Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 Grýtubakkahreppur: Ibúum hef- ur fjölgað um 4-5% á tveim- ur mánuðum Aukinn kvóti skiptir mestu þar mestu um Á SÍÐUSTU tveimur mánuðum hefur íbúum í Grýtubakka- iireppi Ijölgað um 4- 5% og þakk- ar sveitarstjórinn það einkum átaki sem gert var til skipa- kaupa og auknum veiðiheimild- um í byggðarlaginu í kjölfarið. Nánast er búið alls staðar þar sem hægt er að búa og vantar sárlega húsnæði á staðinn. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri sagði að fólksfjölgunin væri mjög bM^nægjuleg. Um síðustu áramót voru íbúar í hreppnum 422, en nú síðustu tvo mánuði hafa 18 flutt í hreppinn, einkum til Grenivíkur. Guðný sagðist þakka átaki sem gert var til skipakaupa á síðasta ári og auknum veiðiheimildum byggðarlagsins í kjölfarið það að fólk vill í auknum mæli setjast að í hreppnum. Kvóti byggðarlagsins þrefaldast á milli áranna 1988 og ’89 úr 1.000 tonnum í um 3.000. Meðal þeirra sem eru nú að % flytja til Grenivíkur eru menn sem eru í áhöfn skipanna sem keypt hafa verið og einnig innfæddir hreppsbúar sem eru að flytjast aftur heim eftir tímabundna veru annars staðar. Guðný sagði húsnæðismálin á staðnum gera mönnum erfitt fyrir, en nú væri nánast búið í hverjum krók og kima í hreppnum og svo til ekkert um laust húsnæði í þorp- inu. Á vegum hreppsins er nú ver- ið að heija byggingu á parhúsi og eitt slíkt var byggt á síðasta ári. Morgunblaðið/Einar Falur Þota hlautnafh Akureyrar Ný 150 sæta þota var nefnd eftir Akureyri við athöfn á Akureyrarfiug- velli um miðnætti á sunnudag. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, gaf vélinni nafnið City of Akureyri og óskaði henni allra heilla í framtíðinni, en vélin mun m.a. fljúga á milli Zurich í Sviss og Akur- eyrar einu sinni í viku í sumar, alls sjö ferðir, og er gert ráð fyrir um 700 farþegum í þessum ferðum. Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra flutti stutt ávarp og ræddi kosti beins flugs til Akureyrar. Flugvélin er í eigu svissneska flugfélagsins Trans European Airways og sagði Markus Seiier, forstjóri fyrirtækisins, að hlýjar móttökur, er fyrsta vélin í beinu flugi milli Zurich og Akureyrar lenti á Akureyar- flugvelli í síðustu viku, hefðu valdið því að ákveðið hefði verið að nefna vélin eftir bænum. Þá sagði hann einnig greinilegt að mikill vilji væri fyrir því á meðal bæjaryfirvalda að vinna að ferðamáium. Að lokinni athöfn á flugvellinum var farið í stutta flugferð yfir Eyjaijörð. Gren víkingar á norskri grund Upp undir 25% ferðafærra og fullorðinna íbúa Grýtubakkahrepps héldu á fund félaga sinna í vinabænum Stryn í Noregi fyrir nokkru, en um 50 íbúar hreppsins voru með í förinni. Guðný Sverrisdóttir sveitar- stjóri sagði að hópurinn hefði dvalið í góðu yfirlæti hjá Norðmönnum og ferðin öll verið hin besta. Kirkjukór Grenivíkurkirkju hélt tónleika í ferðinni og söng m.a. með blönduðum kór heimamanna. Vináttu- tengslunum var komið á í Grýtubakkahreppi fyrir tveimur árum og sagði Guðný ekki ráðið með framhald heimsókna, en að líkindum myndu íbúar sækja hvern annan heim annað hvort ár. Hitaveita Akureyrar: 446 íbúðir hafa tengst veit- unni á síðustu þremur árum 110-150 hús enn án hitaveitu FRÁ því Hitaveita Akureyrar hóf markaðsátak haustið 