Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 10. JÚLÍ 1990
35 •
að Hamragörðum að Heimalandi
þann 30. maí 1987 frumflutti Kór
Rangæingafélagsins ásamt karla-
kórnum tónverkið Gunnarshólmi
eftir Helga Helgason.
Þannig hefur hagað til að Karla-
kór Rangæingafélagsins hefur frá
upphafi æft á heimili okkar. Það
hefur verið okkur sérstök ánægja
að taka á móti kórfélögum og milli
þeirra og okkar hefur myndast sér-
stök vinátta. í öllu þessu söng- og
félagsstarfi hefur Bjarni verið hrók-
ur alls fagnaðar og stuðlað að þess-
ari jákvæðu starfsemi heils hugar
og er hans sárt saknað. Uppruninn
í Rángárþingi, menningarheimilið í
Varmahlíð, hans eigið heimili, góð-
mennska, léttleiki og áhugi, allt var
þetta svo ríkt í eðli hans að hann
flutti það áfram til okkar samferða-
manna sinna. Við öll sem nutum
þess eigum mikið að þakka Bjarna
Einarssyni. Hjartaáfall hafði hann
fengið árið 1976 og annað verra
árið 1980. Bjarni bar sig vel í veik-
indum sínum enda vel studdur af
eiginkonu, börnum, systkinum og
vinum. Það eru mikil örlög að ganga
ekki heill til skógar svo árum skipt-
ir. Vera alltaf meira og minna und-
ir læknishendi en samt þurfa að
stunda sína atvinnu meira og leng-
ur en heilsan leyfir. Við vitum aldr-
ei hve djúp og alvarleg áhrif það
hefur á fólk sem reynir slíkt og lif-
ir með því með reisn.
Á fögrum sumardegi er fagurt
en sárt að kveðja mann sem okkur
er svo kær sem Bjarni Einarsson
er. Sumarið hér sunnanlands hefur
skartað sínu fegursta og við höfum
öll notið þess. Hann nýtur núna
sólu fegurra sumars.
Við sendum Maríu, börnum
þeirra, barnabörnum og systkinum
Bjarna innilegar samúðarkveðjur
með þökk fyrir vináttu liðinna ára.
Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra.
Minningin um góðan dreng lifir.
Dóra Ingvarsdóttir
og Olafiir Oddgeirsson
Bjarni Einarsson frá Varmahlíð
undir Eyjafjöllum lést í Landspítal-
anum þann 28. júní síðastliðinn.
Allt of snemma þurfti þessi öðlingur
frá okkur að hverfa. Bjarni var gift-
ur föðursystur okkar, Maríu Sigur-
jónsdóttur frá Fosshólum í Holta-
hreppi.
Við systkinin urðum þess aðnjót-
andi hvort fyrir sig í tvo vetur að
dveljast á heimili þeirra hjóna á
Kópavogsbraut 72, þar sem þau
bjuggu lengst af sínum búskap. Það
var á námsárum okkar í Reykjavík,
við komum til borgarinnar flestu
ókunnug til skólagöngu í Verslun-
arskólanum. Á Kópavogsbrautinni
var okkur tekið opnum örmum og
urðum við þennan tíma eins og
hver annar fjölskylduméðlimur. Við
vorum kynnt fyrir borgarlífinu, að-
stoðuð og hjálpað í hvívetna og
nutum þeirra forréttinda og öryggis
sem fylgir því að dveljast á einka-
heimili í stað þess að þurfa að hírast
Kveðjuorð:
Bergur Atlason
Það var morgun í lífi ungs
manns, bjartur og fagur sem gaf
fyrirheit um góðan dag en þá varð
myrkur og okkur varð ljós merking
orðsins „harrnur".
Hann Bergur var ekki lengur á
meðal okkar, drengurinn sem veitti
yndi öllum sem hann umgekkst.
Börn fundu öryggi og frið í návist
hans. Hann gat aðeins verið með
okkur í 18 ár, en mun ávallt lifa í
minningu okkar afa og ömmu á
Bestó og allra hinna. Við þökkum
samfylgdina þessa stuttu leið. Berg-
ur var góður förunautur.
