Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 18

Morgunblaðið - 02.06.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR / GÓÐSEMI ÞEIR VEGA HVERANNAN LANDSLAG ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA kann að taka svo miklum breytingum á næstunni, að einskonar Kötlugos getur blasað við. Verði sú breyting að raunveruleika, sem hér verður reifuð, gæti Alþýðuílokkurinn ákveðið á flokksþingi sínu í haust að breyta heiti flokksins í Alþýðuflokkurinn — Jaftiaðarmannaflokkur íslands. Þannig hyggjast kratar tryggja sér stóraukið fylgi og fá til liðs við sig félaga úr Birtingu, Nýjum vettvangi og óánægða alþýðu- bandalagsmenn. Með naftibreytingu telja kratar sig m.a. geta skírskotað til þeirra alþýðubandalagsmanna sem hvort eð er hyggist láta af stuðningi við flokkinn, fari svo að landsfundur Alþýðubandalagsins gangi milli bols og höfuðs á formanni sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni. Þá myndi blasa við Ólafi Ragnari landleysi mikið og fáir kostir aðrir fyrir hann, kjósi hann á annað borð að halda áfram afskiptum af stjórnmálum, en ganga til liðs við það sem þeir nefha hina nýju „breiðfylkingu jafnaðarmanna“. Þar með teldu jaftiaðarmenn sig hafa einangrað Alþýðubandalagið sem lokaðan, þjóðlegan smáflokk, lengst til vinstri í pólitíska litrófinu. Skoðanir eru skiptar um það hvort upphafleg hugsjón þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars um breið- fylkingu jafnaðarmanna hér á landi sé dauð eða eigi framtíð fyrir sér. Kratar sem alþýðubandalagsmenn skiptast í tvær fylkingar hvað þetta varðar, en greinilegt er að hug- myndin nýtur stuðnings meðal ákveðinna alþýðubandalagsmanna og stórs hóps krata — þó ekki allra. Útfærsla hugsjónar þeirra A-flokkaformanna hefur þó tekið stakkaskiptum frá því að hún varð til á rauða ljósinu þeirra: Nú virð- ist ekki lengur horft til stofnunar nýs jafnaðarmannaflokks á íslandi, heldur er nánast einblínt á Alþýðu- flokkinn með viðaukanum Jafnað- armannaflokkur Islands. Slíka nafnbreytingu sjá margir kratar sem Gullna hliðið að myndun breið- fylkingar jafnaðarmanna á gamla Próni. Guðmundur Árni Stefánsson, sem vann glæstan sigur í Hafnar- firði, hefur sagt að sameiginleg framboð séu úr sögunni og hann er alls ekki einn um slíka söguskoð- un. Guðmundur Árni hefur þó sagt að hann teldi að hluti alþýðubanda- lagsmanna, félagar í Birtingu og Nýr vettvangur hljóti að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn á næst- unni. Hann er þannig málsvari þeirra krata sem vilja bjóða nýja liðsmenn velkomna í óbreyttan AI- þýðuflokk. Ég hef upplýsingar um að Jón Baldvin hafi haft í hyggju að leggja til á flokksþingi Álþýðuflokksins nú í haust að nafni flokksins yrði breytt í Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Hann mun ekki hafa horfið frá þessari hugmynd, en ljóst þykir að róðurinn muni reynast honum þungur, og mun hann til vara gera tillögu um að við Alþýðuflokks- heitið bætist Jafnaðarmannaflokk- ur íslands. Talið er að flestir kratarnir i Reykjaneskjördæmi, sterkasta vígi krata á landinu, muni leggjast gegn slíkri tillögu. Jafnframt er vitað um andstöðu ákveðinna þingmanna flokksins við að hróflað verði við nafni flokks- ins. „Stjórnmálaflokkur á að vinna sér fylgi og traust með orðum sínum og verkum, en ekki með breyttum umbúðum um sama inni- hald,“ sagði einn þingmaður flokks- ins við mig. Þó er búist við því að slagur þar um geti orðið tvísýnn, því Birting