Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 Berjumst gegn áfengisvoðanum eftirÁrna Gunnlaugsson Þegar rætt er og ritað um aukinn fíkniefnavanda hér á landi, vaxandi ofbeldi og annan ófarnað af völdum vímuefna vill það oft gleymast eða látið hjá líða að minnast sérstaklega á þann þáttinn, sem þar er hvað þyngstur á metunum og oftast frum- orsök ógæfunnar, en það er áfengis- neyslan. - Með gildum rökum má fullyrða, að alkohoiið sé það fíkni- efni, sem er versti vágesturinn í þeim skilningi, að það er útbreiddast allra eiturlyfja, veldur mestum skaða, er helsti sjúkdómsvaldurinn og eitt hættulegasta vímuefnið, einkum vegna þess, að það er ekki bannað eins og önnur fíkniefni. Samkvæmt rannsóknum er áfengið nær undan- tekningalaust kveikjan að neyslu annarra eiturlyfja og margvísleg af- brot má oft rekja til áfengisdrykkju. Þánnig er talið, að ofbeldisglæpir í Reykjavík tengist áfengisneyslu í 90% tilvika, en það kom fram í er- indi, sem formaður Lögreglufélags Reykjavíkur hélt um þessi mál á sl. ári. Þessar staðreyndir um háskann, sem af áfenginu getur leitt, styðja meðal annars rannsóknir, sem fram hafa farið erlendis. Þannig segir t.d. í skýrslu, sem heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna lét frá sér fara og skýrt var frá í Mbl. 27. jan. sl., að „ef menn í alvöru vildu berjast gegn fíkniefnaneyslu yrði herferð- in fyrst og fremst að beinast gegn áfengisneyslunni". Skipulega unnið að útbreiðslu áfengis A meðan menn víða erlendis halda vöku sinni í baráttunni gegn áfengis- neyslunni og þar eru gerðar ráðstaf- anir til að koma til móts við þær óskir alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar að draga úr áfengisneyslu um 25% fram til ársins 2000 gerist sú sorg- lega þróun og afturför hér á landi, að skipulega virðist unnið að út- breiðslu áfengis. Þannig hefur útsölustöðum ÁTVR verið fjölgað að undanförnu, opinber drykkjusamkvæmi haldin í vaxandi mæli og drykkjukrár spretta upp eins og gorkúlur um allt land. Það segir t.d. sína sögu, að í mínum heimabæ eru nú auk áfengisútsölu opnar þijár drykkjukrár í næsta nágrenni við svæði þar sem áður voru allt 10 til 12 matvöruverslanir, þegar flest var. Nú er engin matvörubúð á þessu svæði, sem er í hjarta bæjarins. — En sterkasta vopnið við að útbreiða áfengið meðal landsmanna er þó sú óheillaákvörðun meirihluta alþingis- manna að leyfa sölu á áfengum bjór. Bjórinn var samþykktur á Al- þingi, þótt öllum þar átti að vera ljost, að ástandið í áfengismálum mundi stórversna við afnám bjór- bannsins. Þannig jókst áfengisneysl- an milli ára um 23% á árinu 1989. Og sé litið á fyrsta ársfjórðung þessa árs og sama tímabil 1988, þegar ekki var hafin sala á áfengum bjór, er aukningin 15% á áfengissölu ÁTVR. Það virðist ráðamönnum ekki hafa verið nógu mikil aukning, því að aftur hefur verið opnað fyrir bjór- sölu á Keflavíkurflugvelli. Einkum er það alvarlegt, hversu áfengisdrykkja ungmenna hefur aukist. Unglingar drekka nú bæði oftar og meira í hvert sinn eftir að bjórinn var leyfður. