Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNI 1990 mmám , Jizcib er &c?inlegcL c& þér?Bg er a& Leita. abái//'sanaheftinum'mu!" . . . að ýta við bakið á henni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Þú mátt slökkva ljósið, læknir! HÖGNI HREKKVÍSI Ekki vanþörf á eft- irlitsmönnum Misheppn- að framboð Til Velvakanda. Nú að loknum kosningum undrar mig það mest hversu mörgum at- kvæðum Nýr vettvangur náði að smala saman. Þjóðin virðist ekki upp úr því vaxin enn þrátt fyrir tvær sjónvarpsstöðvar að kjósa vinsæla fréttamenn í áhrifastöður. En þetta virðast einhvers konar séreinkenni á íslensku þjóðinni. Ef Hemmi Gunn færi í framboð er ég viss um að hann fengi mörg atkvæði hvar sem hann lenti á lista. Margir héldu að það myndi skemma fyrir Nýjum vettvangi að um klofningsflokk var að ræða utan úr Alþýðubandalaginu en aðrir að þessi nýi listi myndi græða öll ósköp- in á því. Allir héldu að Nýr vettvang- ur myndi gera út af við Kvennalis- tann enda munaði mjóu og setti það sinn svip á kosninganóttina. Þegar upp er staðið virðist Nýr vettvangur lítið hafa gagnað sem allra meina bót við klofningnum til vinstri. Þvert á móti virðist þetta brölt í þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Jóni Baldvin ætla að leiða til þess að til verði tvö Alþýðubandalög innan skamms og þótti víst flestum nóg að eitt væri starfandi. Guðmundur Til Velvakanda. Fyrir nokkru gerðist sá alvarlegi atburður á flugi um borð í vestur- þýskri Boeing 737-þotu að stýris- hjólið datt af. Við athugun reyndist vanta geirnagla (splitti) í kastalaró sem heldur stýrishjólinu á sínum stað. Fyrirskipuð var neyðarskoðun á öllum Boeing 737, 400 og 500, og þar með taldar flugvélar Flug- leiða sem reyndust þó hvergi hafa lausa skrúfu það best var séð. En ný vél sem beið eiganda síns við verksmiðjuna í Bandaríkjunum reyndist þó hafa sama galla og sú fyrstnefnda. Oft er það þegar nýjar vélategundir eru teknar í notkun virðist svo sem tilraunatímabilinu sé ekki lokið og kaupendur séu látn- ir sjá um afganginn. Auðvitað er hér ekki átt við kast- alaróna sem hver vélaviðgerðamað- ur getur séð að hefur losnað vegna vítaverðs kæruleysis samsetningar- manna í verksmiðjunni. Annað er það þegar túrbínudiskar mótanna í sumum gerðum Boeing-vélanna reyndust stórhættulegir, þar sem þeir höfðu ekki nægan styrkleika. Þá eru þess dæmi að af sumum gerðum véla hafa hreyflar hreinlega rifnað af vængjum véla og fallið til jarðar, orsakir taldar ranglega hannaðar festingar o.s.frv. Undirritaður las viðtal Valgerðar P. Hafstað í Morgunblaðinu í mars sl. við þá Ólaf Marteinsson og Bald- ur Bragason, eftirlits- og skoðunar- menn Flugleiða í Seattle í Banda- ríkjunum, en þá var smíði fyrstu 757-200-þotu Flugleiða að Ijúka. Það kom fram í viðtalinu að ekki hefðu öll flugfélög skoðunarmenn á staðnum til að fylgjast með smíði véla sinna. Baldur upplýsti t.d. að nýiega .er hann átti leið fram hjá tveimur mönnum er unnu að frá- ganginum, þá heyrði hann annan manninn segja: „Það þýðir ekkert að kasta til höndunum þegar Flug- leiðir eru annars vegar, en það er alveg hægt að leyfa sér það við aðra.“ Af þessum einkennilegu og jafnframt furðulegu ummælum starfsmanns í virtri flugvélaverk- smiðju má ráða að ekki mun vera vanþörf á fyrir kaupendur flugvéla að hafa vel hæfa skoðunarmenn til að fylgjast með gangi mála yfir smíðatímann! Astæða er til að ætla að þetta hafi þá vel til tekist hjá Flugleiðum. J. Gunnarsson Þessir hrinfídu .., Geitungar Kona hringdi: „Fyrir nokkru birtist frétt í Morgunblaðinu um að fólk hefði hringt til lögreglu vegna ásóknar geitunga í heimahúsum. Ég vil benda fólki á einfalda aðferð til að losna við geitunga, að sprauta á þá hárlakki." Kvótafrumvarpið Lárus hringdi: „ Hvernig stendur á því að háttvirtir þingmenn okkar Islend- inga samþykkja kvótafrumvarp sem felur það í sér að ákveðinn hópur manna er gerður að eigend- um fiskistofnanna og jafnframt að milljónamæringum. Eru það persónulegir hagsmunir þing- manna sem þar ráða gerðum?