Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 02.06.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 Dökkahlíð Myndlist BragiÁsgeirsson SPRON að Álfabakka heldur áfram listkynningum sínum og að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu Katrín Ágústsdóttir myndlistarkona. Katrín var lengi vel þekktust fyrir batík sína og textílverk, en á síðari árum hefur hún í síauknum mæli snúið sér að vatnslitamálun. Sú tækni er erfíð og mætti til sanns vegar færa, að það sé ekki auðveld- ara að verða meistari í iistgreininni en t.d. í austurlenzkri skrift'eða raunsæismálun, en í báðum tilvik- um er sagt að það taki ekki minna en 12-13 ár og er þá með sanni ekki siakað á! Þegar ég nefni raunsæi á ég við hið sígilda handverk, en ekki filmu- vinnu né ljósmyndaraunsæi nú- tímans. Hins vegar verður kaili- grafían truðla unnin í vélum, því að hún byggist svo mikið á andleg- um þroska, lífrænni hrynjandi, þjálfaðri tilfínningu svo og gífur- legri einbeitni. Allt þetta má sjá í myndum meistara vatnslitatækninnar, þeirra er nota hina sígildu tækni og þá skynjar maður snilldina á bak við allan léttleikann og hin hárnæmu vinnubrögð. Ég vildi minna á þetta hér, þótt því færi ijarri að myndirnar á veggjum SPRON gefí til kynna mikla þjáifun að baki tækninnar, en leiða þó einmitt hugann að því, hve hér er um vandmeðfarinn list- miðil að ræða. Myndirnar eru frek- ar smáar og nokkuð erfítt að njóta þeirra, sem eru á veggnum á bak við afgreiðsluborðið sökum fjar- lægðarinnar. En þar leynast ein- mitt átakamestu myndimar sem að mínu mati eru „Bleikir akrar“ Katrín Ágústsdóttir (10) og „Dökkahlíð" (13). Báðar eru þær hreinar og beinar í út- færslu ásamt því að myndbygging- in í þeim er áhrifameiri, skynrænni og betur hugsuð en í öðrum mynd- um á sýningunni. Á þennan hátt á einmitt að fara að í vatnslitatækninni, þegar hún er notuð eins og Katrín Ágústsdótt- ir gerir og hér kemur styrkur henn- ar ótvírætt greinilegast fram. Stöllur sýna í Ásmundarsal sýna verk sín um þessar mundir og fram til 4. júní fjórar ungar konur, sem allar út- skrifuðust úr grafíkdeild MHÍ vo- rið 1988. Það eru þær Dagrún Magnúsdóttir (f. 1961), Guðrún Nanna Guðmundsdóttir (f. 1953), írís Ingvarsdóttir (f. 1962) og Þórdís Elín Joelsdóttir (f. 1946). Grafíknám hér á landi einkenn- ist eins og<annað myndlistamám á tætingslegri annakennslu og allt- of mörgum kennurum, þannig að heildarárangurinn vill verða nokk- uð snöggsoðinn og grannristur. Allt raunhæft listnám, hvort sem það fer fram innan veggja skóra eða er hnitmiðað sjálfsnám, krefst gífurlegrar, markvissrar þjálfunar og einbeitingar og í báðum tilvik- um er það eigið frumkvæði sem er mikilvægasta aflið. Þetta er engin snöggsoðin kenn- ing heldur staðreyndir, sem lista- sagan er til vitnis um, þótt það vilji vefjast fyrir ýmsum kenninga- smiðum nútímans. Stöllumar fjórar bera eðlilega mark skólunar sinnar og virðast eiga í nokkram erfiðleikum með miðla sína sem slíka, en leitast við að bæta það upp með ýmsu móti. Myndefnavalið tengja þær reynslu- heimi sínum og er þá nokkuð mik- ið niðri fyrir eins og títt er með ungt fólk. Miðlun eigin reynslu- heims er að sjálfsögðu hárrétt stefna í öllum tilvikum, en það fer verr, ef það er gert á þann veg, að hugmyndin beri miðilinn ofur- liði, þannig að hún kemst ekki til skila, vegna þess að ekki er kafað nógu djúpt í innri lífæðar form- rænna og grafískra vinnubragða. Þá fyrst er hugmynd og tækni- leg útfærsla haldast í hendur, næst markverður árangur í grafík og hvorugt má bera hitt ofurliði. Ég er hér ekki að vísa til tæknis- korts eða höfða til ofurtækni, vegna þess að jafnvei klaufaleg tækni getur átt við í sumum tilvik- um, og þannig má hvorki tæknin né hugmyndin verða að markmiði í sjálfu sér. Ég hafði ánægju af að skoða þessa sýningu, því að ég skynjaði í senn hæfileika og vilja til átaka hjá öllum gerendunum og hér virð- ist Guðrún Nanna vera lengst á veg komin í þroskuðum vinnu- brögðum sínum í dúkristum. En hvort hún sé hæfileikamest, get ég ails ekki skorið úr um, einfald- lega vegna þess, að ég álít að verk hvers og eins á sýningunni megni ekki að skera úr um hæfileika hans nema að takmörkuðu leyti. Mér er það ljóst, að þetta er vísast frumraun allra þátttakend- anna á sýningarvettvangi og hve