Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
Framtíð félagslega
íbúðalánakerfisins
eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
Viðbrögð þeirra sem vilja við-
halda húsnæðiskerfinu frá 1986,
þó það stefni beint í gjaldþrot innan
fárra ára, eru furðuleg. — í fyrsta
lagi vegna þess að þeir kenna hús-
bréfakerfinu um gjaldþrotið. í öðru
lagi að lokun húsnæðiskerfisins
muni leiða til almennrar vaxta-
hækkunar í landinu og í þriðja lagi
og ekki síður að tengja gjaldþrot
almenna húsnæðiskerfisins því að
það muni eyðileggja félagslega
kerfið.
Húsbréfakerfið bjargar
Byggingarsjóði ríkis-
ins frá gjaldþroti
Niðurstaða nefndarinnar sem
gerði úttekt á ijárhagsstöðu Bygg-
ingarsjóðs ríkisins um almenna hús-
næðiskerfið er ótvíræð. Það verður
gjaldþrota 1998 nema takist að
stórauka ríkisframlög eða um 15
milljarða á núg. verðlagi næstu 10
árin eða þá vaxtahækkun í 5,5% á
öll lán frá 1. júlí 1984. — Lántökur
sjóðsins verða 174 milljarðar á
næstu 10 árum verði ekkert að
gert, en það samsvarar tvöföldum
fjárlögum íslenska ríkisinsí ár. Til
samanburðar má nefna að lántökur
verða 30 milljarðar næstu 10 árin
ef tekin verður ákvörðun um að
loka kerfinu nú þegar. Þetta er nið-
urstaðan, jafnvel þó ekkert hús-
bréfakerfi væri til, sem sýnir best
að það er algjörlega út í hött að
tengja gjaldþrot kerfisins frá 1986
við upptöku húsbréfakerfisins.
Þvert á móti er staðreyndin sú að
húsbréfakerfið getur bjargað Bygg-
ingarsjóði ríkisins frá gjaldþroti,
þar sem ekki er um beinar lánveit-
ingar að ræða úr sjóðnum, heldur
lána seljendur 65% kaupverðs íbúð-
ar í formi fasteignaverðbréfs, sem
Byggingarsjóður ríkisins skiptir á
fyrir húsbréf sem bera ríkisábyrgð.
Vextir lækka
í almenna húsnæðjslánakerfinu
er hámarkslán til kaupa á eldri íbúð
3,2 millj. í húsbréfakerfinu er aftur
á móti skipt á fasteignaverðbréfi
til 25 ára fyrir húsbréf fyrir allt
að tæplega 9 milljónum. Þau
skammtímalán til 2ja-3ja ára sem
fólk hefur verið neytt til að taka,
sem leitt hafa til greiðsluerfiðleika
og gjaldþrots, minnka verulega með
húsbréfakerfinu, en vegna mikilla
skammtímalána hafa raunvextir
fólks að meðaltali verið um 6-7%
af heildarlánum vegna húsnæðis-
kaupa. í húsbréfakerfinu eru aftur
á móti algengir raunvextir þeirra
sem er-u með lágar og meðaltekjur
eftir vaxtabætur um 2-3%. Reynsl-
an af húsbréfakerfinu hefur leitt í
ljós að fólk hefur haft verulegt
svigrúm til að breyta skammtíma-
skuldum sínum í langtímalán en
útistandandi skammtímalán í bönk-
um til íbúðarkaupenda eru nú um
10 milljarðar króna.
Það hefur löngum verið forsvars-
mönnum lífeyrissjóðanna og raunar
stjórnvöldum einnig þyrnir í augum
að 55% af ráðstöfunarfé lífeyris-
sjóðanna skuli bundið í húsnæðis-
kerfinu.
Á næstu 10 árum má ætla að
um 225 milljarðar gangi að óbreyttu
til húsnæðiskerfisins eða 55% af
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna.
