Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.06.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 Leiðtogafundur EFTA: Óánægj uöldurnar hafa veríð lægðar Gautaborg. Frá Kristófer M. Kristinssyni, ÞAÐ var létt yfir leiðtogum ríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) að loknum fundi þeirra í Gautaborg í gær. Á fundinum hafði tekist að Iægja þær óánægjuöldur sem verið hafa innan bandalagsins og sú tauga- veiklun sem einkennt hefúr starf- semina undanlarið er úr sög- unni. Tveir fulltrúar úr fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB), Jacques Delors og Franz Ándriessen, sátu fundi með EFTA-ráðherrum og fiuttu þeim árnaðaróskir frá Brussel vegna 30 ára afmælis EFTA. Þrátt fyrir hátíðarstemmningu er ljóst að EFTA-ríkin eiga mik- ið starf óunnið ef ljúka á samn- ingum um Evrópska efiiahags- svæðið (EES) fyrir lok þessa árs. Auk fundar leiðtoganna héldu utanríkisráðherrar EFTA fund með Andriessen og þingmannanefnd bandalagsins átti fund með Willy de Clercq, formanni utanríkisvið- skiptanefndar Evrópuþingsins, und- ir forsæti Matthíasar Á. Mathiesens alþingismanns. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að mikið starf væri óunnið innan EFTA, sérstaklega hvað varðaði samstöðu um ákvarðanir og ýmis framkvæmdaatriði Evrópska efna- hagssvæðisins. Hann sagðist telja að ekki myndi reyna mjög á hvern- ig ákvörðunum yrði háttað þegar búið væri að koma EES á fót. Hann sæi ekki fram á að taka þyrfti margar ákvarðanir eða setja marg- ar reglugerðir innan EES. I sínum huga væri ekki útilokað að sam- komulag næðist um gagnkvæmt neitunarvald EFTA og EB við nýjar ákvarðanir. Steingrímur sagðist hafa ítrekað kröfur íslendinga um fullt frelsi í viðskiptum með sjávar- afurðir og sömuleiðis fyrirvara þeirra gagnvart yfirþjóðlegum stofnunum. Hann kvaðst telja af- nám tolla á sjávarafurðir mikilvægt vegna þess að eins og þeim væri nú háttað stuðluðu þeir að hráefnis- útflutningi frá íslandi. Hann væri hins vegar sannfærður um að þörf- in fyrir sjávarafurðir á mörkuðum EB ætti eftir að vaxa mikið í fram- tíðinni og um þessar mundir væru það neytendur í Portúgal og á Spáni sem greiddu þessa tolla. Steingrím- ur lagði áherslu á að einna mestu máli skipti fyrir íslendinga að fá aðild að samstarfi Evrópuríkjanna um vísindi, rannsóknir og mennta- mál. Á þessum sviðum væri sam- starf við aðrar þjóðir íslendingum nauðsynlegt. fréttaritara Morgunbladsins. Matthías Á. Mathiesen, annar fulltrúa Alþingis í þingmannanefnd EFTA, sagði að á fundinum með Willy de Clercq hefði verið fjallað um hlutverk þingmanna í væntan- legu samstarfi EFTA við EB. Það lægi ljóst fyrir að Evrópuþingið hefði hafnað þeirri hugmynd að setja á fót formlegt samstarf með þingmönnum frá EFTA-ríkjunum. Evrópuþingið kærði sig ekki um afskipti af því tagi sem væru líkleg til að draga úr völdum og áhrifum þingsins innan EB. Þeir sæju enga ástæðu til að deila áhrifum sínum með EFTA-þingmönnum. Það hefði kömið í ljós að Evrópuþingið legði áherslu á góðan árangur í væntan- legum samningaviðræðum EFTA við EB. Evrópuþingið væri tilbúið til samstarfs við þingmenn frá EFTA-ríkjunum en ekki innan stofnana sem gætu haft áhrif á ákvarðanir þingsins. Willy de Clercq sagði á blaðamannafundi að sér virtist að sá þáttur yfirlýsingar