Bergur Jónsson
Bergur sagði. . ., Bergur ætl-
ar . . ., Bergur gerði . . ., voru okkar
fyrstu kynni af besta vini sonar
okkar þegar nýi strákurinn kom í
4. E.V. í Langholtsskóla. Upp frá
því má segja að líf þeirra hafi flétt-
ast saman, þeir áttu sameiginleg
áhugamál og höfðu sams konar
kímnigáfu. Bergur Atlason gerðist
heimagangur hjá okkur og heillaði
okkur og Elsu litlu, systur Hall-
dórs, með hreinskilinni og þægi-
legri framkomu. Það fylgdi Bergi
alltaf mikill styrkur og friður, það
var gott að hafa hann nálægt.
Það var gaman að fylgjast með
þeim í Playmobil-leikjum sem smá-
þróuðust i gegnum árin af „cow-
boy“-stiginu út í mannkynssöguna
með heimsstyijaldirnar sem mið-
punkt, orsakir og afleiðingar. Bún-
ingar voru málaðir á fígúrurnar
samkvæmt uppsláttarbókum og
annað í þeim dúr. Umræður og fyr-
irgrennslanir voru með ólíkindum.
Svo er farið út í kvikmyndagerð
ásamt Þórarni, Agnari og fleiri
góðum vinum. Okkur fannst að
þessir drengir gætu allt sem þá
langaði til, ekkert verkefni yrði lát-
ið ófullgert. Þetta voru okkur
ógleymanlegir tímar. Eins var með
tilraunirnar og sprengju-tímabilið
sem tók sem betur fer stuttan tíma.
Það sem manni þótti sérstakt við
þennan strákahóp var hversu um-
burðarlyndir þeir voru við litlu syst-
ur sem var þremur árum yngri en
fékk að sitja inni hjá þeim og fylgj-
ast með tímunum saman.
Þegar Bergur flutti til Seyðis-
fjarðar átti sonur okkar bágt og
saknaði hans sáran. Úr því var þó
bætt eftir getu með símtölum og
gaggnkvæmum heimsóknum og
síðast en ekki síst þegar þeir þrír,
Bergur, Þórarinn og Halldór, fengu
að dvelja í viku einir í Hallorms-
staðaskógi í tjaldi, fjórtari eða
fimmtán ára gamlir.
Svo kom Bergur suður í 9. bekk
og var þá tekinn upp þráðurinn við
kvikmyndaframleiðsluna og önnur
áhugamál. Bergur hafði tekið svo-
kallað pungapróf um sumarið og
völdu þeir Halldór og Þórarinn sér
sjóvinnu sem valgrein í 9. bekk og
luku lík pungaprófi. Mikil áform
um framtiðina voru plönuð í fram-
haldi af þessu. Einn ætlaði að læra
köfun og sjávarh'ffræði eða haf-
fræði og annar eitthvað annað.
Níunda bekk lauk og aftur skildu
leiðir en sterki vináttustrengurinn
hélst og bréfaskriftir og símtöl
treystu hann. Nú var haldið í
menntaskóla og framtíðaráætlanir
gerðar og skeggræddar. Við horfð-
um fram á bjarta og gæfuríka
framtíð glæsilegra og góðra ungra
manna sem ekkert væri ómögulegt.
Halldór gerði hlé á námi sinu hér
heima og fór sem AFS skiptinemi
til Ástralíu í janúar sl. þar sem
hann dvelst nú ljarri ástvinum
sínum þegar hann fær þær válegu
fréttir að Bergur, besti vinur hans
sé farinn frá okkur. Minningarnar
um góðan dreng munu lifa með
okkur til eilífðar. Við erum rík fyr-
ir það að hafa fengið að eiga þess-
ar stundir með honum og þann fjár-
sjóð getur enginn tekið frá okkur.
Sjana, Atli, systkini og aðrir ást-
vinir, við samhryggjumst ykkur af
öllu hjarta. Megi minningin um
góðan dreng lina þjáningarnar.
