Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.06.1990, Qupperneq 10
ib MÓRGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990 Morgunblaðið/Einar Falur Sæmundur Valdimarsson og Eggert Magnússon við eitt verka Sæ- mundar. Hafiiarborg: Einferar í íslenskri myndlist MENNINGAR- og listastofnun Hafnarfjarðar stendur fyrir sýningu í Hafnarborg dagana 2.-24. júní undir yfirskriftinni Einfarar í íslenskri myndlist. A sýningunni verða rúmlega eitthundrað verk eftir fimmtán íslenska alþýðulistamenn og spanna þau um það bil eina öld, allt frá Sölva Helgasyni (1820-1895) og fram á þennan dag. Á sýningunni eru verk eftir Sölva ar Stefánsson frá Smyrlabergi, Sig- Helgason, Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá, ísleif Konráðsson, Grímu (Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur), Karl Einarsson Dunganon, Gunnar Guðmundsson frá Hofi, Guðmund Kristjánsson, Guðjón R. Sigurðsson, Stefán Jónsson frá Möðrudal, Hjálm- urlaugu Jónasdóttur, Eggert Magn- ússon, Sæmund Valdimarsson, Þórð Valdimarsson (Kíkó Korriró) og Valdimar Bjarnfreðsson. Sýningin er opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Morgunblaðið/Einar Falur Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns Islands, við eitt verka Mas- sons. Listasafii Islands: Verk André Massons SÝNING á verkum franska list- máfarans André Massons verður opnuð í Listasafhi íslands í dag. Að sýningunni standa Listasafinið og Listahátíð í Reykjavík en hana styrktu Sjóvá-Almennar, Flugleið- ir og franska sendiráðið. Flest verkin á sýningunni, sem alls eru 52, koma frá Galerie Louise Leiris í París. Þau spanna allan list- feril listamannsins og eru olíumál- verk og teikningar. Leiðsögn verður um sýninguna á hvetjum sunnudegi kl. 15 nema fyrstu helgina. Einnig verður sýnt myndband um André Masson í fyrirlestrasal safnsins. Sýn- ingunni lýkur 15. júlí. I tilefni sýningarinnar verða haldnir tónleikar á hvítasunnudag kl. 15 þar sem franski píanóleikarinn Fran?oise Choveaux spilar franska tónlist. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. OHRH 01Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri L I I Jv'tlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiitur fasteignasau Til sýnis og sölu auk annarra eigna: í Suðurhlíðum Kópavogs nýtt steinhús um 190 fm á einni hæð næstum íbhæft. Langtlán þar af húsnlán kr. 3,5 millj. Margs konar eignarskipti mögul. Tilboð óskast. Með útsýni yfir borgina Mjög góð 2ja herb. íb. í lyftuhúsi við Dúfnahóla á 1. hæð um 58 fm auk geymslu og sameignar. Ágæt sameign. Geymsla í kj. Verð aðeins kr. 4,3 millj. Á eignarlóð í gamla Austurbænum Mjög gott timburh. járnkl. m/4ra-5 herb. íb. um 60x2 fm. Verslun- ar/iðnaðarhúsn. í viðbygg. rúmir 40 fm. Ennfremur kj. um 100 fm. Hentar til margs konar nota. Eignarlóð um 400 fm m/háum trjám. Gott verð. Eignaskipti mögul. Ennfremur góðar íbúðir: 4ra herb. í Hólahverfi í 3ja-hæða blokk. Útsýni. Laus strax. 4ra herb. á 2. hæð í Fossvogi. Sérhiti. Sólsvalir. 4ra herb. í Vesturborginni. Húsnæöislán kr. 2,2 millj. 4ra herb. þakhæð um 100 fm í Vogunum. Sérhiti. Sérþvottahús. 4ra herb. í smíðum í Grafarvogi. Mjög stór. Sérþvottah. Bílskúr. 