Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS L/71 samtök áhugafólks n^lJLrUj UM ÁFENGISVANDAMÁL Aðalfundur SÁÁ Náttúruverndarsjón- armið eiga að ráða verður haldinn laugardaginn 9. júní 1990 kl. 14.00 í Síðumúla 3-5, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Til Velvakanda. Eftir kosningar er auðvelt að sjá, að íslendingar eru hræddir við breytingar í stjórnmálageiranum. Það les ég úr niðurstöðum nýafstað- inna kosninga. Gömlu flokkarnir fjórir, Alþýðuflokkur, Alþýðuband- alag, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur halda fylgi sínu í megindráttum. Nýr vettvangur er aðeins nýtt nafn fyrir fylgismenn vinstriaflanna í þjóðfélaginu til að kjósa, í mínum huga. Kvennalistinn fékk ágætt fýlgi á tímabili, en fylgi hans hefur hrunið jafnt og þétt síð- an toppnum var náð. Það sem mér fínnst dapurlegast við úrslit þessara kosninga er ónógt fylgi Græns framboðs, það held ég sé hreyfing sem á framtíð fyrir sér. Lítið fylgi dregur dilk á eftir sér: Ekki er boðið fram á öllu landinu. Ég bý í Kópavogi og gat því ekki kosið flokkinn fyrst hann býður ekki fram þar. Við Islendingar tökum ekki nátt- úruverndarmálin nógu sterkum tök- um, þó hefur sá málaflokkur kom- ist í sviðsljósið að undanförnu, en betur má ef duga skal. Skammt er síðan við fórum að ræða stofnun umhverfismálaráðunéytis, en það eitt dugir trauðla. Hér þarf að verða vakning meðal allra sem í landinu búa. Ég hef heyrt þá skoðun að Grænt framboð komi ekki fram með nógu einarðlegum hætti, margir treysta ákveðnum mönnum sem hafa munninn fyrir neðan nefið, og niðurlægja málstað andstæðings- ins. Slíkt ber þó að varast; dæmin sýna að slíkir menn beita oft ein- ræðislegum vinnubrögðum. Fag- urgali í stjórnmálamönnum boðar ekkert jákvætt fyrir kjósendur að rnínu mati, þeir eru eiginhagsmuna- seggir. Þeir sem ekki niðurlægja sig með sh'kum hætti eru trúverð- ugri, tel ég, þótt persónutöfrarnir séu minni. Mestu máli skiptir að mennirnir komi góðum málum í gegn, og reynslan er sannari en mennirnir. Ég hvet fólk til að gefa sig að náttúruverndarmálun, og virkilega spái í stjórnmálaflokka, til að sjá hver á bestan málstað og framkomi hvaða persóna sé í rauninni trúverð- ugust. Flokkakerfið okkar er ágætt eins og það er, en varla held ég að það myndi skaða þótt Græna framboðið myndi stækka svo mikið að það kæmi nokkrum mönnum á þing og í borgarstjórn. Við skulum ekki gleyma því að þeir flokkar sem virk- ilega ógna gamla kerfinu eiga er- fitt uppdráttar, viss hlýðniblindur kjarni hefur safnast um gömlu flokkana sem þessa flokka vantar. Þess vegna eiga þeir i.vök að veij- ast, því það er ekki nóg að vera nýr, maður verður að vera síst verri en sá sem fyrir er, helst betri til að byrja með. Ekki sæi ég eftir því þótt loft færi úr vinstriöflunum eftir fram- komu þeirra í ríkisstjórninni, og Sjálfstæðisflokkurinn mætti einnig við því að minnka svolítið. Ef Græna framboðið tæki jafnt fylgi frá öllum flokkum myndi jafnvægið ekki raskast að ráði, slíkt er þó ómögulegt að spá í. Þeir sem aðhyllast raunverulega náttúruvernd verða því að sýna þessum flokki tryggð, • ef hann bregst ekki, þau þurfa þess. Það er þörf á þessum flokki í íslenskum stjórnmálum, en öruggt fýlgi vinnst með því að vera heiðar- legur í stað þess að vera með æðu- bunugang og fá loftbólufylgi. Og séu frambjóðendur Græns framboðs heiðarlegir hlýtur gott málefni og nauðsynlegt að finna sér verðugan stað í íslensku stjórnmálalitrófi. Mörgu þarf að fórna fyrir bætt ástands heimsins, eigingirni manns- ins þarf að víkja að einhveiju leyti. I ljosi reynslunnar verður að horfa gagnrýnum augum á svokallaðar framfarir, og fara hægt í þær. Við þurfum að vera á verði gagnvart vörum, og þeim úrgangi sem frá okkur fer, meðfram jurtarækt. Það er ekki nóg að náttúruvernd sé afmarkaður málaflokkur eins og umhverfismálaráðuneytið, allar ákvarðanir þurfa að vera teknar með hliðsjón af henni. Ingólfur Sigurðsson Itífiimf Efþú átt happdrættisnúmer í aukaleiknum og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti miðvikudoginn 30. moí móttu sækjn oukovinninginn, Mitsubishi Colt 1300 GL, þegor þér hentor. Þú hefur líka hlotið somskonor bifreið í vinning ef þú ótt happdrættisnúmer 1715529 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 2. moí; ef þú ótt happdrættisnúmer 1651597 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 9. maí; ef þú ótt happdrættisnúmer 1637260 - og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti 16. maí, eða ef þú ótt happdrættisnúmer 1668094 og greiddir giróseðilinn fyrir miðnætti 23. maí. Misstu ekki af Aukaleiknum! Mundu að greiða gíróseðilinn sem fyrst til að eiga kost ó aukavinningi i hverri viku! Næst verdur dregið um aukavinning miðvikudaginn 6. júní. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA ln-fur uf nlórfnift nlyrkt þrlla hupfulrtrlli. LANDSSAMBAND H JÁLPARSVEITA SKÁTA SEIÐIÐ YKKAR EIGIÐ / / Heilræði Það gæti orðið þitt barn! Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Þar sem þau eru á eða við akbrautir er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Öll vilj- um við vemda börnin fyrir hættum í umferðinni. Það ger- um við best með því að sýna gott fordæmi. ASIU ÆVINTYRI Asíu ævintýrið er einfalt, en einkar ljúflega samansett, eins og reyndar öll alvöru ævintýri. Til að njóta þess fullkomlega færðu örlitla aðstoð við undirbúninginn, síðan seiðir þú þitt eigið ævintýri í Wok-potti sem hitaður er með léttum gasloga. Japanskt ævintýri: Nautakjöt með Sukiyaki sósu, grænmeti og salati Vietnamskt ævintýri: Svínakjöt eða rækjur með Mekong sósu, grænmeti og víetnömsku salati Indónesískt ævintýri: Lambakjöt eða smokkfiskur með karrý sósu, grænmeti og salati Fiiippeyskt ævintýri: Kjúklingakjöt eða nýr fiskur með Santos sósu, Santos grænmeti og salati SERSTAKT TILBOÐ! (EKKI ASÍU ÆVINTÝRI) 5 úrvals kjötréttir, fiskiréttir og kaffi á aðeins 890,- krónur. - Tilboðið gildir öll mánudags- til fimmtudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.