Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 154. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flokksþing sovéskra kommúnista: Reuter Heimilislausir Moskvubúar og umbótasinnar efndu til mótmæla skammt frá Rauða torginu í gær á meðan (lokksþing sovéskra kommúnista hélt áfram. Á spjaldinu fyrir miðju stendur: „Kommúnistar, hættið að kúga alþýðuna með tilskipunum ykkar á 73. ári alræðisins. Gerist alþýðumenn, segið af ykkur.“ Breyting á flokks- forystunni treystir Gorbatsjov í sessi Moskvu. Reuter. SAMÞYKKT var á flokksþingi sovéskra kommúnista í Moskvu í gær að leiðtogi kommúnistaflokksins yrði áfram aðalritari, ekki formaður eins og lagt hafði verið til. Ennfremur var ákveðið að Qölga í æðstu valdastofhun flokksins, stjórnmálaráðinu, og talið er það verði til að treysta Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétforseta og leiðtoga flokksins, í sessi. kjörinn aðalrit- ari flokksins á þinginu í vik- unni. Þingið ákvað einnig að stofna nýtt embætti full- trúa aðalritara, sem verður kjörinn á þing- inu og fær sjálf- Tillaga um breytingar á forystu flokksins, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir að ftokksleiðtog- inn yrði formaður forsætisnefndar, var felld með 3.647 atkvæðum gegn 475. Þingið samþykkti hins vegar að flokksleiðtogar úr öllum Sovétlýð- veldunum fimmtán fengju sæti í stjórnmálaráðinu. Gert er ráð fyrir að 23-24 eigi sæti í ráðinu í stað 12 eins og nú. Talið er næsta öruggt að Míkhaíl Gorbatsjov verði endur- Albanar fluttir úr tékkn- eska sendiráðinu til Prag Aðrir bjóða byssum og rafmagnsgirðingum birginn við landamærin að Grikklandi Kakavia, Vín. Daily Telegraph, Keuter, dpa. HÓPUR Albana, sem leitað hafði hælis í tékkneska sendiráðinu í Tirana, höfuðborg Albaníu, var fluttur til Prag í gær. Flóttamanna- straumurinn í sendiráð borgarinnar virðist hafa haft áhrif á stjórn- völd því fyrr um daginn kynntu þau uppstokkun á stjórn landsins. Samtímis bárust fregnir af því að Albanar freistuðu þess að flýja ættland sitt yfir landamærin til Grikklands þrátt fyrir hert eftirlit. Að sögn grískra hermanna við landamæri ríkjanna er tilkynnt um skotárásir á albanska flóttamenn á hverri nóttu. Albanska fréttastofan ATA skýrði frá því í gærkvöldi að flug- vél frá Tékkóslóvakíu hefði flutt 51 Albana úr sendiráði landsins til Prag. Þetta eru fyrstu flóttamenn- irnir af um 6.000 er leitað hafa hælis í erlendum sendiráðum í Tir- ana, sem fengið hafa að fara úr Fundur sjö helstu iðnríkja heims: „Ný veröld frels- is er í sjónmáli“ - sagði Bush í setningarræðu sinni Houston. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti setti í gær fyrsta leiðtogafund sjö voldugustu iðnríkja heims eftir að kalda stríðinu lauk. Forset- inn sagði í setningarræðu sinni að „ný veröld frelsis" væri í sjón- máli og leiðtogarnir hefðu það að leiðarljósi á fundinum að skapa stöðugleika og hagsæld í heiminum. Bush bauð leiðtoga Vestur- Þýskalands, Frakklands, Japans, Bretlands og Italíu velkomna til þriggja daga viðræðna um mál, sem hafa valdið miklum ágreiningi á meðal þeirra - svo sem efna- hagsaðstoð við Sovétmenn og að- gerðir til að stemma stigu við hita- breytingum á jörðunni. „Ný veröld frelsis er í sjónmáli. Veröld vona. Bjargfastrar vissu. Heimur þar sem friður er varanleg- ur - þar sem sanngirni er aðall viðskipta - þar sem allt, sem virð- ist mögulegt, er mögulegt,“ sagði