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana, sem gerðar voru á áfengisneyslu fyrir og eftir tilkomu bjórsins og frá var skýrt í MBL. 23. maí sl. Þá er það sam- dóma álit þeirra, sem reyna að hjálpa þeim, sem áfengið hefur yfirbugað, að eftir að bjórsalan hófst hafi marg- ir fyrrverandi drykkjumenn hrasað á nÝ og nýjnnl fónarlömbum áfengis fjölgað verulega. Einkum er áber- andi, hve hlutfall kvenna í hópi þessa ógæfufólks hefur hækkað upp á síðkastið eins og fram kemur í við- tali við Jóhönnu Stefánsdóttur, hjúk- runarframkvæmdastjóra á áfengis- deildum ríkisspítalanna, sbr. Mbl. 27. apríl sl. og nýlegt viðtal í blaðinu Regin, sem templarar gefa út. Ennfremur hefur það sannast, sem spáð var, að bjórinn hefur reynst verða viðbót við annað áfengi og meira drukkið af sterkari drykkjum en áður, sbr. Mbl. 23. maí sl. Bjórþingmenn eiga sök á auknum áfengisvanda Á þessari óheillaþróun í áfengis- og öðrum fíkniefnamálum eiga þeir stærstu sökina þingmennirnir, sem samþykktu bjórinn og létu allar við- varanir sérfróðra manna og annarra um hætturnar af bjórnum, sem vind um eyrun þjóta. Þar stóðu saman í forystu formenn stærstu flokkanna, Þorsteinn, Steingrímur og Jón Bald- vin og notuðu heilbrigðisráðherrann sem málpípu fyrir sig. Það er dapur- legt.hversu hugsunarháttur sumra stjórnmálamanna virðist ánetjast fast dýrkun áfengis. Talið er, að eigin löngun sumra þingmanna í bjórin og von um fleiri atkvæði kjósenda með stuðningi við bjórmálið hafi ráðið miklu um örlög þe'ss. Þó réð það úrslitum um sigur bjórliðsins, að nokkir þingmenn, sem á árum áður höfðu manndóm til að standa gegn bjórsölu og ásælni gróðaaflanna snerust nú á sveif með málstað Bakkusar. YflWMflB Lofíkældar dieselrafsföðvar fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur og útgerðarmenn. Eigum á lager margar stærðir frá 2000 w til 5500 w. Sala - Ráðgjöf - Þjónusta. SKÚTUVOGUR 12A ■ 124 REYKJAVÍK S:82530 Árni Gunnlaugsson „Bjórinn var samþykkt- ur á Alþingi, þótt öllum þar ætti að vera ljóst, að ástandið í áfengis- málum mundi stór- versna við afhám bjór- bannsins. Þannigjókst áfengisneyslan milli ára um 23% á árinu 1989. Og sé litið á fyrsta árs- flórðung þessa árs og sama tímabil 1988, þeg- ar ekki var hafin sala á áfengum bjór, er aukn- ingin 15% á áfengissölu ÁTVR.“ Ástæða er til að spyrja: Láta kjós- endur bjórþingmanna sig engu varða hvernig farið var með umboð þeirra í einu mesta alvörumáli þjóðarinnar? Þar verður hver að svara fyrir sig. Vonandi verða þeir margir, sem geta tekið undir það sem trúarleiðtoginn Einar J. Gíslason sagði við útvarps- messsu um þessi mál. Þar var engin hálfvelgja á afstöðu, eins og því mið- ur stundum vill einkenna málflutning sumra kirkjunnar þjóna, þegar áfengismálin eru annars vegar. Einar lýsti því, sem hinu alvarlegasta skemmdarverki gagnvart þjóðinni að leyfa bjórinn og sagðist skammast sín fyrir að hafa kosið á þing þá menn, sem að því stóðu. Bjórandstæðingar ættu ekki að hika við að sýna þeim þingmönnum, sem leyfðu bjórsöluna, vantraust í næstu kosningum og kjósa þá ekki aftur. Nái bjórþingmenn endurkjöri eru sumir þeirra í krafti trúar á fijálshyggjuna vísir til að halda áfram á sömu braut, t.d. leyfa sölu áfenga bjórsins í matvöruverslunum, eins og kaupmenn hafa óskað eftir, og hafa vínbúðir opnar á laugardög- um, eins og áróðursmaður DV í vínmálum, S.H., hefur mælst til. Sem kjósandi í Reykjaneskjör- dæmi vil ég nota tækifærið og þakka þeim Geir Gunnarssyni, Karli Stein- ari Guðnasyni og Hreggvið Jónssyni GLUGGAVIFTUR - VEGGVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og Fiollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670 ssindala Vent-Axta LOFTRÆSIVIFTUR ábyrga og skelegga baráttu á Al- þingi gégn bjórnum. Aðrir þingmenn sama kjördæmis studdu allir bjórinn og skora ég á bindindismenn og aðra bjórandstæðinga að hafna þeim í næstu kosningum. Þeir eru ekki trausts okkar verðir. Öfugmæli um áfengið í dálkum Velvakanda Mbl. 28. júní sl. birtist áróðursgrein eftir ein- hvern Einar Guðmundsson með