Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 14

Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 Vextir og verðtrygging eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Nú er umræðan um afnám verð- tryggingar enn á ný farin af stað. Því er ástæða til að velta fyrir sér ýmsum hliðum hennar, s.s. hvers vegna hún kom til og hvaða efna- hagsleg áhrif hún hefur haft. Hvers vegna verðtrygging? Flestir geta verið sammála um að sparifjáreigendur eiga að fá ein- hveija umbun fyrir að vilja leggja peninga sína til hliðar og sömuleið- is að lántakendur greiði fyrir að fá þá peninga lánaða. Þess vegna höf- um við vexti, en í fijálsum hagkerf- •um sjá þeir um þetta hlutverk. I raun ætti það að vera siðferðileg skylda og kappsmál lýðræðisríkis að skapa þau skilyrði í hagkerfinu að sparifjáreigendur hafi góða möguleika til að ávaxta fé sitt með raunvöxtum. Hins vegar geta þau skilyrði skapast ef hagkerfið er til- tölulega miðstýrt, lokað og stirt í samkeppni — svo ekki sé talað um slælega peningamálastjórn — að möguleikar sparenda séu heftir með þeim afleiðingum að sparifé þeirra rýrnar í verðgildi án þess að þeir fái nokkuð að gert. Raunvextir eru m.ö.o. neikvæðir. Við slíkar aðstæð- ur getur verið nauðsynlegt að tryggja spariijáreigendum verð- tryggingu, og sú varð einmitt raun- in á hér á landi í byijun síðasta áratugar eftir langt og skammar- legt tímabil þar sem geigvænleg eignarupptaka átti sér stað. Af ofangreindu má ráða að meg- inforsenda fyrir afnámi verðtrygg- ingar er að valfrelsi sparifjáreig- enda sé tryggt, þ.e.a.s. að þeir geti valið um innlent verðtryggt eða óverðtryggt sparnaðarform og jafn- vel erlent sparnaðarform. í fijálsu hagkerfi er það fyrst og fremst mál sparifjáreigenda hvernig þeir vilja ávaxta sitt fé. Samfélagið á að hafa sem flesta möguleika opna í því skyni. Og í rauninni er það ekki í verkahring stjórnmálamanna í lýðræðisríkjum að ákveða hvaða sparnaðar- eða lánaform eigi að vera til staðar. Það er fyrst og fremst markaðarins, þ.e. sparenda, skuldara og bankakerfisins. Stjórn- málamaðurinn á enga kröfu á þetta fé, en hann hefur hins vegar sið- ferðilega skyldu að skapa efnahags- umhverfi sem tryggir sem flesta möguleika til sparnaðar svo ofan- greint markmið um raunávöxtun sé fullnægt á sem bestan hátt. Sú skoðun að afnema beri verð- tryggingu ef verðbólga hefur náð því að fara undir ákveðin mörk um ákveðinn tíma er einungis sjón- hverfing eða hagblinda, og hefur ekkert með kjarna málsins að gera. Það er fyrst og fremst frelsið til að ávaxta sitt fé í því formi sem maður æskir sem skiptir máli og er kjarni málsins. Meðan sá mögu- leiki er ekki fyrir hendi eða tryggð- ur er verðtrygging besti kosturinn í lokuðu og tiltölulega miðstýrðu hagkerfi og þess vegna kom hún til. Fyrsta skrefíð til að afnema verðtryggingu er því að auka val- frelsi sparifjáreigenda og að opna fyrir eðlileg vestræn fjármagnsvið- skipti við aðrar þjóðir. Þegar það skref hefur verið tekið og sparifjár- eigendur treysta því að unnið sé af heilindum kemur afnám verð- tryggingar með eðlilegum hætti í kjölfarið. Rétt er að leggja áherslu á, að spurningin hér er ekki aðeins um það hvort sparifjáreigendur hafi valfrelsi eða geti ávaxtað fé sitt erlendis heldur einnig og ekki síður um peningamála- og gengisstefn- una hér innanlands. Tekst okkur að taka upp skynsama stefnu í þess- um málaflokkum gagnstætt því sem raunin hefur orðið undanfarna ára- tugi? Náin efnahagsleg tengsl við aðrar þjóðir eða aukin fjármagns- viðskipti tryggja ekki lága verð- bólgu, en þau veita okkur mikil- vægt aðhald sem felst í því að slæ- leg hagstjórn leiðir til verulegrar íþyngingar fyrir rekstur efnahags- kerfisins miðað við fyrri tíma og neyðir okkur þar af leiðandi til var- færni og skynsamlegri hagstjórnar. Enn kunnum við lítt til verka í slíku samhengi, og sömuleiðis skortir mikið á að til séu virk hagstjörnar- tæki, því