Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 36
MÖR^ufeL&tó' OtóöA!RDA(&Ít í. Minning: Sverrir Guðmundsson Fæddur 17. ágtist 1923 Dáinn 23. maí 1990 Kær tengdafaðir minn, Sverrir Guðmundsson, lést í Sjúkrahúsi Si- glufjarðar 23. maí eftir mikil veik- indi undanfama mánuði. Hann kvæntist Hallfríði Njálsdóttur 3. maí 1945 og eiga þau fimm börn sem öll lifa föður sinn. Þau eru: Njáll, kvæntur Ólöfu Guðmunds- dóttur, Jóhanndine, gift Valdimari Guðmundssyni, Vigdís, gift Jónasi Valtýssyni, Fríða, gift Ingimari Jón- assyni, Hallgrímur, yngstur, kvænt- ur undiiTÍtaðri. Barnabömin eru orðin þrettán. Sverrir var góður maður, ekkert nema hógværðin og blíðan. Heimur- inn væri ekki eins slæmur og hann er í dag ef fleiri hefðu þá eiginleika sem hann hafði. Dætur okkar fóru oft til ömmu og afa á Sigló og í þeim heimsóknum var afi ávallt reiðubúinn að spila við þær og var þá oft glatt á hjalla og eiga þær margar góðar minningar um spila- mennskuna við afa. Hallfríður, kon- an hans, er búin að ganga í gegnum hans veikindastríð af mikilli elsku. Hún er búin að fara margar ferðir suður til Reykjavíkur að leita hon- um lækninga en allt kom fyrir ekki. Ég bý á Akureyri og þurfti suður til lækninga þegar Sverrir lá á Landspítala. Ég var ekki fyrr kom- in í heimsókn til hans er hann spurði hvað ég hefði fengið út úr minni rannsókn. Hann hafði ekki áhyggjur af sér heldur var hugurmn hjá mér, hvernig mér hefði reitt af. Þetta mat ég mikils. Hallfríður saknar nú ástríks eig- inmanns, öll börnin hans góðs föður og þá ekki síður öll barnabömin góðs afa. Kæra tengdamóðir mín. Ég votta þér mína dýpstu samúð. Þú ert sterk kona. Þú ert búin að vera hughraust og viljasterk í gegnum ValgarðurJ. Vilnnmd- arson - Kveðjuorð Fæddur 11. janúar 1973 Dáinn 19. maí 1990 Það er sárt að svo snemma þurfí að kveðja vin sinn, að eilífu. Aldrei meir megi maður gleðjast með hon- um, sjá bros hans né heyra hlátur hans á ný. Við viljum minnast bekkjarbróð- ur okkar Valgarðs. í mörg ár höfum við fýlgst að í litla skólanum okk- ar. Þegar við vorum yngri var hóp- ur okkar samrýndur og þær stund- ir eru þær bestu sem við eigum til að minnast. Botnaferðin, Færeyja- ferðin, matreiðsiunámskeiðin á Hallormsstað og stundirnar með krökkunum úr bekknum. Valla var auðvelt að dá fyrir dugnað hans. Hann fór snemma á trillu að fiska með bróður sínum, íþróttir stundaði hann af miklu kappi. Ekki var auð- velt að stoppa hann í handboltanum og alls ekki vinsælt að vera í vörn á móti honum. Svo margar stundir með góðum strák að minnast en svo fá orð sem geta lýst því sem hugur okkar og hjarta vilja láta í ljós. Við þökkum fyrir að hafa feng- ið að njóta samveru með Valla og reynum að minnast ánægjustund- anna. Við vonum að handan við móðuna miklu fáum við að heyra hlátur hans á ný þegar okkar tími hér er liðinn. Við vottum foreldrum Valla, systkinum og ástvinum dýpstu sam- úð okkar og biðjum þess að góður t Eiginmaður minn, AXEL HALLDÓRSSON frá Kirkjuhvoli, Vestmannaeyjum, lést aðfaranótt 31. maí í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Sigurbjörg Magnúsdóttir. t Bróðir okkar, OTTÓ B. E. BENEDIKTSSON, Grettisgötu 37, andaðist á Landakotsspítala 31. maí. Systkini hins látna. t Hjartkær eiginkona mín, ÁSA GUNNARSDÓTTIR, Skógargerði 3, Reykjavík, andaðist í Landsspítalanum 31. maí. Baldvin Árnason. t Ástækær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HERMANN GUÐJÓNSSON, Óðinsgötu 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 5. júní ki. