Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 ÁSHILDUR Haraldsdóttir, flautuleikari, og Love Derwin- ger, píanóleikari, halda tónleika í Hafiiarborg, Hafnarfirði, mið- vikudaginn 11. júlí klukkan 20.30. Þar leika þau franska tónlist fyrir flautu og pianó eft- ir Fauré, Gaubert, Dutilleux, Poulenc o.fl. Auk þess flylja þau ásamt Kristínu Guðmundsdótt- ur, flautuleikara, verk fyrir tvær flautur og píanó eftir Doppler. Ashildur Haraldsdóttir lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík, BM-prófi með heiðri frá New England Conser- vatory ofMusicí Boston og Master-prófi frá Juilliard skólan- um í New York. INNLENT Norðurlandaliðin. Frá vinstri eru Sævar Þorbjörnsson, Sigmundur Stefánsson, Karl Sigurhjartar- son, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Hjalti Eliasson, Guðmundur Páll Arnarson, Helgi Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Esther Jakobsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir, Valgerður Krisljónsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. íslenska kvennaliðið Norðurlandameistari í brids: Stefndum á verðlaunasæti en 1. sæti var ekki inni í myndinni - segir Esther Jakobsdóttir ÍSLENSKA kvennalandsliðið í brids vann Norðurlandamótið í kvennalokki í Færeyjum. Sigurinn kom verulega á óvart, og ekki síst spilurunum sjálfum. íslenska karlaliðið varð í 4. sæti í opna flokknum, en það hafði Norðurlandatitil að verja. „Við ætluðum okkur að ná verð- launasæti en fyrsta sætið var ekki inni í myndinni," sagði Esther Jakobsdóttir við Morgunblaðið. Auk hennar voru Valgerður Kris- tjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir í liðinu en Sigmundur Stefánsson var fyr- irliði. Anna Þóra er dóttir Esther- ar. „Með þessum sigri sannaði kvennalandsliðið svo sannarlega tilverurétt sinn, en árangur þess hingað til hefur kaliað á spurning- ar,“ sagði Helgi Jóhannsson for- seti Bridgesambands íslands. Hann sagði að liðið hefði vakið mikla athygli fyrir góða spila- mennsku og framgöngu í Færeyj- um. „Vonandi verður þetta til að auka áhuga íslenskra kvenna fyrir bridsíþróttinni," sagði Helgi. Esther Jakobsdóttir þakkaði góðum undirbúningi og góðum Iið- sanda sigurinn á Norðurlandamót- inu. Sigmundur Stefánsson tók í sama streng, en bætti við að íslenska liðið hefði sýnt mikla hörku í sagnbaráttu sem skilað hefði mörgum stigum. íslensku konurnar höfðu nánast tryggt sér sigur fyrir síðustu um- ferð. Þær þurftu 18 stig gegn Færeyjum til að vera öruggar en fengu 25. Öll Norðurlöndin, nema Danir, sendu sín bestu kvennalið til keppni. Færeyskar konur tóku nú í fyrsta skipti þátt í Norður- landamóti. í opna flokknum tóku Svíar snemma forustuna og höfðu, eins og íslensku konurnar, nánast tryggt sér sigur fyrir síðustu um- ferð. Hins vegar var mikil barátta um hin verðlaunasætin milli ís- lands, Noregs og Danmerkur sem ísland tapaði á endasprettinum. Fullnaðarsigur, 25 stig, á Færey- ingum í síðustu umferð hefði tryggt íslendingum bronsverðlaun en þeir fengu 20 stig. Islenska liðið var skipað Hjalta Elíassyni fyrirliða, Guðmundi Páli Arnarsyni, Þorláki Jónssyni, Guð- laugi R. Jóhannssyni, Erni Arn- þórssyni, Karli Sigurhjartarsyni og Sævari Þorbjömssyni. íslenskur kvennabrids hefur hingað til ekki verið hátt skrifaður og árangur íslenskra kvenna á alþjóðamótum hefur verið slakur. Esther Jakobsdóttir sagði að Norðurlandatitillinn væri að sjálf- sögðu mikil lyftistöng fyrir þær sem spiluðu í liðinu, en erfítt væri að segja til um áhrifin út í frá. „En mér þætti gaman ef þetta yrði til þess að auka þátttöku íslenskra kvenna í bridsmótum ef þær sjá að svona árangur er ekki ómögulegur,“ sagði Esther Jak- obsdóttir. Röð liðanna í opnum flokki var þessi: 1. Svíþjóð 182, Noregur 170, Danmörk 167, ísland 163, Finnland 133, Færeyjar 68. Röð liðanna í kvennaflokki: ís- land 192, Danmörk 181, Noregur 181, Svíþjóð 150, Finnland 114, Færeyjar 58. Landsmót skáta á Ulfljótsvatni: Flaututónleikar haldnir í Hafiiarborg á morgun Sólskinsdæmi þar sem allt gekk upp Selfossi. „ÞETTA hefur verið eitt skólskinsdæmi og allt hreinlega gengið upp. Það er greinilegt að skátastarfið er í uppsveiflu um þessar rnundir," sagði Hannes Hilmarsson, mótsstjóri 50. Landsmóts skáta á Úlfljóts- vatni, sem lauk á sunnudag. Þegar flest var voru um 3.000 manns á mótssvæðinu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, heimsótti mótssvæðið á laug- ardag og var viðstödd