Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 37 Ingigerður G. Daníels- dóttir - Minning Fædd 13. júlí 1903 Dáin 29. júní 1990 Nú er fegursti tími ársins, trén orðin fallega laufguð eftir erfiðan vetur og útsprungin blóm prýða garða í öllum regnbogans litum. Svona vildi Inga tengdamóðir min, Ingigerður G. Daníelsdóttir, hafa garðinn sinn. Hún lést rétt fyrir miðnætti föstudaginn 29. júní á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Hún hefur örugglega verið hvíldinni fegin. Hefur hún verið rúmliggjandi í mörg ár. Hún fékk frábæra umönnun á Sjúkrahúsinu og ber að þakka það. Oft er dauðinn sár en núna var hann kærkominn þreyttri konu sem þráði fyrir löngu að sofna út af. Ég hef þá trú að núna sé hún í faðmi ástríks eiginmanns, Sigurðar Gíslasonar, sem örugglega hefur tekið vel á móti henni í nýju heim- kynnunum. Inga var mér og minni fjölskyldu afar góð, var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd hvern- ig sem á stóð. Hún var ein af þeim konum sem vildi alltaf veita, enda stóð heimili þeirra hjóna öllum opið og var alltaf kaffið komið á borðið eftir smástund með góðu meðlæti eða þá matur ef litið var inn á þeim tíma. Það er svo ótal margt sem leitar á hugann við fráfall Ingu. Börnin okkar leituðu mikið til hennar og gaf hún sér ávallt mikinn tíma fyrir þau. Hún sagði eitt sinn við mig, mundu það Hild- ur mín, að börnin eru aðeins að láni hjá okkur í skamman tíma, sá tími líður ótrúlega fljótt, reyndu því að njóta þeirra og vera eins mikið með þeim og hægt er. Þessi orð hef ég reynt að hafa að leiðar- ljósi og fór eftir þeim eftir bestu getu. í mínum huga var Inga einstök, hún var hreinskilin, ákveðin og vissi ég alltaf hvar ég hafði hana. Það er ómetanlegt að kynnast slíkri mannkostakonu og er ég Guði eilíf- lega þakklát fyrir það. Inga fæddist 13. júlí 1903 að Árnesi á Ströndum, en flutti ung með foreldrum sínum, Daníel Gestssyni og Valgerði Níelsdóttur, í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún var í vist með foreldrum sínum á ýms- um bæjum uns hún fór í kaupa- vinnu um eða uppúr fermingu. Árið 1929 kynntist hún mannsefni sínu, Sigurði Gíslasyni, og stofnuðu þau heimili í litlum torfbæ á Hvammstanga árið 1930, hét bær- inn Grund, sá bær er löngu horfinn af sjónarsviðinu. I þessum bæ bjuggu þau í tvö ár og fluttu síðan í annan torfbæ, Bjargarbæ, sem einnig er horfinn. Þau Iögðu svo í að byggja smá timburhús fyrir ofan kauptúnið, Lindarbrekku, þau voru þar með talsverða garðrækt til búdrýginda, enda var á þessum árum kreppuástand, basl og barlómur hvarvetna. En Inga virt- ist sjá við þessu öllu enda mjög dugleg og lét ekký bugast þó að þröngt væri í búi. Á þessum árum veiktist Sigurður mikið og lá hann í átta mánuði á Farsóttarhúsinu í Reykjavík hjá Maríu Maack, og fékk þar mjög góða hjúkrun. Inga og Sigurður eignuðust fjög- ur heilbrigð börn: Ármann Karl, búsettur á Hvammstanga, fæddur 11. júní 1931, kvæntur Jóhönnu Birnu Ágústsdóttur. Þau eiga þrjú börn, Sigurð Birgi, hans unnusta er Ingibjörg Rebekka Helgadóttir, búsett á Hvammstanga. Kolbrúnu, hún er gift Guðmundi Erlendssyni, eiga þau tvö börn, Jóhönnu Birnu og Erlend Inga, búsett á Hvamms- tanga. Gunnar Valgeir, búsettur á Hvammstanga, fæddur 