er óráðlegt að ana að hlut- unum áður en allir hnútar eru hnýttir. . Efhahagsleg áhrif verðtryggingar Að sinni verður ekki farið ýtar- lega út í greiningu á efnahagslegum áhrifum verðtryggingar, heldur lát- ið nægja að nefna helstu áhrifin. í fyrsta lagi er auðvelt að sýna fram á að peningalegur sparnaður hefur aukist verulegar í kjölfar verðtrygg- ingar og raunvaxta. Spariíjáreig- endur eru ekki í sama mæli og áður knúnir til að eyða sínu fé í neyslu, varanlegar vörur og stein- steypu. í öðru lagi hafa raunvextir sett harðar kröfur á fjárfestendur um skynsamlegri fjárfestingar, þótt víða örli enn á garnla rótgróna hugsunarhættinum. í framhaldinu má búast við mun minni íjárfesting- armistökum en verið hefur um ára- bil. í þriðja lagi gera raunvextir kröf- ur um arðsemi fyrirtækja. Við höf- um horft upp á það undanfarin misseri hvernig fyrirtæki sem ekki hafa staðist eðlilega arðsemi eða raunvexti hafa orðið undir. Önnur hafa endurskoðað sína starfsemi til að ná fram hagkvæmari rekstri og enn önnur hafa runnið saman í samá tilgangi. í vestrænum hag- kerfum er þetta ferlið að auknum og bættum lífskjörum. Það er lítill vandi að halda uppi fullri atvinnu og öllum fyrirtækjum í rekstri með tilfærslum eins og í Austur-Evrópu til skamms tíma, en það kemur fram í lakari lífskjörum til lengri tíma. Að síðustu hafa raunvextir dregið úr spillingu í sjóða- og bankakerf- inu, því nú er ekki til neitt ódýrt fjármagn til úthlutunar. Margt fleira mætti telja til, en það verður gert síðar á öðrum vettvangi. Aftiám verðtryggingar Það er langt frá því sama hvern- ig staðið er að afnámi verðtrygging- Jóhann Rúnar Björgvinsson „Sú skoðun að afiiema beri verðtryggingu ef verðbólga hefur náð því að fara undir ákveðin mörk um ákveðinn tíma er einungis sjónhverf- ing eða hagblinda, og hefur ekkert með kjarna málsins að gera.“ ar. Hún þarf að vera gerð með rétt- um hætti svo hún skaði ekki efna- hagsstarfsemina alvarlega. í fyrsta lagi gæti hún dregið verulega úr sparnaði þjóðarbúsins ef traust spariijáreigenda brestur vegna rangrar tímasetningar á ákvörðun- um, en slíkt gæti leitt til eftirspurn- araukningar og erlendrar skulda- söfnunar í ríkara mæli. í öðru lagi getur hún 'hvatt Ijárfestendur til óarðsamra ijárfestinga ef þeir sjá von í neikvæðum raunvöxtum. Það er stutt í hinn rótgróna verðbólgu- hugsunarhátt. Aukin eftirspurn í þessum tveimur tilfellum gæti ýtt undir þenslu og verðbólgu. í þriðja lagi æti hún rofið hið æskilega samband milli raunvaxta og arðsemi fyrirtækja með þeim afleiðingum að drægi úr hvöt fyrir- tækja til hagræðingar í formi end- urskipulagningar og samruna sem hefur verið svo ríkjandi að undan- fömu. í fjórða lagi gæti orðið um umtalsverða eignaupptöku að ræða hjá ómeðvitaðri spariijáreigendum. Við þekkjum vel siðleysi fyrri tíma og engin trygging fæst fyrst í stað þótt alþjóðleg ijármagnsviðskipti verði fijáls. Sumir nýta sér þau aðrir ekki. Höfuðspurningin er hvernig tekst til með hagstjórnina. í fimmta lagi vex óvissan og áhættan í kjölfar afnáms verðtrygg- ingar sem að líkindum leiðir til hærri nafnvaxta en annars. Slík hækkun íþyngir fyrirtækjum sem að hluta til geta velt þeim hækkun- um út í verðlagið. Hættan á verð- bólguáhrifum er því veruleg. Að síðustu skapast á ný forsendur fyr- ir spillingu í sjóða- og bankakerf- inu, og sömuleiðis viss möguleiki til að eyða gömlum syndum sem myndu opinberast fyrr eða síðar þegar ýmsir millifærslusjóðir þurfa að standa reikniskil gerða sinna. Lokaorð Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað vakir fyrir þeim stjórnmála- mönnum sem vilja afnema verð- trygginguna sem fyrst. Sú röksemd að sama eigi að gilda um laun og sparifé varðandi verðtryggingu hef- ur prófessor Ólafur Björnsson hrak- ið eftirminnilega í ýtarlegri grein í Morgunblaðinu. Þar sem meginrök- in liggja í því að sparifé sé stokk- stærð en laun flæðistærð. Það er