Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 18

Morgunblaðið - 15.06.1990, Page 18
18 MORGUNBLÁÐÍÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 Mexíkansk- ur hundur Frumlegt músíkleikhús frá Hollandi sýnir á Listahátíð um helgina eftir Egil Helgason Það er kannski nokkuð djörf tilraun hjá Listahátíð að bjóða hingað heim heilum þremur leik- hópum frá útlöndum, og í ofaná- lag stórum ballettflokki. Stjórn Listahátíðar virðist þó ætla að sleppa með skrekkinn — og gott betur. Prýðileg aðsókn var að sýn- ingum Lilla Teatem í íslensku óperunni. Aðsókn að Kantor tók svo vel við sér að uppselt var á tvær síðari sýningar Cricot 2 leik- hússins. Og Ioks hefur bókstaf- lega verið slegist um miða á sýn- ingar Helga Tómassonar og dans- ara frá San Francisco ballettnum. Nú er svo von á enn einum leik- hópnum, líklega þeim sem hefur hvað léttast og fjörlegast yflr- bragð. Þetta er Mexíkanskur hundur, músíkleikhús frá Hol- landi, sem samanstendur af hópi leikara, myndlistarmanna, tónlist- armanna og manna með ríkulegt hugvit. í leiksýingunni Norður- bærinn blandast saman rokk- músík, söngur og leikur, kvik- myndir, einstæð lýsing og alls kyns uppátæki í eina frumlega og sprenghlægilega heild. Að sögn gagnrýnenda er áhorfandinn staddur einhvers staðar miðja vegu milli gamaldags óperu og nútíma rokktónleika — með við- komu í heimi teiknimyndasögunn- ar. Mexíkanskur hundur er leikhús sem ekki á sér neinn fastan sama- stað. Hópurinn flakkar á milli leik- húsa, og er það í raun þrekvirki miðað við þá flóknu umgjörð sem hann býr verkum sínum. A síðustu árum hefur hópurinn verið á far- aldsfæti víðs vegar um heiminn og meðal annars sýnt í Sovétríkj- unum, Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi. Hingað kemur svo hópurinn frá listahátíðinni í Glas- gow, en í júlí sýnir Mexíkanskur hundur í Lundúnum. Gagnrýnendur hafa skrifað að Norðurbærinn sé grátbroslegt og dálítið ósvífið ákall gegn heimsku og þröngsýni. Leikurinn gerist í nýbyggðu hverfi steinsteypu- gímalda, sem í raun gætu verið í hvaða stórborg sem er, austan tjalds eða vestan. Þama býr hin ofvemdaða söguhetja Faas, kúg- aður fangi afskiptasamra og for- pokaðra foreldra. Faas þessi hefur í raun ekkert samband við um- heiminn, nema í gegnum ofurlitla gluggabora. Úr sínum eigin glugga horfír hann á aðra glugga, 23 að tölu. En hann elur með sér stóran draum. Hann vill verða málari og mitt í allri steinsteyp- unni dreymir hann um að mála bændur — vinnulúna bændur. Nafnið Mexíkanskur hundur gefur kannski til kynna hvílík ólík- indalæti leikhúsgestir eiga í vændum. Á frambýlingsáram hljóðvarps í Hollandi máttu hlust- endur búa við annarlegt ýlfur og spangól sem barst úr viðtækjum. í daglegu tali gekk þetta tækni- lega vandamál undir heitinu „mexíkanskur hundur". Hálfri öld síðar og Iöngu eftir að mexíkan- skir hundar sungu sitt síðasta í „Mexíkanskur hundur er leikhús sem ekki á sér neinn fastan sama- stað. Hópurinn flakkar á milii leikhúsa, og er það í raun þrekvirki miðað við þá flóknu umgjörð sem hann býr verkum sínum.“ hollensku útvarpi varð hér til nafn á leikhúsi. Á tíu ára starfstíma mun hópurinn líka hafa komist að því að vestur í Mexíkó eru til gæflyndar skephur sem einmitt bera heitið mexíkanskir hundar. Mexíkanskur hundur er í raun hálfgert fjölskyldufyrirtæki eða bræðrabandalag. Aðaldriffjaðrir hópsins era þrír bræður, Alex, Marc og Vineent van Warmerd- am. Alex hlýtur að teljast forsp- rakkinn, því hann erþeirra fjölhæ- fastur; leikritahöfundur, sviðs- hönnuður, leikari og leikstjóri. Auk þess þykir hann hinn prýði- legasti listmálari. Marc er leikari, en líka framkvæmdastjóri hóps- ins. Vincent semur tónlistina og spilar á gítar. Að eigin sögn leysa þeir öll ágreiningsmál í mesta bróðemi — eða að minnsta kosti í bróðurlegri togstreitu, sem líklega er ennþá ftjórri aðferð. Aðrir meðlimir hópsins era varla neinir eftirbátar bræðranna. Leikkonan Loes Luca hefur fengið nafnbótina „fyndnasta kona í Hollandi". Leikarinn Aat Celen er leikstjóri og þar að auki eftirs- óttur kvikmyndaleikari. Og Christian Muiser þykir einhver slyngasti trymbill austan megin Norðursjávar. Sýningar Mexíkanska hundsins í Borgarleikhúsi éra á föstudags- og laugardagskvöld, og hefjast kl. 21.30 vegna leikja fyrr um kvöldið í heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Leikið er á ensku. Höfundur er blaðafulltrúi Listaliátíðar. Starflist- smiðju sýnt í Gerðubergi SÝNING á starfi listsmiðjunnar „Gagns og gamans“ verður opn- uð í menningarmiðstöðinni Gerðubergi laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Starf listsmiðjunnar hefur verið atriði á Listahátíð í Reykjavík 1990 og tuttugu böm á aldrinum sex til ellefu ára tóku þátt í því að þessu sinni. Meginviðfangsefni smiðjunn- ar var hafíð sem umlykur ísland. Við opnun sýningarinnar verður fluttur leikþáttur sem bömin hafa samið og nefnist „í hafsins djúpi“. Sýningin mun standa í menning- armiðstöðinni Gerðubergi til 22. júní og er öllum opin alla daga frá kl. 9.00 til 21.00. Aðgangur er ókeypis. Riða hefur ekki fiindist í kúm hérlendis RIÐUVEIKI hefúr aldrei orðið vart í nautgripum hérlendis að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis á Tilraunastöðinni að Keldum, en eins og fram hefúr komið hefúr riðu víða orðið vart í nautgripum á Bretlandi. Sigurður sagði að talið væri að riða hefði borist í nautgripi á Bret- landi úr kjöt- og beinamjöli, sem unnið var úr sláturúrgangi, og síðan notað í kjamfóður. Hér á landi hafí hins vegar verið bannað að nota sláturúrgang sem riðuhætta stafaði af við kjamfóðurgerð árið 1978, þar sem óttast hafí verið að sjúk- dómurinn gæti borist milli dýrateg- unda. „Við vonumst til þess að það hafí orðið til þess að þetta komi ekki upp hér á landi, en nautgripir og sauðfé hefur verið í miklu ná- býli sumsstaðarm, og vissulega er það ekki hættulaust. Við höfum því áhuga á að fá heilasýni úr kúm frá riðubæjum, og eins að frétta af því ef einhver torkennileg einkenni þessu lík koma fram í nautgripum." SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI 3 * => <

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.