10. nóvem- ber 1932, kvæntur Hildi Kristínu Jakobsdóttur, eiga þau þijú börn, Þórdísi, hún er gift Benedikt Guð- mundi Grímssyni, eiga þau eina dóttur, Söru, og eru þau búsett á Hólmavík. Valur, kvæntur Hermínu Gunnarsdóttur, eiga þau þijú börn Ólöfu, Hildi og Gunnar, áður eignaðist Valur dóttur, Birg- ittu Maggý, þau eru öll búsett á Hvammstanga. Örn er í foreldra- húsum. Bryndís Maggý, búsett í Reykjavík, fædd 28. desember 1939, gift Gunnari Sölva Sigurðs- syni. Þau eiga tvö börn, Sigurð Inga, hann er í foreldrahúsum, og Valgerði Mörtu, hún er gift Bene- dikt Emil Jóhannssyni, búsett í Reykjavík, eiga þau þijú börn, Evu Björk, Gunnar Orn og Lilju. Guðmundur Már, búsettur í Reykjavík, fæddur 23. janúar 1945, kvæntur Ragnhildi Guðrúnu Karls- dóttur. Þau eiga þijár dætur, Bryn- hildi, Ingu Hönnu og Gunnlaugu, þær eru allar í foreldrahúsum. Þegar börnin uxu úr grasi byggðu þau Inga og Sigurður nýtt hús niðri í þorpinu 1947 og heitir það Sólland, sem tónlistarskólinn er starfræktur nú. Þau fluttu í húsið 1948. Húsið er byggt á sólrík- um stað. Inga tók til að rækta tré, blóm og garðávexti í nýja garðinum sínum og dafnaði þetta allt vel hjá henni. Síðasta húsið sem þau fluttu í á Hvammstanga var Breiðagerði og þaðan lá Ieiðin til Reykjavíkur haustið 1967. Inga og Sigurður höfðu það fyr- ir reglu eftir að þau eignuðust tengdabörn og barnabörn að bjóða öllum í hádegismat á aðfangadag jóla, það má því með sanni segja að jólin hafi byrjað snemma dags hjá okkur og var alltaf mikil til- hlökkun að koma til þeirra. Sigurð- ur hjálpaði henni alltaf við að ganga frá í eldhúsinu á eftir matn- um. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom fyrst í heimsókn til þeirra, þá unglingsstúlka nýflutt frá Þórs- höfn, hvað mér þótti þetta skrítið að sjá karlmann við uppvaskið en svo að sjálfsögðu vandist þetta og til allrar lukku erfðu drengirnir þetta frá honum og margt fleira gott. Inga kom á Sjúkrahúsið á Hvammstanga 22. október 1983 og eru því orðin nærri því sjö ár sem hún hefur verið sjúklingur hér, áður var hún búin að dvelja á elliheimilinu Grund í Reykjavík. Fyrir 38 árum orti Sigurður Gíslason ljóðið „Draumastúlkan" sem birtist í ljóðabók hans, „Blá- grýti“. í kossum þínum eru ástartöfrar, í augna’þinna ljóma gleðin býr. í hlýjum æsku bjarma brosa þinna er blíða, ró og dulið ævintýr. Á himni minum ertu stjarnan eina. I ævi mínnar bikar skín þitt vín; Ég elska þig af æskuheitum funa, yndislega draumastúlkan mín. Ég kveð elsku Ingu. Góðar minn- ingar á ég um hana. Guð varðveiti hana í nýjum heimkynnum. Þess óskar einlæg tengdadóttir. Ilildur Kristín Jakobsdótt- ir, Hvoli, Hvammstanga. MURRAY Metsöluhjól Glæsilegt úrval reiðhjóla fyrir alla fjölskylduna, m.a. fjallareiðhjól frá kr. 16.950,- Sterkir, kraftmiklir gæðingar. Póstsendum um land allt. Opið frá kl. 10-4 á laugard. Sláttuvéla- & Hjólamarkaöur Hvellur Smiðjuvegi 4c, Kóp. S: 689699 og 688658 enn meiri háttar 0STATILB0Ð nú eru það smurostarnir, 3 dósir í pakka af rækjuosti eða 3 mismunandi tegundum Áður kostuðu 3 dósiru.þ.b^CTkr., IIÚ 345 klY um 25% lækkun. * leiðbeinandi smásöluverð. Tilboðið stendur tii 15. júlí Tilvalið í ferðalagið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.