Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990
13
„Hér fljótum vér eplin“
Svar við grein Jóns Viðars Jónssonar
í Morgunblaðinu þann 30.6. sl.
eftirHávar
Siguijónsson
Ekki var það ætlun mín að hefja
ritglímu við Jón Viðar Jónsson um
leikstjórn og nám í þeim fræðum
þegar ég settist niður á dögunum
og skrifaði úr mér hrollinn eftir
lestur á grein hans í Fréttabréfi
Leiklistarsambandsins. Ég hefði þó
mátt vita betur og kannski er það
kærkomið að nota þetta tækifæri
til að festa á blað ýmsar hugmynd-
ir um leikstjórn sem ekki hafa fund-
ið mótaðan farveg í orðum fyrr.
Sýnist mér nokkuð jafnt á komið
með okkur Jóni í þeim efnum.
Ég vil þó byrja á því að leiðrétta
það sem Jón segir um starf nefndar
þeirrar sem skilaði af sér marg-
nefndum tillögum um leikstjórn-
amám á liðnu hausti og eru undir-
rót þessara skrifa. Jón segir rétti-
lega að nefndinni hafi einkum verið
falið að „kanna möguleika á því að
auðvelda ungum leikstjórum að-
gang að atvinnuleikhúsunum".
Þetta er rétt en þó ekki nema hálf-
ur sannleikur því hugmyndin að
baki þessu var sú að veita ungum
leikstjóraefnum tækifæri til þjálf-
unar í atvinnuleikhúsunum sem
fólgin væri í aðstoðarleikstjórn hjá
reyndum leikstjórum. Við í nefnd-
inni — sem öll höfum starfað sem
aðstoðarleikstjórar í atvinnuleik-
húsunum — vorum þó sammála um
að aðstoðarleikstjórn í þeirri mynd
sem hefur tíðkast væri afskaplega
losaralega skilgreint starf og oftar
en ekki uppspretta vonbrigða frem-
ur en langþráð tækifæri til náms í
leikhúsi. Stafar þetta vafalaust af
því að aldrei hefur verið skilið á
milli starfs aðstoðarleikstjóra og
aðstoðarmanns leikstjóra í íslensku
leikhúsi. Þótti okkur sem fyrsta
skrefið væri að reyna að draga ein-
hvern málefnalegan ramma um
starfssvið aðstoðarleikstjórans og
fá leikstjórana til að_ virða þau
mörk að verðleikum. í framhaldi
af þessu þróaðist sú hugmynd að
tengja þetta Leiklistarskóla Islands
og voru hugmyndirnar bornar á
mótunarstigi undir Helgu Hjörvar
skólastjóra Leiklistarskólans og
lagði hún þar margt gagnlegt til
málanna. Hugmyndirnar eru því
ekki „loftkastalakenndari" en svo,
að þær voru að þessu leyti unnar
í samráði við stjórnanda Leiklistar-
skólans. Mér er hinsvegar fyllilega
ljóst að þetta eru hugmyndir á byij-
unarstigi og sem slíkar ómótaðar
að ýmsu leyti og þurfa meiri um-
ræðu við. Jóni Viðari verður því
fullmikið niðri fyrir í röksemda-
færslu sinni þegar hann kallar þess-
ar tillögur „námsskrá" því það eru
þær engan veginn og ekki hugsaðar
sem slíkar. Tillögurnar eru fyrst og
fremst ætlaðar seiri framlag Félags
íslenskra leikstjóra til þessarar
umræðu þó fullvel sé vitað að skipt-
ar skoðanir séu innan félagsins um
tilgang,_ gagnsemi og kosti slíks
náms. Ég held þó að fálæti fólks
innan leiklistarstéttar stafí af öðr-
um toga en þeim, að hugmyndirnar
séu einfaldlega „loftkastalakennd-
ar“. Mér finnst til að mynda miður
að Jón Viðar skuli ekki sjá gildi
þess að tengja saman eiginlegt nám
í skóla og beint starf í leikhúsKeins
og tillögurnar gera ráð fyrir, þar
sem slíkt er fátítt erlendis en gæti
tekist hér vegna nálægðar leikhús-
anna við Leiklistarskólann — bæði
í eiginlegum og óeiginlegum skiln-
ingi. Er hér beinlínis verið að sporna
við þeim „gróðurhúsaáhrifum“ sem
Jón Viðar bendir á sem ókost við
skólanám í leikstjórn. Aukinheldur
með því að gera ráð fyrir að í ein-
stökum verkefnum séu leikstjórnar-
nemanum fengnir atvinnuleikarar
til að starfa með. Þá er einnig rétt
að benda Jóni Viðari á að tillögurn-
ar gera beinlínis ráð fyrir að um-
rædd leikstjórnarbraut væri fram-
haldsnám til viðbótar við nám í leik-
list og/eða leikhúsfræðum.