Héldi félagslega húsnæðiskerfið
hlut sínum í þessum lántökum með
sama hætti og verið hefur sl. 2-3
ár yrði hlutur þess um 50 milljarðar
af 225 milljörðum. Lokun almenna
húsnæðiskerfisins nú leiddi síðan
til þess að í' stað 174 milljarða í
almenna húsnæðislánakerfið þyrfti
30 milljarða. M.ö.o. þrátt fyrir að
einhver hluti þess rynni til kaupa á
húsbréfum væri hægt að nýta veru-
legan hluta þessa fjármagns til
hagsbóta fyrir atvinnulífið og
tryggja þar með betur atvinnuör-
yggi launafólks sem og að minnká
þörf fyrir erlendar lántökur. Þar
sem þannig væri losað um veruleg-
an hluta af Ijármagni lífeyrissjóð-
anna inn á almenna lánamarkaðinn
mundi það ótvírætt hafa áhrif til
lækkunar almennra vaxta í landinu
en ekki hækkunar eins og haldið
hefur verið fram.
Félagslega íbúðakerfið
Erfítt er að sjá hvað sumurh for-
ystumönnum verkalýðshreyfingar-
innar gengur ‘til þegar þeir halda
því fram að húsbréfakerfið eyði-
leggi félagslega kerfið, því engin
bein tengsl eru þar á milli. Þvert á
móti ætti að vera betra svigrúm
fyrir lífeyrissjóðina og ríkisvaldið
að veita fjármagni til félagslega
íbúðakerfisins, ef almenna hús-
næðiskerfinu frá 1986 verður lokað.
Hagsmunir lífeyrissjóðanna eru
líka ótvíræðir því kjör þau sem
lífeyrissjóðir hafa samið um við
Húsnæðisstofnun vegna skulda-
bréfakaupa til uppbyggingar fé-
Iagslega íbúðakerfisins eru sam-
bærileg við þá ávöxtun sem lífeyris-
sjóðirnir myndu ella fá á hinum
almenna lánamarkaði.
Þegar af þeirri ástæðu verður
því vart trúað að lífeyrissjóðir
launafólks mundu ekki halda áfram
að kaupa skuldabréf af Byggingar-
sjóði verkamanna til að fjármagna
félagslega kerfið, þó almenna hús-
næðiskerfinu væri lokað. Breyting-
Jóhanna Sigurðardóttir
„Staðreyndin er sú að
það er fyrst og íremst
í höndum forystumanna
verkalýðshreyfingar-
innar og lífeyrissjóð-
anna, hvort framtíð fé-
lagslega íbúðakerfisins
verður eyðilögð“.
in yrði sú að í stað 225 milljarða
sem þeir væru skuldbundnir til að
láta í húsnæðískerfið næstu 10 árin
kæmu 50 milljarðar að óbreyttum
hlut félagslega kerfisins í skulda-
bréfakaup lífeyrissjóðanna við hús-
næðiskerfið, auk 30 milljarða vegna
uppsafnaðs vanda í almenna hús-
næðislánakerfinu.
í annan stað er það vart umdeil-
anlegt að félagslega kerfið er til
hagsbóta fyrir láglaunafólk og kjör
þeirra og afkomu. Það er því óskilj-
anlegt ef forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar eða lífeyrissjóð-
anna ætla að hafa forgöngu um að
eyðileggja félagslega íbúðakerfið
með því að beina þeim hluta skulda-
bréfakaupanna sem runnið hefur
til félagslega kerfisins inn á hinn
almenna verðbréfamarkað í stað
uppbyggingar á félagslega íbúða-
kerfinu, þar sem þeir fá sambæri-
lega ávöxtun á sínu fjármagni með
þeim hætti. Gerðu þeir alvöru úr
þessari hótun fullyrði ég að það
væri gert í fullri andstöðu við þá
sem eiga lífeyrissjóðina, þ.e. launa-
fólk í landinu. Ljóst er að uppbygg-
ing félagslega íbúðakerfisins og
framtíð þess er ekki síst í höndum
forystumanna verkalýðshreyfingar-
innar og lífeyrissjóðanna og ræðst
af því hvort þeir beina því fjár-
magni sem farið hefur í Byggingar-
sjóð verkamanna inn á almenna
verðbréfamarkaðinn í stað þess að
veita því til uppbyggingar félags-
lega íbúðakerfisins.