leið- toga EFTA sem fjallaði um sameig- inlegar ákvarðanir myndi mæta mikilli andstöðu, a.m.k. á Evrópu- þinginu. Reuter Berlínarmúrinn burt fyrir mánaðamót Austur- og vestur-þýskir verktakar hófu í fyrradag að bijóta niður það, sem eftir er af Berlínarmúmurn og á verkinu að vera lokið fyrir 1. júlí. Þá tekur vestur-þýska markið við sem gjaldmiðill beggja ríkjanna. Stefnt er að því, að Berlín verði höfuðborg sameinaðs Þýska- lands en nú eru að vakna raddir um, að best sé að sameiningin ger- ist strax á þessu ári og alþýskar kosningar verði í desember. * Deila Israela og Palestínumanna: Bandaríkja- menn deila á báða aðila Washingfton. Jerúsalem. Reuter. MARLIN Fitzwater, blaðafúlltrúi Bandaríkjaforseta, neitaði því í gær að Bandaríkjastjórn héldi Israela eina ábyrga fyrir því að hindra friðarviðræður í Miðaust- urlöndum. Fitzwater sagði hins vegar að inn- an stjórnar George Bush, forseta, væru uppi efasemdir um það hvort ísraelska stjómin hefði áhuga á frið- mælast við Palestínumenn.. „Þessar efasemdir eiga reyndar við um báða aðila deilunnar," sagði Fitzwater. í fyrradag gagnrýndi James Ba- ker, utanríkisráðherra, ný skilyrði sem stjórnvöld í ísrael hefðu sett fyrir friðarviðræðum við fulltrúa Palestínumanna. Sagði hann að Bandaríkjamenn myndu hætta til- raunum til þess að koma friðarvið- ræðum í kring nema stjórn Yitzhaks Shamirs, forsætisráðherra, sýndi meiri sveigjanleika í afstöðu sinni. Eftir myndun hinnar nýju harðlínustjórnar sinnar setti Shamir þau skilyrði að fulltrúar Palestínu- manna yrðu að samþykkja áætlun um takmarkaða sjálfstjórn hem- umdu svæðanna áður en friðarvið- ræður gætu hafist. Sænska þingið samþykkir umbætur í skattamálum: Horfið frá því að refsa laun- þegum fyrir að vinna mikið Stokkhólmi. Frá Claes von Ilofsten, fréttaritara Morgunblaðsins. VORÖNN sænska þingsins lauk í gær með því að samþykktar voru umfangsmestu umbætur sem gerðar hala verið á skatta- kerfinu á þessari öld. Minnihluta- stjórn jafnaðarmanna náði tillög- unum fram með stuðningi annars borgaralegu flokkanna, Þjóðar- flokksins. Megin breytingin er sú að nú verður mönnum ekki refs- að fyrir að vinna og dýrara verð- ur að lifa á lánum. Frá og með næstu áramótum mun aðeins lítill hluti sænskra launamanna greiða tekjuskatt, samkvæmt nýju skattalögunum, eða aðeins þeir sem hafa yfir 180.000 sænskar krónur í ársiaun, jafnvirði 1,8 milljóna íkr. Þeir sem hafa tekjur umfram þessa upphæð þurfa að greiða 20 krónur af hverj- um eitthundrað í tekjuskatt. Útsvar af öllum tekjum verður 30% og því verður hæsti beini skattur sem há- launamenn þurfa að greiða 50%, þ.e. útsvar að viðbættum 20% tekju- skatti á laun umfram 180.000 kr. Með umbótunum á skattkerfinu hefur verið grisjað verulega til í sænska skattafrumskóginum og skattalögin einfölduð. Um 70 skattalög voru numin úr gildi á einu bretti. Undanþágum frá skatti var fækkað og þak sett á hámarks frá- dráttarupphæð, þ.m.t. vegna vaxta. Verður hún 100.000 krónur eða jafnvirði einnar milljónar íkr. Þá verður skattlagning fjármagns- tekna einfölduð og hún lækkuð, með örfáum undantekningum, í 30%. Á móti kemur að möguleikar á skattfijálsum sparnaði verða minnkaðir. Jafnvel svonefndur fyrirtækja- skattur lækkar og verður 30%, en fleiri fyrirtæki verða þó skattlögð en verið hefur. Áætlað