Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 félk í fréttum TRUÐAR Raunverulegur trúður er alltaf með tár á annarri kinninni Hádegisv. Kvöldverður Forréttur eöa súpa, kjöt- eöa fiskréttur, kaffi. kr. 750- 900 kr. 1000- 1500 Börn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur Sanwlega mú tíúiW trrlr srnim terðalam Upplýsingabæklingur fæst á ferðaskrifstofum og upplýsingamiðstöð í Bankastræti 2. Sjá þátttakendalista í Morgunblaðinu laugardaginn 7. júlí. A Eg kynntist Kolbrúnu Halldórs- dóttur í Austur-Berlín. Og þeg- ar ég sagði henni að ég væri á leið- inni til Islands sagði hún mér frá götuleikhúsinu og að krakkarnir vildu örugglega fá mig til að leið- beina sér,“ sagði Ada Mirsky frá Israel þegar hún var spurð að því hvernig hún hefði komist í kynni við götuleikhúsið Auðhumlu. „A íslandi verð ég tuttugu daga. Pyrstu tíu dagana skoðaði ég allt það fallegasta á íslandi," segir Ada og bætir við þegar blaðamaður hristir efins höfuðið að hún hafi að minnsta kosti komið_ að Mývatni og farið í Bláa lónið. „Ég fór hringinn í kringum landið. Það var alveg frá- bært,“ segir hún. „Eftir að ég kom úr ferðalaginu hef ég leiðbeint krökkunum í Auð- humlu. Ég kenni þeim að gleypa eld, ganga á gleri, kásta keilum og boltum upp í loftið og grípa þær heimili landsins! Góöur matur á góóu verói Sieppió nestinu SUMAKREJTIR TOURJST MENU \^eitingastaóir víóa um land innan Sambands veitinga- og gistihúsa bjóóa í sumar sérstakan matseóil. Sumarrétti SVG, þarsem áhersla er lögó á staðgóúan mat á bóúu múi. Sumarréttamatseðillinn gildirfrá I. júní til 15. september. Morgunblaðið/Börkur Krakkarnir i Auðhumlu eru orðnir býsna flinkir í sirkuslistum. Bryndís Loftsdóttir er lengst til hægri á myndinni. GOTULEIKHUS Auðhumla á faraldsfæti Morgunblaðið/Börkur Trúður reynir að gera sitt besta en er alltaf dálítill klaufl, segir Ada Mirsky. Ert þú ný?“ sagði einhver þegar blaðamaður hafði staðið dá- góða stund í portinu fyrir framan Vesturbæjarskólann og dáðst að leikni ungrar stúlku á stultum sem lék sér að því að kasta tveimur keilum upp í loftið og grípa þær aftur. „Nei, nei, hún er frá Morgun- blaðinu og ætlar að skrifa um götu- leikhúsið," sagði annar. Og blaða- manni var tekið tveimur höndum. „Auðhumla var upphafiega stofnuð af krökkum úr Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, Menntaskól- anum í Hamrahlíð, Verslunarskól- anum og Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 17. júní 1988,“ seg- ir Bryndís Loftsdóttir úr Auðhumlu. „Við vorum um 200 í þeirri sýningu og eitthvað álíka árið eftir. Smám saman hefur okkur fækkað en eftir er harður kjarni. Auðhumla hefur sett upp fjöldan allan af sýningum. Fyrir utan sýningar á 17. júní má nefna sýningu fyrir Laugavegssam- tökin, Vesturbæjarsamtökin og ýmis hverfi. Þá höfum við sýnt í Kringlunni, við Norræna húsið og á fleiri stöðum.“ Síðast sýndum við Jónsmessu- næturdraum í skeifunni á Miklatún- inu. Mér skilst að áhorfendur hafi verið um 180. Þeir komu sér vel fyrir í brekkunni með stóla og teppi meðan þeir fylgdust með sýning- unni. Sumir komu meira að segja með'rauðvín og osta,“ segir Bryndís og bætir við að gaman hafi verið að fylgjast með áhorfendunum. Bryndís segir að Guðjón Sig- valdason, leikstjóri krakkanna, hafi stytt verkið og fært það í nýjan búning. „Hermína var til dæmis ástarsögufíkill sem gekk um með eins og hálfsmetra langa ástarsögu. Helena vafraði um með þrjár stórar ferðatöskur og púkinn vökvaði skilti, sem við komum fyrir í brekk- unni, með stórri garðkönnu. Þá stal Guðjón persónu úr Óveðri Shake- speares og lét hann vera vin púk- ans. Guðjón lagaði líka textann að daglegu máli. I honum voru engar þéringar eða ljóðmæli heldur hvers- dagslegt orðalag eins og við notum hvert við annað.“ Þess má geta að hagnaður af fyrri sýningum, sem gengið hefur óskertur til götuleik- húsins, var notaður til að færa upp Jónsmessudraum. Um síðustu helgi sýndi götuleik- húsið í Stykkishólmi. „Við sýndum atriði sem við höfum verið að læra hjá Ödu en það er ísraelsk kona sem hefur leiðbeint okkur með alls kyns listir að undanförnu. Út frá' því spunnum við svo söguþráð og bjuggum til okkar eigin sýningu,“ segir Bryndís. I götuleikhúsinu Auðhumlu er ungt fólk á aldrinum 14-21 árs. Tom Jones á Hard Rock Cafe ODYR HADEGISVERDUR SÚPA FYLGIR Velkomin á Hard Rock Cafe, sími 68988

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.