesv. ÍA—KA..............kl. M.00
1. deild kvenna:
Valsv. Valur—Þór A.......kl. 17.00
2. deild kvenna:
Nesk. Þrótt,—Einh................kl. M.OO
Eski. Austri—Sindri..............kl. 1G.00
3. deild karla:
Kópav. ÍK—Reynir.................kl. 14.00
4. deild karla:
Ármann—Grótta....................kl. 14.00
Stykkish. Snæfell—Ernir....kl. 14.00
Gerv. Fjölnir—Njarðvík.....kl. 14.00
Þorláksh. Ægir—Vfkveiji....kl. 14.00
Ólafsvík. Vikingur—TBR.....kl. 14.00
Borgarnes. Skallagr,—Leiknir ,ki. 14.00
Slokksv. Stokkseyri—Lóttir.kl. 14.00
Laugalandsv. UMSE—NarFi ,...kl. 14.00
Greniv. Magni—HSÞ................kl. 14.00
Raufarh. Austri-SM...............kl. 14.00
Hornafj. Sindri—KSH..............kl. 14.00
Djúpavogsv. Neisti—Leiknir ....kl. 14.00
EskiQ. Austri—Valur..............kl. 14.00
Staðarb. Stjarnan—Höttur...kl. 14.00
Mánudagur
1. deild kvenna:
Kópavogsv. UBK—KA......kl. 20.00
2. deild karla:
Grindav. Grindavik —Víðir..kl. 20.00
fR—völlur ÍR—UBK.................kl. 20.00
Ólafsfjv. Ijciftur—TindasL.kl. 20.00
Keflav. ÍBK—Fylkir...............kl. 20.00
SigluQ. KS—Selfoss...............kl. 20.00
Þriðjudagur
1. deild karla:
Vestm. ÍBV-FH................kl. 20.00
Stjörnuv. Stjarnan—Valur...kl. 20.00
3. deild karla:
Nesk. Þróttur—Þróttur R....kl. 20.00
Dalv. Dalvík-Haukar..............kl. 20.00
Kópav. ÍK—BÍ.....................kl. 20.00
Akureyrarv. TBA—Roynir.....kl. 20.00
Vopnafj. Einherji—Völsungur..kl. 20.00
4. deild karla:
Gervigr. TBR—Augnablik.....kl. 20.00
Sauðkr. Þrymur—Kormákur....kl. 20.00
Blönduósv. Hvöt—Neisti.....kl. 20.00
Golf
Flugleiðamólið í golfi fer fram á golf-
velli Vestmannaeyja í dag og á morg-
un. Þetta er þriðja stigamót sumarsins.
Sanyo golfmótið hófst i Grafarholti i
gær og verður fram haldið í dag. Þetta
er 36 holu höggmót með og án forgjaf-
ar.
■LEK-mót (viðmiðunarmót) verður á
Hólmsvclii f Lciru á morgun, sunnudag.
Ræst er út frá kl. 9-12. Rástímapantan-
ir í dag I síma 92-14100 milli kl. 15
og 17.
Sund
JFE sundmót verður haldið í Bolung-
arvík í dag og á morgun og sömu daga
verður opið Lionssundmót á Hvamm-
stanga.
Keila
Á mánudaginn hefst hið árlega sumar-
mót í keilu. Keppt verður í Keilusalnum
í Öskjuhlíð alla mánudaga og fimmtu-
daga kl. 20.00.
Knattborðsleikur
Fyrsta Reykjavlkunnótið i „ixiole" fer
fram á Billiardstofunni Hverfisgötu 46
í dag og hefst kl. 11. Tveir yngri flokk-
arnir eru búnir en nú eru það keppend-
ur 19 ára og eldri sem spreyta sig.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
FHekkimeðog
niðurrödun breytist
Það verða aðeins sex lið sem leika í 1. deild kvenna í sumar í stað sjö
eins og til stóð. Fyrir rúmri viku ákvað FH að senda ekki lið til
keppni og þurfti þar með að raða leikjum deildarinnar upp á nýtt. Móta-
skrá KSI kom út í gær og var of seint að færa breytingarnar þar inn.
Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með leikjum í 1. deild kvenna í sumar
þurfa því að leita annað til þess að fá réttar upplýsingar um leikdaga.