Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
17
læknismeðferð mikið betur. Lýsti það
sér í minni aukaverkunum af með-
ferðinni, t.d. minni hármissi og al-
mennt betri líðan. (Acta Chemica
Scandinavica 24/1970.)
Lyfjanefnd hefur bannað innflutn-
ing og sölu hákarlalýsis hérlendis.
Mér er ljóst að ákveðin tregða og
íhaldssemí vill oft einkenna eftirlits-
stofnanir sem löggjafinn setur á lag-
girnar. Við erum almennt sammála
því að eftirlit sé nauðsynlegt, en allt
er best í hófi, líka eftirlit. Hákarla-
lýsi er ekkert undralyf heldur gam-
alt húsráð og hollustuefni sem forfeð-
ur okkar þekktu, þó að þeir vissu
ekki að í því eru alkoxyglycerólar,
efni sem hvergi finnst í meira magni
en í bijóstamjólk.
Hákarlalýsi og lyfjaefitirlit
Það virðist eðli margra yfirvalda
og stofnana að reyna sífellt að auka
umsvif sín og vald. Því miður er það
líka svo að embættismönnum er ekki
öllum jafnlagið að sjá fyrir sér heild-
ina, heldur virðist stundum það
þrönga og afmarkaða svið, sem þeim
hefur verið skammtað, byrgja alla
sýn á aðrar hliðar mannlífsins. Eg
er sannfærður um að ef meðlimir
Lyfjanefndar ættu jafn oft viðræður
við fólk, sem linar þrautir sínar með
náttúruefnum sem það verður sér
úti um frá nágrannalöndunum,
myndu þeir fara ser hægar í bann-
færingum sínum. Ég efast ekki um
samviskusemi nefndarmanna, en
stundum eru mörkin á milli dugnaðar
og offara óljós, næstum eins og tvær
hliðar á sama hlutnum eftir því hvor
hliðin snýr við þeim sem talar.
Höíundur er framkvæmdastjóri
Heilsuhússins.
Nú um helgina er síðasta sýningarhelgi á sýningu Sigurðar Sigurðs-
sonar í FÍM-salnum.
Sigurður Sigurðsson í FÍM-salnum:
Síðasta sýningarhelgi
SÝNINGU á málverkum Sigurðar
Sigurðssonar í FIM-salnum á
Listahátíð í Reykjavík 1990 lýkur
19. júní.
Á sýningunni eru aðallega ný
landslagsmálverk, auk nokkurra
eldri málverka sem fengin voru að
láni.
Þetta er sölusýning og er hún
opin kl. 14.00-18.00 alla daga.
eftir Örn Svavarsson
Guðrún S. Eyjólfsdóttir lyfjafræð-
ingur, starfsmaður Lyfjaeftirlits
ríkisins, ritar grein í Morgnblaðið
16. maí sl. til varnar þeirri ákvörðun
að banna sölu á Ecomer hákarlalýsi
sem undanfarin ár hefur verið notað
með góðum árangri í sambandi við
krabbameinslækningar og reyndar
gegn ýmsum öðrum sjúkdómum.
Bannið hefur mælst illa fyrir, enda
hefur það bakað sjúklingum ómæld-
an kostnað og fyrirhöfn að þurfa að
láta ættingja og kunningja kaupa
fyrir sig lýsið í matvöruverslunum
nágrannalandanna og flytja hingað.
Auk þess hafa ekki allir jafngóða
möguleika á slíku.
Sölubannið hefur mjög verið gagn-
rýnt í lesendadálkum dagblaðanna
að undanförnu og er það líkast til
skýringin á því að starfsmaður Lyfja-
eftirlitsins bregst nokkuð hart við til
varnar. Eftir því sem mér skilst telur
Guðrún tvennt styðja best ákvörðun-
ina um lýsisbannið: a) að hákarla-
lifrarolía sé ekki náttúruleg afurð,
af því að hún sé unnin úr hákarla-
lýsi „með ýmsum efnafræðilegum
aðferðum" og b) að hætta á auka-
verkunum sé of mikil til að hægt sé
að leyfa sölu á hákarlalifrarolíu.
Guðrúnu gengur eflaust gott eitt
til, enda sannfærð um sína skoðun.
Merkileg er sú kenning hennar að
hákarlalýsið sé ekki náttúruafurð og
aðferðin við að komast að þeirri nið-
urstöðu frekar orðaleikur en rök-
semdafærsla. Staðhæfingu hennar
er svarað með því að lýsið er vita-
skuld hreinsað og síðan þétt til að
fá sem mest af alcoxyglycerolum,
efninu sem sóst er eftir. Þetta er
gert með aðferðum sem eru staðlað-
ar fyrir matvælaiðnaðinn, t.d. er
Omega-lýsið unnið með svipuðum
aðferðum og telst þó til vinsælli nátt-
úruafurða hérlendis.