yfir- skriftinni: „Vínið er uppspretta gleði og menningar." Þar lofar höfundur áfengið, er með fúkyrði í garð stúku- manna og telur menninguna þrífast best, þar sem musteri Bakkusar eru flest. Nú vill svo til, að þrem dögum síðar var lesin í Ríkisútvarpinu frétt um það, að kvöldið og nóttina áður hafi verið svo mikil ölvun í Reykja- vik og annríki af hennar völdum, að lögreglumenn sögðust ekki muna eftir öðru eins. Varla hefur vínið verið uppspretta eftirsóttrar gleði fyrir hina fjölmörgu, sem lögreglan þurfti þá að hafa afskipti af. Já, þau eru mörg öfugmælin, sem sögð hafa verið um áfengið. Oftast liggja rætur þeirra í sjálfsblekking- unni. Þeir, sem ekki treysta á með- fæddan persónuleika í umgengni við sjálfan sig og aðra eða lenda í sálar- kreppu leita oft á náðir áfengis í „gleðileit". En er það ekki yfirleitt fölsk gleði, sem menn þá upplifa og skilur oftar eftir sár, leiðindi og von- brigði en þá ánægju, sem eftir vai' sóst? Sönn lísfgleði fæst aldrei með neysiu eiturlyfja, hvort þau heita áfengi eða eitthvað annað. Það segja þeir, sem reynt hafa og best þekkja. Hin mikli efna- og lífeðlisfræðing- ur Bunge lýsti þannig áhrifum áfeng- is: „Áfengi gerir manninn ónæman og ómóttækilegan fyrir unaðs- semdum lifsins. Það gerir mann- inn sljóan bæði líkamlega og and- lega. Þessi einföldu sannindi stað- festa, að áfengið er fyrst og fremst lyf blekkinganna. Og svo leyfir nefndur dálkahöf- undur sér að fara með þá fásinnu, að hámenning og andagift þrífist best á áfenginu. Tií að hrekja þau öfugmæli læt ég nægja að vísa til orða eins mesta hugsuðar fyrr og síðar, stórskáldsins Goethe, sem hafði sína sorglegu reynslu af áfeng- inu. Árið 1780 sagði hann: „Ef ég gæti rekið áfengið burt úr heiminum, þá væri ég sæll. Ég drekk sem stend- ur ekkert af víni og fer daglega fram í skarpskyggni og vinnuþrekí." Og enn hallast á málístað E.G. þegar hann vitnar til Parísar víninu til framdráttar. Finnst honum og öðrum aðdáendum Bakkusar það virkilega eftirsóknarvert, ef helming- ur sjúkrarúma hér á landi væri bund- inn sjúkdómum, sem rekja mætti beint til áfengisdrykkju, eins og talið er vera í Frakklandi? Veit hann ekki, að „drykkjusýkin er mesta og alvar- legasta þjóðfélagsvandamálið hjá Frökkum", svo vísað sé beint í orð Frakklandsforseta fyrir nokkrum árum, þegar hann var að hvetja til baráttu gegn áfengisvoðanum þar í Iandi. Bindindi er happasælast Stundum er talað um, að það eigi að kenna ungu fólki að umgangast áfengi og rétt sé að hafa vín á boð- stólum á heimilum. Virðist fyrr- nefndur E.G. vilja, að skólakerfið hafi „vínmenningu á námsskrá". Kannski það verði næsta verkefni bjórliðsins á Alþingi að koma því í framkvæmd. En hver ætli yrði útkoman, ef for- eldrar fá það verkefni að kenna börn- um sínum að drekka áfengi? Við höfum niðurstöður rannsókna frá Svíþjóð til að svara því. Þær leiða í ljós, að af þeim unglingum, sem sögðu að þeim væri boðið áfengi heima er rúmlega helmingur stór- neytendur. Ef af þeim, sem aldrei var boðið áfengi heima, hafna 65% áfengi og 10% eru stórneytendur. Má því ljóst vera, að fyrir þá, sem vilja eða telja sig hafa hag af sem mestri áfengisdrykkju, er ráðið að taka upp slíka „heimakennslu í vínmenningu“. En fyrir þá, sem vilja draga úr áfengisneyslu og hlífa börnum sínum fyrir þeirri ógæfu að verða áfengi eða öðrum fíkniefnum að bráð, er auðvitað besta ráðið að sýna þeim gott fordæmi og að kenna þeim að njóta lífsins án áfengis og annarra vímugjafa. „Gott fordæmi er betra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.