3ja herb. á Högunum. Mikið endurnýjuð. Laus strax. 3ja herb. úrvalsib. i smíðum í Grafarvogi. Sérþvottahús. Bílskúr. Miðsvæðis í borginni óskast Góð 4ra-5 herb. íb. eða hæð m/bílsk. eða bílskrétti. Ennfremur góöar 3ja-5 herb. íbúðir m/bílskúrum í borginni og nágr. Opið í dag laugardag kl. 10-16. Til eigin nota óskast gott skrifsthúsn. íborginni 100-300 fm. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Flensborgarskóli útskrífar 33 stúdenta Flensborgarskólanum var slitið föstudaginn 25. maí. Þrjátíu og þrír nemendur brautskráðust frá skólanum. Skólaslitin fóru fram í Hafharborg. Fimmtán hinna nýju stúdenta brautskráðust af hagfræðibraut, átta af félagsfræðibraut, fjórir af eðlisfræðibraut, þrír af náttúru- fræðibraut, tveir af málabraut og einn af íþróttabraut. Bestum náms- árangri náði Steinunn Haraldsdóttir sem lauk prófi af félagsfræðibraut. Fjölmenni var við skóiaslitin, þar á meðal nokkrir hópar fyrrverandi nemenda. Siggeir Vilhjálmsson tal- aði fyrir hönd 60 ára gagnfræðinga og færði skólanum blómakörfu, Herdís Þorvaldsdóttir talaði fyric hönd 50 ára gagnfræðinga og færði skólanutn bókagjöf og Tryggvi Harðarson færðr skólanum bóka- gjöf frá 15 ára stúdentum og var hún til minningar um Þórarin Andrewsson kennara sem andaðist 15. apríl síðastliðinn. Auk þessara gesta tóku til máls við athöfnina Gunnar Rafn Sigur- bjömsson, formaður skólanefndar skólans, og Aðalbjörg Óladóttir, fulltrúi nýstúdenta. Kór Flensborg- arskóla undir stjórn Margrétar Pálmadóttur söng enskólaslitaræðu flutti Kristján Bersi Ólafsson.skóla- meistari, og afhenti hann prófskír- teini og bókaviðurkenningu til nem- enda sem sköruðu fram úr í einstök- um námsgreinum. Hópur nýstúdenta frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 540. þáttur Kjartan Ragnars í Reykjavík skrifar mér svo: „Heill og sæll. I Vestur-Húnvatnssýslu er bær er nefnist Valdarás; ég hef lítils háttar leitað skýringar á þessu heiti, en einskis orðið vísari. Nefnd hefur verið stytting úr mannsnafni, - bærinn hafi upphaflega nefnst t.d. Þorvald- arás, en fróðir menn vilja ekki fallast á það. í Noregi er hérað eða sveit er nefnist Valdres sem kynni e.t.v. að tengjast fyrrgreindu bæjarnafni? Þar sem ég er nú að hripa þér þessar línur leyfist mér e.t.v., svona í leiðinni, að víkja örfáum orðum að kynlegum kvisti sem skrifað hefur þér og nefnir sig nútímamann (Mbl. 5. maí ’90). Mér virðist hann ekki mikill nútímamaður, þar sem hann tekur upp þráð manna sem ár og síð sífra um að mál vort eigi að reka á reiðanum eða vaða á súðum. Slíkir forneskjumenn hafa ávallt verið til, og eru raunar arftakar Bjarna Jónssonar, rekt- ors í Skálholti (f. 1725), sem taldi rétt að afnema íslensku, en setja dönsku í staðinn. Nútímamaður þinn virðist einn sporgöngumanna hans, sem temja sér löngu úreltar skoðan- ir. Kann þó að vera hér einhver stigsmunur, en ekki eðlis. En viðleitnin leynir sér ekki, - sú að spilla tungu vorri. Þá þykir mér þú taka full vægilega á pilti(?), þar sem þú telur bréf hans vel stflað. Mér virðist fleira ambögulegt en að nefna öld árhundrað, upp á dönsku. Hann segir einnig orð- rétt: „Gerir þú þér virkilega ekki grein fyrir því. ..