Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 7 Hvitasunnuhelgin: Tjaldstæði víðast lokuð Hvítasunnuhelgin, fyrsta ferða- helgi sumarsins, er gengin í garð. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað, eru tjaldstæði enn lokuð á helstu ferðamannastöðum. Samkvæmt upplýsingum þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum hefur vorkoman þar verið hæg og tjald- og hjólhýsastæði verða lokuð enn um sinn. Sömu sögu er að segja frá Laugarvatni og Húsafelli. Þjónustu- miðstöðin á Þingvöllum var opnuð í gær og Hótel Valhöll var opnað fyrir skömmu. Taliðaftur í Ólafsvík ATKVÆÐI í sveitarstjórnar- kosningunum í Ólafsvík voru talin aftur að beiðni L-lista, Samtaka lýðræðissinna. End- urtalning leiddi til sömu nið- urstöðu og varð í lyrstu taln- ingu. Agreiningur kom fram um hvort dæma bæri átta atkvæði gild eða ógild og verður væntan- lega úrskúrðað um þau hjá fóg- eta, að sögn Ævars Guðmunds- sonar formanns kjörstjórnar. Þau atkvæði geta þó ekki breytt neinu um fulltrúatölu listanna. Réðst á konu við Hótel Sögu MAÐUR réðst á unga konu fyrir utan Hótel Sögu aðfaranótt siðastliðins sunnudag og hafði í frammi kynferðislega tilBurði. Hann var handtekinn á staðnum. Konan, sem er 27 ára gömul, kærði manninn, sem réðst fóLku- lega á hana og þuklaði hana. Áður en maðurinn hafði sig frekar í frammi var hann gripinn. Eftir að áfengisvíma var af honum runnin bar hann við minnisleysi um atburð- inn. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Stóragerðismálið: Rannsókn miðar vel MENNIRNIR tveir, sem hafa ját- að að hafa verið á morðstaðnum við Stóragerði þann 25. apríl, gangast nú undir geðrannsókn. Þeir halda enn við fyrri framburð sinn, þ.e. hvor sakar hinn um verknaðinn. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins miðar rann- sókn málsins vel. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í lok september og gert að gangast undir geðrannsókn, sem er hafin. Þá bíður rannsóknarlög- reglan niðurstöðu úr rannsókn á ýmsum munum, sem sendir voru til útlanda til greiningar. Þar á meðal eru föt með blóðblettum, sem fundust við rannsókn málsins. Islandsbanki: Vextir af verðtrvffffðum út- lánum hækkaðir um 0,25% ÍSLANDSBANKI hækkaði í gær vexti af verðtryggðum skuldabré- faútlánum um 0,25%. Kjörvextir hækka úr 6,5 í 6,75% en hins vegar eru vextir af flestum eldri lánum bankans, svokallaðir algengustu vextir, óbreyttir eða 8,25%. Islandsbanki er nú í flestum tilvikum með hærri vexti á verðtryggðum skuldabréfum en hinir bankarnir, þeir eru flestir með 6,5% kjörvexti og svokallaðir algengir vextir Landsbanka og Búnaðarbanka eru 7,5%. Jafiiframt hækkaði Islands- banki innlánsvexti á sparileið 3 um 0,75%, úr 5 í 5,75%. Búnaðarbank- inn hækkaði vexti af víxillánum og yfirdráttarlánum og tekur bank- inn nú svipaða vexti af þessum útlánum og hinir bankarnir. Valur Valsson, bankastjóri ís- vaxtahækkunar íslandsbanka megi landsbanka, segir að ástæður rekja til breytinga á peningamark- aðnum að undanförnu. Vextir spari- skírteina ríkissjóðs hafi hækkað um 0,2% á Verðbréfaþingi íslands og sé ávöxtunarkrafa þeirra þar nú 6,8%. „Þetta er ekki óeðlilegt, því mikilvægt er að fjármagna ríkis- sjóðshallann með innlendum lánum en ekki erlendum," segir Valur. Hann segir að vaxtahækkun ís- landsbanka sé í samræmi við stefnu Seðlabankans og stjómvalda um að koma í veg fyrir þenslu vegna útstreymis peninga úr bönkunum og ijármögnun halla ríkissjóðs inn- anlands. Vaxtahækkunin nær aðeins til lítils hluta af útlánum íslands- banka, að sögn Vals, þar sem ekki má verðtryggja útlán nema þau séu til lengri tíma. Þá segir hann að þrengt hafi verið að bönkunum með nýjum reglum um laust fé og því yrði að mæta á einhvern hátt. „Þetta skref er mjög varfærið," segir hann. Ekkert getur komið í stað þess. Alltaf jafngott. Ilmandi, hressandi og ferskt piparmyntu- bragð. Bragðmikil nýjung sem bókstaflega brakar f. Ljúffengar hnetur og mjúkar rúsínur. Ljúft og gott. . . . ekki ofstórt MaeJGÍSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.