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en, þeim, sem vilja minnast hans, láti Hallgrímskirkju njóta þess. Aðalbjörg Skæringsdóttir, Sigurður Sveinsson, Theodóra Sveinsdóttir, Hildur Kristín HermannsdóttHaraldur Eggertsson, Erling Þór Hermannsson, Þórlaug Erla Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hákon Marteinn Leifsson — Kveðja allt þetta veikindastríð Sverris. Guð styrki þig. Ég votta systkinum hans mína samúð og öllum sem hans sakna. Ég bið þig góðan Guð að geyma tengdaföður minn. Við eig- um eftir að hittast aftur. Fari hann í friði, friður Guðs blessi tengdaföð- ur minn. Kær kveðja frá foreldrum mínum. Fanney Gunnarsdóttir Fæddur 18. janúar 1989 Dáinn 26. maí 1990 Við mennirnir erum vanafastir og viljum hafa dag hvern líkan því se'm hann var áður. En við vitum að allt er breytingum háð og tökum slíku með jafnaðargeði. En okkur setur hljóð þegar lítill fjörkálfur eins og hálfs árs er ekki lengur ljóslifandi á meðal okkar. Horfinn úr sínu umhverfi og skilur eftir sig óljósa minningarmynd frá örstuttu æviskeiði. Hákon litli var athafnasamur drengur, fjörugur og þurfti að kanna umhverfi sitt og athafna- svæði. Hann var ákveðinn og lét ekki smá hindranir hefta för sína. Og umhverfíð tók stundum hart á honum og oft gekk hann vonsvikinn frá leik sínum með kúlu eða skrámu. Þannig kynnast víst ungir menn heiminum og læra að tilveran getur verið á pörtum dálítið hvöss. En víst er að engan grunaði að lítill strákhnokki yrði að lúta í lægra haldi fyrir þeim hættum sem á leik- svæðinu leynast. En sú varð raunin og þessi litli vinur minn mun ekki framar skeyta skapi sínu á litlum sandbyng: eða moldarhrúgu. Hann hefur verið burtu kvaddur af þessu tímabundna leiksvæði okkar mann- anna, jörðinni, og skilur eftir sig fáein spor í slóð minninganna. Guð blessi foreldra hans, systkini og ástvini alla og styrki þau í þungri sorg. Gurrý, Arni og börn. Björgvin V. Finns son — Kveðjuorð kraftur styrki þau í sorginni. Blessuð sé minning um góðan dreng. Æska, bíð hér eina stund. Ó, hvert stefnir íj'örið bráða? Hvað sem þinni líður lund, leið mun þinni dauðinn ráða, engum hlífir aldri manns ógnarsterka valdið hans. (Sálm. 63S.) Guðrún Ragna og Sigurveig Fæddur 5. nóvember 1967 Dáinn 26. maí 1990 Það var sólbjartur og fagur vor- morgunn er mér barst sú harma- fregn að hann Björgvin V. Finnsson væri farinn héðan úr þessu jarðlífi. Það var svo erfitt að trúa því að' hann, sem var alltaf svo glaður og fullur af lífsorku, myndi ekki koma oftar eða hringja og spyija eftir vini sínum, svo þeir gætu lagt á hestana sína eða farið eitthvert annað saman. Engan hefði getað grunað að það yrði síðasta ferðin er þeir sonur minn fóru á föstudag þegar þeir þeystu á fákum út mót + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar og ömmu, STEINUNNAR SIGURBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR, Mýrargötu 18, Neskaupstað. Ólína Hlífarsdóttir, Hlífar Þorsteinsson, Inga Magnúsdóttir, Lára Þorsteinsdóttir, Sigurður ísleifsson og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ANAÍS N. ÁRNADÓTTUR, Kárastíg 2. Árný Ólafsdóttir Crane, William A. Crane, Deborah A. Crane, William A. Crane jr, Jennifer L. Crane. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug og vottuðu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MAGNEU ALDÍSAR DAVÍÐSDÓTTUR, Ljárskógum 26. Jóhannes Leifsson, Davfð Jóhannesson, Margrét Karlsdóttir, Ólafur Már Jóhannesson og barnabörn. „Góður vinur er gulli betri.“ Nú er hann horfinn en við trúum því að þegar ungmenni í blóma lífsins eru kölluð burt hlýtur það að vera vegna þess að þeim sé ætlað eitt- hvert annað starf á Guðs vegum. Og við trúum því einnig að seinna munum við fá að sjást aftur er við skiljum við þennan heim. Við biðjum Guð að blessa ljúfan dreng, sem öllum vildi gott gera, af einstakri hjálpsemi sinni. Svanhildur S. Leósd. Stykkishólmur: Skaftfell- ingakórinn með tónleika í kirkjunni Stykkishólmi. Skaftfellingakórinn kom til Stykkishólms fyrir skömmu og hélt tónleika í nýju kirkjunni og fékk hann skinandi góðar mót- tökur. Þetta er 40 manna kór, sópran, alt, tenór og bassi. Réttu nafni heitir hann Söngfélag Skaft- fellinga í Reykjavík og kórfélagar úr báðum sýslunum. Stjórnandi er Violeta Smid og undirleikari Pavel Smid. Á söngskránni voru 17 lög eftir bæði innlenda og erlenda höf- unda, mjög fjölbreytt að efnisvali. Hljómburður í kirkjunni er sér- staklega góður. - Árni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.