Ég bendi líka á að félagar f
mörgum stéttarfélögum, þar sem
stærstur hluti’ fólksins er láglauna-
fólk hafa lítil not haft af almenna
húsnæðiskerfinu frá 1986 þar sem
þeir geta oft ekki staðið undir al-
mennum íbúðakaupum. Fjölda lág-
launafólks hefur verið vísað frá al-
menná lánakerfinu af þeim sökum,
jafnvel þó þeirra sjóðir hafi ijár-
magnað almenna húsnæðislána-
kerfið. Þeim hefur verið vísað á
félagslega kerfið. Ég spyr, ætla
forystumenn þessa fólksí verkalýðs-
hreyfingunni að taka undir með
þeim sem nú setja fram þá furðu-
legu kenningu að hætt verði að
beina ijármagni lífeyrissjóðanna til
félagslega íbúðakerfisins, ef ekki
verður dælt fjármagni og þar með
stórauknum ríkisframlögum inn í
gjaldþrota húsnæðiskerfið frá 1986.
Af ofansögðu má ljóst vera að
þær skoðanir sem fram hafa komið
um að verið sé að eyðileggja félags-
lega íbúðakerfið eiga við engin gild
rök styðjast, eru því fyrst og fremst
til þess fallnar að skapa óróa hjá
þeirra eigin umbjóðendum, lág-
launafólki í landinu. Staðreyndin
er sú að það er fyrst og fremst í
höndum forystumanna verkalýðs-
hreyfingarinnar og lífeyrissjóð-
anna, hvort framtíð félagslega
íbúðakerfisins verður eyðilögð.
Höfundur er félagsmálaráðherra.
Morg’imblaðið o g Stöð 2
eftir Jóhann J.
Olafsson
Morgunblaðið sendi forráðamönn-
um Stöðvar 2 tóninn í leiðara 1.
júlí sl. Tilefnið var ósk þeirra til
Reykjavíkurborgar um ábyrgð á 200
millj. kr. láni til þess að endurskipu-
leggja fjármál fyrirtækisins.
Ærin rök voru til þessarar beiði.
Stöð 2 er einkafyrirtæki, fjölmið-
ill sem stendur í harðri samkeppni
og ósanngjarnri, bæði við ríkisfjöl-
miðla og dagblöð. Stöð 2 biður ekki
um styrk eða peninga, heldur ein-
ungis tímabundna hjálp til þess að
greiða úr núverandi ástandi.
Allar skuldbindingar keppinautar
okkar RÚV eru hins vegar með
beinni ríkisábyrgð.
Keppinautur okkar er skattfijáls
og þarf t.d. ekki að greiða aðstöðu-
gjald til Reykjavíkurbórgar.
Hins vegar Iagði Reykjavíkurborg
meira en 12 millj. kr. aðstöðugjald
á Stöð 2 fyrir sl. ár. Þetta eitt er
næg ástæða til þess að leitað sé til
Reykj avíkurborgar.
Til þess að versla við okkur eru
viðskiptavinir okkar skyldaðir til
þess að skipta við keppinaut okkar.
Þeir geta, sagt upp viðskiptum við
okkur en ekki við keppinaut okkar
nema þeir vilji verða algjörlega án
afnota sjónvarps yfirleitt.
Þéssu mætti jafna til þess að
kaupmaður fengi ekki að versla
nema viðskiptavinur hans gengi til
hans í gegnum verslun keppinautar
hans, ríkisverslunar.
