Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 Blæösp Populus tremula Blóm vikunnar Ágústa Björnsdóttir 167. þáttur Til er gömul sögn um blæösp- ina, Populus tremula, en tremula þýðir skjálfandi, að kross Krists hafi verið úr aspartré og þess vegna skuli hún skjálfa, allt til enda veraldar. En skjálfti aspar- laufsins á sér sínar náttúrulegu skýringar í frekar löngum ör- grönnum blaðstilk, svo að laufin ná að bærast fyrir minnsta vind- blæ, er jafnvel hægt að ganga á hljóðið af skijáfi blaðanna í skógi í kyrru veðri. Blæöspin er íslensk tegund, fannst hér um aldamótin síðustu, var þá talið að um leifar af gróðursetningu væri að ræða, en síðan hefur hún fundist víðar og skráðir fundarstaðir (1981) eru Egilsstaðaskógur, Garður í Fnjóskadal, Gestsstaðir í Fá- skrúðsfirði og Stöðvarfjörður. Misjafna dóma fær blæöspin um það hve heppilegt garðtré hún sé, en fallegt þykir mér tréð þar sem það er í reitnum með íslensku flór- unni í Lystigarðinum á Akureyri og sóma mundi það sér vel í hvaða garði sem væri. Ekki man ég eft- ir að hafa séð blæöspina á plöntu- listum frá Skógræktinni á Hall- ormsstað. Snemma á þessari öld fannst í Vestur-Gautlandi í Svíþjóð blæasparafbrigði með óvenjulegan vöxt, grönn með upp- sveigðar aðlægar greinar, súlu- ösp, hlaut afbrigði þetta nafnið Erecta. í Noregi nær hún 10-15 Ljósmynd/S. Blöndal Úr blæasparlundi Ágústar á Hofi. Blæöspin var flutt frá Garði í Fnjóskadal. metra hæð, en er ekki nema um metri á breidd. í Trögstad í Nor- egi fannst 1955 svipuð ösp er hlaut nafnið Trögstad, er hún um helmingi breiðvaxnari en Erecta. Segja sumir þessar aspir svar norðursins við hinni suðrænu tígu- legu píramídaösp, Populus Nigra Italica. Ekki telja Norðmenn þessi afbrigði eins harðgerð og Populus tremula, en þar vex hún upp í 1.200 m hæð yfir sjó. í smáriti um garðinn í Múlakoti frá Skóg- rækt ríkisins er út kom 1984, er í tegundaskrá getið um „Erecta“ frá Finnlandi en ekkert um fjölda tijáa, þrif né hvenær þeim var plantað, og eru þetta einu heimild- ir sem ég hef séð um ræktun þessarar aspar hér á landi. Svanlaug Björnsdóttir, Húsavík. Es. Líkur eru til þess að eitt- hvað af blæasparplöntum frá Hofi í Vatnsdal verði til sölu í skógræktarstöðinni í Fossvogi 1 V°r‘ Umsj. Vestmannaeyjar: Andrés kærir til kj ömeftidar Vestmannaeyjum. ANDRÉS Sigmundsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins í Eyjum, hefur lagt fram kæru til bæjarfógeta vegna úrskurðar á vafaatkvæðum og utankjörfundaratkvæðum, eftir endurtalningu atkvæða í bæjarsljórnarkosningunum. „Ég kærði vegna úrskurðar kjör- stjórnar á vafaatkvæðum við endur- talninguna," sagði Andrés í samtali við Morgunblaðið. Kæra hans fjallar um úrskurð yfirkjörstjómar á gildum og ógild- um atkvæðum, bæði greiddum á kjörstað og utan kjörfundar. Andrés segir meðal annars f kæru sinni að á utankjörfundaratkvæði hafi vant- að votta auk þess sem ekki hafi verið sama rithönd utan á umslagi sem innihélt kjörseðilinn og var á seðlinum sjálfum. „Ég tel úrskurð á Vafaatkvæðum einfaldlega rangan," sagði Andrés. Hann sagðist hafa óskað eftir því að Kristján Torfason, bæjarfógeti, viki í þessu máli þar sem hann hefði gegnt formennsku í yfirkjörstjórn, og gæti því