og líkast til einnig Nýr vettvangur munu gera slíka nafn- breytingu að skilyrði fyrir inn- göngu. Ekki er talið útilokað að Ólafur Ragnar Grímsson hugsi sér til hreyfings yfir í slíkan flokk og þá væntanlega taka með sér það stuðningsmannalið sitt, sem enn verður eftir í Alþýðubandalaginu verði hann settur af sem formaður. Viðmælendur mínir telja útilokað að hann gengi til liðs við Alþýðu- flokkinn að óbreyttum formerkjum. Það á jafnt við um viðmælendur úr röðum alþýðuflokksmanna sem alþýðubandalagsmanna. Rætt er um að hann myndi líta þannig á, að með nafnbreytingunni eða viðaukanum Jafnaðarmanna- flokkur íslands gæti hann fremur rökstutt að sú breiðfylking jafnað- armanna sem þeir A-flokkafor- menn hafa boðað, væri að verða að veruleika. Loks er rætt um líkur á því að Nýr vettvangur gangi til liðs við breiðari og opnari Alþýðu- flokk, undir nýju Jafnaðarmanna- heiti. Nú kunna einhverjir að spyija hvort stuðningslið Ólafs Ragnars, félagar í Birtingu og Nýr vettvang- ur, yrði boðið velkomið sem félagar í nýjan Alþýðuflokk — Jafnaðar- mannaflokk Islands. Ákveðnir þingmenn Alþýðuflokksins telja góðar líkur á því og benda á að nýjum félögum hafi einatt verið vel tekið í Alþýðuflokknum. Benda þeir sérstaklega á pólitíska fortíð núverandi formanns Alþýðuflokks- ins, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þeir segja að fyrrum vera hans í öðrum stjórnmálaflokkum hafi ekki staðið honum fyrir þrifum í valda- klifri hans í Alþýðuflokknum. Sömu sögu sé raunar að segja um for- mann framkvæmdastjómar flokksins nú, Guðmund Einarsson, sem er fyrrum þingmaður Bandalags jafn- aðarmanna. Svo var að skilja af viðmælendum mínum úr krataröð- um, að þeir myndu varla eiga í erfiðleikum með að starfa við hlið þess fólks sem við nafnbreytinguna gengi til liðs við Alþýðuflokkinn — með einni undantekningu þó: Eng- inn virtist geta staðsett Ólaf Ragn- ar Grímsson í valdamynstri slíks flokks, eða þá að menn sögðu að ótímabært væri með öllu að ræða aðild núverandi formanns Alþýðu- bandalagsins að Alþýðuflokki, þó undir nýjum formerkjum yrði. Þeir kratar sem eru því fylgjandi að orðið verði við kröfunni um nafn- breytingu, segja að það væri mikil pólitísk skamm- og þröngsýni að hafna möguleikanum á stækkun Alþýðuflokksins og því að ná til sín megninu af óánægju- og jaðarfylgi Alþýðubandalagsins. Með því að opna fyrir slíkan möguleika og taka nýjum liðsmönnum opnum örmum eigi Alþýðuflokkurinn möguleika á því að verða það sem margan kratann hefur fengi dreymt um: valkostur á vinstri væng stjórnmál- anna — öflugur jafnaðarmanna- flokkur, sem myndi að þeirra mati hafa það í för með sér að Alþýðu- bandalagið einangraðist sem smá- flokkur lengst til vinstri í litrófi íslenskra stjórnmála, og ætti sér afar takamarkaða stækkunar- möguleika. . Þessir kratar meta fylgi flokks- ins þannig nú, þegar tillit er tekið til sambræðsluframboða og hreinna A-lista að ýmist megi rökstyðja að flokkurinn hafi á Iandsmælikvarða fengið 16,3% fylgi eða 17,5%, eftir því hvernig fylgi Nýs vettvangs í Reykjavík er metið. Telja þeir að þetta staðfesti að Alþýðuflokkurinn hafi fest sig í sessi hvað fylgi varð- ar og liinar miklu sveiflur í fylgi hans heyri sögunni til. Jafnframt eru þessir kratar þeirrar skoðunar að fylgi það, sem Nýr vettvangur fékk í kosningun- um um síðustu helgi, sé þeim hag- kvæmt. Benda þeir á að ef fylgi Nýs vettvangs hefði orðið í sam- ræmi við björtustu vonir frambjóð- enda hans