“ Kettlingar Fjórir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 673084. Fjórir fallegir þriggja mánaða gamlir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 44245. Gullarmband Fimm ára stúlka tapaði gull- armbandi fyrir nokkru. A plötunni stendur Suse Rut. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 673039. Húfa Græn skyggnishúfa tapaðist á leiðinnni frá Sundhöll Reykjavíkur að Sjafnargötu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 44052. Víkverji skrifar Inýju símaskránni er auglýst ný upplýsingaþjónusta Pósts og síma. Með því að hringja í nokkur símanúmer sem öll byija á 99 er hægt að fá lesnar dagskrár sjón- varpsstöðvanna, úrslit í getraunum og lottó, umfjöllun um kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar, íþróttafréttir og popp-vinsældalista. Einnig er mög- ulegt að hlusta á veðurspá fyrir mismunandi spásvæði Veðurstof- unnar og upplýsingar um flugveð- urskilyrði. Þetta er skemmtileg ný- breytni og stundum gagnleg. Hins vegar varar Víkveiji símnotendur við því, að það er dýrt að hringja í 99-númerin. í hveiju skrefí eru aðeins 12 sekúndur, en annars eru 240 sekúndur í einu skrefí innan- bæjar. Þegar hringt er í ofangreind númer kostar það því um 15 krónur á mínútu. Sé hlustað í t.d. 5 mínút- ur gera það 78 krónur, en 5 mín- útna samtal innanbæjar aðeins tæp- ar 7 krónur. Það er því ljóst að sé hin nýja þjónusta Pósts og síma notuð eitthvað að ráði munu þess sjást greinileg merki á símareikn- ingum notenda. Sérstaklega finnst Víkveija ástæða til að vara fólk við því að börn og unglingar ofnoti þjónustuna, en það virðist nokkuð ljóst að Póstur og sími reynir að höfða til þeirra. Þau gera sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir því hvað hlutirnir kosta. xxx Málfar fjölmiðlafólks er skiljan- lega ætíð mjög undir smá- sjánni. Einhæfur og klisjukenndur orðaforði fréttamanna Sjónvarpsins í kosningasjónvarpinu truflaði ann- ars ágæta fréttamennsku. Sífelldar endurtekningar á því að þessi og hinn frambjóðandinn „bankaði á dyrnar" voru ákaflega hvimleiðar, jafnvel þótt orðasambandið væri leiðrétt þegar líða tók á nóttina, þannig að bankað var á hurðina. Álíka þreytandi var að hlusta á fréttamennina senda einhvem bolta á milli sín. Annars var skemmtilegt að fylgjast með þeirri hörkukeppni sem var á milli sjónvarpsstöðvanna um kosningafréttir og myndræna framsetningu þeirra. í síðustu kosn- ingum vann Stöð 2 þann leik með yfirburðum, en núna finnst Vík- veija Sjónvarpið hafa vinninginn, sérstaklega hvað varðar tölvu- vinnslu og framsetningu talna í myndrænu formi. xxx * ■ Inýliðinni viku var sýning og ráð- stefna á vegum Göthe-stofnun- arinnar á uppbyggingu þýskrar iðn- og starfsmenntunar. Fáir efast um gæði þýskrar starfsmenntunar og því kom mörgum ráðstefnugestum á óvart, að í Þýskalandi er í megin- atriðum byggt á því sem sumir iðn- skólakennarar vildu kalla „gamal- dags“ meistarakerfí. Smám saman hefur meistarakerfí verið lagt niður hér á landi og starfsnámið flutt inn í iðn- og verkmenntaskóla að hætti skandinava. Samtímis hefur verk- menntun hrakað mjög. Það ætti því ekki að koma nokkrum manni á óvart, að krafan um að verknámið verði flutt út í fyrirtækin á ný heyr- ist æ oftar. Víkveiji er þess reyndar fullviss, að nútímalegt meistara- kerfí rísi á rústum núverandi verk- námskerfis á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.