“ — Þetta (virkilega) tel ég hvimleitt lafa- trúss úr lágþýskri dönsku. Þá er helst svo að sjá að „pilt- ur“ telji einhvern andvígan því að máíið breytist í rás tímans. Á þetta að nefnast frumleg hug- mynd? - Ég veit ekki betur en þorri manna sé á sama máli um þá sjálfsögðu staðreynd að málið er sífellt að breytast og þróast, - nema hvað? Sem betur fer var ekki tekið mark á tillögum Bjama rektors, og þá ekki heldur á úreltum hugmyndum jábræðra hans. Læt ég svo lokið spjalli um ómerkilegt efni, en aðalatriðið „blífur", - hvað merkir bæjar- nafnið Valdarás? Bestu kveðjur." ★ Umsjónarmaður þakkar Kjartani Ragnars þetta sköru- lega bréf og önnur fyrri. Ég hef talsvert reynt til þess að fá skýr- ingar á nafninu Valdarás, en ekki haft erindi sem erfiði. Verð ég nú að vísa þessum vanda til ykkar, lesenda þáttarins. ★ Þá segir Sigursteinn H. Her- sveinsson ( Reykjavík m.a. í mjög vinsamlegu bréfi til þáttar- ins: „Margfaldar þakkir fyrir fróð- lega og örvandi þætti þína um íslenskt mál og mannanöfn. Tvær konur í fornsögum okkar hafa viðurnefnið „mannvits- brekka“, þær Jórunn, dóttir Ket- ils flatnefs, og Ástríður Móðólfs- dóttir. Mig langar til þess að spyija þig hvaða merkingu þetta viður- nefni hafði, Stundum hafa menn notað þetta orð, mannvits- brekka, í ræðum og einstaka greinum en einhvern veginn ekki á sannfærandi hátt...“ Ég færi Sigursteini þakkir fyrir trygjgð hans og velvild við þáttinn. Eg held að viðumefnið mannvitsbrekka hafi merkt vit- ur kona. Andstæður koma fram í því, að Ketill sonur hennar var nefndur „inn fíflski“. Kannski hafa líka heiðnir menn valið honum þessa einkunn, af því að hann var kristinn. Ég hef orðið þess var, eins og Sigursteinn, að orð þetta er stundum haft í háði nú á dögum. Á sama hátt finnst mér að menningarviti sé ekki alltaf haft mönnum til raunverulegs hróss. ★ „Þess háttar sjóreita kalla þeir mið. Skal þá renna léttri línu út af borðveginum niður í djúpið og festa stein með neðra enda, að hann leiti grunns. Þar með skal fylgja bogið járn, er menn kalla öngul, og þar á skal vera agnið til blekkingar fískin- um. Og þann tíma sem hann leitar sér matfanga og yfir gín beituna, grefur oddhvasst og uppreitt járnið hans kjaft. Síðan fiskimaðurinn kennir hans við- urkvámu og kippir að sér vaðin- um, dregur hann svo að borði og upp í skip. Er þessi fjárafli svo guðgefinn, að hans tilferð er ei greiðari en nú var greind, og þó allt eins verður svo mikið megn þessarar orku, að öreigar verða fullríkir. Má og öll lands- byggð síst missa þessarar gjaf- ar, því að þurr sjófiskur kaupist og dreifist um öll héruð.“ (Úr Sögu Guðmundar Ara- sonar eftir Arngrím Brands- son (d. 1361).) ★ Salómon sunnan kvað: Hún Alvilda Berfjörð var alltaf spræk og úrskurðuð burtu frá Malta ræk. Eftir lausung og geim hún svo lurfaðist heim að sinn’ um hund, sú og grísi á Galtalæk. ★ Auk þess langar mig til að vita á hvaða árum „fertugasti tugurinn" var, en á hann var minnst í dagskrárkynningu ný- lega. Var þetta á ensku: „in the fourties"? Hitt man ég að frændi minn sagði á sínum tíma, að amma sín væri komin „á hundr- aðasta tuginn".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.