hátíðarsam- komu við Krossinn ofan við móts- svæðið. Þar flutti Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi ávarp og herra Ólafur Skúlason biskup flutti blessunarorð. Að hátíðarsamkomunni lokinni gróðursettu forsetinn og forystu- menn skátahreyfingarinnar tré í nágrenni Krossins. Að því búnu Morgunblaðið/Sigurður Jónssn Frá hátíðarsamkomunni við Krossinn á Úlfljótsvatni. gróðursettu viðstaddir tré í brekk- unni. Yngstu skátarnir fylgdust vel með þegar Vigdís forseti gróðursetti birkitréð og strax að því loknu fékk hún það verkefni að gefa unga fólk- inu eiginhandaráritun í mótsbækur þeirra. „Þetta er trúlega íjölmennasta skátamót sem hér hefur veið haldið. Um 2.000 manns hafa dvalist hér á mótssvæðinu og fleiri bæst við á laugardeginum," sagði Hannes Hilmarsson mótsstjóri. Töframir við þetta mót hafa verið þeir að þegar eitthvað hefur vantað þá hefur alltaf einhver komið og bjargað málunum. Krafturinn í krökkunum á dagskrársvæðunum hefur verið mikill og einn foringinn kallaði hópinn ánægjúkórinn. Eg er auðvitað mjög ánægður og gaman að sjá starf mótsstjómar bera svona ríkulegan ávöxt,“ sagði Hannes. „Ég hef verið áhorfandi og þátt- takandi í þessu hér og hef gaman af og mikla trú á gildi skátastarfs- ins. Hins vegar fínnst mér þjóðfélag- ið ekki gera sér næga grein fyrir því hvað skátastarfíð getur gert mikið fyrir framtíðina. Það þarf að styðja við bakið á þessu starfí,“ sagði Jónas B. Jónsson skátahöfðingi, 83ja ára. sig. Jóns. Flugskýli og skuldabréf til Flugtaks: Kröftir veðliafa valda miklu segir Pétur Einarsson flugmálastjóri „ÉG stóð frammi fyrir því að geta innheimt skuld sem komin var í uppboðsrétt og gerði það. Starfs- menn Sverris vildu einnig greiða skuldina en uppfylltu ekki kröftir veðhafa," segir Pétur Einarsson flugmálastjóri um framsal sitt á skuldabréfi Sverris Þóroddssonar til eigenda Flugtaks. Hann segir afstöðu veðhafanna einnig ráða mestu um þá ákvörðun að leigja Flugtaki allt flugskýli númer eitt á Reykjavíkurflugvelli. Lands- bankinn á veð í flugvélum Sverris. Fulltrúar bankans ræddu í gær kaup á vélunum við lögfræðing starfsmanna Sverris. Viðræður halda áfram í vikunni og gert er ráð fyrir samningum um þijár vélar Sverris. Flugmálastjóri kveðst hafa rift leigusamningi við Sverri í apríl vegna langvarandi og alvarlegra vanefnda. Hann segir rangt að Sverrir hafi greitt leigu fyrir apríl og maí, en einhvetjar greiðslur hafí þó borist inn á skuld við embættið. Starfsmenn Sverris Þoroddsson- ar, sem tóku í vor við rekstri fyrir- tækis hans og stofnuðu hlutafélagið Leiguflug, gagnrýna flugmálastjóra fyrir að afhenda keppinaut allt flug- skýlið og setja fjárhagsafdrif Sverris í hendur sama aðila með sölu skulda- bréfsins. Pétur Einarsson segir að hugsan- lega megi deila um hvort eðlilegt sé að framselja Flugtaksmönnum skuldabréf Sverris. Hann hafí hins vegar tekið þessa ákvörðun til þess að afla embættinu tekna og hún hafí verið staðfest í samgönguráðu- neyti. „Það er líka sjónarmið að valið stóð milli Uugtaksmanna sem verið hafa í umfangsmiklum flug- rekstri og hafa traustan fjárhagsleg- ■atri)akhjarl-eða-nngra-manrra-sem eru að byrja rekstur á eigin spýtur með óljósari fjárhagsstöðu." Pétur segir réttarstöðu þeirra sem nú reka Leiguflug Sverris hæpna. Þeir hljóti að vinna áfram sem starfsmenn Sverris þar sem loft- ferðalög banni framsal á leyfí til flugrekstrar. Umsókn þeirra um slíkt leyfí sé nú til umfjöllunar og niðurstöðu að vænta eftir um mánuð. Frá doktorsvörn íHáskóla íslands Loftur Guttormsson, Lic. es Lettre, varði á laugardag doktorsrit- gerð sína „Uppeldi og samfélag á íslandi á upplýsingaöld“ við heim- spekideild Háskóla Islands. Sést dr. Loftur fremst á myndinni, þá dr. Þór Whitehead, forseti heimspekideildar, sem stjómaði athöfn- •inni og andmæiendumir dr.Tngi-Sigurðsson og-dr. GísliGunnarssen, - Love Derwinger, Áshildur Hanoldsdótt- píanóloikari. ir, flautuleikari. Hún hefur komið fram á fyölda tónleika hér á landi og erlendis og mörgum sinnum borið sigur úr býtum í tónlistarkeppni. Love Derwinger er fæddur í Svíþjóð, þar sem hann býr og starfar. Fimmtán ára gamall hóf hann nám við Tónlistarakademíuna í Stokkhólmi en þaðan lauk hann einleikaraprófi fimm árum síðar. Love Derwinger hefur komið fram sem einleikari og meðleikari á Norðurlöndum, Englandi, í Aust- jurríkL Pg, Bandaríkjum Norðurf Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.