forsetinn. Bush kvaðst vonast til þess að leiðtogunum auðnaðist að flýta fyrir framförum í heiminum. „Við komum hér saman sem banda- menn og vinir til að taka ákvarðan- ir sem skapa stöðugleika og hag- sæld í heiminumbætti hann við. landi. Stjórnarerindreki í ungverska sendiráðinu í borginni kvaðst búast við því að þess yrði ekki langt að bíða að 40 flóttamenn færu þaðan til Ungveijalands. ATA hafði skýrt frá þvi að fjórir ráðherrar, sem farið hafa með efna- hagsmál, hefðu látið af embætti. Simon Stefani innaníkisráðherra og nokkrir aðrir harðlínumenn höfðu verið reknir á laugardag. Erlendir fréttaskýrendur og stjórnarerind- rekar sögðu að forseti landsins, Ramiz Alia, væri fylgjandi umbct- um en vildi að þeim yrði komið á í áföngum. Hann hefði miklar áhyggjur af almennri óánægju í landinu með lífskjörin, sem eru þau verstu í Evrópu. Að sögn flóttamanna, sem hafa komist yfir landamærin til Grikk- lands, er nú skotið á alla er reyna að flýja land en flestir þeirra eru af grísku bergi brotnir. Þeir segja að lík séu látin rotna í hitanum við víggirðingarnar, öðrum flóttamönn- um til viðvörunar. Rafstraumurinn á girðingunum er ekki nógu mikill til að valda dauða, flóttamennirnir klippa á vírinn og þurfa síðan að hlaupa yfir um 500 m breitt svæði. Að sögn flóttamanna næst einn af hveijum þremur á hlaupunum eða er skotinn. Óstaðfestar fregnir herma að þeir sem nást séu skotnir á staðnum. Flóttatilraunir eru nú taldar vera frá 10 til 50 á viku og þeim fjölgar ört. Biskup grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar, Sebastianos, sem aðstoðar flóttamenn, segir fjölda albanskra liðhlaupa einnig fara vaxandi. Þrátt fyrir aukið eftirlit hefur flóttatil- raunum ekki fækkað. í miðstöð fyrir flóttamenn í Ioannina var haft eftir 25 ára gömlum albönskum flóttamanni að 15 af um 100 ungum mönnum í þorpinu hans hefðu reynt að flýja á undanförnum mánuðum. Tveir þeirra voru skotnir. Flótta- menn segja ástæðuna fyrir því hvers vegna ungt fólk hættir lífi sínu við að reyna að flýja Albaníu vera trúarofsóknir og að það sé æ betur að gera sér grein fyrir bágum kjörum sínum og fátækt. krafa sæti í stjórnmálaráðinu eins og flokksleiðtoginn. Samkvæmt heimildarmönnum á þinginu er gert ráð fyrir að miðstjórn flokks- ins kjósi ijóra eða fimm menn í stjórnmálaráðið tii viðbótar. Erlendir fréttaskýrendur í Moskvu töldu þessa breytingu Míkhaíl Gorbatsjov í hag, því hann myndi eiga auðveldara með að hafa stjórn á flokksleiðtogunum fimmtán heldur en stjórnmála- mönnum, sem sækja áhrif sín til Moskvu. Hins vegar sögðu þeir að erfiðara yrði fyrir harðlínu- menn, sem hafa átt í eijum við stuðningsmenn Gorbatsjovs á þinginu, að ná meirihluta í stjórn- málaráðinu. Umbótasinnar og harðlínumenn deildu hart á flokksþinginu í gær. Alexander Jakovljev, einn af nán- ustu samstarfsmönnum Gor- batsjovs, kvartaði undan því að harðlínumenn hefðu hafið áróðurs- herferð til að rægja hann. Sjá: „Ráðast á fríðindi flokks- brodda . . .“ á bls. 22. Reuter Heimsmeisturum fagnað Liðsmönnum og þjálfara vestur- þýska knattspyrnulandsliðsins var fagnað sem þjóðhetjum er heims- meistararnir í knattspyrnu komu lieim til Þýskalands í gær. Mynd- in var tfekin í Frankfurt er liðs- menn óku um götur borgarinnar í opnum bifreiðum og er Rudi Völler fyrir miðju. Sjá nánar uniljöllun um HM í knattspyrnu á bls. B7-B9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.