Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990
28
FSA:
Þrjár nýjar deild-
ir teknar í notkun
ÞRJÁR nýjar deildir verða formlega opnaðar við Fjórðungssjúkrahú-
sið á Akureyri í næstu viku. Þar er um að ræða röntgendeild, rann-
sóknardeild og meinafræðideild.
1 Undirbúningur vegna opnunar
nýrrar röntgendeildar hefur staðið
um margra ára skeið og enn er
deildin ekki að fuilu búin. Röntgen-
- deildin er vel tækjum búin og eru
nánast öll tæki á deildinni ný. Allar
deildirnar þijár verða opnaðar
formlega í næstu viku, eða föstu-
daginn 8. júní.
„Vissulega er langþráður áfangi
að nást, en mér er einnig ofarlega
í huga, að þessu er ekki að fullu
lokið enn, við eigum eftir nokkra
þætti til að klára deildina að fullu,
þar á meðal innréttingar og annað
sem ekki reyndist mögulegt að ljúka
við núna. Ég vona að unnt verði
að ljúka deildinni að fullu strax á
næsta ári, því það vill brenna við
að ef einingar eru ekki kláraðar,
þá vill stundum dragast úr hömlu
að þeim sé lokið. En þetta er merki-
legur áfangi og mun verða sjúkling-
um og öðrum þeim sem njóta munu
þjónustunnar til góðs og með til-
komu nýju deildanna aukast mögu-
leikar okkar á að greina sjúkdóma
sem er undirstaða þess að menn
geti fengið lækningu," sagði Hall-
dór Jónsson framkvæmdastjóri
FSA.
Atvinnulausiim fækkar
160 ung-lingar 16-18 ára atvinnulausir
UM ÞESSI mánaðamót voru 233 skráðir atvinnulausir á Akureyri,
30 nýir bættust við skrána í gærdag og að auki eru á skrá vinnum-
iðlunar 70 16 ára unglingar og 90 unglingar fæddir 1972-73.
Sigrún Björnsdóttir forstöðu-
maður Vinnumiðlunarskrifstofu
Akureyrar sagði að heldur færri
væru á skrá nú um mánaðamótin
en þau síðustu. Um mánaðamótin
apríl/maí voru 285 skráðir án at-
vinnu, en eru 233 nú. Karlar eru
138 og konur 98.
Sigrún sagði að þessa dagana
væru ræstingakonur úr skólunum
að koma inn á atvinnuleysisskrá og
sagði hún að talsvert hefði verið
um nýjar skráningar í gær, en alls
skráðu sig þá 30 manns atvinnu-
lausa hjá skrifstofunni.
Unglingar sem eru 16 ára á þessu
ári, fæddir 1974, eru 70 á skrá hjá
vinnumiðluninni og unglingar
fæddir 1972-73 eru 90. Ungling-
arnir njóta ekki bóta, þó svo þeir
séu án atvinnu. Engin ákvörðun
liggur enn fyrir um hvort ríki eða
bær muni á einhvern hátt koma til
móts við unglingana varðandi at-
vinnu í sumar, að sögn Sigrúnar.
á Seltjamamesi v/Bygggarða
Húsið verður sýnt fullbúið með inn-
réttingum og húsgögnum. Húsin er
hægt að afgreiða á 4 byggingarstig-
um og boðið er upp á hagstæða
greiðsluskilmála.
Söluaðilar:
Lundi hf., BYNOR
Byggörðum 7, Seltj. Akureyri.
Sími 612400. Sími 96-96-26449.
Opið um helgina frá
kl. 14.00-17.00 og næstu helgar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verpti í vélarrúmi
Skógarþröstur gerði sig heimakominn í vélar-
rúmi Rússajeppa sem staðið hefur óhreyfður frá
því snjóa leysti við bæinn Rifkelsstaði í Önguls-
staðahreppi. Þrösturinn bjó sér þar hreiður sem
í eru fjórir ungar. Enginn vissi af hreiðrinu fyrr
en í gærmorgun er maður nokkur sem hug hafði
Samkomulag D- og G-lista um meirihlutasamstarf:
á að kaupa jeppann kíkti ofan í vélarrúmið og
við honum blöstu fjórir svangir skógarþrastar-
ungar sem biðu matar síns. Á myndinni eru
börnin á bænum, Andri Þór og Jana Rut, ásamt
Aldísi sem er í sveit á Rifkelsstöðum og fylgjast
þau spennt með vinunum sinum litlu.
Halldór Jónsson vænt-
anlegur bæjarstjóri
Alþýðubandalag og Sjálf-
stæðisflokkur náðu í gær sam-
Prinsessa og
seiðskratti
á hvítasunnu
FÉLAGAR úr Leikklúbbnum Sögu
sýna ævintýragrímuleikinn„Prins-
essan og seiðskrattinn", sem unn-
inn er upp úr einu af ævintýrum
H.C. Andersen, í Dynlieimum á
hvítasunnudag.
Leikverkið er lokapunkturinn á
grímunámskeiði sem Sigurþór A.
Heimisson leikari hjá LA hefur haft
umsjón með hjá Sögu, en Sigurþór
er einnig leikstjóri verksins.
Þó svo leikverkið sé byggt upp á
dæmigerðu ævintýri er ekki hægt
að segja það sama um útfærsluna,
en fram koma kóngur og drottning,
prinsessa, seiðskratti, vonbiðill og
bjargvættur. Aðeins verður um þessa
einu sýningu að ræða á grímuleikn-
um og er aðgangur ókeypis og öllum
heimill, en sýningin hefst kl. 15 á
hvítasunnudag.
komulagi um meirihlutasam-
starf í bæjarstjórn Akureyrar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins ráða sjálfstæðismenn
bæjarsljóranum og er væntan-
legur bæjarstjóri Halldór Jóns-
son, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins.
Málefnasamningur var gerður í
gær og verður hann iagður fyrir
flokksfundi Alþýðubandalags og
Sjálfstæðisflokks á þriðjudag.
Jafnframt hefur verið gert sam-
komulag um skiptingu embætta
og formennsku í nefndum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
munu flokkarnir skipta með sér
embættum forseta bæjarstjórnar
og formanns bæjarráðs, og munu
flokkarnir manna embættin til
skiptis, eitt ár í senn.
Ekki fékkst neitt uppgefið um
efni málefnasamnings flokkanna í
gær. Fulltrúar flokkanna hafa
gert með sér samkomulag um að
láta ekkert uppi fyrr en báðir hafa
samþykkt samninginn.
Sjálfstæðismenn eiga fjóra
menn í bæjarstjórn og Alþýðu-
bandalagsmenn tvo. Sjálfstæðis-
menn voru í meirihluta á siðasta
kjörtímabili með Alþýðuflokks-
mönnum.
A
Utvarp Norðurlands:
Styttur út-
sendingartími
Útsendingartíini Útvarps Norð-
urlands verður styttur frá 5.
júní. Þetta er gert í kjölfar mót-
mæla fólks á landsbyggðinni,
sem vill fá að heyra Þjóðarsál á
Rás 2.
Útsendingartíminn verður sem
hér segir: alla virka daga frá 5.
júní: Á morgnana frá kl. 8.10 til
8.30 og síðdegis milli klukkan
18.35 og 19.00. Fyrirkomulag
morgunútsendinga verður óbreytt,
en í útsendingum síðdegis verður
lögð áhersla á fréttir og frétta-
tengt efni frá Norðurlandi.
Úr fréttatilkynningu
Islandsmfitið Hörpodeild
Þörsvöllur laugardag kl. 14.00