ekki skipað nýja menn til að yfirfara atkvæðin. Hann sagð- ist myndi sjá til hver niðurstaðan yrði úr þessu en hann áskildi sér allan rétt til þess að fylgja málinu enn frekar eftir og kæra það til félagsmálaráðuneytisins ef hann teldi þörf á. Kristján Torfason, bæjarfógeti, sagði að hann myndi strax óska eftir því við dómsmálaráðherra að skipaður yrði sérstakur bæjarfógeti í Eyjum til þess að annast þetta mál. Sá fógeti myndi síðan skipa nefnd, samkvæmt 37. grein sveitar- TIIBOÐ NOVELLA SÓLSTÓLLINN 1.195,- Verð aðeins kr. Novella sólstóllinn er úr níðsterku plastefni, staflast vel og hentar mjög vel hér á landi. Novella sólstóllinn er einstaklega stöðugur og er áreiðanlega með þeim sterkustu á markaðnum. NOVA Einkaumboð á íslandi. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 - þar sem sumaríð er. stjórnalaga, sem fjallar um kosn- ingakærur. Hann sagðist búast við að afgreiðslu þessa máls yrði hrað- að enda yrðu kjörbréf til nýrra bæjarfulltrúa ekki gefin út fyrr en þessu máli lyki. Kristján sagði að úrskurður vafa- atkvæða nú væri á sama hátt og gert hefði verið sl. tólf ár sem hann hefði setið í kjörstjórn við alþingis- kosningar. Hann benti einnig á að fundargerðabók yfirkjörstjórnar hefði, að afloknum kosningum, ver- ið undirrituð án nokkurra athuga- semda af yfirkjörstjórn og umboðs- mönnum allra stjórnmálaflokkanna. Hann sagði að sér þætti því ekki laust við að kæra Ándrésar væri hálfgert vantraust á þá umboðs- menn sem Framsóknarflokkurinn hefði haft við talninguna. Varðandi utankjörfundaratkvæði sagði hann að kjörstjórn hefði mót- að ákveðnar vinnureglur áður en talning þeirra hófst og eftir þeim hefði verið farið. Þær reglur hefðu miðast við að líta framhjá minni- háttar göllum því það væri hart að svipta menn kosningarétti, með því að dæma atkvæði ógild, vegna minniháttar mistaka kjörstjóra. Kristján sagði að einungis hefðu verið tvö utankjörfundaratkvæði sem ekki voru vottuð með tveimur vitundarvottum. Hann sagði að gerðar hefðu verið athugasemdir við rúmlega 100 atkvæði við endur- talninguna og hefðu þær nær allar verið frá Andrési Sigmundssyni ein- um, aðrir fulltrúar við talninguna hefðu talið atkvæðin góð og gild. Grímur Úrslit kosning- anna á Skaga- strönd kærð Kærða atkvæðið get- ur ráðið úrslitum UMBOÐSMAÐUR G-listans á Skagaströnd hefur lagt fram kæru hjá sýslumanninum á Blönduósi vegna utankjörstaða- atkvæðis, sem dæmt var ógilt í sveitarstjórnakosningunum. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Bernódussonar, formanns kjör- stjórnar á Skagaströnd, var umrætt atkvæði dæmt ógilt vegna þess að á það vantaði undirskriftir vitundar- votta. „Þetta atkvæði getur hugs- anlega haft úrslitaáhrif á kosning- una, því ef það verður dæmt gilt og ef það lendir hjá G-listanum, þá þarf að varpa hlutkesti milli efsta manns á G-lista og annars manns á D-lista.“ Samkvæmt talningu atkvæða á Skagaströnd fékk A-listinn einn mann kjörinn með 55 atkvæðum, B-listinn fékk einn mann kjörinn með 73 atkvæðum, D-listinn fékk tvo menn kjörna með 106 atkvæð- um, G-listinn fékk 52 atkvæði og engan mann kjörinn, og H-listinn fékk einn mann kjörinn með 99 atkvæðum. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.