Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990
5
300 þúsund
króna ljós-
myndatækj-
um stolið
BROTIST var inn í fólksbíl við
golfvöllinn á Seltjarnarnesi ný-
lega og stolið úr honum ljós-
myndatækjum að verðmæti um
300 þúsund krónur.
Um var að ræða Ganon EF
myndavél og 5 Canon-linsur:
400mm, 200mm, 85mm, 35mm og
15mm í svartri Temba-tösku.
Þeir sem geta gefið upplýsingar
um málið eru beðnir að hafa sam-
band við RLR.
Útlit fyrir
góða græn-
metisuppskeru
Útlit er fyrir góða uppskeru á
útiræktuðu grænmeti í sumar.
Þurrkarnir að undanförnu hafa
þó heldur dregið úr uppskeru.
Kínakál er þegar komið á markað-
inn og fyrstu sendingarnar af
hvítkáli, rófum og gulrótum eru
væntanlegar í þessari viku. Mynd-
in var tekin um helgina á garð-
yrkjubýlinu Melum í Flúðahverf-
inu í Hrunamannahreppi þar sem
Guðjón Birgisson garðyrkjubóndi
og hans fólk var að skera kínakál
og senda á markað.
Náttúrlækninga-
félag íslands:
Yilja endur-
hæfa krabba-
meinssjúka
að Sogni
ÁFORM eru upgi um að Náttúru-
lækningafélag Islands starfræki
endurhæfingarstöð fyrir krabba-
meinssjúklinga að Sogni í Olfúsi.
NLFÍ hefur leigt Samtökum
áhugafólks um áfengsivandamál-
ið jörðina að Sogni, en leigu-
samningurinn rann út í sumar.
Félagið hefur lagt hugmyndir um
endurhæfíngastöðina fyrir
stjórnvöld, en þau hafa enn ekki
sýnt nein viðbrögð við þeim, að
sögn Jónasar Bjarnasonar form-
anns NLFÍ.
Jónas sagði að endurhæfing
krabbameinssjúkra hefði oft komið
til kasta Heilsuhælisins í Hvera-
gerði undanfarin ár. Náttúrulækn-
ingafélagið hefði ráðið Snorra Ingi-
marsson yfirlækni hælisins en sér-
grein hans væri krabbameinslækn-
ingar. Kæmi það í hlut hans að
skipuleggja meðferð sjúklinga á
Sogni, ef af yrði.
Að sögn Jónasar yrði markmið
stöðvarinnar að aðstoða fólk sem
er að ná sér eftir krabbameinsmeð-
ferð. Þar yrði um sjúklinga að ræða
sem stefna að því að komast aftur
út í lífið. Stöðin yrði rekin sem ein
af sviðum Heilsuhælisins.
„Við höfum leitað til stjórnvalda
um þátttöku i þessu verkefni. Hvað
verður um þessi áform er háð því
hvort stjórnvöld eru tilbúin að
greiða daggjöld sjúklinga í stöð-
inni,“ segir Jónas Bjarnason.
Heilsuhælið í Hveragerði nýtur dag-
gjalda frá ríkinu, en sjúklingar
greiða einnig hluta kostnaðar úr
eigin vasa. Aðspurður hvort sami
háttur verði hafður á í endurhæf-
ingarstöðinni segir Jónas að enn sé
ekkert ákveðið í því efni.
Reyndu inn-
brot og voru
á stolnum bíl
ÞRÍR menn voru handteknir við
innbrotstilraun í Sundakaffi við
Sundahöfn aðfaranótt sunnu-
dagsins. Mennirnir voru á stoln-
um bíl. Sá þeirra sem ók virtist
ölvaður.
Hann hefur hlotið fjölda refsi-
dóma fyrir bílþjófnaði og ölvunar-
akstur, sem valdið hefur umferðar-
slysum.
Mennirnir höfðu skorið rúðu úr
glugga í Sundanesti en óku á brott
og í flasið á lögreglunni þegar við-
vörunarkerfi fór í gang. í bílnum
fannst þýfi úr öðru innbroti fyrr
um nóttina.
án reykinga
w
A hverjum degi þarft þú bæöi aö velja og hafna. Miklu máli
skiptir hvaö þú velur, því hver ákvöröun getur haft áhrif á það
hvernig líf þitt veröur.
Heilbrigt líf er það mikilvægasta sem þú getur valið þér þín
vegna og þeirra sem þú umgengst.
Forseti Islands
Heilbrigðisráöherra
20. LANDSMOT UMFI
Mosfellsbæ 12.-15. júlí 1990