Kenningin um hugsanlegar auka-
verkanir Ecomer á rætur að rekja
til athugunar sem gerð var á vegum
sænskra heilbrigðisyfírvalda árið
1988. Á þeim tíma munu rösklega
100.000 Svíar hafa notað Ecomer
að staðaldri. Læknar voru beðnir um
að svipast um eftir hugsanlegum
aukaverkunum af Ecomer og á
Örn Svavarsson
„Yið erum almennt
sammála því að eftirlit
sé nauðsynlegt, en allt
er best í hófí, líka eftir-
lit.“
næstu þremur mánuðum voru skráð
29 tilfelli þar sem grunur lék á um
slíkt. Meintar aukaverkanir voru ex-
em, lifrarbreytingar, blóðbreytingar
og blóðtappi.
Harðar deilur spunnust í Sviþjóð
um athugun þessa og spurðu bæði
lærðir og leikir t.d. hvort skynsam-
legt væri að svo fá tilfelli hugsan-
legra aukaverkana ættu að geta
komið í veg fyrir að svo margir sjúkl-
ingar fengju náttúruefni sem vel
virðist hafa gagnast í baráttunni við
þann sjúkdóm er læknavísindin hafa
svo oft staðið ráðþrota gegn. Bentu
ýmsir á að ef svo fá tilfelli hugsan-
legra en ósannaðra aukaverkana
hefðu komið fram hjá skráðu lyfi,
væri það til marks um öryggi þess
og ágæti.
Sannleikurinn er sá að ekki hefur
tekist að sýna með óyggjandi rökum
fram á samband milli Ecomer og
aukaverkana í neinu hinna 29 tilfella
og meira að segja er niðurstaða
aukaverkananefndar sænska lyfja-
eftirlitsins sú að í u.þ.b. helmingi
þeirra sé samband við Ecomer afar
ólíklegt. Eftir stóðu 16 tilfelli þar sem
aukaverkanir voru taldar hugsanleg-
ar, blóðtappi í einu tilfelli, blóðbreyt-
ing í einu, lifrarbreyting í einu og
húðerting hjá þrettán.
Eins og Guðrún bendir á voru einn-
ig kallaðir til „færustu sérfræðingar
Svía á sviði læknis- og lífeðlisfræði"
til að „rannsaka mjög ítarlega" til-
fellin 29. Meirihluti þessara sérfræð-
inga komst að þeirri niðurstöðu að
3 tilfelli húðertingar væru möguleg,
2 tilfelli óumdæmanleg en aðrar
aukaverkanir hinna 24 tilfella afar
ólíkleg. Þessa niðurstöðu túlkar Guð-
rún svo að „ekki sé hægt að útiloka
samband á milli notkunar Ecomer
og aukaverkananna“. Þar sem ofan-
greindar upplýsingar eru úr skjölum
sem Guðrún sendi mér sjálf ætti hún
að vita betur en að tala um „30-40
skýrslur um alvarlegar aukaverkan-
ir“.
Hræddur er ég um að fleiri en 3
og fleiri en 16 af hverjum 100.000
íslendingum hafi ofnæmi fyrir einni
eða annarri algengri matvælategund,
nefnum t.d. mjólk og mjólkurafurðir.
Ekki síst á það við um smábörn. Ef
einhverjum þykir langsótt að líkja
saman mjólk og hákarlalýsi, leyfi ég
mér að benda á að hvoru tveggja eru
náttúruafurðir sem eiga sér langa
hefð á íslandi og þó að margir hafi
ofnæmi fyrir mjólk, hefur engum lif-
andi manni dottið í hug að banna
sölu hennar og kippa henni yfir í
lögsagnarumdæmi lyfjaeftirlitsins.
Þrátt fyrir efasemdir nokkurra
embættismanna er stór hópur lækna
og annarra starfsmana í heilbrigðis-
þjónustu sannfærður um að Eco-
mer-lýsi sé áhrifaríkt í baráttu við
krabbamein og fleiri sjúkdóma. Eco-
mer var m.a. notað á Radiumhem-
met við Karolinska spítalann í Stokk-
hólmi í sambandi við krabbameins-
lækningar um þúsund sjúklinga án
þess að nokkur dæmi fyndust um
aukaverkanir. Tilraunin benti þvert
á móti til þess að dánartíðni þeirra
sjúklinga sem fengu Ecomer fyrir
og jafnhliða læknismeðferð var lægri
en hinna sem ekki fengu Ecomer.
Auk þess þoldu þeir sjúklingar alla
Hvort sem þú þarft ad þerra tár afjlitlum vanga
þurrka vökva sem hellist niður eða strjúkd vætu af
matvælum gerir SERLA eldhúsrúllan gott úr öllu.
Þú gætir hugsanlega fundið einhverja eldhús-
rúllu sem kostar færri krónur en það er ekki þar með
sagt að hún vinni jafn vel.
Gæði pappírsins gera það að vefkum að hani
handfang
SERLA Himmelfcjlá, hvítar. 2 eða 4 rúllur í pakka.
SERLA Bella, hvítar með munstri. 2 eða 4 rúllur í pakka.