Við verðum að ná hagnaði, en
keppinautur okkar byrjar sínar
rekstraráætlanir með 200 millj. kr.
rekstrarhalla, sem hann getur þrúað
með ábyrgð ríkissjóðs. Ríkissjóður
gefur RUV eftir 180 millj. kr. launa-
skuld, sem á núvirði er miklu hærri,
allt að 300 millj. Ólafur Ragnar
Grímsson gefur í skyn í Mbl. 7. þ.m.
að skuld þessi verði felld niður auk
þess sem afnotagjöld 600 ellilífeyris-
þega verði greidd úr ríkissjóði. Ætti
ríkissjóður að greiða 6.000 afnota-
gjöld fyrir áhorfendur að Stöð 2?
Oðru máli gegnir að mikill hluti aldr-
aðra fær afslátt af afnotagjöldum
okkar og hefur Stöð 2 kostað það
alfarið sjálf. Til viðbótar hefur sam-
gönguráðherra veitt ákveðnum aðil-
um, Sýn hf., sérstaka rás til höfuðs
Stöð 2, sem einungis getur orðið
RÚV til framdráttar.
Undir þessum kringumstæðum
segir Morgunblaðið að Stöð 2 verði
að standast samkeppni eins og aðrir
fjölmiðlar. Það eru engir aðrir kepp-
endur á sjónvarpssviðinu en ríkisvald
íslands. Og þó. Morgunblaðið segist
vera keppinautur ásamt öðrum dag-
blöðum. Fá dagblöðin þá engan styrk
frá því opinbera? Jú, heldur betur
og það stöðugan í beinhörðum pen-
ingum. Ríkissjóður hefur á núver-
andi íjárlögum 90 millj. króna sem
beinan styrk til dagblaða. Auk þess
kaupir það 750 blöð á dag af hveiju
dagblaði sem jafngilda 10 millj. kr.
áskriftum á ári til Morgunblaðsins
m.a. Ekki kaupir ríkið 750 áskriftir
af Stöð 2.
Enn er ótalinn sá beini flárstyrk-
ur, sem felst í því að hið opinbera,
þar með talin Reykjavíkurborg aug-
lýsa fyrir tugi millj. kr. hjá dagblöð-
unum án þess að fá nokkurn afslátt
fyrir svo mikil viðskipti.
Jafn stórir viðskiptaaðilar og jafn
öruggir myndu jafnan fá allt að 40%
afslátt fyrir svo mikil viðskipti. Mis-
munurinn verður að teljast beinn
fjárstuðningur hins opinbera á
kostnað skattgreiðenda, sem hyrfi
ef þessi viðskipti yrðu boðin út.
Nei, það er aðeins Stöð 2 sem á
að standast samkeppni „eins og aðr-
ir fjölmiðlar".
Jóhann J. Ólafsson
„Hvernig- myndi Morg-
unblaðinu líka að vera
í sömu samkeppni og
Stöð 2? T.d. efríkið
gæfí út dagblað og
gerði það að skilyrði að
menn mættu ekki ger-
ast áskrifendur að
Morgunblaðinu nema
kaupa ríkisdagblaðið
fyrst.“
Hvernig myndi Morgunblaðinu
líka að vera í sömu samkeppni og
Stöð 2? T.d. ef að ríkið gæfi út dag-
blað og gerði það að skilyrði að
rrienn mættu ekki gerast áskrifendur
að Morgunblaðinu nema kaupa ríkis-
dagblaðið fyrst. Ekki væri hægt að
segja upp ríkisdagblaðinu nema
segja upp Morgunblaðinu um leið.
Ríkisdagblaðið væri gefið 6.000 elli-
lífeyrisþegum, hefði ríkisábyrgð,
skattfrelsi o.fl. o.fl.