er að skatt- kerfisbreytingin muni lækka skatt- tekjur ríkissjóðs um 90 milljarða króna, eða jafnvirði 900 milljarða íkr. Til að vega það uppo hefur veirð ákveðið að hækka virðisauka- skatt og leggja hann auk þess á fleiri vörur og þjónustu. Með skattabreytingunni eru teknir upp ýmsir nýir skattar, sem ætlað er að stuðla að betra um- hverfi. Þar á meðal eru skattar á olíu, kol, mó, brennistein og svo- nefndan koltvíildisskatt. Viðræður EFTA og EB: Borgarstjóri Washington: Barry býður sig ekki affcur fram Washington. dpa. Fyrsti samningafundur- inn boðaður 20. júní Gautaborg, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FASTLEGA er reiknað með því að utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins (EB) afgreiði umboð til framkvæmdarsljórnar bandalagsins til að ganga til formlegra samninga við Fríverslunarbandalag Evr- ópu (EFTA) um sameiginlegt efnahagssvæði á mánudag, 18. júní, í Lúxemborg. Framkvæmdastjórn EB hefur þegar ákveðið að boða til fyrsta samningafúndarins miðvikudaginn 20. júní. Samkvæmt heimildum í Brussel verður þessi fyrsti samningafundur fyrst og fremst táknrænn og til hans boðað til þess að samningavið- ræðumar hefjist á tilsettum tíma. Lítill vafi er talinn leika á því að ráðherramir afgreiði samningsum- boðið en búist er við því að það verði ekki fullfrágengið. Ljóst er að ráðherraráð EB hyggst fylgjast náið með framvindu samninganna sem skapar möguleika á því að bæta við umboðið eftir hendinni á meðan á viðræðunum stendur. Enn vantar talsvert upp á að EFTA- ríkin hafi komið til móts við þær kröfur sem EB hefur sett fram sem forsendur formlegra samningavið- ræðna. Ekki er ljóst hvaða þýðingu samkomulag EFTA-ráðherra í Gautaborg um tólf vandamálasvið hefur en ýmislegt bendir til þess að fyrirvörum hafi ekki fækkað heldur hafi skilgreiningum verið breytt. Svislendingar hafa fyrir sitt leyti ítrekað fyrirvara sína, en sendiherra Sviss í Brussel sagði á mánudag að Svisslendingar væru ekki tilbúnir að opna vinnumarkað sinn. Hann lagði jafnframt áherslu á að ekki yrði fallið frá séi-stöðu vegna umferðar flutningabíla frá EB í gegnum Sviss og takmörkun- um á fasteignakaupum útlendinga. MARION Barry, hinn þeldökki borgarstjóri Washington, höf- uðborgar Bandaríkjanna, til- kynnti á miðvikudag að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í fjórða sinn í nóvember næst- komandi. Réttarhöld standa nú yfir í máli Barrys en hann er sakaður um ólöglega fíkniefiia- neyslu. Ákvörðun Barrys er líklega nokkur léttir fyrir Demókrata- flokkinn. Óttuðust menn að saka- málið á hendur honum gæti kom- ið í veg fyrir að frambjóðandi flokksins ynni borgarstjórakosn- ingarnar í haust. „Ef ég byði mig fram þá gæti ég unnið. En til hvers að vinna orrustu en fyrir- gera sálu sinni,“ sagði Barry þeg- ar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hann hefur vérið borgarstjóri Washington í þijú fjögurra ára kjörtímabil. I janúar síðastliðnum var hann handtekinn eftir að Reuter Marion Barry, borgarstjóri Washington. Myndin var tekin þegar hann var leiddur fyrir rétt í janúar síðastliðnum. alríkislögreglan hafði notað falda myndavél til að taka af honum myndir á hótelherbergi þar sem hann var að reykja kókaínblönd- una „krakk“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.