Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990
44
z\v>
€> 1990 Univefsal Pfess Syndtcate
, keypt 'iréu þessi stigvéL ? ‘
T-J
leynivopnið þitt.
TM R«g. U.S. Pat Off.—all rights resarved
° 1990 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgnnkaffinu
Ég veit hann ætlar að reyna
við sjálft heimsmetið í lag-
stökki.
HÖGNI HREKKVISI
« SJAOU, SN/A-n.
HLAUPTO SM/4TI. "
''fc
i 1? i í
i 4i *i»rr
ffw 4 rJ i I
3 s í
i»L
í L1
MmkÆtoidkmwbinmk
Best geymd
í bréfa-
söftium
Til Velvakanda.
Helgi Hálfdanarson og Þor-
steinn Gylfason sendast á einká-
bréfum í hálfkæringi. I stað þess
að berast rétta boðleið lenda þau
á síðum Morgunblaðsins. Þótt
málfar sé vandað og hnitmiðað -
svo sem vænta mátti - þá væru
þau þó um sinn best geymd í bréfa-
söfnum beggja.
Ég legg til að Morgunblaðið
sendi næstu bréf þeirra til réttra
viðtakenda. Samkvæmt símaskrá
er heimilisfang Helga Hálfdanar-
sonar í Máshólum 19 en Þorsteins
Gylfasonar á Mímisvegi 2.
Jón A. Gissurarson
JÞessir hringdu . .
Tapaði sólgleraugum
Persol-karlmannasólgler-
augu töpuðust um kl. 17.00
sl. fimmtudag á leiðinni frá
ÞJ-húsinu í Skeifunni upp í
Hvassaleiti. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 688067 milli
kl. 9 og 13. Fundarlaunum er
heitið.
Hvenær kemur
Bónusverslun í
Vesturbæinn?
Maður hringdi:
„Hvenær kemur Bónus-
verslun í Vesturbæinn? Nú eru
tvær slíkar í Austurbænum,
en engin í Vesturbænum. Okk-
ur vantar sárlega slíka verslun
hérna í Vesturbænum, því það
er mikill munur að versla þar
og í öðrum verslunum."
Fann skinnkraga
Ljós skinnkragi fannst á
Klambratúninu við Rauðar-
árstíg sl. föstudag. Eigandi
getur hringt í síma 19847.
Anægjuleg og þörf
umræða um aspir
Til Velvakanda.
Skrifin um aspir og annan tijá-
gróður sem hafa birst undanfarið í
Morgunblaðinu er ákaflega
ánægjuleg og þörf umræða. Og
hefði þurft að koma miklu fyrr. Það
væri mjög gott ef vísindamenn á
þessu sviði gætu upplýst þá sem
vilja standa að tijárækt nánar um
þessi tré, t.d. með myndum af blöð-
unum á þeim aspartegundum sem
til eru og skýrt betur eiginleika
afbrigðanna. Fyrir okkur sem erum
leikmenn á þessu sviði getur það
verið erfitt að meta hvaða tegundir
á að nota nema að hafa réttar upp-
lýsingar við hendina. Það er nokkuð
ljóst að sumar aspir eru þolnari en
aðrar og þá er um að gera að nota
þær tegundir. Því væri gagnlegt
að fá nánari upplýsingar um teg-
undirnar.
Trjáræktarmaður
Reykingasvæla og hávaði
Til Velvakanda.
Mig langar til að segja frá nokkru
sem mér finnst að megi ráða bót á
og ætti ekki að vera kostnaðar-
samt. Ég hef nokkrum sinnum átt
erindi í innheimtudeild Ríkisút-
varpsins á Laugaveginum og þegar
ég kem þar inn finnst mér vera svo
megn reykingasvæla, hávaði og að
því er virðist hálfgerð ringulreið.
Gjaldkerarnir kallast á og mikil
læti. Síðast þegar ég átti erindi
þangað var mér vísað á herbergi
sem var þykkt af reyk. Það skal
tekið fram að fólkið sem starfar
þarna hefur aldrei verið dónalegt.
En það hlýtur að vera hægt að
hafa umhverfið rólegra og snyrti-
legra. Mér finnst það frekar frá-
hrindandi að koma þarna og þar
sem bannað er að reykja á opinber-
um stöðum finnst manni furðulegt
að ríkisstofnun skuli bjóða upp á
svona.
TSin óánægð.
Víkverji skrifar
Það er sjálfsögð kurteisi og ekki
umtalsverð, að sé hringt í ein
hvern einstakling en hann ekki við-
látinn þá stundina og beðið fyrir
skilaboð til lians um að hringja, sé
þeim skilaboðum svarað með hring-
ingu. Víkverji hefur hins vegar veitt
því athygli, að það er orðin útbreidd
venja, þegar hringt er til baka, að
sá sem hringdi upphaflega byijar
samtalið með því að segja: þakka
þér fyrir að hringja.
Hvaðan er þessi siður kominn?
Frá Ameríku? Éða hefur þetta verið
kennt á námskeiðum Stjórnunarfé-
lagsins?! Víkveiji er alltaf í vand-
ræðum með að svara þessari setn-
ingu. Segi hann ekki neitt, þegar
þetta þakkarávarp er flutt, verður
vandræðaleg þögn á hinum' endan-
um áður en samtalið hefst. Viðmæl-
andinn er þá vafalaust að hugsa
um hvers konar ókurteisi það sé
að þakka ekki fyrir þakkirnar!
Ef Víkverji segir hins vegar: það
er ekkert að þakka - kemur stund-
um fát á viðmælandann! Hvað á
hann að segja? Jú, víst er það þakk-
arvert að hringja?
Er ekki hægt að fella niður þenn-
an ameríska ósið - ef hann er
amerískur - en alla vega að fella
hann niður, hvaðan sem hann er
kominn!
Oft er hins vegar ástæða til að
þakka fyrir veitta þjónustu
en þá bregður svo við, að nýtt svar
er að ryðja sér til rúms. Ef sagt
er t.d.: þakka þér kærlega fyrir
hjálpina kemur svarið þegar í stað:
gjörðu svo vel! Gjörðu svo vel -
hvað? Þið, sem hafið tekið þetta
undarlega svar upp - viljið þið ekki
gjöra svo vel að hætta því! Þetta
andsvar er áreiðanlega komið úr
einhveiju erlendu máli.
Það var skemmtilegt að fylgjast
með þremur helztu óperu
söngvurum heims á tónleikum þeim
í Rómarborg, sem ríkissjónvarpið
sýndi á laugardagskvöldið. Tæpast
er hægt að segja, að einhver úr
þeirra hópi sé öðrum fremri. Það
byggist á smekk og tilfinningu
hvers og eins, hvaða skoðun menn
hafa á því. Víkverja þótti Pavarotti
beztur þeirra þriggja en Carreras
hefur ákaflega fallega rödd. Kjarni
málsins er þó sá, að allir þrír eru
stórkostlegir söngvarar. Og þegar
þeir voru beðnir um aukalög endurt-
óku þeir nær þriðjung tónleikanna!