Jón Viðar segir einnig: „Ég hef
satt að segja aldrei verið trúaður á
ágæti þeirra leikstjórnarskóla sem
Hávar Siguijónsson og fáeinir aðrir
íslendingar hafa sótt erlendis, þó
sjálfsagt geti þeir verið misjafnir
eftir því hvaða kennarar og leið-
beinendur veljast til þeirra.“ Tekur
Jón Viðar síðan sem dæmi þær
spurnir sem hann hafði af einum
skóla í Svíþjóð til að skjóta stoðum
undir þessa fullyrðingu sína. Ég
kann satt að segja ávallt betur við
að menn hafi áreiðanlegri þekkingu
á viðfangsefni sínu en hér kemur
fram, ekki síst þegar um jafn mikil-
vægt málefni er ijallað og hér um
ræðir. Hitt er vissulega rétt að lista-
skólar hveiju nafni sem þeir nefn-
Hávar Sigurjónsson
ast draga orðstír sinn ávallt af orð-
spori og getu þeirra sem þar kenna
— og þarf engan að undra — en
eftir að hafa haft bein kynni af
þremur sambærilegum skólum í
Bretlandi um rúmlega fimm ára
skeið samtals, þá efast ég ekki um
að hérlendis finnst fólk innan leik-
húsanna sem gæti miðlað af þekk-
ingu sinni og kunnáttu til ungra
leikstjóra með góðum árangri.
Ég fæ heldur ekki betur séð en
Jón Viðar hafi misskilið orð mín
fullkomlega þegar hann segir: „Því
skal að sönnu ekki neitað, að til sé
tegund sviðsetjara sérhæfðra í þeim
tæknigöldrum sem vel búin nútíma-
leikhús megna að fremja, en ef það
eru slíkir meistarar sem Hávar vill
fara að framleiða hér þá erum við
qrugglega ekki að tala um sama
nlutinn." Ég get ekki gert neitt
annað en endurtaka orð mín frá
fyrri grein þar sem segir að —
kóreógraf a, ljósanotkun og líkams-
beiting leikaranna o.s.frv. verða að
lúta verkinu en ekki öfugt og það
er einmitt þessi skilningur sem skil-
ur á milli tæknimannanna í röðum
leikstjóra og hinna sem hafa óeigin-
gjarnari skilning á starfi sínu; hélt
ég satt að segja að ekki færi milli
mála hvorum hlutanum ég_ fylgdi
að málum enda röksemd mín ein-
faldlega sú að leikstjóri sem kann
full skil á möguleikum leikhússins
sé færari um að koma hugmyndum
sínum í frambærilegan búning en
sá sem hefur aðeins loðmullulega,
orðum skrýdda tilfínningu fyrir
verkefni sínu. Finnst mér satt að
segja undarlegt ef Jón Viðar hefur
lesið orð mín þannig að ég sé ein-
hver málsvari hins svokallaða „leik-
stjórnarleikhúss".
Leikstjórinn er hins vegar stað-
reynd í leikhúsi nútímans og á þeim
eitt hundrað árum sem þessi starfs-
grein hefur þróast er ýmislegt í því
starfi sem flokkast undir handverk,
þó mig gruni reyndar í að undirrót
þessa ólíka skilnings á starfi leik-
stjórans, sem við Jón Viðar virð-
umst hafa, sé að finna í viðhorfi
okkar til leikstjórnar sem listgrein-
ar. Minn skilningur er sá að leik-
stjóri leggur ekki upp í feril sinn
sem LISTAMAÐUR, heldur er sá
titill áunninn af verkunum sem
hann skilar af sér. Þar til sá titill
er fastur í sessi er leikstjórinn, sem
og aðrir sem í leikhúsinu starfa,
auðmjúkir handverksmenn í garði
leiklistargyðjunnar. Með þessa
hugsun að leiðarljósi gæti uppsker-
an í því homi garðsins sem okkur
hér á íslandi hefur verið fengið til
umsjónar kannski orðið annað og
meira en fallegar umbúðir um epli
blandin taði._______________________
Höfundur er leikstjórí og hefur
skrifað greinar um menningarmái
í Morgunblaðið.
Síðan ég fékk Party Pavilion tjaldið mitt hef ég getað eytt meiri tíma í
garðinum en nokkni sinni áður. Tjaldið hefur sömu kosti og garðstofa
og því get ég boðið gestum mínum út í garð þó skiptist á skin og skúrir.
'Sáfta Styunýóít&clöttOt
ÓDÝR OG HENTUG LAUSN
Á íslandi er sumarið stutt,
og því er um að gera að
njóta þess sem best.
PartyPavilion tjöldin eru
frábær lausn fyrir þá sem
unna útiveru og láta
síbreytilega veðráttu ekki
aftra sér. Party Pavilion
tjöldin eru ódýrar og
hentugar garðstofur.
SKÚTUVOGI 10A- 104 REYKJAVÍK - SÍMI 686700