Eiríkur og Hulda
Með fáum orðum viljum við
minnast fallega unga drengsins,
Bergs Atlasonar, er bjó eitt sinn í
litla hvíta húsinu næst okkar, fyrir
átta árum.
Margar skemmtilegar og
ógleymanlegar stundir áttum við
nágrannarnir saman í Skipasund-
inu.
Bergur var alveg einstaklega fal-
legur strákur, en eftirminnilegast
við hann var þó fáguð og falleg
framkoma hans, sem var einstök
af svo ungum dreng.
Það var mikil eftirsjá er Bergur
flutti austur með foreldrum sínum
og Rósu litlu systur sinni, en eftir-
sjáin er nú meiri og sárari er við
kveðjum þennan unga og efnilega
dreng í blóma lífins.
Elsku Sjana mín og Atli, Rósa,
Ásgeir og Trausti. Við Freyr vottum
í herbergiskytru hjá vandalausum,
velvild og stórhugur hefur alltaf
verið aðalsmerki Bjarna og Mæju.
Einn af höfuðkostum Bjarna vilj-
um við hér draga fram öllum af
hans góðu mannkostum öðrum
fremur og það er það hvað Bjarni
var alltaf barngóður og hve sér-
stakt og gott lag hann hafði á börn-
um. Þar er okkur í fersku minni
hvað það var alltaf mikið tilhlökk-
unarefni þegar von var á frændfólk-
inu á Kópavogsbrautinni í heimsókn
í sveitina. Bjarni lék á alsoddi við
okkur krakkana, spjallaði við okkur
um heima og geima og ávann sér
traust okkar og virðingu. Það er
einmitt vegna þess öðru fremur hve
innilega vænt okkur þótti alltaf um
Bjarna.
Bjarni var félagslyndur maður
og tók m.a. virkan þátt í starfi
Rangæingafélagsihs í Reykjavík og
söng með kór þess félags til fjölda
ára. Eyjafjöllin og Rangárvallasýsl-
an átttu alla tíð mjög stóran sess
í hjarta hans.
Á kveðjustundu minnumst við
Bjarna með þakklæti fyrir fjölda
ánægjulegra samverustunda, Veiði-
vatnaferðirnar í gamla daga og
hans góða og dygga stuðning og
þátt í skólagöngu okkar.
Elsku Mæju frænku, börnunum
þeirra, barnabörnum og öðrum að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Bjarna Einarssonar.
Nonni og Anna
ykkur, ættingjum og vinum Bergs,
okkar dýpstu samúð og biðjum þess
að þið öðlist styrk og æðmleysi á
erfiðri stundu.
„Augasteinn vorsins, lambagrasið litla
lönpm í draumi sá ég þig í vetur.
Guði sé lof, að líf þitt blómstfar aftur
líkt þeirri von, sem aldrei dáið getur.“
(Jóhannes úr Kötlum)
Sif og Freyr
Myndatökur frá kr. 7.500.-
Ljósmyndastofurnar:
Barna og Fjölskylduljósmyndir
Reykjavík
sími: 12644
Mynd Hafnarfirði,
sími: 54207
Ljósmyndastofa Kópavogs,
sími: 43020
ðllum okkar tökum fylgja tvær
prufustækkanir 20x25 cm.
/ ■ ... á við bestu galdraþulu!
Ef þér finnst eitthvað vanta .upp á bragðið af
súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni
eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við
MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn.
Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa
18% (Mayonnaise)
1 tsk (5 g) 9.7 37
I msk (15 g) 29 112
100 g 193 753
Á vildarkjörum
vestur um haf
New York
Chicago
64.390.-
Seattle
68.590,-
Los Angeles
79.470,-
Fargjöld þessi gilda frá 1. júní til 1. september.
Flogiö er um Kaupmannahöfn en þar er
heimilt aö stoppa á báöum leiöum.
Haföu samband viö feröaskrifstofuna þína.
W/SAS
Laugavegi 3 sími 62 22 11