og hann fengið kjörna allt að fimm fulltrúa, hefði allt annar pólitískur raunveruleiki blas- að við eftir kosningarnar. Þeir telja að þar með hefði orðið til nýtt afl hér í Reykjavík — stjórnmálaafl sem ekki hefði beðið með yfirlýs- ingar í þá veru að þetta nýja afl ætti heiðurinrj af árangrinum, en I ' ekki Alþýðuflokkurinn. Þá hefði verið viðbúið, að Nýr vettvangur, með Ólaf Ragnar Grímsson og hans stuðningsmenn í broddi fylkingar, byði upp á samninga við Alþýðu- flokkinn um áframhaldið á jafnrétt- isgrundvelli. Kratarnir telja því að með fram- boði Nýs vettvangs hafi náðst sá árangur að Alþýðubandalagið í Reykjavík féll úr því að vera 20% borgarstjórnarflokkur í það að vera 8,4% borgarfulltrúi, og þar með smáflokkur. Á sama tíma eigi Al- þýðuflokkurinn aðild að 15% borg- arstjórnarflokki Nýs vettvangs. Meira að segja telja þeir kratar sem túlka niðurstöðurnar á þennan hátt næsta tryggt að báðir borgarfull- trúar Nýs vettvangs, þær Ólína Þorvarðardóttir og Kristín Á. Ól- afsdóttir, verði gengnar í Alþýðu- flokkinn fyrir flokksþingið í haust. Kratarnir telja að með aðild sinni að Nýjum vettvangi hafi þeir tekið þátt í því að byggja brú fyrir óánægða alþýðubandalagsmenn yfir til Alþýðuflokksins. Þeir segja að hér sé um einstefnubrú að ræða og engin leið eftir henni liggi til baka. Blóðbaðið í Alþýðubandalag- inu sé hafið, þótt ekki verði sagt fyrir um hvernig því ljúki á lands- fundi flokksins sem líkast til verði í haust. Fari svo að Ólafur Ragnar og hans stuðningsmenn verði undir á þeim fundi, eigi þeir enga aðra leið færa, en yfir þessa sömu brú. Þessir kratar láta ekki þar við sitja, heldur rifja upp sameiginlega fundaherferð þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars á sínum tíma, undir slagorðinu „Á rauðu ljósi“, sem var ekki svo lítið í sviðsljósinu í ársbyijun 1989. Fyrir þann tíma hafi verið fátt um kærleika milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem á fyrstu formannsárum Jóns Baldvins hafi skilgreint hann sem mikinn hægri krata og flokkinn sem hálfgildings hægri flokk. Halda þeir því fram að fundaher- ferðin '„Á rauðu ljósi“ hafi lagt grunninn að því að óánægðir al- þýðubandalagsmenn, sem hafi ver- ið að undirbúa brottför sína úr flokknum, hafi komið auga á raun- verulegan valkost, breiðfylkingu jafnaðarmanna. Alþýðubandalagsmenn heillast ekki mjög af svona söguskýringum og segja einungis að ef þær séu réttar, hafi aðför Alþýðuflokksins og formanns hans að Álþýðubanda- laginu og tilvist þess hafist miklum mun fyrr en þeir hafi nokkurn tíma gert sér í hugarlund. Raunar segja þeir einnig að Ólafur Ragnar hafi upp á sitt eindæmi og án samráðs við nokkurn í Alþýðubandalaginu ákveðið þátttöku sína í þessari „al- gjörlega misheppnuðu fundaher- ferð“. Kristín Á. Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Nýs vettvangs og fyrrum borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði sig nýverið úr Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur. Hún segir um breiðfylkingu jafnaðarmanna og framtíðarmöguleika hennar: „Eg lít ekki þannig á að úrslitin varðandi sameiginlegu framboðin þýði það að ekkert sé framundan annað en gamla fjórflokkakerfið. Fólk um land allt þarf að ræða hið fyrsta möguleikann á stofnun nýs flokks sem verði breiðfylking jafn- aðarmanna. Staða Ólafs Ragnars er vissulega mjög flókin í Alþýðubandalaginu. Ég tel að hann verði að gera upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.