mikilvægt það er að lyfta undir allan nýgróður, en í þessu tilfelli væri ég á rangri braut, ef ég drægi af. Hitt er svo annað mál, að ge- rendum er í sjálfsvald sett að taka tillit til athugasemda listrýnisins eða hafna þeim með öllu, — og hvort sem valið verður óskar hann hinum ungu konum framsækni, átaka og velfarnaðar á listabraut- inni. Tíu ára skyldunám hefst hjá sex ára bömum næsta haust NÆSTA liaust hefst skyldunám barna í 6 ára bekk, sem þá heitir 1. bekkur grunnskóla. Skyldunámi Iýkur því eftir 10. bekk, sem áður var 9. bekkur. Miðað er að því að sex ára börn fái kennslu í 23 stund- ir á viku. Áður var kennsla sex ára barna miðuð við eina kennslu- stund á barn. Bekk með 20 börn- um var því kennt í 20 stundir á viku, en í fámennum bekkjum, með t.d. 8 börnum, var aðeins kennt í átta stundir á viku. Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að óvíst væri hve marga kennara þyrfti að ráða til starfa vegna þessarar breytingar. „Um 95% allra sex ára barna hafa sótt skóla hingað til,“ sagði hann. „Það er ekki ljóst hvern- ig kennslu verður skipað í hverjum skóla, svo það er erfitt að sjá hversu marga kennara vantar. Þó er reiknað með 40-50 stöðugiidum kennara vegna breytingarinnar. Það verður sjálfsagt einhvers konar millibils- ástand næsta skólaár, en að fenginni þeirri reynslu ætti þetta að ganga snurðulaust." Hrólfur sagði að sex ára börn sætu nú í fyrsta skipti við sama borð og aðrir ungir nemendur grunnskóla að því leyti, að fá ákveðinn kennslu- stundafjölda á viku, óháð nemenda- fjölda í hverjum bekk. Áður hefði ójafnræði ríkt innan sex ára bekkja, því fjöldi kennslustunda hefði verið miðaður við íjölda barna í bekkjun- um. „Þá hefur einnig verið ákveðið að hámarksfjöldi í sex ára bekkjum verði 22 nemendur,“ sagði Hrólfur. „I öðrum bekkjum grunnskólans mega vera allt að 30 nemendur. Sumum finnst þó 22 nemenda bekk- ur sex ára barna of fjölmennur, því börnin era vön smærri hópum í leik- skólum og ýmsir forráðamenn skóla vildu að hámarksfjöldi yrði ákveðinn 18 nemendur." Hrólfur sagði að í Vestur-Evrópu hefði þróunin verið sú undanfarin ár að skólaskylda og skólavera lengd- ist. I Danmörku og Svíþjóð hefst skólaskyldan til dæmis við sex ára aldur. Sónata fyrir einleiksfiðlu NÝLEGA kom út sónata fyrir sólófíðlu eftir Hallgrím Helga- son. Mun þetta vera fyrsta tón- verk þeirrar tegundar, sem prentað er hérlendis. Sónatan er tileinkuð kanadíska fiðluleikaranum Howard Leyton- Brown, setn oft hefir leikið hana á konsertum, m.a. við Ann Arbor- háskólann í Michigan, er hann þar hlaut doktorsgráðu við músíkdeild- ina; og að hans ósk var verkið upp- haflega samið. Hann hefir einnig annazt fmgrasetningu og boga- notkun eða fraseringu. Björn Ólafsson spilaði verkið sömuleiðis og gerði því mjög góð skil í ágætum flutningi, þar að auki danski fiðluleikarinn Börge Hilfred. Aðalútsala er hjá forlaginu Erni og Örlygi, Síðumúla 11, en þar eru auk þess fyrirliggjandi um 70 önnur verk höfundar. (Fréttatilkynning) Meiríhluti myndað- ur á Sauðárkróki Sauðárkróki. NÝKJÖRNIR fulltrúar Sjálfstæð- isflokks, Alþýðuflokks og Óháðra í bæjarstjórn Sauðárkróks hafa komið sér saman um meirihluta- samstarf innan bæjarstjórnar kjörtímabilið 1990 til 1994. Eru þetta sömu flokkar og mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Samkomulag hefur orðið um það, að forseti bæjarstjórnar verði af D-lista, formaður bæjarráðs af A- lista og formenn veitustjórnar og hafnarnefndar verði af K-lista. Gerður hefur verið málefnasamn- ingur, sem samþykktur hefur verið af öllum listum. Þá hafa samstarfs- aðilar gengið frá endurráðningu Snorra Björns Sigurðssonar sem bæjarstjóra. Gert er ráð fyrir að ný bæjar- stjórn komi saman til fyrsta fundar þann 19. júní næstkomandi. B.B. JONUSTAN AUGLYSIR 1. Sætaferöir til Keflavíkurflugvallar, kr. 2000 pr. sæti. Sækjum farþega heim og ökum til Leifsstöövar og öfugt. 2. Fyrir brúökaup og örmur hátíöleg tækifæri. 3. Sendum bíia í feröir hvert á land sem er gegn fyirfram umsömdu veröi. 4. Gerum tilboö í allan akstur okkar út um allt land fyrir 5-9 farþega. Bílstjórarnir taia ensku, þýsku og Noröurlandamál. Simar í öllum bílum. Kreditkortaþjónusta. Opiö frá kl. 7-23.00. B.P. }J Fwm Malarhöfða 2, sími 674040

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.