1987 hafa 446 hús og íbúðir tengst veitunni, þar af eru 110 í Gerðahverfi 11 þar sem byrjað var að tengja hús og íbúðir veitunni í október á síðasta ári. Reiknað er með að auknar tekjur hitaveitunnar í kjöl- far nýrra notenda séu á bilinu 15-20 milljónir króna á ári. Franz Árnason hitaveitustjóri sagði að þegar ákveðið hefði verið að hefja markaðsátak með það að markmiði að ná til nýrra notenda veitunnar hefði verið reiknað með að um 600 hús og íbúðir á Akur- eyri væru rafhituð. Átakið hefði skilað sér vel og fækkaði stöðugt húsum sem nýttu sér rafhitun. Nú, þegar markaðsá- takið hefur staðið yfir í tæp þijú ár, er reiknað er með að á bilinu 110-150 hús í bænum séu nú án hitaveitu og sagði Franz ljóst að sum þeirra yrðu aldrei tengd, m.a. sökum þess hve gömul þau eru. Stærsta einstaka hverfið sem var án hitaveitu var Gerðahverfi 11, en önnui' hús og íbúðir voru víðs vegar um bæinn. I hverfinu eru um 180 hús og íbúðir og var hafist handa við að leggja hitaveitu í hverfið í október á síðasta ári. íbúum hverfisins buðust hagstæð lán tækju þeir inn hitaveitu fyrir ákveðinn tíma. Þegar hafa 110 hús eða íbúðir tengst við hitaveituna og áætlar Franz að við áramót hafi á bilinu 70-80% heimila á svæðinu tekið inn hitaveitu. „Við fórum út f þetta markaðs- átak til að auka tekjur veitunnar og einnig til að ná fram betri nýt- ingu. DNG-imðun bjargaði svifdrekakappanum Eppo FULLTRÚAR rafeindafyrirtæk- isins DNG aílientu Flugmála- stjórn 20 DNG-miðunartæki í gær, en samið var um kaup á slíkum tækjum frá fyririækinu á síðasta ári. DNG-miðun er miðunartæki til að miða út neyð- ársenda, en hægt er að miða út v á þremur bylgjulengdum. Tæki jþetta getur komið að góðum notum við leit að flugvélum sem hafa týnst eða við sjóslys. Reynir Eiríksson nlarkaðsstjóri DNG sagði að tækið hefði komið í góðar þarfir fyrir skemmstu þeg- ar Hollendirgurinn Eppo Numan fiaug vélknúnum svifdreka eða fisi frá Reykjavík og til Kanada. Eppo Numan segir að eitt af því sem gerði honum kleift að fljúga til Kanada hafi verið þetta tæki, DXG-miðun, og í raun hafi það bjargað lífi hans. Flugvél sem fylgdi honum yfir hafið til Græn- lands var með slíkt tæki innan- borðs og hafi því ekki verið nokkr- um vandkvæðum bundið að miða svifdrekann út. Á leiðinni frá Grænlandi til Kanada hafi hann farið langt af áætlaðri leið þar sem áttaviti í svifdrekanum bilaði. Flugvél sem fylgdi honum eftir á Jeiðinni miðaði hann út í 150 mílna fjarlægð og sagði Eppo Numan það hafa bjargað lífi hans. Reynir sem afhenti Flugmálastjórn tækin í gær sagði að menn væru ánægð- ir með fyrstu kynni sín af því, m.a. hversu langt það gæti miðað og að það hefði bjargað lífi hol- lenska flugkappans. Flugmála- stjórn mun m.a. gefa tækin flug- björgunarsveitum á landinu. Hitaveitan getur auðveldlega annað þessari aukningu, í kjölfar þess að við fáum fleiri notendur inn verður nýtingin verulega miklu betri án þess að við þurfum að kosta miklu til því dreifikerfið er þegar til staðar. Þá er þetta að sjálfsögðu mikil búbót fyrir hitaveituna, en við áætlum að auknar tekjur hennar vegna þessara nýju notenda nemi um það bil 15-20 milljónum króna á ári,“ sagði Franz. smí * **• i r.tu*i.ti.ti|.|,[ s r*..« c i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.