Leiðari Morgunblaðsins er ekkert
nema fljótfærni og frumhlaup þegar
þess er gætt að það hefur sjálft lagt
í sjónvarpsrekstur ásamt Reykjavík-
urborg, Sambandinu, DV o.fl. og
kallaðist ísfilm.
Morgunblaðið fullyrðir að stuðn-
ingur Reykjavíkurborgar myndi
brengla fréttaflutning Stöðvar 2 af
málefnum borgarinnar. Á það skal
bent að ’fréttastofa Stöðvar 2 er
sjálfstæð og óháð og afskipti stjórn-
ar af henni eru engin. Þá er hér
ekki beðið um stuðning heídur
ábyrgð á ákv. láni í tiltekinn tíma.
Eftir að ábyrgðin væri veitt væri
Stöð 2 jafn óháð og áður. Hún yrði
háð ef Reykjavíkurborg gerðist hlut-
hafi eða styrkti Stöð 2 með beinum
fjárframlögum eins og dagblöðin
njóta.
Forsvarsmenn viðskiptalífsins við-
urkenna að sjálfsögðu það sjónarmið
að afskipti hins opinbera séu ekki
æskileg sé hjá þeim komist. En á
milli Reykjavíkurborgar og athafna-
lífsins er ekkert járntjald. Reykjavík-
urborg hefur áður stofnað til sjón-
varpsrekstrar ásamt Morgunblaðinu.
eins og fyrr er getið.
í Reykjavík starfa mörg eink’a-
leikfélög. Einu þeirra, Leikfélagi
Reykjavíkur, leggur borgin til heilt
leikhús, Borgarleikhúsið, að verð-
mæti einn og hálfur milljarður. Ekk-
ert slíkt er Stöð 2 að fara fram á
og gerir ekki tilkall til. Stöð 2 gerir
heldur ekki athugasemd við framlag
borgarinnar til leiklistar. Morgun-
blaðið hefur einnig látið þetta fram-
lag borgaryfirvalda átölulaust, enda
er Leikfélag Reykjavíkur ekki í sam-
keppni við Morgunblaðið þótt það
keppi við önnur leikhús, t.d. Þjóðleik-
húsið o.fi.
Reykjavíkurborg hefur að undan-
förnu keypt hótel, veitinga- og
skemmtistað, er að byggja nýjan
veitingastað á Öskjuhlíð þó að nóg
framboð sé fyrir. Allt fer þetta fram
án athugasemda forustugreina
Morgunblaðsins þótt sama megin-
stefna sé þverbrotin. Ástæðan er sú
sama.
Þó að viss sjónarmið í efnahags-
málum beri að halda mega menn
ekki verða svo öfgafullir og stífir
að meira tjón hljótist af.
Umsókn forustumanna Stöðvar 2
er undantekning, skammtímalausn
til þess að efla einkarekstur. Hún
hefur mætt miklum skilningi.
Við blasir að Morgunblaðið hefur
ekki staðist þá freistingu að bregða
fæti fyrir keppinaut, freistingu um
aðrir fjölmiðlar hafa ekki fallið fyr-
ir. Hér breytir engu þótt Morgun-
blaðið reyni að klæða verknaðinn
ást á grundvallaratriðum, sem það
brýtur sjálft á hveijum degi,
Menn kasti ekki steinum úr gler-
höllum.
Höfundur er formaður stjórnar
íslenska sjónvarpsféíagsins hf
■ ÞANN15. september nk. ætla
þeir sém stunduðu nám við ALþýðu-
skólann á Eiðum á árunum 1980-
1981 og 1981-1982 að ’hittast í
Reykjavík og gefa sér glaðan dag.
Til þess að hafa veg og vanda að
þessari samkomu hefur verið skipuð
sérstök endurfundanefnd sem veita
mun allar nánari upplýsingar fyrir
20. júlí nk. Hana skipa Óli N. Sig-
marsson, Björgólfur Hávarðsson,
Reynir Hauksson og Vigfús M.
Vigfússon.