ljótur leikur og umhugsunarverður ef menn eru að stofna í hættu þeim mikla árangri sem náðst efur á undanförnum árum með miklu starfi og fórnum einungis fyrir skammtíma lýðhylli eða atkvæði. Og full ástæða er til að vara við og taka alvarlega miðstýringar- áráttu sumra stjórnmálamanna, sem kemur fram í því að hafa vit fyrir öðrum. Hvað liggja mörkin í þeim leik? Hvað hugarfar liggur t.d. að baki þeirri skoðun að banna eigi verðtryggingu skuldbindinga til skemmri tíma en þriggja ára? í nýlegri skýrslu OECD koma fram í niðurstöðukafla þær ráðlegg- ingar að varhugavert sé að afnema verðtrygginguna nema verðbólga hafi haldist varanlega lág um nokk- urt skeið, sem er nokkur ár. Einnig koma fram þær ráðleggingar að aðilar lánamarkaðarins eigi sjálfir að ákveða hvaða sparnaðar- og lánaform þeir telji best. Enda er það ekki í hinum fijálsu hagkerfum í verkahring stjórnmálamanna að ákvarða hvernig aðilar á þessum markaði eða öðrum eigi að semja sín á milli. Ef þeir aðilar telja skyn- samlegast að semja um verðtrygg- ingu þá gera þeir það. Bönnin eiga heima í annars konar þjóðskipulagi. Að síðustu: kjarni málsins er sá að mikilvægast er að trúnaður og traust ríki milli aðila lánamarkaðar- ins. í því skyni þarf að skapa efna- hagslegt umhverfi sem styrkir og eflir slíkt traust. Liður í því er að auka valfrelsið á þann hátt að þeir geti gert þá samninga sem þeir æskja, og ekki síður það að koma á meiri ögun og skynsemi við pen- inga- og fjármálastjórn hér innan- lands eða m.ö.o. að efla fag- mennsku á því sviði, því aukin al- þjóða fjármagnsviðskipti tryggja á engan hátt lága verðbólgu. Ef þetta er haft að leiðarljósi kemur afnám verðtryggingar með eðlilegum hætti í kjölfarið, þ.e. aðilar lána- markaðarins fara að hegða sér með svipuðum hætti og meðbræður þeirra í hinum frjálsari hagkerfum. Höfundur er þjóðhagfræðingur. Forseti íslands komin heim frá Sovétríkjunum FIMM DAGA óopinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Sovétrikjanna lauk síðastliðinn miðvikudag. Vigdís opnaði sýningu á verkum íslenskra myndlistarmanna í Moskvu á mánudag og norræna myndlistarsýningu í Leníngrad á þriðjudag. Á sunnudag- inn sótti hún tónleika Sigrlðar Ellu Magnúsdóttur og Anatolii Safiullin í Rakhmaninovsalnum í Moskvu. Að sögn Ólafs Egilssonar, forsetaritari, viðstaddir fundinn. í sendiherra og fylgdarmanns for- setans í Sovétríkjunum, var Sigríði Ellu ákaflega vel tekið á tónleikun- um. Sigríður söng kunn íslensk lög en bassasöngvarinn rússnesk lög. Þess má geta að undirleikari á tónleikunum var einn af reyndustu undirleikurum Sovétmanna Davíd Ashkenazíjs, faðir Vladimírs As- hkenazíjs. Á mánudaginn sat forsetinn fund með Nikolaj, Ryzhkov for- sætisráðherra Soveíríkjanna. Auk þeirra voru Ólafur Egilsson, sendi- herra, og Komelíus Sigmundsson, samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ólafur að forsætisráðherran hefði lagt áherslu á að halda við- skiptum við Island og auka þau fremur en minnka. Þá sagði for- sætisráðherrann að flótlega ætti að vera hægt að ganga frá við- skiptasamningi milli landanna fyr- ir árið 1991-1992 en fimm ára viðskiptabókun íslands og Sóv- étríkjanna rennur út um næstu áramót. Vigdís Finnbogadóttir kom til Reykjavíkur frá Leníngrad síðdeg- is á miðvikudag. •O _______" Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa___ SKULDABRÉF LÝSINGAR HF. 2. FL. A. 1990 Heildarnafnverð: 50.000.000,- kr. 2. FL. B. 1990 Heildarnafnverð: 50.000.000,- kr. Gjalddagi: 15.06.1994 Gjalddagi: 15.06.1995 Einingar bréfa: 100.000,- kr. Verðtrygging og ávöxtun: Bréfin eru verðtryggð miðað við hækkun lánskjaravísitölu. Ársávöxtun umfram verðtryggingu er 7,5% ■ Allar nánari upplýsingar veita söluaðilar, sem eru: Landsbréf hf. Búnaðarbanki íslands Umsjón með útboði: Landsbréf hf. LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur meö okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.