Morgunblaðið - 20.06.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990
9
Macintosh námskeiö
Word ritvinnsiunámskeiö hefst 25. júní
Öflugt og skemmtilegt ritvinnsluforrit
Tölvu- og verkfrœöiþjónustan - Grensásvegi 16 - 68 80 90
Láttu reglulegan
sparnað verða að
veruleika og
pantaðu áskriít að
i spariskírteinum
ríkissjóðs
Áskriftar- og þjónustusímar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Þjónustumiðstöð ríkisvcrðbréfa, Hverflsgötu 6, 2. hæð. Sími 91-62 60 40
pforjpml>M>ll>
Metsölublað á hverjum degi!
Verðkerfi í sjávarútvegi
Staksteinar gefa lesendum sínum í dag
kost á því að kynnast sjónarmiðum Ás-
geirs Jakobssonar um meint verðkerfi í
sjávarútvegi og áhrif þeirra, en sjónarmið
sín setur Ásgeir fram í forystugrein nýs
Sjómannadagsþlaðs. Guðjón A. Kristjáns-
son fjallar einnig um „deilurnar um fis-
kverð“ í þessu sama blaði. Viðhorf hans
verða tíunduð hér í þessum dálkum fljót-
lega.
Fullvinnsla
eða bein-
hreinsun
Ásgeir Jakobsson seg-
ir m.a. í forystugrein í
nýju Sjómannadagsblaði
sem hefur yfirskriftina
„Lífenauðsyn - ekkert
minna“:
„Fiskveiðiþjóð þarf
fiskvinnslu í landi sínu,
og hana öfluga. Það er
lífehagsmunamál fyrir
þjóðina að fiskvinnslan í
landinu verði arðbær. En
það kemst ekki lag á
okkar frystivinnslu nema
að sjómenn setji hnefann
i borðið og heimti
íslenzka fiskvinnslu, sem
geti greitt markaðsverð
fyrir fisk og gott kaup í
vinnslunni.
Nú eru allar aðstæður
hagstæðar breytingum
til fullvinnslu fisks á neyt-
endaborð, en á því
vinnslustigi fæst ágóðinn,
en aldrei á gamla beina-
hreinsunarstiginu.
Ef sjómenn þrýsta ekki
á vinnslukerfið með kröf-
ur sínar um markaðsverð
á fiski, helzt sleifarlagið.
Það er ekki fjandskap-
ur við fiskvinnslufólk að
krefjast arðbærari
vinnslu. Þvert á móti,
þess heldur geta fyrir-
tækin greitt hærra kaup,
en það hefur verið eins
um það og fiskverðið að
fiskvinnslufólk er á lág-
rnarkskaupi. Það á ekki
að vernda fiskvinnsluna
til að þjakka í gömlu fari
með lág laun og lágt fisk-
verð.“
Kreppan og
höftin
Síðan segir Ásgeir
Jakobsson i Sjómanna-
dagsblaðinu:
„Sjómannastétt sú,
sem alin var upp i krepp-
unni, og lifað hafði undir
þeim viðjum og höftum,
sem menn töldu sér trú
rnn að nauðsynleg væru,
og mundu fiskvinnsluna
sem bjargvætt á hallær-
istima og þorskastríðum,
tóku ekki í mál að hrófla
við kerfinu. Svo varð fisk-
vinnslan dragbítur á fisk-
veiðamar.
Þegar Guðmundur
Jörundsson flutti 1960
erindi, þar sem hann
benti á þá staðreynd að
markaðsverð í Englandi
væri kr. 7.- að meðaltali
á þeim fisktegundum,
sem við veiddum mest af,
en kr. 2,32 hér heima,
þá hrukku sárafair við.
Þegar ég fór að kyiuia
mér þessi mál tiu árum
síðar, var ástandið hið
sama, verðlagsráð skaff-
aði fiskvinnslunni fiskinn
á þriðjungi eða þegar
bezt lét helmingi mark-
aðsverðs.
Það var að beija höfð-
inu við steininn að halda
því fi-am að frystivinnsla
okkar væri óhagkvæm,
og sú verðmætaaukning,
sem menn héldu vera,
byggðist á því að kaupa
fiskinn á hálfvirði eða
minna. Þannig „tvöfald-
aðist“ verðmætið í vinnsl-
unni ár eftir ár var flutt
með andakt í útvarpi og
feitletrað í blöðum:
Frystiiðnaðurinn hefur
aukið útflutningsverð-
mæti fisks um 100%
(stundum 120%).“
Hoppað í haft-
inu
Ásgeir Jakobsson lýk-
ur hugleiðingum sinum
um verðlagskerfi stjórn-
valda í sjávarútvegi með
þessum orðum:
„Meðan almenningur
trúði þessu og reyndar
sjómannastéttin þýddi
ekkert nöldur úr einum
og einum manni.
Það þurfti nýja kyn-
slóð sjómanna til að sjá
í gegnum blekkingarvef-
inn og ijúfa kerfið.
En Adam var ekki
lengi í Paradís. Það tók
stjórnvöld ekki nema tvö
ár eða svo að finna ráð
til að koma á nýjum viðj-
um.
Og það var, að í stað
verðákvörðunar stjóm-
valda, skyldu meim sekt-
aðir með aflaskerðingu
fyrir að selja fisk á beztu
markaðina. Það er allt
útlit fyrir að sú sjó-
mannastétt, sem
sprengdi verðlagskerfi
stjómvalda, ætli að sætta
sig við þetta nýja kerfi,
og þá verður gangurinn
sá, eins og undir öllum
kerfiun, að kerfið verður
sifellt flóknara, og viðj-
araar þrauthugsaðar og
barátta manna tekur að
beinast að því að komast
fram hjá kerfinu, en ekki
að losa sig við það. Menn
vepjast nefnilega viðjum,
og fara að hoppa i haft-
inu, í stað þess að slíta
það.
Menn hafa sætt sig við
aflakvóta Hafrannsóknar
og útdeilingarkvóta LIU
og sjávarútvegsráð-
herra, og menn sætta sig
við hömlur á útflutningi
fisks.
Og allt verður þetta
langlíft, það verður ekki
fyrr en með nýrri kyn-
slóð að ráðist verði gegn
þessum kerfum. Sú kyn-
slóð sem kom þeim á,
rýfur þau ekki, heldur
festst í kerfinu.
Það er mirni spádóm-
ur.“
ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR VÍB
Þitt framlag
Þín eign
Hjá Almennum lífeyrissjóði VIB eru iðgjöld hvers
sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist
og ársfjórðungslega eru send yfirlit um stöðu.
Hver sem er getur gerst félagi í Almennum
lífeyrissjóði VIB. Þeir sem ekki eru skyldugir til að
greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í
ALVÍB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld.
Sá sem greiðir 15.000 krónur á mánuði í 20 ár inn
á sérreikning sinn getur haft 67.500 krónur á mánuði
í lífeyri í 15 ár, ef vextir eru 7% og gengið er jafnt og
þétt á höfuðstól.
Verið velkomin í VÍB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐURÍSLANDSBANKA HF
Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26